Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 29
Klæðskerasniðið frí
THAI Airways bjóða nú upp á
þá nýjung að sníða fríið að þörf-
um hvers og eins, hvort sem um
skemmti- eða viðskiptaferð er
að ræða.
Sagt er frá því á vef Thai
Airways að fjölbreytt úrval
ferða sé í boði, hvort sem fólk
vill ferðast til Taílands eða ann-
arra Austur-Asíulanda. Nýj-
ungin er kölluð Royal Orchid
Holidays.
Mögulegt er að sníða ferðina
nákvæmlega að þörfum hvers
og eins. Í boði eru framandi
áfangastaðir með færum far-
arstjórum og traustum ferða-
þjónustuaðilum á verði sem er
langt undir því verði sem tíðk-
ast hefur með slíkar lausnir.
Hægt er að velja nákvæmlega
þann dagafjölda sem hverjum
hentar.
Ferðirnar eru seldar í
tengslum við alla miða á vegum
Thai Airways og hægt er að
kaupa þá í gegnum ferðaskrif-
stofur eða beint í gegnum Thai
Airways.
FERÐALÖG
Thai Airways,
Rådhuspladsen 16, 4. hæð.
1550 Köbenhavn V. Sími:
33750120, fax: 337501
www.thaiairways.dk
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 29
DAGLEGT LÍF
Fyrir okkur hin…
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
AT
2
91
09
1
0/
05
LAKKRÍSLYKT getur vakið kynlöngun karla ef marka má rann-
sókn sem gerð var í Chicago og greint er frá á vef danska blaðsins
BT.
Rannsóknin fór m.a. þannig fram að muffins-kökur með mis-
munandi kryddum voru bornar á borð fyrir hóp karla. Blóð-
streymismælir var settur á typpið á þeim til að mæla áhrifin af
kökunum.
Í ljós kom að blanda af lofnarblómum og kryddblöndu úr kanel,
múskati og engifer gerði það að verkum að blóðstreymið jókst um
40%. Í öðru sæti var blanda af lakkrís og kleinuhring og í þriðja
sæti blanda af áðurnefndri kryddblöndu og lakkrís. Ekki kveikti
allur ilmur í körlunum, t.d. ekki af jarðarberjum og súkkulaði.
RANNSÓKN
Lakkrís kveikir
í sumum körlum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
SJÓNVARPSÁHORF getur auk-
ið hættuna á að fá Alzheimer,
að því er sænskt læknatímarit
hefur eftir prófessor við Karol-
inska háskólasjúkrahúsið. TT
fréttastofan greinir frá því að
líkurnar á að fá Alzheimer á
efri árum aukist ef miðaldra
fólk eyðir mjög miklum tíma
fyrir framan sjónvarpið.Lestur,
krossgátur og skák ásamt
gönguferðum og annarri hreyf-
ingu geti hins vegar haft for-
varnargildi.
Sjónvarpsáhorf getur
stuðlað að Alzheimer
Morgunblaðið/Kristinn
Fólk sem er um og yfir miðjan aldur ætti að takmarka tímann sem fer í
sjónvarpsáhorf og leysa frekar krossgátur eða hreyfa sig.
HEILSA
NOREGUR er langt og mjótt land og
vegalengdir virðast stundum óyfir-
stíganlegar þegar ferðast á með bíl.
Hjá flugfélaginu Widerøe er nú
hægt að kaupa opinn flugmiða fyrir
3.990 norskar krónur eða rúmar 40
þúsund íslenskar. Miðinn gildir í
hálfan mánuð einhvern tíma á tíma-
bilinu 25. júní til 28. ágúst í sumar.
Á ferðastefnunni TUR í Gauta-
borg er Widerøe eitt af þeim fyr-
irtækjum sem kynna starfsemi sína
og tilboð. Fram kemur að opni mið-
inn sé fyrir þá sem vilja upplifa
norska náttúru, sjá helstu ferða-
mannastaði en ekki þurfa að velja á
milli Norður- og Suður-Noregs.
www.wideroe.no/norgerundt
Opinn flugmiði
í hálfan mánuð
FERÐALÖG