Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 49 MINNINGAR Þriðjudagsmorgun- inn 28. febrúar var vondur morgunn, einn sá versti. Við vorum vakin við þau sorgar- tíðindi að Guðrún væri dáin, að hún hafi látist af slysförum. Við sáum Guggu litlu fyrst fyrir 6 árum. Hún stóð við Olísstöðina í Garðabæ með snjóbrettið sitt, var að bíða eftir rútunni til að komast upp í fjöll. Sóley María dóttir okkar hafði nýlega hafið nám í Garðaskóla þar sem þær kynntust og urðu strax miklar vinkonur. Að sjálfsögðu skiptust á skin og skúrir í vinskapn- um, en sem betur fer stóðu skúrirnar stutt og þær urðu nánari með hverju árinu. Þær voru einstakar saman og brátt gengu þær undir nafninu „dúf- urnar“ hjá okkur hjónum, okkur fannst þær svo dúfulegar, flögrandi um og alltaf að „missa af“ einhverju sem oftar en ekki kom í ljós að voru stoppistöðvar á lífsins reynslu frekar en merkilegir atburðir út af fyrir sig. Unglingsárin voru framundan, allt var svo spennandi. Eins og allir ung- lingar brölluðu þær ýmislegt og oft þótti okkur þeim eldri nóg um, þá hjálpaði að líta um öxl, því við vorum jú líka einu sinni unglingar. Tímabil- ið „stelumst út á nóttunni þegar for- eldrar okkar eru sofnaðir“ gat stundum tekið á. Okkur var til dæm- is ekki hlátur í hug nóttina fyrir fermingu sonarins, en þá ákváðu þær einmitt að stelast út. Við eydd- GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 4. mars 1987. Hún lést af slysförum hinn 28. febrúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 9. mars. um nóttinni í að hringja í vini þeirra, sem höfðu bundist samtökum um að segja ekki orð og keyra um til að leita þær uppi, en allt kom fyrir ekki og við gáf- umst upp. En sem bet- ur fer birtust þær um síðir með bros á vör. Það voru þreyttir for- eldrar og enn þreytt- ari systir sem mættu í kirkjuna þennan ferm- ingardag, eftir ævin- týri næturinnar. Ekki óraði okkur fyrir því á þessum tímapunkti að þetta ætti eftir að verða ljúfsár minning um hana Guggu. Í dag þökkum við fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu ævintýri þeirra. Gugga litla var svo full af krafti og lífsgleði og oft fannst okkur hún vera að flýta sér helst til mikið, fannst henni ekki þurfa að liggja svona mik- ið á, vildum að hún hægði aðeins á sér. Sem betur fer hlustaði hún ekki á okkur, því henni raunverulega lá á, nú vitum við að það var hún sem hafði rétt fyrir sér því hún hafði ekki langan tíma. Unglingurinn Gugga þroskaðist og breyttist í unga, glæsi- lega stúlku, Guðrúnu. Lítil og nett, kurteis og glöð, mikið var alltaf gam- an þegar hún leit við hjá okkur. Ung stúlka sem var að finna sinn stað í til- verunni, farin að nálgast það sem hana langaði að gera í framtíðinni. „Dúfurnar okkar“ orðnar eins nánar og vinkonur verða, unglingsárin að baki og framtíðin blasti við. Fallegar, hjartahlýjar stúlkur, verndarar yngri systkina sinna. Það var svo lýs- andi þegar sonur okkar lenti í bíl- veltu seint að kvöldi á síðustu Þor- láksmessu að þar voru „dúfurnar“ mættar fyrstar á slysadeildina til að halda í höndina á honum, þær vildu sjá að allt væri í lagi og vita hvort þær gætu eitthvað gert. Þannig var það alltaf ef eitthvað bjátaði á. Mikið höfum við velt því fyrir okk- ur eftir þetta slys, hver tilgangurinn sé, hver lærdómurinn sé. Hugsan- irnar flögra um í tómarúminu sem stendur eftir en niðurstaðan er eng- in, nema ef vera kann að allt hafi til- gang, hversu fjarlægur og ósann- gjarn sem hann virðist vera. Kannski vantaði bara fallegan, glað- an og hjartahlýjan engil til starfa á himnum, til að vaka yfir okkur öllum. Hvort svo er eða ekki þá er það víst að minningin um Guðrúnu, „dúfuna“ hana Guggu okkar verður aldrei frá okkur tekin. Á þeim stutta tíma sem við þekktum Guðrúnu, kenndi hún okkur margt um lífið og tilveruna. Að njóta lífsins til fullnustu, lifa því lifandi, forðast meðalmennsku, líta á björtu hliðarnar og síðast en ekki síst að líta ekki um öxl og súta það sem var, því framundan var alltaf svo margt og svo spennandi. Minninguna um Guðrúnu, þessa fallegu, brosmildu og umfram allt já- kvæðu stúlku munum við ávallt geyma í hjarta okkar og þakka fyrir þann stutta tíma sem við fengum að kynnast henni. Megi góður guð gefa hennar nánustu styrk á þessum erf- iðu tímum og gæfu til að láta góðar minningar hjálpa ykkur. Hugur okk- ar er hjá ykkur. Sólveig og Bogi. Stutt er milli hláturs og gráts, elsku ástarengillinn minn. Ég vil ekki trúa því að ég eigi aldrei eftir að hlæja með þér aftur, aldrei eftir að horfa á þig brosa né sjá þig gráta aft- ur t.d. þegar þú varst að rífast við Orra og þú sagðir að núna væri þetta samband búið, en svo sættust þið alltaf. Ég held ég hafi aldrei grátið svona mikið eins og síðastliðna viku. Þetta gerðist svo snöggt að maður stendur algerlega lamaður og bíður eftir því að vakna úr vondum draumi. En svona getur raunveruleikinn ver- ið hrikalega sár, partur úr lífi manns rifinn í burt. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir vinskapinn okkar og að eiga svona ótalmargar minningar af þér. Ég kynntist þér fyrst í Tjarnarskóla fyrir 5 árum og við náðum strax sam- an. Ég man að við gistum saman strax fyrstu vikuna þegar við kynnt- umst. Svo síðan erum við búnar að vera mjög góðar vinkonur, og töluð- umst á í símann kannski fimm sinn- um á dag, og við gátum alltaf talað um eitthvað nýtt og skemmtilegt. Og hlógum endalaust mikið að hvor ann- arri. Alltaf þegar það voru vandamál talaði ég bara við þig og þú varst ein- hvern veginn alltaf með lausnirnar á þeim. Guðrún mín, það á eftir að vera svo mikill tómleiki að hafa þig ekki til staðar og ekki fást orð yfir það hversu mikið ég sakna þín og elska. En það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona margar minningar um þig. Ég mun hitta þig aftur, bless í bili. Það sem við áttum og elskuðum af öllu hjarta, getum við ekki misst, Það sem við elskum svo heitt, verður partur af okkur. Elsku Elísabet, Jón, Pálmi, Jónína og Snæfríður, Guð veri með ykkur í framtíðinni. Þín Auður. Elsku Guðrún mín, aldrei hefði það hvarflað að mér að ég ætti eftir að þurfa að skrifa mín síðustu orð til þín, svona stuttu eftir að við hittumst aftur eftir langan aðskilnað. Það eru aðeins nokkrar vikur síð- an ég sat með þér á kaffihúsi og sagði þér hvað hefði á daga mína drifið þann tíma sem ég hafði ekki séð þig, og hlustaði á þig segja mér þína sögu. Hefði ég vitað að ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur, þá efast ég ekki um að það hefðu verið fleiri hlutir sem ég hefði þurft að nefna við þig. Þetta kvöld og þetta spjall okkar var einfaldlega yndislegt í alla staði. Þó er margt sem brennur á mér við svona hryllilegan atburð, þegar svona ung og falleg stelpa, sem átti allt lífið fram undan, kveður þennan heim á jafn sviplegan og óvæntan hátt og þú gerðir. Til dæmis er oft sagt við mann þegar andlát ber að, að ,,þeirra tími hafi verið kominn“. Hvernig í ósköpunum getur það ver- ið að þinn tími hafi verið kominn? Þú, sem ætlaðir að læra flug eða jafnvel vinna með þroskaheftum einstak- lingum? Ég man hvernig ég dáðist að þér þetta kvöld þegar þú sagðir mér að þig langaði til að vinna með þroskaheftum einstaklingum, því þrátt fyrir að ég sé sjálfur starfandi í heilbrigðisgeiranum og þekki margt gott fólk í þeirri stétt, þá vantar allt- af hjartahlýja og bjarta einstaklinga eins og þú varst til að sinna þessum hópi sem þú ætlaðir að starfa með. Þú varst sterk sál, og eins og margir hafa sagt þá varstu fær til að gera allt sem þig langaði til. Hvað sem þú hefðir tekið þér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni, hefðir þú orðið einna best í. Morguninn eftir að þú kvaddir þennan heim var ég á Þingvöllum í ferð með góðra vina hópi úr skólan- um að skoða undur gjánna í Þing- vallavatni. Alls óafvitandi hvað hafði gerst um nóttina naut ég fegurðar- innar undir vatnsborðinu, og ég verð að segja að þú hefðir varla getað val- ið fallegri dag til að kveðja okkur hin. En ég fékk fréttirnar þegar ég fékk blaðið í hendurnar daginn eftir, og það má segja að það hefði verið eins og einhver hefði kippt undan mér fótunum og kastað mér í gólfið. Svona sár eru lengi að gróa, og manni hættir til að sjá ekki stjörn- urnar fyrir nóttinni þegar maður lendir í svona djúpri sorg. Gamall maður sem ég kynntist þegar ég var í Brasilíu mælti eitt sinn mjög merkilega setningu við mig þegar við sátum undir trjánum til að skýla okkur fyrir brennheitri hádegissólinni. Ég hafði verið að spyrja hann hver galdurinn á bak við góða heilsu hans á tíræðisaldrinum væri, og þá leit hann upp úr teinu sínu beint á mig og mælti orðrétt: ,,Minn kæri ungi vinur. Glati ég gleðinni, þá glata ég öllu. Galdurinn við að komast tiltölulega heill í gegn- um lífið, þó maður sjái margt misfag- urt á lífsleiðinni, er sá að þó nóttin sé dimm og löng, þá þarf maður aðeins að líta til himins til að sjá stjörnurn- ar sem lýsa upp náttmyrkrið. Þessir örlitlu ljósu punktar á himninum geta gert kraftaverk. Þannig er með lífið, að svartnættið getur umlukið mann á hverri stundu, en eins og ég sagði áðan þá þarf bara að líta upp til að reyna að finna í það minnsta ein- hverja gleði í hjartanu.“ Á þessum sorgartímum fyrir bæði mig og fjölmarga aðra aðstandendur þína er nauðsynlegt að líta í minn- ingarnar sem við höfum um þig, svona bjarta og geislandi manneskju eins og þú varst. Þessar minningar eru á þessum erfiðu tímum stjörn- urnar mínar á svarta himninum. Rit- andi þessi orð til þín verður mér litið djúpt inn í mig, upp í himininn innra með mér. Takk fyrir samveruna, engillinn minn, þó ég hefði viljað hafa hana lengri. Þinn vinur, Gunnar Pétursson. Laugardagsmorg- uninn 4. mars frétti ég að hann frændi minn og vinur, Sesar Þór, hefði dáið í hörmulegu bílslysi. Tíminn virtist hreinlega stöðvast og minningarnar um Sesar hrönnuðust upp í hugann, eins og þegar þú komst heim og við horfðum á leik saman, en eftir smátíma varstu far- inn að ærslast með börnunum mín- um, ég man vel hve þú dáðir þau og þau dáðu þig. Ég man fyrst eftir Sesari þegar ég var að þjálfa fótbolta hjá Umf. Smáranum þegar Sesar var 13 ára. Hann var alltaf í góðu skapi á öllum æfingum en þar sem saklausir hrekkir voru aldrei langt undan brást stundum aginn hjá þjálfaran- um og fóru nokkrar æfingar í það að elta og pína þennan hlæjandi strák þegar hann náði að hitta í mark með einstakri orðheppni. Ses- ar fékk mikinn áhuga á fótbolta eft- ir þetta sumar og urðum við mjög nánir næsta sumar á eftir þegar SESAR ÞÓR VIÐARSSON ✝ Sesar Þór Við-arsson fæddist á Akureyri 16. júní 1986. Hann lést af slysförum 4. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 17. mars. hann og Sara systir hans hjálpuðu mér að sjá um völlinn á Mel- um. Hann vann mikið það sumarið við að slá og raka og kom alltaf þegar ég bað hann um. Sesar byrjaði seinna að vinna hjá mér hjá J.B. Arasyni og var það ógleyman- legur tími. Hann var jafnan yngstur í vinnuhópnum en hann var alltaf stríðandi þessum eldri og hann gat alltaf svarað fyrir sig, hann vann hratt og vel og það komu fljótt í ljós miklir hæfileikar bæði í vinnu og samskiptum við annað fólk, það kunnu allir vel við hann og hann var alls staðar vinsæll. Elsku Viddi, Ella, Siggi, Didda, Sara og Viddi litli. Við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og við eigum alltaf eftir að hugsa til ykkar og dáumst að því hversu sterk þið eruð á þessum erfiðu tím- um. Við kveðjum með miklum sökn- uði frábæran dreng sem við mun alltaf geyma í huga okkar á meðan við lifum. Hvíl í friði elsku frændi, þín er sárt saknað. Með samúðarkveðju, Ari, Sólrún, Þórey, Eyrún og Jósavin. Mér varð hugsað til þín fyrir um tveimur vikum, hvort þú værir ekki á leiðinni heim til Íslands. Ekki datt mér í hug að það yrði á þennan hátt. Ég á erfitt með að trúa þessu. Nei, ekki þú. Við kynntumst því við vorum valin til að fara til Strasbourg í Frakklandi á ráðstefnu árið 1990. Við dvöldum þar í viku og hittum fólk frá allri Evr- ópu. Þau kölluðu okkur Víkinginn og Fjallkonuna því við þóttum minna svo á Ísland enda fulltrúar þaðan. Við lentum í smávandræðum á heimleið- inni því lestarmiðinn var ekki tekinn gildur. Þú varst nú ekki í vandræðum með að rífast á þýsku við afgreiðslu- manninn. Það hefðu ekki allir getað. Áður en við fórum í ferðina kom ég með þér að hitta mömmu þína og systur. Þær voru spenntar að hitta mig, en urðu fyrir miklum vonbrigð- um þegar þær fréttu að ég væri búin að finna mér mannsefni. Það er minnisstætt þegar þú komst í heimsókn til okkar og flaut- aðir svo hátt á páfagaukinn okkar að hann varð lafhræddur og mjór og lét öllum illum látum. En þú varst vanur að flauta hátt á þinn fugl. Eins þegar þú varst að vinna eitt sumar á Hólum í Hjaltadal og við vorum á leiðinni norður og stopp- uðum hjá þér dagstund. Þú sýndir okkur allan staðinn og lengst dvöld- SIGURÐUR TRAUSTI KJARTANSSON ✝ SigurðurTrausti Kjart- ansson fæddist í Reykjavík 25. maí 1968. Hann lést í vinnuslysi í Kaup- mannahöfn 22. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 3. mars. um við í kirkjunni þar. Það var sérstakt þegar við komun í 25 ára afmælið þitt. Árið 1997 fórstu til Bandaríkjanna á Mayo Clinic í aðgerð við flogaveiki sem þú hafðir haft síðan þú varst smábarn. Þú náðir bata, algjört kraftaverk. Bjartsýni og kjarkur var lýsandi fyrir þig og var yfir- skriftin á grein sem þú skrifaðir í Lauf- blaðið. Við misstum samband þegar þú varst á hraðferð út í heim, og fluttir til Danmerkur. En ég sakna þín allt- af. Vertu blessaður, elsku vinur minn. Elsku Unnur, Kristín og fjöl- skylda og Kjartan, við samhryggj- umst ykkur innilega. Katrín Níelsdóttir og fjölskylda. Öldur sorgar og samúðar hafa ris- ið hátt vegna hörmulegs fráfalls vin- ar okkar Sigurðar Trausta Kjartans- sonar. Hann lést þegar hann varð undir vörubíl við vinnu sína sem tæknifræðingur við vegafram- kvæmdir í Rødrovre í Danmörku hinn 22. febrúar sl. Sigurður var í blóma lífsins þegar hann lést aðeins 37 ára gamall. Hann fluttist til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum en Kristín systir hans býr þar ásamt manni sínum og þremur börnum. Sigurður reyndist systur sinni og mági mikil hjálp enda barngóður með afbrigðum. Hann var mjög virkur í tónlistarstarfi Ís- lendinga í Kaupmannahöfn. Þar söng hann í dönskum kór og öðrum sönghópum ásamt því að vera fast- ráðinn söngvari við Sions-kirkju á Austurbrú. Ég kynntist móður Sigurðar, henni Unni Jens, þeirri stórbrotnu konu, í gegnum sönginn. Við vorum báðar við nám við söngskólann í Reykjavík. Einnig vorum við sam- stiga í Pólýfónkórnum hjá þeim mæta manni Ingólfi Guðbrandssyni. Þetta voru yndislegir tímar bæði af menningu og söng. Best kynntist ég samt mannkostum Unnar þegar við vorum báðar við nám í London við Trinity College of Music. Hún kom mér af stað, leiðbeindi mér og hjálp- aði eins og stóra systir við flesta hluti. Eftir þennan tíma í London vorum við bestu vinkonur. Ég kynntist hennar góðu fjölskyldu, Kristínu ömmu, Kjartani Trausta og börnun- um Kristínu og Sigurði. Sigurður var ljúfur og góður drengur. Hann reyndist móður sinni einstök stoð og stytta. Það var ynd- islegt og lærdómsríkt að sjá og upp- lifa samband móður og sonar. Það var svo fallegt, mikið knús og miklir kossar. Sigurður gekk ekki heill til skógar. Það hvíldi yfir honum skuggi flogaveikinnar. Hana mátti Sigurður burðast með fram á fullorðinsár. Það var hetjan hún móðir hans og Kristín systir hans sem leituðu lækninga fyr- ir hann í Ameríku og fékk hann fullan bata. Sigurður var búinn að vera laus við þennan sjúkdóm í átta ár. Það eru ótrúleg örlög eftir alla þessa baráttu að þetta skuli hafa gerst. Hann var laus úr viðjum floga- veikinnar og búinn að mennta sig sem iðnrekstrarfræðingur. Hann var fluttur til Kaupmannahafnar í nánd við systur sína og fjölskyldu og kom- inn í góða vinnu en þá er hann allt í einu hrifinn á braut á einu andartaki. Hver er tilgangurinn? Við sem þekktum Sigurð gleymum honum aldrei og erum ríkari fyrir vikið. Elsku Unnur mín og fjölskylda, ég, Sverrir og dætur sendum ykkur ein- lægar samúðarkveðjur í ykkar miklu sorg. Megi góður Guð hjálpa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Soffía Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.