Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst hefur sett á fót MA nám í Evrópufræði, auk þess sem á Bif- röst er starfandi Evr- ópufræðasetur, sem er samstarfsverkefni skólans og aðila vinnumarkaðarins (Samtaka atvinnulífs- ins, Alþýðusambands Íslands, Samtaka iðn- aðarins og BSRB). En nú er Ísland ekki aðili að Evrópusambandinu og ekki miklar líkur á að landið verði það á næstu árum. Hvers vegna ætti þá nokkur að leggja fyrir sig að læra Evrópufræði? Eru þau ekki bara eitthvað sem gagnast þeim sem stefna á að fara að vinna í Brussel? Þau gera það vissulega, en alls ekki eingöngu. Ef svo væri hefði skólinn aldrei sett slíkt nám af stað og aðilar vinnumarkaðarins aldrei komið að því að setja á fót Evrópufræðasetur. Evrópu- fræðinám hefur ekkert með mögu- lega inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið að gera. Staðreyndin í dag er sú að Ísland er, með þátt- töku sinni í EES og Schengen samstarfinu, órjúfanlega hluti af þeirri efnahags- og stjórnmála- heild sem orðið hefur til í Evrópu síðustu 50 ár. Evrópufræðinámið á Bifröst gengur út að læra inn á ranghala þessa samstarfs og greina þau tækifæri sem þar er að finna. Óhætt er að fullyrða að sá mikli uppgangur sem átt hefur sér stað í íslensku atvinnu- og efnahagslífi hefði verið óhugsandi ef Ísland væri ekki þátttakandi í Evrópu- samrunanum með eins nánum hætti og raunin er. Nú orðið skil- greina íslensk fyr- irtæki mörg hver Evrópu, eða a.m.k. næstu nágrannalönd okkar í norðanverðri álfunni, sem sitt heimasvæði. Þetta hefði ekki getað orðið ef gamla þjóðríkja- heimsmyndin væri enn við lýði og sífellt þyrfti að sækja um atvinnuleyfi og vega- bréfaáritanir ef menn hefðu hug á að færa kvíarnar út til næstu landa. Ef ekki væri um að ræða frjálst flæði vöru, vinnuafls, fjármagns og þjónustu yfir landamæri Evrópuríkjanna, væri svo óumræðanlega mikið flóknara að athafna sig í ná- grannalöndunum að útrásin hefði aldrei orðið með þeim hætti sem orðið hefur. En tækifærin felast víða og þau eru engan veginn fullnýtt. Með námi í Evrópufræði öðlast ein- staklingurinn tæki til að greina þau tækifæri sem í Evrópusam- starfinu felast og á að námi loknu að þekkja stefnumál og innviði Evrópusamstarfsins og skilja með hvaða hætti Ísland tengist sam- starfi Evrópuríkja og hvaða tæki- færi og möguleikar felast í fjöl- þjóðasamstarfi. Hann öðlast færni í að greina efnahagslega, fé- lagslega, menningarlega og stjórn- málalega þætti samrunaþróun- arinnar í Evrópu í þverfaglegu samhengi. Fólk með slíka þekk- ingu er verðmætt fyrir íslenskt (og evrópskt) atvinnulíf. Síaukinn fjöldi starfa hefur al- þjóðlegan snertiflöt og í atvinnulífi er nú gerð aukin krafa um þekk- ingu á alþjóðamálum og færni í fjölþjóðastarfi. Meðal hugsanlegra starfssviða eftir nám í Evr- ópufræði má nefna störf á borð við utanríkisþjónustu, evrópusam- starf ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana, störf við alþjóðlegar stofnanir, svo sem EFTA, ESB, NATO og SÞ, evrópskt og al- þjóðlegt samstarf á vegum sam- taka atvinnulífs og launþega, fjöl- miðlastörf, alþjóðastörf við háskóla og aðrar menntastofnanir og alþjóðleg tengslastörf í rann- sóknar-, mennta- og menningar- málum svo eitthvað sé nefnt. Ég hvet áhugasama til að kynna sér málið á vef Viðskiptaháskólans á Bifröst, www.bifrost.is eða hafa samband við okkur, starfsfólk fé- lagsvísinda- og hagfræðideildar. Hvers vegna nám í Evrópufræði? Magnús Árni Magnússon fjallar um nám í Evrópu- fræði á Bifröst ’Ég hvet áhugasama tilað kynna sér málið á vef Viðskiptaháskólans á Bif- röst, www.bifrost.is, eða hafa samband við okkur, starfsfólk félagsvísinda- og hagfræðideildar.‘ Magnús Árni Magnússon Höfundur er aðstoðarrektor og deildarforseti á Bifröst. EITT MIKILVÆGASTA mál Íslendinga er að hafa góðar, traustar og ekki síst sem hag- kvæmastar siglingar til annarra landa. Með því er stuðlað að betri lífsskilyrðum í landinu og unnt að leita aukinnar hag- kvæmni. Ferjuhöfn við Bakkafjöru Í Morgunblaðinu 17.3. er lesendabréf frá Gesti Gunnarssyni um fyrirhugaða hafn- argerð við strönd Suðurlands þar sem hann kemur með mik- ilvægar ábendingar. Siglingastofnun hefur gefið út áfanga- skýrslu um ferjuhöfn þessa og má skoða efni skýrslunnar á heimasíðunni: http://www.sigling.is Einnig er meginefni skýrsl- unnar prentað í Framkvæmda- fréttum Vegagerðarinnar 6. tbl. 2006. Hugmyndin að baki þessum at- hugunum er fyrirhuguð ferjuhöfn þar sem siglingaleiðin milli Heimaeyjar er hvað styst. Ljóst er, að hér er um mjög dýra fram- kvæmd að ræða og því fyllsta ástæða að leita allra leiða að gera hana sem hagkvæmasta. Hagkvæmari hafnargerð? Nú er spurning hverju breytir að hönnuð væri mun stærri höfn en fyrir ferjusamgöngur ein- göngu? Stórskipahöfn er ekki að- eins öruggari jafnframt sem ferju- höfn heldur einnig mjög hagkvæm út frá mörgum öðrum sjón- armiðum. Þar mætti spara umtals- vert fé að stytta siglingaleiðir frá Íslandi til annarra landa einkum Evrópu. Er t.d. nauðsynlegt að flytja allar vörur til höfuðborg- arsvæðisins? Góður grundvöllur væri jafnhliða að kanna hagkvæmni há- lendisvegar um Kjöl og Sprengisand þvert yfir landið. Sífellt er verið að þróa flutn- ingastarfsemi þar sem hraði og öryggi skipt- ir mestu. Sennilega mætti draga verulega úr þörfinni úr flutn- ingum með nýjum áherslum í byggða- þróun í landinu. Á Suðurlandi er ekki sömu landþrengslum fyrir að fara eins og í Reykjavík og þar er land enn á hagkvæmu verði. Úrelt tækni í Straumsvík Í tæpa 4 áratugi hefur álverið í Straumsvík verið starfandi. Þegar ákvörðun um byggingu þess var tekin, var Hafnarfjarðarbær frem- ur lítill miðað við sem síðar hefur orðið. Nú er svo komið að elsti hluti álversins byggist á gamalli tækni og dýrri. Þarf því að taka ákvörðun um hvort eigi að end- urbyggja þann hluta ásamt nauð- synlegri stækkun verksmiðjunnar til að ná betri hagkvæmni en stækkun stendur í mörgum íbúum Hafnarfjarðar. Byggðin hefur á liðnum árum smám saman verið að færast nær álverinu. Nú þegar hefur verið skipulögð um 10.000 manna byggð vestan Straums- víkur eða fyrir álíka fjölmenni og bjó í Hafnarfirði fyrir 35 árum! Væri ekki raunhæft fyrir eðlilega byggðaþróun í Hafnarfirði að rýma þetta góða og verðmæta svæði sem gæti nýst betur sem byggingarland eða jafnvel undir einhverja aðra starfsemi? Mikill ávinningur Spurning er hvort ekki væri hagkvæmt ef gerð góðrar stór- skipahafnar á Suðurlandi reynist raunhæf, að smám saman verði starfsemin sem verið hefur í Straumsvík flutt á Suðurland. Rökin með því eru einkum þessi: Styttri siglingaleið, aukin hag- kvæmni í flutningum. Auðveldara væri að binda CO2 með auknum skógum á Suðurlandi Flutningur raforku verður styttri frá Þjórsársvæðinu suður í Landeyjar Eigi þarf að flytja raforkuna alla leið vestur yfir heiðar. Með því er stuðlað að minna flutn- ingatapi og að Íslendingar fái meira fyrir raforkuna sem ekki veitir af á síðustu og verstu tím- um. Hugsanleg stórskipahöfn á Suð- urlandi gæti valdið mikilli breyt- ingu í byggðaþróun í landinu. Hún kostar auðvitað töluverðar fórnir. Hvar á að nema heppilegt grjót og annað nauðsynlegt byggingarefni til hafnargerðarinnar? Sennilega er styst að fara í undirhlíðar Eyjafjallajökuls og þar þyrfti að opna mjög stórt grjótnám. Allt þetta þarf að skoða vel og vand- lega í samráði við alla þá aðila sem hlut eiga að máli til að grund- völlur sé fyrir góðri sátt um þess- ar mikilsverðu framkvæmdir og hagsmuni. Hyggilegt er að skoða þetta mál frá sem flestum hliðum. Því fyrr þess betra. Það getur liðið hálf öld áður en þessi hugmynd gæti orðið að raunveruleika í framtíðinni. Hafnargerð á Suðurlandi Guðjón Jensson fjallar um hafn- argerð við suðurströndina ’Hyggilegt er aðskoða þetta mál frá sem flestum hliðum.‘ Guðjón Jensson Höfundur er áhugamaður um stjórnmál, sögu og umhverfismál. NOKKRA undanfarna mánuði hafa borist spurnir af erlendri út- gáfu skuldabréfa í íslenskum krón- um. Til einföldunar eru þessi bréf hér nefnd krónubréf. Er það heiti notað sem tilvísun til krón- unnar, gjaldmiðils okkar Íslendinga. Orðin kóróna og króna sækja uppruna til Grikknesku orðanna xoronós, sem merkir kóróna og kor- onós, sem merkir „boginn, sveigður“. Fréttir af útgáfu krónubréfanna voru í upphafi takmarkaðar og bárust frá inn- lendum viðskipta- bönkum. Fullyrt var að útgáfa krónu- bréfanna sköpuðu verulega hættu fyrir efnahagslegan stöð- ugleika í landinu, bæði við útgáfu og ekki hvað sízt við innlausn þeirra. Fyrstu krónubréfin voru gefin út í ágúst 2005 og í október síðast- liðnum birti Greiningardeild KB banka fyrstu alvöru greiningu á út- gáfunni. Höfundar greinarinnar eru Ásgeir Jónsson og fl. Í desember-hefti Peningamála 2005, tímariti Seðlabankans, birtist síðan ritsmíð eftir Þorvarð Tjörva Ólafsson um útgáfu krónubréfanna. Auk framangreindra heimilda er hér stuðst við ritsmíð sem höfundur þessara hugleiðinga birti í Vísbend- ingu, vikuriti um viðskipti og efna- hagsmál, 8. og 9. tölublaði, 24. ár- gangs. Innstreymi fjármagns og hækkað gengi Til að átta sig á eðli þessarar út- gáfu og hver áhrif hún kann að hafa á fjármálamarkaðinn, er vænlegt að fylgja fjárstreyminu. Það fjármagn sem flyst frá erlendum fjárfesti, til erlends banka og þaðan til innlends banka og að lokum til innlends lán- takanda nefnum við innstreymi. Hægt er að hafa í huga að þetta fjármagn streymir inn í okkar hag- kerfi. Þegar kemur að endur- greiðslu streymir fjármagnið út úr hagkerfinu og er eðlilegt að nefna þá færslu fjármagnsútstreymi. Ástæður og forsendur útgáfu krónubréfanna eru ljósar og þær eru hinar sömu og fyrir aðrar hlið- stæðar útgáfur á alþjóðlegum fjár- málamarkaði: a) Gjaldmiðillinn er að styrkjast, eða er líklegur til að halda stöð- ugleika. Þetta atriði er mikilvægt fyrir hina erlendu fjárfesta, vegna þess að það eru þeir sem bera skell- inn ef krónan fellur. b) Langtímavextir á svæði gjald- miðilsins eru hlutfallslega háir. Þetta er nauðsynleg forsenda þess, að svigrúm skapist fyrir erlenda banka til að verða milliliðir í við- skiptunum, með hagnaði. c) Eftirspurn eftir lánsfé er mikil á svæði gjaldmiðilsins, eða vilji hjá innlendum bönkum til að færa skuldir úr erlendum gjaldmiðlum, yfir í krónur. Ef innlendir bankar hafa ekki þörf fyrir auknar lántökur í ís- lenskum krónum, eru brostnar forsendur fyr- ir viðskiptunum. Þess ber að geta að íslenskir viðskipta- bankar hafa einnig staðið að útgáfu krónu- bréfa. Í lok október 2005 hafði þannig Ís- landsbanki gefið út krónubréf fyrir 4.0 milljarða króna og KB banki fyrir 3 milljarða króna. Ekki skiptir máli hvar upphafs við- skiptanna er að leita. Það er alls ekki víst að það sé hjá útgefanda krónubréfanna, né heldur hjá hinum er- lenda fjárfesti. Alveg eins getur verið að inn- lendur lántakandi hafi nálgast sinn innlenda viðskipta- banka og farið fram á endur- fjármögnun lána, til að létta af sér gengisáhættu. Innlendi bankinn hafi síðan fengið erlendan banka, eða fjárfestingafélag til liðs við sig. Með öðrum orðum borgar sig, að stilla upp tiltölulega einfaldri mynd af fjárstreyminu, þótt fram- kvæmdin geti verið flóknari. Útgáfa krónubréfanna er ekki bein ávísun á streymi fjármagns inn í íslenskt hagkerfi. Hins vegar benda líkur til að svo sé í flestum tilvikum, en nokkuð öruggt er að það veldur ekki nema óverulegri aukningu á innstreymi. Ástæðan er sú að innlendir aðilar nota fjár- magnið til að aflétta gengisáhættu eldri gjaldeyrislána, annaðhvort með endurnýjun lána eða með lána- skiptaskipta-samningum. Samantekt Að mati höfundar, hefur umfjöll- un um eðli og áhrif krónubréfa ver- ið villandi. Því hefur verið haldið fram að útgáfa krónubréfa valdi auknu innflæði fjármagns, hvað sem öðrum fjármagnshreyfingum liði. Þetta er rangt viðhorf, vegna þess að það fjármagn sem fer á hreyfingu fyrir tilstilli krónu- bréfanna kemur í stað annars fjár- magns, sem íslenska hagkerfið kann að þarfnast. Af framansögðu leiðir sú mik- ilvæga staðreynd, að útgáfa krónu- bréfanna veldur ekki gengishækkun íslensku krónunnar, umfram það sem annað fjármagn myndi gera. Gengisbreytingar gjaldmiðla verða vegna áhrifa framboðs og eftir- spurnar, eins og á sér stað með aðra markaðsvöru. Þegar fjármagn krónubréfanna streymir út úr íslensku hagkerfi, verða áhrifin líka engin eða óveru- leg. Þeirra skarð er fyllt með nýjum krónubréfum, eða með fjármagni af ótilteknum uppruna. Áhrif verða sem næst engin á skuldastöðu hag- kerfisins né heldur á gengisskrán- ingu krónunnar. Útgáfa krónubréfanna hefur fyrst og fremst áhrif á geng- isáhættu innlendra lántakenda og auðvitað erlendra fjárfesta, sem yf- irtaka þessa áhættu gegn háum vöxtum. Innlendir aðilar nota fjár- magnið til að aflétta gengisáhættu eldri og nýrri gjaldeyrislána, ann- aðhvort með endurnýjun lána eða með lánaskiptasamningum. Hafa krónubréfin hækkað gengi ís- lensku krónunnar? Loftur Altice Þorsteinsson fjallar um útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum Loftur Altice Þorsteinsson ’Að mati höf-undar hefur um- fjöllun um eðli og áhrif krónubréfa verið villandi.‘ Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.