Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bára EyfjörðSigurbjartsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 2. júní 1931. Hún
andaðist á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 16.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurbjartur
Guðmundsson, f. í
Austurhlíð í Gnúp-
verjahreppi 22. sept.
1908, d. 12. júlí 1966
og Baldvina Guðrún
Jónsdóttir, f. á Selá á
Árskógsströnd, Eyjafirði, 18. mars
1907, d. 6. október 1985. Hálfbróðir
Báru sammæðra er Friðjón Sigurð-
ur Sigurjónsson, f. 11. febrúar
1930.
Bára giftist 12. mars 1949 Inga
Magnúsi Magnússyni frá Hólum í
Reykhólasveit, f. 11. mars 1929, d.
6. janúar 1976. Börn þeirra eru: 1)
Ingibjörg Kristín Ingadóttir bóka-
vörður, f. 20. september 1949, gift
Gísla Geirssyni í Byggðarhorni, f.
3. ágúst 1945. A) Baldvin Ingi, f. 7.
maí 1969, kona hans er Jóhanna
Þorvaldsdóttir, f. 14. janúar 1975,
sonur hennar er Þorvaldur, f. 16.
september 1998. Baldvin var áður í
sambúð með Lenu Kristjánsdóttur
og á með henni synina Viktor, f. 28.
júlí 1994 og Eyþór Darra, f. 21.
ágúst 1998. B) Bára Kristbjörg, f.
12. janúar 1972, gift Olgeiri Jóns-
syni, f. 25. ágúst 1958. Börn þeirra
eru Alexander Freyr, f. 3. júní
1991, Andrea Björk, f. 4. júlí 1994,
Gísli Frank, f. 25. apríl 1997 og Elfa
Björk, f. 22. október 2003. Synir Ol-
geirs eru Viðar Hreinn, f. 15. októ-
ber 1980, dóttir hans er Selma Rós,
f. 6. mars 2000 og Ellert, f. 7. júlí
1983. C) Sigurjón Ingi, f. 16. októ-
ber 1974, dætur hans og Ragnheið-
ber 1979, synir þeirra eru Sindri
Leví, f. 24. janúar 2000 og Júlían
Ómar, f. 13. maí 2002. 4) Magnús
Ingi Ingason, staðarhaldari í
Svartagili í Borgarfirði, f. 19. ágúst
1957. Hann kvæntist Hafdísi Jens-
dóttur f. 2. desember 1956, þau
slitu samvistir, dóttir þeirra er
Berglind Eir, f. 30. mars 1976. Sam-
býliskona Magnúsar Inga var Lena
Poulsen, f. 31. desember 1954. Syn-
ir hennar og fóstursynir Magnúsar
eru Níels Agnar, f. 3. nóvember
1983 og Kristbjörn f. 1. september
1987. Þau Magnús Ingi og Lena
slitu samvistir. 5) Sævar Freyr
Ingason, lögreglumaður á Dalvík,
f. 24. október 1962, kvæntist 1.
september 1984 Ragnheiði Rut
Friðgeirsdóttur, f. 5. október 1962.
Börn þeirra eru: A) Ómar Freyr, f.
11. júní 1984, unnusta hans er Íris
Daníelsdóttir, f. 9. júní 1986, B) El-
íngunn Rut, f. 2. júlí 1987, C) Arnar
Ingi, f. 2. desember 1991, og D) Re-
bekka Rún, f. 4. ágúst 1993.
Bára ólst upp á Dalvík. Hún var
ung í sveit í Miðjanesi í Reykhóla-
sveit í mörg sumur hjá foreldrum
Játvarðar Jökuls Júlíussonar, hjón-
unum Helgu Jónsdóttur og Júlíusi
Ólafssyni. Þar kynntist hún tilvon-
andi eiginmanni sínum, Inga Magn-
úsi Magnússyni. Þau byrjuðu bú-
skap á Vatnsstíg 8 í Reykjavík.
Síðar fluttust þau suður í Kópa-
vog en áttu svo aftur heima í
Reykjavík og voru meðal frum-
byggja í Árbæjarhverfi, þar sem
þau árið 1966 byggðu við Hraunbæ,
þar sem hún átti heima í 30 ár. Bára
vann utan heimilis í áratugi, stund-
aði verslunarstörf og vann á
saumastofum, enda mjög flink í
höndunum. Árið 2001 fluttist hún
austur í Hveragerði og átti heima
hjá Magnúsi, syni sínum, og haustið
2003 að Byggðarhorni, til dóttur
sinnar, Ingibjargar. Fyrir rúmu ári
vistaðist Bára á dvalarheimilinu
Lundi á Hellu.
Útför Báru verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
ar Traustadóttur, f.
13. september 1975,
eru: Rakel Ingibjörg,
f. 24. september 1999
og Jónína, f. 12. des-
ember 2001. Þau
Ragnheiður og Sigur-
jón slitu samvistum.
D) Ingi Magnús, f. 20.
ágúst 1983, kona hans
er Ragna Hrund Frið-
riksdóttir, f. 16. ágúst
1986. E) Sigríður
Ruth, f. 7. september
1983, maður hennar
er Hreinn Ólafur
Davíðsson, f. 12. október 1977.
Dóttir þeirra óskírð Hreinsdóttir, f.
3. desember 2005. 2) Hörður Bald-
vin Ingason, f. 4. janúar 1951, d. 24.
ágúst 1969, sjómaður í foreldrahús-
um, sem lést af slysförum. 3) Ómar
Bragi Ingason, rafsuðumaður á
Akranesi, f. 17. október 1952, fórst
af slysförum 26. ágúst 1978. Ómar
kvæntist 15. júlí 1972 Báru Kol-
brúnu Guðmundsdóttur frá Kær-
leiksvöllum í Saurbæjarhreppi, f.
17. nóvember 1951. Börn þeirra: A)
Hörður Baldvin, f. 17. mars 1971.
Barnsmóðir 1 er Guðrún Sig-
tryggsdóttir, dóttir þeirra er Kol-
brún Ýr, f. 9. ágúst 1990. Barns-
móðir 2 er Kolbrún Harpa
Halldórsdóttir, dóttir þeirra er
Katla Marín, f. 18. júlí 2001. Eig-
inkona Harðar Baldvins er Guð-
laug Helga Guðlaugsdóttir, f. 10.
apríl 1977. Dóttir þeirra er Andrea
Braga, f. 12. september 2005. Dótt-
ir Guðlaugar Helgu er Aldís Sif, f.
6. ágúst 1990. B) Júlíana Ómars-
dóttir, f. 25. ágúst 1972, maður
hennar er Logi Guðmundsson.
Dóttir þeirra er Ída, f. 23. mars
1995. C) Ingi Magnús Ómarsson, f.
6. maí 1977, kona hans er Sylvía
Dröfn Björgvinsdóttir, f. 6. nóvem-
Minningarorð til mömmu.
Þú varst svo heil í huga
og hafðir mikla sál
með þreki og dáð og dug
og drýgja kærleiksmál.
Hjá manni þínum mætum
í margri stóðstu raun.
Í himinsölum háum,
þið hljótið sigurlaun.
Hér kem ég þig að kveðja,
já, kveðja í hinsta sinn.
Þú baðst guð mig að geyma
og greiða veginn minn.
Með dauðans hjör í hjarta
þú hafðir þrek og ró.
Og ásýnd engilbjarta
þá önd til hæða fló.
(Magnús Sigurðsson.)
Elsku mamma.
Það var mikið á þig lagt í lífinu,
þú stóðst það allt eins og hetja.
Erfiðir tímar og áföll, sorgin er
alltaf í hjörtum okkar, við lærðum
að lifa með þessu. En eitthvað
varð undan að láta, heilsan þín
sem þú þurftir að huga svo vel að
en gekk brösuglega. Þú sagðir oft
í gríni að læknarnir færu að brýna
hnífana um leið og þeir sæju þig.
Aldrei barmaðir þú þér, lífið héldi
bara áfram, sagðir þú.
Gardínurnar mínar, þú átt heið-
ur af þeim öllum og komst oft
austur í Byggðarhorn í sauma-
skap. Þú varst snillingur í hönd-
unum og aldrei vafðist neitt fyrir
þér þó aldrei fylgdu snið mínum
hugmyndum.
Hiti og sól, það varst þú,
mamma mín, þú fórst margar ferð-
ir í sól með vinkonum þínum og
komst alltaf endurnærð og svar-
brún heim, alltaf dekkri en hinar,
Ég skildi þetta þegar við fórum í
okkar ferðir hversu mikið sólskins-
barn þú varst. Okkar ferðir voru
bara sérstakar og yndislegar, takk
fyrir að upplýsa mig um alla þessa
dýrð, menningu og fegurð annarra
landa.
Veikindi þín bar brátt að, ég er
svo þakklát fyrir að hafa verið með
þér þessa daga, Við töluðum um
margt, strákana, að líta til með
þeim, það geri ég með glöðu geði,
um að feðgarnir kæmu að sækja
þig, þú varst sátt við það og sagðir
að þeir væru hér.
Megi guð og allir englar vera
með þér, mamma mín.
Þín dóttir
Inga.
Elsku amma, núna er komið að
kveðjustund og þú komin til hans
afa Inga, Baldvins og Ómars. Við
vitum því að þér líður vel, laus við
þjáningu og þreytu.
Þegar við setjumst niður þá er
margt sem rifjast upp og stendur
Olsen-Olsen uppúr hjá okkur öll-
um, því óhætt er að segja að það
hafi alltaf verið glatt á hjalla þegar
amma tók upp spilin og var alltaf
jafn spennandi að vinna þig. Við
munum þegar við vorum öll fjögur
systkinin í pössun hjá þér eitt
BÁRA EYFJÖRÐ SIG-
URBJARTSDÓTTIR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
frá klukkan 12 í dag, föstudaginn 24. mars, vegna útfarar
KRISTINS RICHARDSSONAR.
Edda útgáfa hf.
Suðurlandsbraut 12
Lokað
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
ÓLA VIKTORSSONAR
(OLE WILLESEN)
garðyrkjumanns,
Æsufelli 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Blómavals fyrir samstarfið og
hjálpsemi við Óla í gegnum árin.
Guð blessi ykkur öll.
Hrefna Gunnlaugsdóttir,
Valbjörk Ösp Óladóttir, Magnús Gauti Hauksson,
Dagbjartur Eiður Ólason, Erla Inga Hilmarsdóttir,
Viktor Ólason, Inga Eiríksdóttir,
Sigurður Axel Ólason, Carlotta Tate Ólason
og barnabörn.
Elskulegur föðurbróðir okkar og vinur,
ERLENDUR GUÐLAUGSSON,
Meiðastöðum,
Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn
25 mars kl. 14.00.
Björg Sæland Eiríksdóttir,
Sigríður Sæland Eiríksdóttir,
Guðrún Hafdís Eiríksdóttir,
Guðlaugur Eiríksson,
Ásta Ellen Eiríksdóttir,
Ásta Vilhjálmsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Litlu-Tungu í Holtum,
Grænumörk 2,
Selfossi,
sem lést föstudaginn 10. mars síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardag-
inn 25. mars kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Minningarsjóð
Árbæjarkirkju, sími 849 6558.
Karl Jóhann Þórarinsson, Inga Jóna Einarsdóttir,
Vigdís Þórarinsdóttir, Gunnar A. Jóhannsson,
Vilhjálmur Þórarinsson, Guðbjörg Ólafsdóttir,
Þorsteinn Gunnar Þórarinsson, Sigríður Ása Sigurðardóttir,
Þórdís Torfhildur Þórarinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
HERMANN SIGURVIN ÞORGILSSON,
Hrísum, Fróðárhreppi,
Ólafsvík,
verður jarðsunginn frá Brimilsvallakirkju í
Fróðárhreppi laugardaginn 25. mars kl. 14:00.
Una Þorgilsdóttir,
Anna Þorgilsdóttir, Sveinn B. Ólafsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT HELGADÓTTIR,
Reynivöllum 4,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn
25. mars kl. 13.30.
Ragnhildur Bjarnadóttir, Friðbjörn Hólm,
Helgi Bjarnason, Svanhildur Edda Þórðardóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Páll Bjarnason, Ólöf Anna Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.