Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 27 MINNSTAÐUR Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. Ný sending Jakkar, toppar, pils, kápur, bolir. SAMKVÆMISFATNAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Vinnsla af stað | Vinnsla er hafin á nýjan leik í frystihúsi Fossvíkur á Breiðdalsvík, en þar varð mikið tjón í eldsvoða fyrir rúmri viku. Frysti- hluti hússins er ekki nothæfur næsta mánuðinn vegna skemmda, en á næstunni verður unninn ferskfiskur beint á markað.    Fjöldi umsókna | 229 umsóknir hafa borist Alcoa-Fjarðaáli vegna starfa sem auglýst voru nýlega við nýtt álver. 44 starfsmenn vinna nú hjá fyrirtækinu og er gert ráð fyrir að 30 af umsækjendum nú hefji störf í haust. Hluti þeirra sem ráðnir verða fer til útlanda í starfsþjálfun. Ljúka á ráðningum fjögur hundruð starfsmanna alls fyrir árslok 2007. Ársfundur ÍSOR eystra | Árs- fundur Íslenskra orkurannsókna verður haldinn á Egilsstöðum í dag. Meðal framsögumanna eru Ólafur G. Flóvenz forstjóri ÍSOR, og Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur upphafs- ávarp. Farið verður m.a. yfir starf- semi ÍSOR í fyrra, fjallað um rekst- ur HEF, jarðfræði og jarðhita á Austurlandi, rannsóknir ISOR vegna mannvirkjagerðar, og Kára- hnjúkavirkjun. Fundurinn hefst kl. 13:30 á Hótel Héraði.    Fíkniefnasmygl | Framlengt hefur verið gæsluvarðshald til 19. apríl n.k. yfir manni sem hand- tekinn var á Seyðisfirði 7. mars sl. Reyndi hann að smygla í bif- reið, földu í járnstokk og slökkvi- tækjum, yfir 3 kílóum af hassi og 45 g af kókaíni. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi á Egils- stöðum um tveggja vikna skeið, en neitar að hafa vitað um tilvist efnanna. Hann tengist fíkniefna- brotum í heimalandi sínu, Pól- landi og hefur tvisvar dvalið í um vikutíma á Íslandi. Rannsókn lög- reglu hefur m.a. beinst að hugs- anlegum tengiliðum mannsins hérlendis.    Neskaupstaður | Dagana 31. mars til 6. apríl verður listahátíð ungs fólks í Fjarðabyggð haldin í fyrsta skipti. Þeir sem standa að hátíðinni eru Verkmenntskóli Austurlands, Leikfélag Reyðarfjarðar og Ung- mennahúsið Austurríki. Tilgang- urinn er að efla listsköpun ungs fólks á aldrinum 16 – 25 ára og virkja það til samstarfs í fjölbreyti- legum verkefnum. Um er að ræða hinar ýmsu lista- smiðjur sem tengjast tónlist, glerlist, leirlist, skáklist, afrodanslist, íþrótt- um og tölvum. Þá verður söngleik- urinn „Cry Baby“ eða Vælukjói eftir John Waters ofl. í þýðingu og leik- gerð Guðjóns Sigvaldasonar og Guð- mundar R. Kristjánssonar frum- sýndur 31. mars á vegum Leikfélags VA og Leikfélags Reyðarfjarðar. Auk þess verður afrakstur ýmissa félagslífshópa VA kynntur á Sprot- anum, eins og stuttmyndafélags VA og hestamannafélags VA. Þá verða nemendur hárdeildar VA með hár- og tískusýningu í Molanum. Sprotanum lýkur með tónleikum föstudagskvöldið 6. apríl n.k. þar sem hinar ýmsu hljómsveitir koma fram sem tóku þátt í tónlist- arsmiðjum vikunnar. Ljósmynd/VA Sigurvegarar Í söngkeppni VA varð Kolbrún Gísladóttir í 1. sæti, í öðru Jóhann D. Þorleifsson og því þriðja Ágúst B. Guðmundsson. Unglistarsprotar í Fjarðabyggð Kárahnjúkavirkjun | Fulltrúar Landsvirkjunar eru í viðræðum við lægstbjóðendur í fjóra verkhluta Kárahnjúkavirkjunar sem boðnir voru út fyrr í vetur. Verkin varða Ufs- arstíflu, stíflur, skurði og og göng Hraunaveitu og framkvæmdaeftirlit á svæðinu. Verktakafyrirtækið Arnarfell ehf. á Akureyri átti lægstu tilboð í alla framkvæmdaþættina sem um er rætt, þ.e. KAR-22 (Ufsarstífla), KAR-23 (stíflur og skurðir Hraunaveitu) og KAR-24 (göng og skurðir Hraun- aveitu). Fyrirtækið bauð alls ríflega 3,6 milljarða króna í verkin þrjú eða um 67% af kostnaðaráætlun. Hraun- JV, samstarfsfyrirtæki Línuhönnun- ar hf., Verkfræðistofu Austurlands ehf. og Mott MacDonald Ltd, átti lægsta tilboð í framkvæmdaeftirlit Ufsarstíflu og Hraunaveitu. Landsvirkjun ræðir nú við lægst- bjóðendur í verkin, þ.e. Arnarfell og Hraun-JV, og ætla má að niðurstaða fáist í þær viðræður á næstu dögum. Ufsarstífla verður í Jökulsá í Fljótsdal austur af Hafursárufs og myndar svokallað Ufsarlón. Hrauna- veita veitir þremur ám austan Jökuls- ár, þ.e. Kelduá, Grjótá og Innri- Sauðá, ásamt útrennsli Sauðárvatns, í Ufsarlón með stíflum um skurði og jarðgöng. Arnarfell og Hraun- JV áttu lægstu boð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á þriðjudag með 8 at- kvæðum R-listans gegn einu atkvæði F-listans við nafnakall að vísa tillögu Ólafs F. Magnússonar um verndun götumyndar húsaraðarinnar Lauga- vegar 2–6 til borgarráðs. Borgar- fulltrúar D-lista sátu hjá. Ólafur lagði á fundi borgarstjórn- ar fram tillögu um að borgarstjórn beitti sér fyrir því að 19. aldar götu- mynd húsaraðarinnar Laugavegar 2–6 yrði varðveitt. Í því skyni myndi borgin kaupa húseignirnar Lauga- veg 4–6 til að forða mætti þeim hús- um frá niðurrifi og þau yrðu endur- reist í sem upprunalegustu mynd. Í greinargerð Ólafs vegna tillög- unnar sagði m.a. að húsið nr. 2 við Laugaveg, sem byggt var árið 1887, væri eitt örfárra 19. aldar húsa við götuna, sem ekki á að rífa samkvæmt áætlunum R-listans, en að sögn Ólafs ná þau til meirihluta gamalla húsa við Laugaveg og nær allra 19. aldar húsanna. Væri það óaðskiljanlegur hluti húsaraðar þriggja nítjándu ald- ar húsa sem blasi við vegfarendum á hægri hönd þegar gengið sé upp Laugaveginn frá Bankastræti. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, sagði í umræðu um málið að vissulega væri vert að reyna að vernda götumyndir, en býsna erf- itt væri að reyna að endurreisa um- rædd hús í upprunalegri mynd, enda þýddi það mikinn vanda hvað varðar aðstöðu kaupmanna. Í bókun Ólafs vegna afgreiðslu málsins sagðist hann telja það skyldu borgarfulltrúa að taka afstöðu til fyr- irhugaðs niðurrifs 19. aldar húsanna. „Ætlun borgaryfirvalda er að reisa allt að fjögurra hæða steinsteypt hús á rústum gömlu húsanna en það mun eyðileggja 19. aldar götumynd húsa- raðarinnar Laugavegar 2–6 til fram- búðar,“ sagði Ólafur m.a. Þá sagði Ólafur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að augljóst væri að Vinstri grænir væru ósamkvæmir sjálfum sér í málinu, þeir tækju af- stöðu gegn verndun götumyndarinn- ar í borgarstjórn, en töluðu fjálglega um verndun hennar í nýhafinni kosn- ingabaráttu sinni. Tillögu um vernd- un götumyndar vísað til borgarráðs Morgunblaðið/Golli Götumynd F-listinn telur mikilvægt að vernda 19. aldar götumynd. Farvegsdýpkun lokið | Héraðs- verk hefur lokið við að dýpka og lag- færa farveg Jökulsár í Fljótsdal og vinnur nú við að grafa skurð milli ár- innar og munna frárennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Skurðurinn verður um 2 km að lengd og 9 m breiður í botninn. Lítið vatn er í ánni á þessum árstíma, einungis 7-10 rúmmetra rennsli á sekúndu að jafn- aði. Því vegna var unnt að lagfæra árfarveginn án þess að veita vatninu fram hjá á meðan.    Áfengi til baka | Lögreglan á Seyðisfirði hefur afhent eiganda veitingahússins Kaffi Láru áfengi sem gert var upptækt vegna ófull- nægjandi vínveitingaleyfis, skv. ákvörðun sýslumanns. Hafði veit- ingamaðurinn vínveitingaleyfi frá bæjaryfirvöldum til bráðabirgða. Nú liggur fyrir hjá sýslumanni til um- sagnar formleg umsókn um vínveit- ingaleyfi fyrir Kaffi Láru. Hafnarfjörður | Rekstur Hafnar- fjarðar á síðasta ári var jákvæður um 1.122 milljónir króna, en þessi ár- angur er verulega betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum bæjar- ins. Ársreikningur Hafnarfjarðar- bæjar fyrir árið 2005 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar á þriðjudag og verður hann til síðari umræðu 4. apríl. Samkvæmt ársreikningi hækka tekjur bæjarins um 5,2% umfram áætlun í A hluta en um 6,3% í sam- anteknum A og B hluta. Mikil uppbygging átti sér stað í bæjarfélaginu á árinu og námu fjár- festingar ársins 2.339 milljónum króna. Þá nam veltufé frá rekstri 1.034 milljónum króna. Í frétt á vef- síðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að heildarskuldir bæjarfélags- ins hefðu lækkað um 1.120 milljónir króna á árinu ef ekki hefði komið til 1.390 milljón króna skuldfærsla á byggingarreitum, þar sem gatna- gerð hófst í febrúar sl. Um nýbreytni er að ræða í reikningum sveitarfé- lagsins þessu tengt, annað árið í röð. Erlendar skuldir A hluta sem stóðu í 7,4 milljörðum í árslok 2004 lækkuðu um 2,5 milljarða á árinu 2005 í tæpa 4,9 milljarða eða um 35%. Eigið fé hækkaði um 23% á milli ára og nam 6.016 milljónum króna. Rekstur ársins 2005 fyrir fjár- magnsliði skilar 225 milljón króna betri árangri en árið á undan, en tvö síðastliðin ár hafa niðurstöður sam- stæðu sveitarfélagsins verið jákvæð- ar. Niðurstöðurnar sýna að mati bæjaryfirvalda áframhaldandi já- kvæða þróun rekstrar bæjarins. Íbúar Hafnarfjarðar voru 22.451 um síðustu áramót og fjölgaði um 509 á árinu eða um 2,3% og er fyr- irsjáanlegt að sú þróun haldi áfram. Bæjarfélagið er, að mati bæjaryfir- valda, vel í stakk búið að taka á móti auknum íbúafjölda án þess að þurfa að ráðast í miklar fjárfestingar. Ný- lega úthlutaði Hafnarfjarðarbær vil- yrðum fyrir rúmlega hundrað at- vinnulóðum á suðursvæðum Hafnarfjarðar. Hefur ásókn í at- vinnulóðir í Hafnarfirði aldrei verið meiri. Jákvæður rekstur Hafnarfjarðarbæjar TILLÖGU sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur þess efn- is að efna til formlegs samráðs við samtök eldri borgara um það hvernig borgin geti betur sinnt þjónustu við þá, hefur verið vísað til borgarráðs. Í rökum fulltrúa R-listans fyrir þeirri málsmeðferð kom m.a. fram að þegar væri starfandi virkur, formlegur og lögboðinn samstarfs- vettvangur Reykjavíkurborgar og eldri borgara, Þjónustuhópur aldr- aðra. Ennfremur væri í gildi þjón- ustusamningur á milli Reykjavík- urborgar og Félags eldri borgara, m.a. um þjónustu og upplýsinga- mál, auk þess sem starfandi væri stýrihópur Reykjavíkurborgar og Heilsugæslunnar í Reykjavík vegna tilraunaverkefnis um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í því skyni að eldri borgarar geti bú- ið sem lengst heima, kjósi þeir það. Í kjölfar umræðu um málið var samþykkt að vísa tillögu sjálfstæð- ismanna til borgarráðs til frekari umfjöllunar. Óskaði Ólafur F. Magnússon bókað að F-listinn fagnaði fram- kominni tillögu Sjálfstæðisflokksins og lýsti stuðningi við hana. F-listinn legði megináherslu á málefni aldr- aðra í komandi kosningum, en þriðja sæti listans skipaði Guðrún Ásmundsdóttir, sem væri líkleg til að láta öldrunar- og velferðarmál til sín taka á næsta kjörtímabili. Tillögu um formlegt sam- ráð við eldri borgara vísað til borgarráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.