Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 45 MINNINGAR Eldeyjar til margra ára. Kristinn Richardsson var ætíð einn ötulasti félagi okkar, virkur í öllu starfi klúbbsins og til hans var leitað um forystu nefndastarfa á vegum Eld- eyjar og umsjá margvíslegra verk- efna. Kristinn kunni enda ekki að segja nei, en tókst á við verkefnin af áhuga og alúð og þeirri jákvæðni sem var hans einkenni. Hann var virkur í allri umræðu og lagði mál- um gott til og var einnig tíður gest- ur í ræðustól með frásögur og gam- anmál. Hann, og þau hjón, voru mjög virk á hverjum þeim vettvangi Eldeyjar þar sem félagar komu saman til skemmtana, útiveru eða annarra tilefna til samveru, það var ljóst að hann naut þess að vera þátttakandi í starfi Eldeyjar og Kiwanishreyfingarinnar. Kristinn var forseti klúbbsins starfsárið 1997–1998 og einkenni forsetaárs hans í starfi Eldeyjar var einkum áhersla á samskipti við aðra Kiw- anisklúbba og gagnkvæmar heim- sóknir. Kristinn var til margra ára skjalavörður Eldeyjar og skilaði þar nauðsynlegu verkefni vel áleið- is. Margt fleira mætti hér upp telja um verkefni Kristins á vettvangi Eldeyjar. Kristni var falið að veita K-dags- nefnd Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar forystu og stjórna reglu- legri fjársöfnun Kiwanishreyfingar- innar til styrktar geðfötluðum haustið 2004. Varð það mikið verk- efni og hvíldi skipulag þess og stjórn að mestu á herðum Kristins. Kristinn var kjörinn í stjórn Styrktarsjóðs Kiwanisumdæmisins á umdæmisþingi sl. haust. Hann var á yfirstandandi starfsári ritari svæðisráðs Ægissvæðis, samstarfs- vettvangs Kiwanisklúbbanna á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Kiwanishreyfingin hefur misst dugmikinn félaga, sérstaklega sjáum við Eldeyjarfélagar á bak góðum félaga og vini, hans verður sárt saknað. Við minnumst Kristins Richardssonar af hlýhug og með virðingu og þakklæti fyrir vináttu hans, samveru og fórnfús störf. Mestur er þó missir Kristínar og fjölskyldunnar. Hugur okkar er hjá þeim. Við óskum þeim Guðs bless- unar á erfiðum stundum. Blessuð sé minning Kristins Richardssonar. Fyrir hönd Eldeyjarfélaga, Arnaldur Mar Bjarnason. Góður vinur og mikill Kiwanis- maður, Kristinn Richardsson er nú fallinn frá langt um aldur fram. Ég kynntist Kristni um það leyti er hann gekk til liðs við Kiwanis- klúbbinn Eldey í Kópavogi árið 1988. Er ég horfi til baka koma fyrst í hugann allar þær góðu stundir sem ég fékk að njóta með honum . Það var alveg sama hve- nær maður leitaði til hans alltaf var þetta jákvæða viðhorf og góðu und- irtektir aðalsmerki hans. Annar rík- ur þáttur í fari hans var prúð- mennska og góð framkoma við þá sem hann átti samskipti við. Frá upphafi var Kristinn dug- mikill félagi í sínum klúbbi og starf- aði óslitið allt fram til hins síðasta. Hann var forseti klúbbsins 1997- 1998. Fljótlega var hann kallaður til starfa fyrir umdæmið og var eitt af hans fyrstu störfum að aðstoða við sölu á Kiwanisvörum til félaga í hinum ýmsu klúbbum um landið, en einnig við hið sama á umdæmis- þingum. Komu þar að góðum not- um sölumannshæfileikar hans og ekki síður hans góða skap og við- mót. Þetta tengdist síðan Styrkt- arsjóði Kiwanisumdæmisins Ísland- Færeyjar og svo fór að Kristinn var kosinn í stjórn sjóðsins á síðasta umdæmisþingi en hafði áður gegnt störfum varamanns. Lagði hann sig mjög fram og bar hag sjóðsins fyrir brjósti þann tíma sem honum auðn- aðst að starfa að málefnum hans. Þegar leitað var að formanni fyr- ir sameiginlegan fjáröflunardag Kiwanis K-dag 2004 var hann eins og svo oft áður tilbúinn. Þetta er mikið starf og eitt allra mikilvæg- asta embætti innan Kiwanishreyf- ingarinnar, starf sem tekur mikinn tíma og vinnu. Skipulagning á landssöfnun, undirbúningur og val styrktarverkefnis, málafylgja við kynningu, auk margra funda með félögum Kiwanis til að tryggja að allt gangi eftir. Það er skemmst frá að segja að Kristni fórst þetta vel úr hendi og árangur af þessum K- degi var góður. Fyrir þetta allt, góða viðkynningu, vináttu, hlýtt og gott handtak, kveð ég með söknuði góðan félaga, vin og samstarfs- mann. Kristínu, eiginkonu Kristins, börnum og fjölskyldu allri, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Sigurður R. Pétursson, fráfarandi umdæmisstjóri Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar. Kveðja frá Eddu útgáfu Kristinn Richardsson var sem gæddur náðargáfu í starfi sínu hjá Eddu útgáfu. Hann var vel að sér um bækurnar, og hafði af nærveru þeirra yndi. Sala og þjónusta lék í höndunum á honum. Allt var gert með brosi á vör og umsvifalaust. Engir lausir endar, þegar hann skyndilega fór. Kristinn var óvenjulega jákvæður maður, alltaf til staðar, glaður og reifur, uppörv- andi á hverju sem gekk. Fyrirvara- laust og ótímabært andlát Kristins er áfall og hjá Eddu útgáfu er hans sárt saknað. En mannbætandi minning lifir um þennan góða mann. Stjórn Eddu útgáfu og sam- starfsfólkið hugsar til Kristínar, eiginkonu Kristins, og allrar fjöl- skyldunnar, sem ber nú mestan harminn. Guð blessi þau. Við þökk- um fyrir samfylgdina við vin okkar Kristin Richardsson. Páll Bragi Kristjónsson. Kæri Kiddi. Nú dvelur þú hjá öðrum ástvin- um um ókomin ár. Nú verða ljúfu samverustundirn- ar ekki fleiri. Við hittumst ekki oft- ar á Fiskideginum mikla eða á Steindyrum um verslunarmanna- helgi þar sem þú með þitt stóra hjarta og bros á vör skildir eftir minningu um góðan mann hjá öll- um sem hittu þig. Þú áttir svo auð- velt með að kynnast fólki og láta því líða eins og það hefði alltaf þekkt þig. Þannig hefur mér liðið frá því að ég kom fyrst inn á heim- ili ykkar Kristínar sem unglingur. Alltaf velkomin og eins og ég hefði hitt ykkur í gær. Hvíl í friði kæri vinur. Þú lifir áfram í hjarta okkar. Takk fyrir allt. Gunnhildur Gylfadóttir. Sumir samferðamenn okkar í líf- inu eru eftirtektarverðari en aðrir. Minningar um þá skilja líka eftir sig stærri og dýpri spor í hjörtum okkar en annarra. Kiddi Richards var slíkur samferðamaður og spor- in hans verða ekki svo auðveldlega afmáð úr hugum okkar. Við mun- um minnast þess hversu einstakt og létt lundarfar hann hafði og hversu jákvæðni hans og lífsgleði var eftirtektarverð, allt frá fyrstu kynnum. Kiddi var gæddur þeim sérstaka hæfileika sem alltof fáum mönnum er gefin að hafa svo ríka þjónustulund að það virtist aldrei verða tómt á þeim tanki. Hvort sem það var að selja ilmkerti eða snyrtivörur fyrir Kiwanis í Smára- lindinni, persónulegar reddingar fyrir ættingja eða vini nú eða bara í vinnunni sinni, sem sölufulltrúi hjá Eddu – útgáfu. Alltaf var það þjónustulund hans og takmarka- laus áhugi á því sem hann var að gera eða selja í hvert og skipti sem skilaði honum árangri eða niður- stöðu sem engin annar gat leikið eftir. Og það er sárt að þurfa að sjá á bak svona miklum öðlingi og sómamanni í blóma lífsins. Kæru ástvinir Kristins Richar- dssonar, hugur okkar hefur verið hjá ykkur þessa síðustu daga. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Þess óska Heiðar Ingi, Aðalbjörg og börn. ✝ Snæbjörg Ólafs-dóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 13. október 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Kolbeinsson, f. 24. júní 1863, d. 2. júní 1955 og Jóna Sigur- björg Gísladóttir, f. 20. júlí 1880, d. 14. maí 1952. Þau áttu 16 börn. Systkini Snæ- bjargar eru: Guðrún, f. 22. jan. 1902, d. 1977, Jón Bjarni, f. 1. júlí 1903, d. 1987, Gísli, f. 15. ágúst 1905, d. 1911, Kristrún, f. 3. nóv. 1906, d. 1993, Sigurfljóð, f. 3. jan. 1908, d. 1996, Anna, f. 22. apríl 1909, d. 1999, Unnur, f. 2. jan. 1911, d. 1998, Gísli, f. 5. júlí 1913, d. 1993, Bergljót, f. 30. júní 1916, d. 2004, Valdís, f. 30. júní 1916, d. 1936, Ragnhildur Pálína, f. 11. apríl 1918, d. 1996, María Hugrún, f. 6. maí 1921, d. 1979, Magnús, f. 28. okt. 1922 og Aðalheiður, f. 4. jan. 1926. Snæbjörg giftist Einari J. Guð- mundssyni, f. 20. maí 1909, d. 12 apríl 1961. Börn eru: 1) Sig- rún Lilja Bergþórs- dóttir, f. 10. júlí 1933. Maki Marel Eðvaldsson. Þau eignuðust þrjú börn. Sonur þeirra lést af slysförum 2000. 2) Valur H. Einarsson, f. 19. júlí 1942. Kvæntur Dagnýju Heiðu Vilhjálms- dóttur. Þau eiga fjögur börn. 3) Erla Einarsdóttir, f. 14. jan. 1944. Maki Valgeir Jónasson. Þau eiga þrjár dætur. 4) Ólafur Kolbeinn Einarsson, f. 10. júlí 1947, d. 12. des. 1971. Kvæntur Mattheu Katrínu Pétursdóttur, d. 2006. Þau áttu einn son. 5) Guðrún Björk Einarsdóttir, f. 9. maí 1956, d. 21. jan. 1983. Sambýlismaður Jón Helgi Kristmundsson. Þau áttu einn son. 6) Steinþór Einars- son, f. 4. mars 1959. Kvæntur Svövu Blomsterberg. Þau eiga þrjú börn. Afkomendur Snæbjargar eru 57. Útför Snæbjargar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. „Heiða mín, þetta er hún gamla hérna!“ Á þessari setningu byrjaði oft samtal okkar Snæbjargar. Þ.e.a.s. þegar hún varð fyrri til að hringja. Gleymdi hún sér stundum í að spjalla um það sem var henni of- arlega í huga, í gegnum tíðina. Það óþekkta í tilverunni, himingeim- urinn, aðrir hnettir, hvort að það væri líf á þeim, svo og jörðin okk- ar með allri sinni fegurð á allan hátt. Mikið spáði hún líka í alla þá tækni sem þróaðist á hennar löngu ævi. Ég ætla ekki að reyna að lýsa lífshlaupi hennar. Hún kynntist basli af ýmsum gerðum, en það var alltaf stutt í bros – hefur áreið- anlega bjargað mörgu. Sagði hún oft, að mesta ævintýri lífs hennar væri þegar Árbæjar- safnið kom inn í myndina. Þar kynntist hún yndislegu fólki, um- hyggjusömum vinum. Hlakkaði hún alltaf til að mæta í VINN- UNA. Lauk þar ætlunarverki sínu – mætti alla daga á síðasta sumri og meira af vilja en mætti síðustu tvo starfsdaga sína í des. sl. Sumr- in urðu 15 – ótrúlegt. Nú er ævintýrinu lokið. Svo það verður engin Snæbjörg með roð- skóna sína á baðstofuloftinu í Ár- bæjarsafni næsta sumar. Vantar þá mikið. Eins og marga undanfarna vet- ur, fór hún til Erlu dóttur sinnar í Vestmannaeyjum fyrir jólin og ætlaði að koma heim um miðjan janúar. En átti ekki afturkvæmt, veikt- ist nokkrum dögum áður en átti að halda heim. Naut hún umhyggju starfsfólks- ins á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fram á síðustu stundu og er þeim þakkað af alhug. Snæbjörg mín. Við skulum hugsa vel um vininn þinn, páfa- gaukinn Pása, sem þú baðst okkur fyrir áður en þú fórst til Eyja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þakka samfylgdina. Þín tengdadóttir, Heiða. Snæbjörg Ólafsdóttir tengda- móðir mín sagði einhverju sinni, að ef einhver vildi segja eitthvað gott um hana í Morgunblaðinu eft- ir að hún hefði kvatt þetta jarðlíf, þá myndi hún rísa upp aftur og mótmæla! En stríðnispúki sem hún var, finnst mér ég megi svara henni örlítið á móti og ætla að segja nokkur góð orð um tengda- móður mína. Ég var aðeins 14 ára þegar ég læddist inn í líf hennar og Stein- þórs sonar hennar. Fljótlega urð- um við vinkonur og þá sérstaklega eftir að elsta barn okkar Steinþórs fæddist árið 1977. Þá breyttist líf mitt og reyndi þá mjög á stuðning þann sem líf og reynsla Snæbjarg- ar færði mér. Hún gaf mér óharðnaðri unglingstelpunni og nýorðinni móður þau ráð og gagn- rýni sem ég þurfti á að halda í mínu nýja hlutverki. Ég var nú bara 16 ára og hún varð nánast sem móðir mín frá þeim degi. Ég hefi lært að manneskja sem hefur misst mann sinn frá ungum börnum og síðar tvö börn sín og getur brosað út í lífið eins og hún gerði, kennir manni margt og fyrst og fremst að sjá hið jákvæða í líf- inu. Snæbjörg gekk í gegnum mikla erfiðleika á sinni löngu ævi, en eins og hún sagði sjálf, lífið er til að takast á við það og við skul- um vera glöð fyrir öll brosin sem við fáum og læra að lifa áfram með hjálp brossins. Hún var sterk kona sem vissi hvað hún vildi og miðlaði gjarnan af reynslu sinni. Hún var hetja mín og það sem hún kenndi mér var einstök reynsla og mér ómetanleg þekking. Snæbjörg var orðin þreytt og hafði verið veik um lengri tíma. Hún kallaði það að vera löt. Er henni fannst letin fara að ágerast vissi maður að kveðjustundin nálg- aðist. Það er erfitt að vera fjarri þegar veikindi og dauði banka á. Við höfum búið í Danmörku í ell- efu ár og á þessum tíma kom hún fjórum sinnum til okkar og elskaði allan gróðurinn og góða veðrið sem hún naut hér. Hún var virki- lega glöð þegar hún kom síðast til okkar og við höfðum nýlega keypt húsið okkar og vorum byrjuð að endurnýja það að nokkru leyti. Þá fékk Steinþór góð ráð hjá mömmu og Erlu systur sinni um það hvað mætti betur fara. Nú þegar kemur að lokum, kem- ur það sem köld vatnsgusa þó að maður hafi vitað að kveðjustundin kæmi brátt. Það er bara ekki hægt að hugsa sér lífið án hennar. Hún hefur alltaf verið hérna að manni finnst, en maður má ekki vera eig- ingjarn. Hún hafði unnið fyrir góðri hvíld. Hún hefur skilað miklu hér í okkar lífi og meiru en margt annað fólk. Að lokum vildi ég þakka Snæ- björgu fyrir að hafa fengið að vera henni samferða hér í þessu lífi. Snæbjörg, ég veit að ljósið lýsir þér þar sem þú ert og gleði minn- inganna lýsir okkur hinum sem eftir erum. Megi guð blessa og varðveita minningu þína. Við Steinþór, Kristján Davíð, Helen Mjöll og Guðrún Björk elskum þig. Svava. Jæja amma mín þá ertu farin að hitta Lykla-Pétur eins og þú orð- aðir það sjálf. Það að ég set þessar línur á blað er vegna þess sem þú sagðir alltaf. Við getum sagt að það sé síðasta „stríðnin“ okkar. Þú varst alltaf svo stolt af því að vera að vinna og fannst starfs- heitið sem við barnabörnin komum með, amma safngripur, mjög flott. Ég veit ekki til þess að annar hafi haft það starfsheiti. Alltaf mættir þú í vinnuna þó þú værir orðin mjög lasin undir það síðasta. Síð- ast núna fyir jólin og þú sem varst orðin 91 árs. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga svona merkilega ömmu sem á skó á safni í Japan. En amma mín, ég bið nú að heilsa öllum hinum megin og líði þér sem best. Vilborg. Elsku amma. Það er erfitt að setjast niður og rita kveðjuorð. Þó svo að þetta sé gangur lífsins og þú hafir náð hærri aldri en margur annar þrátt fyrir allar þær þrautir og erfiðleika sem fyrir þig voru lagðir í gegnum tíðina. Margar af fyrstu minningum mínum frá barnæsku eru um þig og hvað við brölluðum margt sam- an á fyrstu æviárum mínum. Farið í göngutúra út í móa, fundin hreið- ur og fylgst með framgangi þar til ungar fóru á stjá. Við vorum nefni- lega svo heppin að búa nánast í sveit í borginni þegar Árbæjar- hverfið var að byggjast upp. Og öll uppátækin sem þú áttir, með allri þinni stríðni, eru ógleymanleg. Þú varst alltaf svo lagin við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Oftar en ekki varst þú að tæta eitthvað. En þá varst þú að sauma eitthvað fal- legt á strákinn, sem gat þá ekki beðið eftir að sýna foreldrunum af- raksturinn af því sem þú hafðir verið að tæta. Þá situr ávallt sterkt í huga mér „kallinn með prikið“. En þegar hann birtist á skjánum (veðurfregnir) þá var kominn tími til að fara í rúmið til að kallinn næði ekki til mín með prikinu. Mikið sem þú gast skemmt þér við þessa smáhrekki. Þrátt fyrir veikindi var aldrei neitt að hjá þér. Styrkurinn slíkur að með ólíkindum verður að telj- ast. En sennilega hafa síðustu árin verið þau bestu hjá þér amma mín. Geta verið í eigin íbúð, stundað vinnu fram á síðasta dag er nokk- uð sem varla er hægt að trúa vegna veikindanna sem hrjáðu þig þessi síðustu ár. En sennilega hefur ánægjan sem þú hafðir af starfi og leik styrkt þig í baráttunni. Og alltaf varst þú að hugsa um eitthvað mikilfenglegt eins og eðlisfræði í kringum flug. Hvernig þyrlur færu að því að vera í hangi. Mikið var gaman að spjalla við þig um þessa hluti. Að lokum vil ég þakka þér fyrir bréf sem þú skrifaðir mér fyrir meira en 40 árum og ég fékk að opna eftir þinn dag. Það er alveg ótrúlegt að þú skul- ir hafa séð á þeim tíma hvað ég kæmi til með að taka mér fyrir hendur. Kærar þakkir fyrir ánægjulega samfylgd elsku amma. Einar. SNÆBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.