Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VERÐMÆTI dróst saman í öllum tegundum sjávarafla á síðasta ári, nema í uppsjávarafla. Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum árið 2005 var 67,9 milljarðar kr., sam- kvæmt samantekt Hagstofu Íslands, sem er nánast það sama og á árinu 2004. Verðmæti botnfiskaflans minnk- uðu lítillega, námu 47,2 milljörðum. Ef litið er á einstakar tegundir sjást þó verulegar breytingar á milli ára. Þannig dróst verðmæti þorsks sam- an um 11%, var tæpir 25 milljarðar kr. og verðmæti úthafskarfa dróst saman um tæpan milljarð, var 1,7 milljarðar á árinu. Á móti jukust verðmæti ýsuaflans um 16%, ufsa um 11% og verðmætaaukning karfaafl- ans nam 47%. Verðmæti rækjuaflans nam tæpum 900 milljónum kr. á árinu en var yfir 2 milljarðar á árinu áður. Verðmætisaukning uppsjávarafl- ans nam 19% og var aflaverðmætið 14,2 milljarðar kr. Verðmæti síldar og loðnu jukust en aflaverðmæti kol- munna minnkaði verulega. Ríflega helmingur síldaraflans var frystur á sjó og út úr því komu liðlega 80% af verðmætum síldarinnar. Einnig var meira af loðnu fryst á sjó en árið áð- ur. Heldur meiri verðmæti komu út úr vinnslu innanlands en sjófrystingu en munurinn er orðinn lítill á þessum tveimur þáttum vinnslunnar og er það töluverð breyting frá fyrra ári. Þegar litið er til verðmæta eftir verkunarsvæðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar, sést að hlutur Vest- urlands hefur rýrnað verulega. Verðmætin þar hafa minnkað úr 4,2 í 2,4 milljarða kr. milli ára sem er 42% samdráttur. Samdráttur í aflaverðmæti botn- fisks en aukning í uppsjávarfiski                                 !!" #$%$&#      "!"&$ '#$&$ (($&# %(&) )#&) !&(  #'%"&%      #* &# **&" )%&! $$&' '#& !&*    !!$ +  !!" +  !!$ ")"( &'        '($(&% "$$!&( "!##& * !&! "%!&$ $('&) ")(*'&#       $!)'&$ )(*!&! $!#!&' ("*%&$ ("%)&( "')&%   , -..  /    0   -  !!" !!$                              ÚR VERINU Hekla fasteignir ehf. Skráningarlýsing vegna skuldaraskipta Skuldari: Hekla fasteignir ehf., kt. 631202-3060, Laugavegur 170-174, 105 Reykjavík. HKL 01 1: Lýsing á flokkunum: Gefinn út þann 1. júní 2001. Bréfin eru til 6 ára, bundin vísitölu neysluverðs og ber enga vexti. Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð útgáfunnar er 495.000.000 kr. að nafnverði sem er þegar seld. Gjalddagar: Bréfin eru með 12 jöfnum afborgunum. Gjalddagar eru tvisvar á ári, 28. mars og 28. september, fyrsta greiðsla var 28. september 2002. Lokagjalddagi verður 28. mars 2008. HKL 03 1: Lýsing á flokkunum: Gefinn út þann 1. desember 2003. Bréfin eru til 5 ára, bundin vísitölu neysluverðs og ber 7,8% fasta vexti. Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð útgáfunnar er 600.000.000 kr. að nafnverði sem er þegar seld. Gjalddagar: Bréfin eru með 10 jöfnum afborgunum, 1. júní og 1. desember hvert ár, í fyrsta sinn 1. júní 2004. Lokagjalddagi verður 1.desember 2008. Skuldaraskipti: Ofangreindir flokkar skuldabréfa sem gefin voru út af Heklu hf. voru seld í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Bréfin voru skráð í Kauphöll Íslands hf. Nú hafa farið fram skuldaraskipti á þessum skuldabréfum og hafa Hekla fasteignir ehf. yfirtekið allar skuldbindingar bréfanna skv. 133 gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, þar sem fram kemur að viðtaka eigna og skulda getur farið fram án samþykkis lánadrottna. Athygli er þó vakin á að Hekla hf. mun, ásamt Heklu fasteignum ehf., ábyrgjast skilvísa og skaðlausa greiðslu skuldabréfanna með tekjum sínum og eignum skv. 133. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, þar til skuldin er að fullu greidd. Milliganga vegna skuldaraskipta: Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, Strandgötu 3, 600 Akureyri hafa milligöngu vegna þessara skuldaraskipta. Nálgast má skráningarlýsingu og önnur gögn sem vísað er til í lýsingu þessari hjá Heklu fasteignum ehf. og Íslenskum verðbréfum hf.  „Ég er bogmaður og ef mér leiðist þá fer ég,“ segir Jón Atli Jónasson leikskáld en hann hefur á undanförnum árum haslað sér völl á helstu leiksviðum þjóðarinnar, með fimm leikrit að baki og eitt framundan. Fleira er í farteskinu. á morgun STJÓRNENDUR og sérfræðingar allra helstu banka Þýskalands mættu á Íslandskynningu Þýsk- íslenska viðskiptaráðsins í húsa- kynnum Royal Bank of Scotland í Frankfurt í gær. Þar voru þeir upplýstir um stöðu íslenska banka- kerfisins og efnahagslífsins. Páll Kr. Pálsson, formaður ráðsins, sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að vel hefði til tekist. Vegna umræðunnar erlendis um íslensku bankana hefði margs ver- ið spurt og í byrjun fundar hefði mátt sjá áhyggjusvip á mörgum gestanna, sem voru m.a. frá Deutsche Bank og Dresdner Bank. „Það tókst vel að útskýra að bankarnir væru ekki í hættu þótt leiðrétting væri að eiga sér stað á gengi íslensku krónunnar. Megnið af fjárfestingum bankanna erlend- is er stutt með erlendu fjármagni og breyting á gengi krónunnar hefur engin áhrif þar. Það er gríð- arlega mikilvægt að koma upplýs- ingum á framfæri og við fundum það greinilega að eftir kynn- inguna var annað viðhorf og and- rúmsloft uppi meðal gestanna,“ sagði Páll. Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra var heiðursgestur á fundinum en þar töluðu einnig Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, Ólafur Davíðsson sendiherra og Kjartan Már Kjart- ansson frá Latabæ. Í erindi sínu velti Árni M. Mathiesen því fyrir sér hvort um- fjöllun um íslensku bankana að undanförnu tengdist einskonar efnahagslegri þjóðernishyggju sem hefði látið á sér kræla innan ESB og umræðu um virkni innri markaðarins. Fjármálaráðherra útskýrði í ræðu sinni hvernig íslenskt þjóð- félag og íslensk efnahagslíf hefur þróast sl. 50 ár. Sagði hann að ís- lenskur efnahagur byggðist á traustum undirstöðum sem væru sífellt að styrkjast og fjölga. Árni bar einnig saman ýmsar hag- stærðir landsins við önnur lönd og sagði, að ljóst væri að ekkert væri að óttast hvað íslenskt efnahagslíf varðar og allar forsendur væru til þess að hagkerfið myndi komast í jafnvægi á næstu árum. Íslandskynning Kjartan Már Kjartansson, Sigurður Einarsson, Árni M. Mathiesen, Sigurjón Þ. Árnason og Ólafur Davíðsson, auk Þórðar Friðjónssonar, fullvissuðu þýska bankamenn í Frankfurt í gær um að staða bankanna og ríkissjóðs væri traust. Þýskir bankamenn upp- lýstir á Íslandskynningu VÍSITALA efnahagslífsins hefur hækkað um 11,5% síðan í október samkvæmt mælingu IMG Gallup fyr- ir fjármálaráðuneytið, Samtök at- vinnulífsins og Seðlabankann. Í könn- un sem gerð var meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins kom í ljós að um 75% aðspurðra töldu aðstæður í efnahagslífinu almennt vera góðar. Um 11% töldu aðstæðurnar vera slæmar. Könnunin var gerð dagana 9. febrúar til 3. mars síðastliðinn meðal 388 fyrirtækja. Svarhlutfall var 68,3%. Frá síðustu könnun hefur bjartsýni stjórnenda fyrirtækja á landsbyggð- inni aukist, nú töldu 62% þeirra að að- stæður í efnahagslífinu væru góðar en 44% í október. Um 80% aðspurðra á höfuðborgarsvæðinu töldu efnahags- lífið standa í blóma. Þegar spurt var um horfur til lengri tíma sögðust 36% telja að aðstæður myndu versna en aðeins 20% að þær myndu batna. Vísitala efnahagslífsins hækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.