Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF            !    "  ! # $   1  2 /0 324-3 045 6                      !" #$%  &'   &"    %   () %" %  ( "%    '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3        %   & .0 + %*  4 %*  4. 02%    5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %    ! & * =;220    -1>" -0%*  "# $%  5?=@ -A0   0 0                 / / / /   / / /  ; %" 1 ;  0 0 /  / / / / /  / / / / / / /  /  / / / / / / / / / / B /CD B / CD / B / CD B /CD B / CD B /CD B / CD B / CD / B /CD B /CD B  CD B /CD B /CD B CD / / / B  CD / B / CD / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -                        / / /  /    / / /                                            < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0          / / / /  / / /  Hlutabréf lækkuðu á ný ● NOKKUR lækkun varð almennt á hlutabréfaverði í Kauphöllinni í gær, eftir að hafa hækkað lítillega daginn áður. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 2,31% og er nú 6.088 stig. Viðskipti með hlutabréf námu tæp- lega fimm milljörðum króna, þar af fyrir 1,1 milljarð með bréf KB banka. Mest lækkuðu bréf FL Group, eða um 5,42%, bréf Lands- bankans um 4,41% og Íslands- banka um 3,38%. Lítilsháttar hækkun varð á bréfum Avion Group, Icelandic Group og Mosaic Fashions. Líkur á afskráningu verði yfirtöku- tilboði tekið ● VERÐI væntanlegu yfirtökutilboði Skoðunar ehf, félags í eigu Dags- brúnar hf, í Kögun tekið af öðrum hluthöfum mun félagið að öllum líkindum ekki lengur uppfylla skil- yrði Kauphallar Íslands um dreifða eignaraðild og í framhaldinu verða afskráð úr Kauphöllinni, að sögn Páls Harðarsonar, staðgengils for- stjóra Kauphallarinnar. Segir Páll að samkvæmt reglum Kauphallarinnar verði 25% hluta- fjár í skráðum félögum að vera í eigu almennra hluthafa, en Skoð- un á nú 51% hlutafjár í Kögun og Síminn og Exista eiga samanlagt 38%. Gengju síðarnefndu félögin tvö að væntanlegu yfirtökutilboði Skoðunar yrði eignarhlutur þess félags 89% og myndi félagið því ekki lengur uppfylla áðurnefnt skil- yrði. Bílaþing býður 3,19% vexti ● BÍLAÞING Heklu er að fara af stað með markaðsátak um helgina í sölu á notuðum bílum. Í boði verður allt að 100% fjár- mögnun með bílasamningum gegn- um SP-fjármögnun á 3,19% vöxtum, sem Heklumenn fullyrða að séu lægstu vextir sem bjóðast í slíkum samningum. Vaxtakjörin samanstanda m.a. af myntkörfu sem er 50% svissneskir frankar og 50% japönsk jen. Boðið verður upp á fjármögnun og aldur bílsins samanlagt allt að tíu ár, sam- kvæmt upplýsingum frá Bílaþingi Heklu. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI BJÖRGÓLFUR Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group en ráðningin var tilkynnt á að- alfundi félagsins í gær. Björgólfur hóf störf hjá Icelandic í desember sl, sem framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar. Hann var áður forstjóri Síld- arvinnslunnar og fyrrv. stjórnarmað- ur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Á fundinum kynnti Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, starfandi stjórnarformaður, skýrslu stjórnar félagsins og sagði m.a. að rekstrarár- ið 2005 hefði verið afar slakt. „Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam aðeins 1.264 milljónum á móti 2,5 milljörðum árið áður. Þessar nið- urstöður eru vitaskuld algjörlega óviðunandi.“ Að sögn Gunnlaugs má rekja ástæðuna fyrir hinu 1.176 milljóna króna tapi félagsins til þriggja ein- inga Icelandic samstæðunnar; í Frakklandi, Coldwater í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Hann sagði að aga- leysi hafi ríkti í stjórnun dótturfélag- anna í Frakklandi og Bretlandi, og liður í endurskipulagningu þessara félaga hafi verið að skipta um for- stjóra þeirra. Um 720 milljóna króna tap í Bandaríkjunum sagði Gunnlaugur að þar muni mestu um 300 milljóna króna tap af rekstri rækjufyrirtæk- isins Ocean To Ocean. „Þar voru mik- il mistök og afdrifarík gerð við inn- kaup á heitsjávarrækju sem ekki hafði verið tryggð sala á. Þar var enn- fremur skipt um forstjóra en unnið er að því að Icelandic USA yfirtaki dag- legan rekstur,“ sagði Gunnlaugur. Stefna á 10% ytri vöxt Nýráðinn forstjóri kynnti rekstr- armarkmið Icelandic Group til þriggja ára. Samkvæmt þeim er markið sett á 10% ytri vöxt og 5% innri vöxt á árunum 2007 og 2008. „Við áætlum rekstrartekjur sam- stæðunnar á árinu 2006 um 120 millj- arða króna, árið 2007 um 140 millj- arða króna og 2008 um 160 milljarða króna. Við áætlum að EBITDA á árinu 2006 verði 5,5 til 6 milljarðar króna fyrir kostnað við endurskipu- lagningu,“ sagði Björgólfur. Framkvæmdastjórn Icelandic er að öðru leyti óbreytt, en auk Björg- ólfs skipa hana Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála, Finn- bogi A. Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Europe og Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri Icelandic USA/ ASIA. Stjórn Icelandic skipa: Jón Krist- jánsson, stjórnarformaður, Aðal- steinn Helgason, Baldur Örn Guðna- son, Magnús Þorsteinsson. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2006 vegna ársins 2005. Agaleysi í rekstri dóttur- félaga Icelandic Group Morgunblaðið/Kristinn Nýr forstjóri Tilkynnt var á aðalfundi Icelandic Group í gær að Björgólfur Jóhannsson hefði verið ráðinn forstjóri félagsins. Tilkynnt á aðalfundi félagsins um ráðningu Björgólfs Jóhannssonar í stól forstjóra VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, VÍS, skilaði 8,4 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, sem er 46% meiri hagnaður en árið 2004. Hagnaður fyrir skatt nam 10,3 milljörðum, samanborið við rúma sjö milljarða árið áður. Þetta kom fram á aðalfundi VÍS í gær, þar sem samþykkt var að greiða hluthöfum 650 milljónir króna í arð, en jafnframt var upplýst að tap hefði orðið af tryggingastarfsemi upp á 143 milljónir króna. Í máli Finns Ingólfssonar, for- stjóra VÍS, á fundinum kom m.a. fram að góða afkomu félagsins mætti einkum rekja til hagnaðar af fjármálarekstri og hækkunar hluta- bréfa. Hins vegar hefði afkoma af vátryggingastarfsemi ekki verið viðunandi og í raun enn verri en ár- ið 2004. Heildartekjur VÍS-sam- stæðunnar námu 23,4 milljörðum, þar af voru iðgjöld upp á 9,6 millj- arða. Eigið fé í árslok var 27,6 milljarðar og heildareignir 92,9 milljarðar kr. Í ársskýrslu félagsins segir Finn- ur að afkoman ráðist af ytri að- stæðum annað árið í röð og tekju- grunnur sé þannig tiltölulega veikur. „Þessi staðreynd hlýtur að vera okkur áleitið umhugsunarefni og á ekki einvörðungu við hjá okk- ur í VÍS heldur almennt á trygg- ingamarkaðnum,“ segir Finnur. Metafkoma hjá VÍS en tap af tryggingum „Í takti við væntingar okkar“ INGVAR H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóð- legrar fjármögnunar hjá Glitni, segir að um sé að ræða minnihluta af öllum skuldabréfaútgáfum bankans í Bandaríkjunum. Hann segir enn frem- ur að um nokkuð sérstaka útgáfu sé að ræða. „Bréfin eru gefin út til 13 mánaða í einu og um hver mánaðamót ákveður fjárfestinn hvort hann vill framlengja útgáfuna eða ekki. Í öllum okkar áætlunum reiknum við með að þurfa að greiða upp þessa skuld upp eftir 13 mánuði.“ Að sögn Ingvars hafa sveiflur á eftirmarkaði á kjörum skuldabréfanna síðustu vikur haft nei- kvæð áhrif á uppgjör eignarsafna þessara kaup- enda og því hafi bankinn búist við að þessir að- ilar myndu ekki framlengja útgáfuna. „Í raun er þetta í takti við okkar væntingar,“ segir Ingvar, „og þetta hefur ekkert með mat þessara aðila á áreiðanleika bankans að gera. Um er að ræða peningamarkaðssjóði, sem vilja stöðuga ávöxtun og fjárfesta til skamms tíma í senn. Mikið flökt á mörkuðum, eins og verið hefur á skuldabréfum íslensku bankanna, er ekki í samræmi við fjár- festingastefnu þeirra.“ HLUTI kaupenda að skuldabréfum íslensku bankanna í Bandaríkjunum nýtti sér uppsagnar- ákvæði í útgáfu bréfanna á mánudaginn sl. og framlengdi ekki bréfin, sem koma þá til endur- greiðslu eftir 13 mánuði. Talsmenn bankanna segja að ástæða uppsagnarinnar sé hækkandi ávöxtunarkrafa bréfanna á eftirmarkaði, en ekki breytt mat fjárfestanna á áreiðanleika bankanna. Í tilfelli KB banka er um að ræða skuldabréf fyrir 600 milljónir dollara, eða 42,7 milljarða ís- lenskra króna, sem er tæplega helmingur af út- gáfu bankans í Bandaríkjunum. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjár- stýringar KB banka, segir að bréfin hafi verið gef- in út til fimm ára, en að fjárfestinn þurfi að fram- lengja þau um hver mánaðamót. „Ef hann gerir það ekki þarf að borga þau til baka 13 mánuðum síðar.“ Guðni segir að tvenns konar fjárfestar hafi keypt skuldabréf bankans í Bandaríkjunum og að annar hópurinn hafi ekki verið í stöðu til að fram- lengja bréfin. „Þetta eru 8 fjárfestar, eða rúmlega helmingur kaupendanna, sem stunda fjárfesting- ar á svokölluðum peningamark- aði. Um hver mánaðamót þurfa þessir aðilar að meta stöðu sína á markaðsvirði, en um síðustu mánaðamót hafði sveiflan á ávöxtunarkröfu bréfanna á eft- irmarkaði áhrif á mánaðarlega nettóniðurstöðu þeirra. Þeim er ekki heimilt að eiga eignir sem sveiflast svo mikið og ákváðu því að framlengja ekki útgáfuna frekar.“ Við uppsögn bréfanna hækkar endurfjármögn- unarþörf KB banka árið 2007 um 25% og verður tæplega 3 milljarðar dala í stað 2,4 milljarða dala. „Við höfum ávallt vitað að þetta eru peningar sem ekki var víst að myndu endast í fimm ár og höfum tekið mið af því,“ segir Guðni. Hann segir enn fremur að það hafi komið skýrt fram í samtölum við kaupendurna að ástæða upp- sagnarinnar hafi ekki verið breytt mat þeirra á áreiðanleika bankans heldur breytt kjör bréfanna á eftirmarkaði. Guðni Aðalsteinsson „Ástæðan sveiflur á eftirmarkaði“ 6 *G -H8   ! ! C C &:-= ! I     ! " C C ? ?  J,I     " C C J,I ( % 6    !  C C 5?=I !K L%   ! ! C C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.