Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
VERÐMÆTI dróst saman í öllum
tegundum sjávarafla á síðasta ári,
nema í uppsjávarafla. Aflaverðmæti
íslenskra skipa af öllum miðum árið
2005 var 67,9 milljarðar kr., sam-
kvæmt samantekt Hagstofu Íslands,
sem er nánast það sama og á árinu
2004.
Verðmæti botnfiskaflans minnk-
uðu lítillega, námu 47,2 milljörðum.
Ef litið er á einstakar tegundir sjást
þó verulegar breytingar á milli ára.
Þannig dróst verðmæti þorsks sam-
an um 11%, var tæpir 25 milljarðar
kr. og verðmæti úthafskarfa dróst
saman um tæpan milljarð, var 1,7
milljarðar á árinu. Á móti jukust
verðmæti ýsuaflans um 16%, ufsa um
11% og verðmætaaukning karfaafl-
ans nam 47%. Verðmæti rækjuaflans
nam tæpum 900 milljónum kr. á
árinu en var yfir 2 milljarðar á árinu
áður.
Verðmætisaukning uppsjávarafl-
ans nam 19% og var aflaverðmætið
14,2 milljarðar kr. Verðmæti síldar
og loðnu jukust en aflaverðmæti kol-
munna minnkaði verulega. Ríflega
helmingur síldaraflans var frystur á
sjó og út úr því komu liðlega 80% af
verðmætum síldarinnar. Einnig var
meira af loðnu fryst á sjó en árið áð-
ur.
Heldur meiri verðmæti komu út úr
vinnslu innanlands en sjófrystingu
en munurinn er orðinn lítill á þessum
tveimur þáttum vinnslunnar og er
það töluverð breyting frá fyrra ári.
Þegar litið er til verðmæta eftir
verkunarsvæðum, samkvæmt tölum
Hagstofunnar, sést að hlutur Vest-
urlands hefur rýrnað verulega.
Verðmætin þar hafa minnkað úr 4,2 í
2,4 milljarða kr. milli ára sem er 42%
samdráttur.
Samdráttur í aflaverðmæti botn-
fisks en aukning í uppsjávarfiski
!!"
#$%$&#
"!"&$
'#$&$
(($&#
%(&)
)#&)
!&(
#'%"&%
#* &#
**&"
)%&!
$$&'
'#&
!&*
!!$
+ !!"
+ !!$
")"( &'
'($(&%
"$$!&(
"!##&
* !&!
"%!&$
$('&)
")(*'&#
$!)'&$
)(*!&!
$!#!&'
("*%&$
("%)&(
"')&%
,
-..
/
0
- !!" !!$
ÚR VERINU
Hekla fasteignir ehf.
Skráningarlýsing vegna skuldaraskipta
Skuldari:
Hekla fasteignir ehf., kt. 631202-3060, Laugavegur 170-174, 105 Reykjavík.
HKL 01 1:
Lýsing á flokkunum:
Gefinn út þann 1. júní 2001. Bréfin
eru til 6 ára, bundin vísitölu
neysluverðs og ber enga vexti.
Nafnverð útgáfu:
Heildarfjárhæð útgáfunnar er
495.000.000 kr. að nafnverði sem er
þegar seld.
Gjalddagar:
Bréfin eru með 12 jöfnum
afborgunum. Gjalddagar eru tvisvar á
ári, 28. mars og 28. september, fyrsta
greiðsla var 28. september 2002.
Lokagjalddagi verður 28. mars 2008.
HKL 03 1:
Lýsing á flokkunum:
Gefinn út þann 1. desember 2003.
Bréfin eru til 5 ára, bundin vísitölu
neysluverðs og ber 7,8% fasta vexti.
Nafnverð útgáfu:
Heildarfjárhæð útgáfunnar er
600.000.000 kr. að nafnverði sem er
þegar seld.
Gjalddagar:
Bréfin eru með 10 jöfnum
afborgunum, 1. júní og 1. desember
hvert ár, í fyrsta sinn 1. júní 2004.
Lokagjalddagi verður 1.desember
2008.
Skuldaraskipti:
Ofangreindir flokkar skuldabréfa sem gefin voru út af Heklu hf. voru seld í lokuðu
útboði til fagfjárfesta. Bréfin voru skráð í Kauphöll Íslands hf. Nú hafa farið fram
skuldaraskipti á þessum skuldabréfum og hafa Hekla fasteignir ehf. yfirtekið allar
skuldbindingar bréfanna skv. 133 gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, þar sem fram
kemur að viðtaka eigna og skulda getur farið fram án samþykkis lánadrottna. Athygli
er þó vakin á að Hekla hf. mun, ásamt Heklu fasteignum ehf., ábyrgjast skilvísa og
skaðlausa greiðslu skuldabréfanna með tekjum sínum og eignum skv. 133. gr. laga um
hlutafélög nr. 2/1995, þar til skuldin er að fullu greidd.
Milliganga vegna skuldaraskipta:
Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, Strandgötu 3, 600 Akureyri hafa milligöngu
vegna þessara skuldaraskipta.
Nálgast má skráningarlýsingu og önnur gögn sem vísað er til í lýsingu þessari hjá
Heklu fasteignum ehf. og Íslenskum verðbréfum hf.
„Ég er bogmaður og ef
mér leiðist þá fer ég,“
segir Jón Atli Jónasson
leikskáld en hann hefur á
undanförnum árum haslað
sér völl á helstu leiksviðum
þjóðarinnar, með fimm
leikrit að baki og eitt
framundan. Fleira er
í farteskinu.
á morgun
STJÓRNENDUR og sérfræðingar
allra helstu banka Þýskalands
mættu á Íslandskynningu Þýsk-
íslenska viðskiptaráðsins í húsa-
kynnum Royal Bank of Scotland í
Frankfurt í gær. Þar voru þeir
upplýstir um stöðu íslenska banka-
kerfisins og efnahagslífsins. Páll
Kr. Pálsson, formaður ráðsins,
sagði við Morgunblaðið að fundi
loknum að vel hefði til tekist.
Vegna umræðunnar erlendis um
íslensku bankana hefði margs ver-
ið spurt og í byrjun fundar hefði
mátt sjá áhyggjusvip á mörgum
gestanna, sem voru m.a. frá
Deutsche Bank og Dresdner Bank.
„Það tókst vel að útskýra að
bankarnir væru ekki í hættu þótt
leiðrétting væri að eiga sér stað á
gengi íslensku krónunnar. Megnið
af fjárfestingum bankanna erlend-
is er stutt með erlendu fjármagni
og breyting á gengi krónunnar
hefur engin áhrif þar. Það er gríð-
arlega mikilvægt að koma upplýs-
ingum á framfæri og við fundum
það greinilega að eftir kynn-
inguna var annað viðhorf og and-
rúmsloft uppi meðal gestanna,“
sagði Páll.
Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra var heiðursgestur á
fundinum en þar töluðu einnig
Sigurður Einarsson, stjórnar-
formaður KB banka, Sigurjón Þ.
Árnason, bankastjóri Landsbank-
ans, Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, Ólafur Davíðsson
sendiherra og Kjartan Már Kjart-
ansson frá Latabæ.
Í erindi sínu velti Árni M.
Mathiesen því fyrir sér hvort um-
fjöllun um íslensku bankana að
undanförnu tengdist einskonar
efnahagslegri þjóðernishyggju
sem hefði látið á sér kræla innan
ESB og umræðu um virkni innri
markaðarins.
Fjármálaráðherra útskýrði í
ræðu sinni hvernig íslenskt þjóð-
félag og íslensk efnahagslíf hefur
þróast sl. 50 ár. Sagði hann að ís-
lenskur efnahagur byggðist á
traustum undirstöðum sem væru
sífellt að styrkjast og fjölga. Árni
bar einnig saman ýmsar hag-
stærðir landsins við önnur lönd og
sagði, að ljóst væri að ekkert væri
að óttast hvað íslenskt efnahagslíf
varðar og allar forsendur væru til
þess að hagkerfið myndi komast í
jafnvægi á næstu árum.
Íslandskynning Kjartan Már Kjartansson, Sigurður Einarsson, Árni M. Mathiesen, Sigurjón Þ. Árnason og Ólafur
Davíðsson, auk Þórðar Friðjónssonar, fullvissuðu þýska bankamenn í Frankfurt í gær um að staða bankanna og
ríkissjóðs væri traust.
Þýskir bankamenn upp-
lýstir á Íslandskynningu
VÍSITALA efnahagslífsins hefur
hækkað um 11,5% síðan í október
samkvæmt mælingu IMG Gallup fyr-
ir fjármálaráðuneytið, Samtök at-
vinnulífsins og Seðlabankann. Í könn-
un sem gerð var meðal stjórnenda
stærstu fyrirtækja landsins kom í ljós
að um 75% aðspurðra töldu aðstæður
í efnahagslífinu almennt vera góðar.
Um 11% töldu aðstæðurnar vera
slæmar. Könnunin var gerð dagana 9.
febrúar til 3. mars síðastliðinn meðal
388 fyrirtækja. Svarhlutfall var
68,3%.
Frá síðustu könnun hefur bjartsýni
stjórnenda fyrirtækja á landsbyggð-
inni aukist, nú töldu 62% þeirra að að-
stæður í efnahagslífinu væru góðar en
44% í október. Um 80% aðspurðra á
höfuðborgarsvæðinu töldu efnahags-
lífið standa í blóma. Þegar spurt var
um horfur til lengri tíma sögðust 36%
telja að aðstæður myndu versna en
aðeins 20% að þær myndu batna.
Vísitala efnahagslífsins hækkar