Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 29
Klæðskerasniðið frí THAI Airways bjóða nú upp á þá nýjung að sníða fríið að þörf- um hvers og eins, hvort sem um skemmti- eða viðskiptaferð er að ræða. Sagt er frá því á vef Thai Airways að fjölbreytt úrval ferða sé í boði, hvort sem fólk vill ferðast til Taílands eða ann- arra Austur-Asíulanda. Nýj- ungin er kölluð Royal Orchid Holidays. Mögulegt er að sníða ferðina nákvæmlega að þörfum hvers og eins. Í boði eru framandi áfangastaðir með færum far- arstjórum og traustum ferða- þjónustuaðilum á verði sem er langt undir því verði sem tíðk- ast hefur með slíkar lausnir. Hægt er að velja nákvæmlega þann dagafjölda sem hverjum hentar. Ferðirnar eru seldar í tengslum við alla miða á vegum Thai Airways og hægt er að kaupa þá í gegnum ferðaskrif- stofur eða beint í gegnum Thai Airways.  FERÐALÖG Thai Airways, Rådhuspladsen 16, 4. hæð. 1550 Köbenhavn V. Sími: 33750120, fax: 337501 www.thaiairways.dk MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 29 DAGLEGT LÍF Fyrir okkur hin… ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N AT 2 91 09 1 0/ 05 LAKKRÍSLYKT getur vakið kynlöngun karla ef marka má rann- sókn sem gerð var í Chicago og greint er frá á vef danska blaðsins BT. Rannsóknin fór m.a. þannig fram að muffins-kökur með mis- munandi kryddum voru bornar á borð fyrir hóp karla. Blóð- streymismælir var settur á typpið á þeim til að mæla áhrifin af kökunum. Í ljós kom að blanda af lofnarblómum og kryddblöndu úr kanel, múskati og engifer gerði það að verkum að blóðstreymið jókst um 40%. Í öðru sæti var blanda af lakkrís og kleinuhring og í þriðja sæti blanda af áðurnefndri kryddblöndu og lakkrís. Ekki kveikti allur ilmur í körlunum, t.d. ekki af jarðarberjum og súkkulaði.  RANNSÓKN Lakkrís kveikir í sumum körlum Morgunblaðið/Brynjar Gauti SJÓNVARPSÁHORF getur auk- ið hættuna á að fá Alzheimer, að því er sænskt læknatímarit hefur eftir prófessor við Karol- inska háskólasjúkrahúsið. TT fréttastofan greinir frá því að líkurnar á að fá Alzheimer á efri árum aukist ef miðaldra fólk eyðir mjög miklum tíma fyrir framan sjónvarpið.Lestur, krossgátur og skák ásamt gönguferðum og annarri hreyf- ingu geti hins vegar haft for- varnargildi. Sjónvarpsáhorf getur stuðlað að Alzheimer Morgunblaðið/Kristinn Fólk sem er um og yfir miðjan aldur ætti að takmarka tímann sem fer í sjónvarpsáhorf og leysa frekar krossgátur eða hreyfa sig.  HEILSA NOREGUR er langt og mjótt land og vegalengdir virðast stundum óyfir- stíganlegar þegar ferðast á með bíl. Hjá flugfélaginu Widerøe er nú hægt að kaupa opinn flugmiða fyrir 3.990 norskar krónur eða rúmar 40 þúsund íslenskar. Miðinn gildir í hálfan mánuð einhvern tíma á tíma- bilinu 25. júní til 28. ágúst í sumar. Á ferðastefnunni TUR í Gauta- borg er Widerøe eitt af þeim fyr- irtækjum sem kynna starfsemi sína og tilboð. Fram kemur að opni mið- inn sé fyrir þá sem vilja upplifa norska náttúru, sjá helstu ferða- mannastaði en ekki þurfa að velja á milli Norður- og Suður-Noregs. www.wideroe.no/norgerundt Opinn flugmiði í hálfan mánuð  FERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.