Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EITT STÆRSTA vandamál heil-
brigðisgeirans kristallaðist skýrlega í
tilsvari fæðingarlæknis nýverið. Eitt-
hvað á þessa leið: „Við neyðum að
sjálfsögðu enga konu
til að fæða á venjulegan
hátt.“ Sem sagt, krefj-
ist kona keis-
araskurðar þó að ekk-
ert mæli með því
læknisfræðilega er
þjónustan veitt. Þannig
verður fæðingin vænt-
anlega þægilegri, kon-
an fljótari að jafna sig,
sleppur við húðslit og
óþarfa hnjask neðan til.
Aðgerðin sjálf kostar
hálfa milljón, ríkið
borgar. Fordæmi sem
gefur hugstola, sköll-
óttum karlpeningi von
um að hárígræðsla á
kostnað hins opinbera
sé í sjónmáli.
Almennt hefur mat
læknis æ minna gildi
og þeir sem til þeirra
leita ekki komnir til að
hlusta heldur heimta.
Fólk vill sín lyf, sínar
aðgerðir, sínar
myndatökur, sín vott-
orð og engar refjar.
Læknar eru unn-
vörpum að gefast upp á öllum þessum
atgangi og breytast hraðbyri í pönt-
unarlista. Þjónustan er hætt að snú-
ast um faglegt mat, innsæi og
reynslu. Hún snýst um eitthvað allt
annað og á hverjum degi er ótal nýj-
um skriðum hrundið, óþarfa tilstandi
sem engu skilar nema stundarsefjun.
Og aftur er brúsinn á ríkinu.
Og meðan ungu dömurnar flykkj-
ast í keisaraskurði svo engar verði
hrukkurnar sitja þær eldri uppi með
sínar á elliheimilinu, fjórar saman í
herbergi, öfunda fangana á Litla-
Hrauni sem fá þó sinn einkaklefa,
sviptar ellistyrknum,
vasapeningarnir á elli-
heimilinu skornir við
nögl vegna forsjálni í líf-
eyrismálum, karlarnir
dauðir sem skiptir ekki
máli, þau hefðu hvort eð
er ekki fengið að vera
saman í herbergi. Og
ungu mennirnir njóta
fulls fæðingarorlofs,
óháð launum maka með-
an þeir eldri húka yfir
dundi til að bægja frá
lífsleiðanum en fá ekk-
ert útborgað vegna ann-
arrar innkomu, lífeyris
eða tekna maka. Og ef
þeir þurfa að lækka flet-
in sín klórar útlensku-
mælandi starfskraftur
sér í hausnum og hækk-
ar í sjónvarpinu.
Og til að kóróna enda-
leysuna er forgangur
heilbrigðiskerfisins há-
tæknisjúkrahús. Eins og
við séum að drepast úr
hátæknisjúkdómum.
Það er ljóst að ein-
hverjir vinna ekki vinn-
una sína.
Að lokum óska ég nýjum heilbrigð-
isráðherra árnaðar í nýju starfi, af
nógu er að taka enda búið vont en ég
vænti mikils. Til hamingju.
Til hamingju, heil-
brigðisráðherra
Lýður Árnason fjallar
um heilbrigðiskerfið
Lýður Árnason
’Og til að kórónaendaleysuna er
forgangur heil-
brigðiskerfisins
hátæknisjúkra-
hús. Eins og við
séum að drepast
úr hátæknisjúk-
dómum.‘
Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður
í Önundarfirði.
Þú veist í hjarta þér, kvað vindurinn
að varnarblekkingin er dauði þinn.
Engin vopnaþjóð er að vísu frjáls,
og að vanda sker hún sig fyrr á háls
en óvin sinn.
Þannig orti Þorsteinn Valdimars-
son skáld árið 1976.
Varnarblekkingin
sem haldið hefur verið
að þjóðinni allt frá
árinu 1951 minnir um
margt á hið sígilda
ævintýri H.C. And-
ersen, Nýju fötin keis-
arans. Forsætisráð-
herrar okkar hafa
einn af öðrum, nú síð-
ast Halldór Ásgríms-
son, leikið hlutverk
hins hégómagjarna og
auðtrúa keisara.
Valdsmenn í Pentagon
og íslenskir ráðherrar
og embættismenn úr
röðum Sjálfstæð-
isflokks, Framsóknar
og Alþýðuflokks (nú
Samfylkingar) hafa
verið í hlutverki svika-
hrappanna sem ofið
hafa ósýnilegu fötin
keisarans.
Ævintýri H.C. er
óþarft að rifja upp,
það þekkir hvert
mannsbarn. Frá upp-
hafi hernámsins hafa
tákngervingar svikahrappanna setið
báðum megin Atlantshafsins við vef-
stóla sína og talið keisurum hvers
tíma trú um að þeir væru að vefa
huliðsskikkju sem um alla framtíð
gæti orðið íslenskri þjóð vörn gegn
hvers konar vá utanfrá. Það hefur
sjaldnast staðið á tilföngum, og
mörgum silkistranganum og gull-
markinu hafa svikahrapparnir
stungið í eigin vasa eins í ævintýri
Andersens.
Nú nýlega hefur þjóðin orðið vitni
að lokakaflanum í ævintýrinu. Eftir
símtal að vestan mátti utanrík-
isráðherra okkar, nauðugur vilj-
ugur, bregða sér í hlutverk barnsins
sem gekk við hlið föður síns í skrúð-
göngu keisarans og sagði: „En, hann
er ekki í neinu!“ („Guð
minn góður, hlustið á
rödd sakleysingjans,“
lagði H.C. í munn föður
barnsins!). Og eins og í
danska ævintýrinu hafa
raddir þegna þessa
lands breyst úr hvísli í
nokkuð öflugan kór:
„Hann er ekki í
neinu! … Hann er ekki í
neinu!“
Ævintýri H.C. lýkur
þannig: „Það fór hrollur
um keisarann því hon-
um virtist það [þ.e. fólk-
ið] hafa rétt fyrir sér, en
hugsaði sem svo: Ég
verð að þrauka skrúð-
gönguna til enda … Og
svo hélt hann áfram
mun sperrtari, og
kammerherrarnir héldu
uppi slóðanum sem eng-
inn var.“ H.C. Andersen
eftirlætur svo lesand-
anum að spá í fram-
haldið.
Margir halda að ís-
lensku afbrigði ævintýr-
isins sé lokið en svo er
nú aldeilis ekki. Keisarinn hyggst
halda göngu sinni áfram með kamm-
erherrum sínum eins og ekkert hafi í
skorist. Væri nú ekki ráð fyrir þjóð-
ina þó ekki væri nema af mannúðar-
ástæðum að leysa alla hersinguna
undan þrautagöngu sinni?
Varnarblekkingin og
Nýju fötin keisarans
Gunnar Guttormsson fjallar
um brottför varnarliðsins
Gunnar Guttormsson
’Væri nú ekkiráð fyrir þjóðina
þó ekki væri
nema af mann-
úðarástæðum að
leysa alla hers-
inguna undan
þrautagöngu
sinni?‘
Höfundur er vélfræðingur.
MEGINÞORRI þjóðarinnar vill
stöðva frekari álversframkvæmdir,
stórvirkjanir og umhverfisspjöll,
samt stillir ríkisstjórnin því upp
sem eina valkosti.
Meginþorri þjóð-
arinnar vildi að her-
inn færi eða vissi að
hann var á förum,
svo þegar hann fer
er það blásið upp
sem náttúruhamfarir
og gífurleg ógn. Fjöl-
miðlar sýna fundi
með forsætisráðherra
í beinni útsendingu
eins og um eldgos
væri að ræða. Með
brottför hersins nú
munu þó örugglega
spretta upp fjölmörg ný atvinnu-
tækifæri sem færa okkur meiri
þjóðhagslegan ábata til framtíðar
en þjónusta við erlendan her.
Samt er það ávallt alvarlegt mál
þegar fólk missir vinnuna. Það
fannst fólkinu, tugum og hundr-
uðum saman, sem missti vinnuna á
síðustu misserum í sjávarbyggðum
á Vestfjörðum þegar fyrirtækin
urðu að loka vegna afleiðinga
kvótakerfisins og stóriðjustefn-
unnar.
Það fannst líka starfsfólki Sím-
ans á Ísafirði og Blönduósi þegar
því var, eftir langan starfsaldur,
fyrirvaralaust sagt upp störfum
um leið og Síminn var einkavædd-
ur og seldur.
Staðreyndin er þó sú að þenslan
á suðvesturhorninu ógnar stöð-
ugleika efnahagslífsins og stjórn-
völd hafa vart undan
að rýmka um heimildir
fyrir innflutning á er-
lendu starfsfólki.
Kveðja iðn-
aðarráðherra hins veg-
ar til Vestfirðinga sem
voru að missa vinnuna
á sl. sumri var að
„ruðningsáhrifin gætu
líka verið af hinu
góða“.
„Heróínhagvöxtur“?
„Hagvöxtur getur
komið frá stríði, rán-
yrkju, eyðileggingu eða slysum, en
orðið gerir engan greinarmun á
hvort hann er góður eða vondur,“
segir Andri Snær Magnason rit-
höfundur í nýútkominni bók sinni,
Draumalandið – sjálfshjálparbók
handa hræddri þjóð.
Það má velta því fyrir sér hvort
hagvöxtur upp á 5,5% á síðastliðnu
ári með yfir 164 milljarða við-
skiptahalla, hæstu vöxtum í norð-
urálfu og mestu umhverfisspjöllum
af mannavöldum í sögu þjóð-
arinnar hafi verið góður eða ill-
kynja.
Mörg byggðarlög hafa misst
grunnstoðir atvinnulífsins, há-
tæknigreinar og útflutningsiðnaður
hrekjast úr landi.
„Var þetta frekar „heróín-
hagvöxtur“ þar sem það þarf alltaf
stöðugt nýja og nýja sprautu?
Er það frjálst val okkar að færa
allar þessar fórnir til að verða
stærsti álframleiðandi í heimi eða
er það ótti við framtíðina?“ spyr
Andri í bók sinni.
Valkostir í stað
afarkosta
„Sífelld yfirvofandi kreppa hefur
verið notuð til að stýra fólki. Leið-
togarnir ákveða að leiða ekki þjóð-
ina heldur stjórna. Afleiðing af
þessu er eins og öfug sjálfstæð-
isbarátta, eða ósjálfstæðisbarátta.
Það er ekki gengið útfrá því að þú
getir gert allt og að þjóðin geti
orðið það sem hún vill heldur að
hún verði að fylgja einum mögu-
leika. Við stefnum í framtíð sem er
ekki það sem við viljum verða
heldur það sem við teljum okkur
neyðast til að verða.“
Er ekki hollt að hafa þessa orð-
ræðu í huga þegar allt ætlar um
koll að keyra þessa dagana?
Framtíðin byggir á valkostum en
ekki afarkostum.
Þegar allt ætlar
um koll að keyra
Jón Bjarnason fjallar
um efnahagsmál
’Staðreyndin er þó sú aðþenslan á suðvesturhorn-
inu ógnar stöðugleika
efnahagslífsins …‘
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi.
ÞAR lauk fyrri grein, að enn var
ítrekað, að næstu veggöng ættu
ótvírætt að koma milli Eskifjarðar
og Norðfjarðar, frá botni Eski-
fjarðar í 10-15 m hæð til Fann-
ardals í rúmlega 100 m hæð, en um
þetta allt hygg ég samstaða sé orð-
in eystra og vonandi líka með öðr-
um sem ráða. Þetta
verk þarf að hefja
strax í sumar. Víst
þyrfti að byrja á fleiri
göngum samtímis,
þrennum um háska-
leiðir eins og Óshlíð,
en þau verða ekki
rædd að sinni.
Með þessum göng-
um til Norðfjarðar eru
rammlega tengdir
með innanbæjarvegum
allir bæir við sjóinn,
nema Seyðisfjörður.
Það er sársaukafullt
að þurfa að segja það, að sá staður
verður ekki tengdur neinni byggð
með göngum fyrr en eftir 30 ár.
Engin raunsæ von um betra, til
þess yrðu almenn viðhorf að ger-
breytast. Göng til Egilsstaða yrðu
12 km. Nær jafnlöng til Norð-
fjarðar um Mjóafjörð, og ann-
aðhvort yrðu þau að koma líka til
að tengja hina bæina Egilsstöðum,
eða þangað koma önnur göng, t.d.
frá Eskifirði um Eyvindardal.
Valið stendur um þessa kosti,
23–24 km göng til Seyðisfjarðar og
þaðan til Héraðs, hins vegar að
sleppa Seyðisfirði og fá í staðinn 10
km göng til Héraðs; í báðum dæm-
um komin göng til Norðfjarðar.
Þessi seinni kostur hlýtur að vera
hinn eini raunsæi, við þann kraft
sem nú er í gerð ganga og fyr-
irsjáanlegur er á næstu árum. Væri
reynt að halda Seyðisfirði með í
næstu áætlun, má ætla að það
leiddi til þess að öllum fram-
kvæmdum yrði slegið á frest um
óvissan tíma.
En hvar eiga þessi göng að koma
milli Héraðs og fjarða, hvar verður
í framtíðinni mest umferð, mestir
flutningar, ef jafngóð göng eru frá
öllum fjörðunum? Við höfum af-
skrifað Seyðisfjörð, og raunar
kæmi hann hér ekki til greina.
Helzt hefur verið horft á Mjóa-
fjarðarheiði að Eyvindardal í 250 m
hæð. Þá áttu leiðir frá Seyðisfirði
og Norðfirði að mætast í Mjóafirði,
en í Fagradal frá Eskifirði og
Reyðarfirði. En Fagridalur er of
hár (350 m y.s.) og illviðrasamur
fyrir almenna umferð, sjálfsagt
nothæfur fyrir vöruflutninga, eink-
um stærstu bíla, en
hann verður aldrei
innanbæjargata, enda
líka fyrir flesta nokk-
uð úr leið.
Frá Norðfirði verð-
ur ekki farið um Mjóa-
fjörð án ganga þang-
að, og er hann úr sögu
og verður leið til Hér-
aðs um Eskifjörð. Í
Reyðarfirði verða
langmest umsvif og
flutningar efalaust að
hluta um Fagradal, en
að stórum hluta fer
umferðin um Eskifjörð eins og frá
Norðfirði – og er þá ekki augljóst
að göng liggja langbezt við meg-
inhluta umferðar milli strandar og
Héraðs um Eskifjarðarheiði, ef sá
kostur býðst? Hæð í Eyvindardal
250 m.
En viti menn, í skýrslu RHA er
þessarar hugmyndar að engu getið!
Þrátt fyrir ábendingu, ekki frá mér
óverðugum, heldur frá virtum
sveitarstjórnarmanni eystra. Hvað
er á seyði? Bönnuðu þingmenn eða
ráðherrar alla athugun? Og var það
þá vegna þess að hugmyndin kom
frá lítt skóluðum gamlingja af kot-
ungakyni „....getur nokkuð gott
komið frá Nazaret?“. Sbr. ung-
meyna sem flaug upp á stjórnmála-
himininn og fékk af því tilefni ein-
mitt þessa hugmynd og aðrar fleiri
að gjöf, og tjáði sig svo um þær
eftir nokkurra daga skoðunartíma:
„Æ, mér þykir þetta of stórt hugs-
að!“ Bætti síðan við ögn hressari:
„Mönnum hefur svo sem dottið
þetta í hug áður!“ Gott. Það þótti
mér vísbending um að hugmyndin
væri ekki svo vitlaus!
En hið glæsilega nýstirni
Flokksins sá ég hrapa – hrapa:
Kosið á þing ekki sízt til að efla
byggð á Austurlandi – 10 km göng
milli Egilsstaða og Eskifjarðar of
stórt hugsað!? Til hvers á þing?
„Þú verður að hugsa stórt!“ varð
mér loks að orði, þegar ég mátti
mæla, „þú stekkur aldrei lengra en
þú hugsar!“ Þótti þetta gott hjá
mér, þótt ég vissi að einhver hafði
sagt það áður.
Mér er sagt að hrepparígur sé
þarna milli bæja. Sé það ekki bara
ýkjur eða spaug, þá er nauðsyn að
ráða bót á því. Ekki veitir af að
fólkið sé samhuga og samhent. Til
að tryggja þá samstöðu er fátt ár-
angursríkara en að tengja fólkið
sem bezt saman. Og til þess eru
góðar samgöngur flestu öðru mik-
ilvægari. M.a. af þessum ástæðum
þurfa bæirnir allir að verða eitt,
einn bær, ein borg, þó að hvert
hverfi hafi sín skýru mörk sem
fjöllin skapa. Sú aðgreining er lík-
lega af hinu góða!
Langar að lauma því hér að –
hafið ekki hátt um það! – að án efa
þætti dýrlegt að fá víðari útsýn frá
Neskaupstað, yfir Mjóafjörð og
fjöll fyrir handan. Með 3,9 km
göngum þvert í gegn! Sem líka
opna Mjófirðingum dyr! Eftir það
væri aðeins um 5 km göng að fara
til Seyðisfjarðar.
Með kveðju og þökk til starfs-
manna RHA, í trausti þess að okk-
ur takist – öllum saman og m.a.
með öflugum stuðningi höfuðborgar
alls landsins, allrar þjóðarinnar –
að byggja upp svo sterka staði og
fjölmenna, bæði á Austurlandi og í
Eyjafirði, að þeir fái staðizt og um
leið eflt aðrar byggðir landsins.
Þessu verðum við að trúa, það er
fyrsta vers.
Skýrsla um göng
Guðjón Jónsson
fjallar um samgöngur ’Valið stendur um þessakosti, 23–24 km göng til
Seyðisfjarðar og þaðan til
Héraðs, hins vegar að
sleppa Seyðisfirði og fá í
staðinn 10 km göng til
Héraðs …‘
Guðjón Jónsson
Höfundur var kennari.