Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express VERÐ 87.900 kr. 79.900 kr. LÚXUSFERÐ TIL LONDON OG PARÍSAR 9.–14. JÚNÍ Ferð sem sameinar menningu, fróðleik og sögu enda hafa fáar borgir upp á jafn mikið að bjóða og þessar sígildu heimsborgir. Tveir dagar í London og þrír í París. Gönguferð, leikhús og heilsdagsferð til Stonehenge og Bath, „ítölskustu“ borgar Englands. Farið til Parísar með Eurostar-hraðlestinni og gist á hóteli í miðborginni. Skoðunarferð, kvöldsigling á Signu, gönguferðir o.fl. Fararstjóri: Lilja Hilmars. INNIFALI‹: Flug með sköttum, gisting á góðum hótelum í London og París með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og hóteli í London, heilsdags- skoðunarferð á Englandi, aðgangseyrir á söfn, ferð til Parísar með Eurostar- hraðlestinni og íslensk fararstjórn. Sérverð fyrir þá sem greiða með MasterCard HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refsingu yfir frönskum manni sem tók dóttur sína frá barnsmóður sinni, sem fór með forsjá dótturinnar, og fór með hana til Frakklands árið 2001. Var maðurinn dæmdur í 10 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og þyngdi Hæstiréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um fjóra mánuði. Hæstiréttur staðfesti miskabætur sem manninum hafði verið gert að greiða barnsmóður sinni, samtals 500 þúsund krónur auk vaxta og dráttarvaxta, auk þess sem mannin- um var gert að greiða allan sakar- kostnað, samtals 1.048.240 krónur, auk málsvarnarlauna verjanda síns, 996.000 krónur. Móður stúlkunnar, og fyrrverandi eiginkonu dæmda, var úrskurðuð forsjá hennar til bráðabirgða í hér- aðsdómi sumarið 2001. Í byrjun september það sama ár kærði konan fyrrverandi eiginmann sinn fyrir að nema dóttur þeirra á brott og fara með hana úr landi. Maðurinn hafði fengið leyfi til að hafa dóttur sína hjá sér í fjóra daga, en í stað þess að skila henni til móður sinnar fór hann með dóttur sína til Frakklands. Móð- irin fór til Frakklands í mars 2002 og flutti dóttur sína með sér til Íslands. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að maðurinn haldi því fram að hon- um hafi verið nauðugur sá kostur að fara með barn sitt til Frakklands. Gögn bendi ennfremur til þess að „andlegu ástandi barnsins hafi verið áfátt“ þegar það sætti læknisskoðun í Frakklandi. Það segir Hæstiréttur að geti þó ekki leyst manninn undan ábyrgð vegna málsins. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Árni Kol- beinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sveinn Andri Sveinsson hrl. var verjandi dæmda, en Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Dómur þyngdur yfir manni sem tók dóttur frá barnsmóður Dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi PERSÓNUVERND telur að trygging- arfélögum sé óheimilt að afla upplýs- inga um ættgenga sjúkdóma þeirra sem óska eftir að kaupa persónutryggingar, eins og líftryggingar og sjúkdómatrygg- ingar. Að þessari niðurstöðu komst embættið síðastliðið haust og hefur ítrekað þá afstöðu í framhaldi af at- hugasemdum sem tryggingarfélögin gerðu í þessum efnum. Tryggingar- félögunum hefur verið gerð grein fyrir því og einnig viðskiptaráðherra og for- manni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, en embættið telur óvissu í þessum efnum mjög bagalega. Persónuvernd byggir niðurstöðu sína á 2. mgr. 82 gr. laga um vátryggingar, en þar segir: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er félaginu óheimilt, fyrir eða eftir gerð samnings um persónutryggingu, að óska eftir, afla með einhverjum öðrum hætti, taka við eða hagnýta sér upplýs- ingar um erfðaeiginleika manns og áhættu á því að hann þrói með sér eða fái sjúkdóma. Félaginu er einnig óheim- ilt að óska eftir rannsóknum sem teljast nauðsynlegar til þess að kostur sé á að fá slíkar upplýsingar. Framangreint bann gildir þó ekki um athugun á núver- andi eða fyrra heilsufari mannsins eða annarra einstaklinga.“ Fjármálaeftirlitið telur hins vegar að þessi málsgrein laganna komi ekki í veg fyrir að tryggingarfélög óski upplýsinga um fjölskyldusögu, eins og fram kemur hér til hliðar. Undantekning frá bannreglunni Persónuvernd bendir á að í ofanrit- aðri lagagrein sé um skýra bannreglu að ræða og að athugasemdir við umrædda grein geti ekki haft það vægi að þau víki til hliðar skýru orðalagi lagatextans í þessum efnum. Síðar segir: „Þótt í ákvæðinu segi að bannreglan gildi ekki um athugun á nú- verandi eða fyrra heilsufari mannsins eða annarra einstaklinga verður að hafa í huga að hér er um að ræða undantekn- ingu frá bannreglunni. Undantekning- unni sé fyrst og fremst ætlað að tryggja að tryggingarfélög megi afla upplýsinga til að meta fyrra eða núverandi heilsufar umsækjanda með samþykki hans. Ákvæðið er undantekning frá bannreglu en undantekningarreglur ber að jafnaði að skýra þröngt og getur vart talist tækur lögskýringarkostur að skýra undantekningarákvæði á þann veg að það útrými meginreglu. Persónuvernd fær því ekki séð að ákvæðið hafi að geyma sjálfstæða heimild til vinnslu persónuupplýsinga í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 77/2000 um persónu- vernd og meðferð persónuupplýsinga, þ.e.a.s. heimild til öflunar upplýsinga um aðra en umsækjanda um tryggingu án þeirra samþykkis.“ Óheimilt að afla upplýs- inga um ættgenga sjúkdóma FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ekki séð ástæðu til þess að gera at- hugasemdir við að tryggingarfélög óski upplýsinga um heilsufar og þar á meðal fjölskyldusögu þess sem óskar eftir persónutryggingu eins og líf- eða sjúkdómatryggingu. Að óbreyttu hefur eftirlitið heldur ekki í hyggju að gera slíkar at- hugasemdir, en það gæti þurft að taka til athugunar verklag trygg- ingarfélaga við úrvinnslu upplýs- inga um heilsufar. Þetta kemur meðal annars fram í dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins til líftryggingarfélaga vegna upplýs- ingaöflunar við töku persónutrygg- inga og ný lög um vátrygginga- samninga sem tóku gildi um síðustu áramót, en Persónuvernd Fjármálaeftirlitið segir jafn- framt að það hafi kannað ástand í þessum málum hjá systurstofnun- um á hinum Norðurlöndunum. Danska fjármálaeftirlitið hafi upp- lýst að heimilt sé að upplýsa um fjölskyldusögu við töku persónu- trygginga, en í Noregi sé að finna takmarkanir í sérlögum þar sem bannað sé að nota erfðafræðilegar upplýsingar utan heilbrigðiskerfis- ins. Þannig sé bannað að spyrja um erfðafræðirannsóknir eða kerfis- bundna kortlagningu á erfðasjúk- dómum í fjölskyldu. Loks bendir Fjármálaeftirlitið á að samkvæmt lögunum geti ráð- herra sett reglugerð með nánari reglum um upplýsingaskyldu í þessum efnum og ef til vill þurfi slíka reglugerð með fyllri fyrir- mælum um réttarstöðu aðila við töku persónutrygginga. dómatryggingu og eftir atvikum upplýsinga um heilsufar náinna skyldmenna hans. Það geti verið liður í að meta áhættu trygging- arfélagsins og upplýsingar um sjúkdóma náinna skyldmenna geti gefið tilefni til frekari athugunar á heilsufari þess sem óski eftir vá- tryggingunni. „Því má halda fram að umsækj- anda um persónutryggingu sé í ákveðnum tilvikum skylt að upp- lýsa um sjúkdómssögu náinna fjöl- skyldumeðlima þrátt fyrir að hann sé ekki spurður sbr. 1. gr. 82. gr. laganna þar sem fram kemur að „vátryggingartaki, og eftir atvikum vátryggður, skal einnig að eigin frumkvæði veita upplýsingar um sérstök atvik sem hann veit, eða má vita, að hafa verulega þýðingu fyrir mat félagsins á áhættu“,“ seg- ir ennfremur. gerði á síðasta ári úttekt á vinnslu persónuupplýsinga hjá tilteknum líftryggingarfélögum. Fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi átt við- ræður við Persónuvernd nýverið vegna þessa, en það muni ekki gera úttekt Persónuverndar að umtals- efni heldur leggja áherslu á heim- ildir vátryggjenda til þess að afla persónuupplýsinga á grundvelli laga um vátryggingasamninga og vátryggingastarfsemi. Rétt og tæmandi svör Fjármálaeftirlitið segir að mik- ilvægt sé að sá sem óski eftir per- sónutryggingu veiti rétt og tæm- andi svör við spurningum tryggingarfélags og að mikilvægt sé að tryggingarfélag óski upplýs- inga um þá áhættu sem fyrir hendi sé hverju sinni, þ.á.m. um heilsufar þess sem óskar eftir líf- eða sjúk- Dreifibréf Fjármálaeftirlitsins til líftryggingarfélaga Gerir ekki athugasemdir við spurningar um fjölskyldusögu Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RAGNAR Kvaran, flugstjóri hjá Cargolux, og Einar Dagbjartsson, flugstjóri hjá Ice- landair, lentu Cessna 180-flugvél á flugvelli í landi Úlfarsfells í gær. Þar er nú undirbún- og flugu og lentu nokkrum sinnum í rokinu á flugvellinum við Úlfarsfell. Völlurinn er mjög stuttur og notaður af Fisfélagi Reykja- víkur. ingur kominn á fullt vegna nýbygginga á svæðinu. Er t.d. byrjað að leggja vegi. Báðir eru Ragnar og Einar í flugstjóraklúbbnum Þyt Morgunblaðið/RAX Lent við rætur Úlfarsfells
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.