Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 55
DAGBÓK
Endurmenntun Háskóla Íslands stendurfyrir námskeiðinu „Átök siðmenning-arsvæða? Íslam og Vesturlönd“ 27.–30.mars. Umsjónarmaður námskeiðsins
er Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í sagn-
fræði við Williams College í Massachusetts. Á
námskeiðinu verða róttækar pólitískar hreyfingar
múslima skoðaðar, fjallað um heimsmynd íslam og
uppgangur öfgahreyfinga skoðaður út frá guð-
fræðilegum og pólitískum forsendum.
„Þeta er stórt og viðamikið efni og það mál sem
einna mest er í deiglunni í dag,“ segir Magnús.
„Þetta efni varðar ekki aðeins fólk í útlöndum
heldur Íslendinga einnig, enda bæði múslimar í sí-
auknum mæli að flytjast hingað til lands og vax-
andi þátttaka í alþjóðlegu samstarfi og útrás gerir
að verkum að við erum háð atburðum erlendis. Á
námskeiðinu fjalla ég um kenningar um átök sið-
menningarsvæða og að hversu miklu leyti þær
kenningar og sú heimsmynd sem þeim fylgir eru
lýsandi og rétt mat á stöðunni. Eins og málið í
kringum dönsku skopmyndirnar af Múhameð
spámanni sýndi í hnotskurn ríkir mikil tortryggni
og fordómar á báða bóga. Það er nauðsynlegt að
víðtæk fræðsla eigi sér stað til að fyrirbyggja enn
frekar að svona mál vindi upp á sig á enn neikvæð-
ari hátt. Við þurfum öll að verða betur meðvituð
um fjölmenningu samtímans; verða „fjölmenning-
arlæs“.“
Á námskeiðinu verða margar hliðar málsins
skoðaðar: „Við munum skoða róttækar raddir
meðal múslima og sögulega þróun þeirrar hug-
myndafræði, og hvað það er sem róttæklingar
óska í raun eftir. Síðan verður borin saman
reynsla múslima í Evrópu og Bandaríkjunum,
hvar aðlögun ólíkra menningarheima hefur geng-
ið best og hvaða lærdóm megi draga af reynslu
þeirra þjóða í samskiptum við múslima. Við þurf-
um að huga að því hvað þarf að gera bæði hér á
Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum, hvert
vandamálið er og hvaða lausnum er hægt að ná
fram til að ástandið versni ekki enn frekar. Við
skoðum tengsl íslam og lýðræðis, og hvort sé yfir
höfuð hægt að sameina trúna við lýðræðislega
hugsun og stofnanagerð. Það tengist m.a. stöðu
trúarinnar gagnvart ýmsum réttindum, s.s. tján-
ingarfrelsi og trúfrelsi, og einnig stöðu kvenna
sem gerð verða ítarleg skil,“ segir Magnús.
Í kennslunni notar Magnús bæði greinar og
ræður skrifaðar frá sjónarhorni múslima sem og
akademískar umfjallanir um málið. Kennslan er
með fyrirlestrarformi en einnig verður tími til
spurninga og skoðanaskipta. Vonast Magnús til
að stofnsetja með þátttakendum umræðuhóp á
netinu eftir námskeiðið þar sem málefnið verður
rætt eftir því sem ný mál koma upp.
Nánari upplýsingar og skráningu í námskeiðið
má finna á heimasíðu Endurmenntunar,
www.endurmenntun.is en kennsla fer fram þrjú
kvöld, frá 20.15 til 22.15.
Námskeið | Heimsmynd íslam og róttækar íslamshreyfingar grannskoðaðar
Íslam og Vesturlönd
Magnús Þorkell
Bernharðsson fæddist í
Reykjavík 1966. Hann
lauk stúdentsprfófi frá
Verslunarskóla Íslands
1986 og BA í stjórn-
málafræði frá HÍ 1990.
Magnús lauk mast-
ersprófi í trúar-
bragðafræði frá Yale-
háskóla 1992, og dokt-
orsprófi í sögu
Mið-Austurlanda frá sama skóla 1999. Hann
er höfundur bókanna „Píslarvottar nútímans“
og „Reclaiming a Plundered Past – Archaeo-
logy in Modern Iraq“. Magnús starfar nú sem
lektor í sagnfræði við Williams College í
Massachusetts. Hann er kvæntur Margaret
McCormish lögmanni og eiga þau börnin Bern-
harð og Karen Magneu.
90 ÁRA afmæli. Mánudaginn 27.mars verður níræð Bára V.
Pálsdóttir, dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi. Í tilefni dagsins verður heitt
á könnunni laugardaginn 25. mars í
Jónsbúð v/Akursbraut 13, Akranesi
milli kl. 15–18. Gjafir vinsamlega af-
þakkaðar en söfnunarbaukur til
styrktar Slysavarnafélaginu á Akra-
nesi mun liggja frammi.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Í dag, 24 mars, erfimmtugur Finnbogi Rúnar
Andersen, Suðurgötu 29, Akranesi.
Hann verður að heiman.
Hugleiðingar um vörn.
Norður
♠DG5
♥ÁKG2 S/Allir
♦D72
♣1093
Vestur Austur
♠K10863 ♠974
♥976 ♥D103
♦G104 ♦Á653
♣K2 ♣754
Suður
♠Á2
♥854
♦K98
♣ÁDG86
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
Talning er aðeins notuð í sér-
staklega skilgreindum stöðum. Í gær
sáum við regluna um „kóng út gegn
grandi“, en hér er önnur, álíka mik-
ilvæg: Út kemur smátt gegn grand-
samningi og blindur á slaginn á GOSA
eða lægra spil. Geti þriðja hönd ekki
lagt á gosann, blasir veikleikinn við og
því er ástæðulaust að vísa frá. Hins
vegar gæti það skipt makker máli að fá
upplýsingar um skiptingu litarins. Í
þessari stöðu er því gefin taling.
Út kemur spaðasexa gegn þremur
gröndum, sagnhafi stingur upp manns-
pili í borði og rennir svo lauftíunni yfir
á kóng vesturs í öðrum slag. Til að
hnekkja spilinu verður vestur að halda
áfram með spaðann, en það er ekki
einfalt ef spaðastaðan er óljós. Suður
gæti hafa byrjað með Áxx í spaða og
þá má bersýnilega ekki spila litnum
aftur.
Austur leysir vandann í fyrsta slag
með því að upplýsa um lengd sína í
spaða – lætur níuna til að sýna þrílit
(hátt-lágt=oddatala). Vestur getur þá
rólegur spilað litlum spaða og látið ás
suðurs slá vindhögg.
Kall/frávísun er hins vegar í gildi ef
blindur fær fyrsta slag á ás, kóng eða
drottningu. Sem er augljóst hvað varð-
ar ás og kóng, en lítum á drottninguna.
Oft er makker að spila út frá kóng
fjórða eða fimmta og blindur á Dx og
sagnhafi Áxx heima. Gosinn er mik-
ilvægt spil og þriðja hönd játar honum
eða neitar með kalli eða frávísun.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Svartur frakki
tekinn í misgripum
SVARTUR rykfrakki, fóðraður, var
tekinn í misgripum á tónleikum
Fóstbræðra í Langholtskirkju
þriðjudagskvöldið 14. mars sl. og
annar skilinn eftir. Sá sem er með
frakkann er beðinn að hafa samband
við kirkjuna eða í síma 552 4558 eða
897 0413.
Til bankanna
ÉG sá auglýst frá banka tilboð í lán
um daginn. Það fékk mig til að
hugsa smá. Hvað er lán frá banka?
Bankinn lætur þig fá pening. Al-
gengir skilmálar banka eru að lánið
beri 13,5% vexti og að það sé 1% lán-
tökugjald og 1,5% stimpilgjald.
Hvernig væri að snúa dæminu
við? Hvað er það þegar ég legg inn
pening hjá banka? Er ég þá ekki að
lána bankanum peninginn minn? En
þegar ég geri það þá tek ekkert
stimpilgjald og ekkert lántökugjald.
Málið er að þegar fólk lánar bank-
anum pening með því að leggja inn
þá eru engin gjöld á bankann og
vextir eru lágir en þegar bankinn
leggur inn á fólk (með láni) þá allt í
einu verða til allskonar gjöld og
vextir verða allt í einu mun hærri.
Er þetta bara viðunandi og allt í
lagi?
Hvernig væri ef allir sem eiga inni
fé hjá banka myndu taka allt fé út og
svo að því loknu myndi fólk fara svo
til hinna ýmsu banka og gera þeim
tilboð, t.d. ég skal lána þér, kæri,
banki, 2 milljónir af mínum pen-
ingum og ég skal bara taka 2% í lán-
tökugjald (þá greiðir bankinn mér
40 þúsund í upphafi viðskipta) og svo
skal ég bjóða þér aðeins 12% vexti af
láninu reiknað samfellt. Er það sam-
þykkt, kæri banki, eða þarf ég að
finna annan banka sem er nægj-
anlega örvæntingarfullur til að
ganga að þessu?
Helgi Magnússon.
Leiðrétt
Í VELVAKANDA sl. þriðjudag mis-
ritaðist nafn starfsmanns Atlants-
olíu. Var hann sagður heita Friðrik
en hans rétta nafn er Friðþjófur. Er
beðist velvirðingar á þessu.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5
5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7
9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Dc7 11. Bd2 Rgf6
12. 0-0-0 e6 13. Kb1 Bd6 14. Re4 Rxe4
15. Dxe4 0-0-0 16. c4 Rf6 17. De2 c5 18.
Bc3 cxd4 19. Rxd4 a6 20. Rf3 Dc5 21.
Re5 Bxe5 22. Bxe5 Hxd1+ 23. Hxd1
Hd8 24. He1 Da5 25. Bxf6 Df5+ 26. Dc2
Dxf6 27. f3 Dh4 28. Dc3 Dxh5 29. Dxg7
Df5+ 30. Ka1 Dc2 31. a3 Dxc4 32. Dxf7
Kb8 33. Df6 Hd2 34. Dxh6 Dd4 35.
Df8+ Ka7 36. Db4 e5 37. Dxd4+ exd4
38. g4 d3 39. g5 He2 40. Hd1 He3 41. f4
Kb6 42. g6 Kc5 43. f5 Kd6 44. g7 Hg3
Staðan kom upp á opna alþjóðlega
Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir
skömmu í skákmiðstöðinni í Faxafeni
12. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor
Gunnarsson (2.421) hafði hvítt gegn Jó-
hanni H. Ragnarssyni (2.134). 45.
Hxd3+! og svartur gafst upp enda taflið
tapað eftir 45. … Hxd3 46. g8=D.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 24. mars, ersjötug Þórdís Todda Ólafs-
dóttir húsmóðir, Breiðuvík 27,
Reykjavík. Hún er að heiman á afmæl-
isdaginn.
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
STUNDUM er sagt við tónlistar-
nemendur að þeir þurfi að þjást fyrir
listina. Sjaldnar heyrir maður þetta
sagt við venjulega hlustendur, en
það hefði þó verið fyllilega viðeig-
andi á tónleikum kvennakórsins Vox
feminae í Kristskirkju á sunnudag-
inn var. Tónleikarnir tóku um einn
og hálfan klukkutíma og var ekkert
hlé; áheyrendur þurftu því að sitja
sem fastast á kirkjubekkjunum. Og
það eru engir hægindastólar, ó nei.
Mér var illt í bakinu lengi á eftir og
ég trúi ekki öðru en að svipað hafi
verið ástatt um fleiri.
Þrátt fyrir þetta er ekki annað
hægt að segja en að söngur kórsins,
sem Margrét Pálmadóttir stjórnar,
hafi verið ánægjulegur; oftast þétt-
ur, tær og hljómmikill. Helst mátti
finna að því að efri raddirnar voru
heldur sterkar á kostnað þeirri neðri
í Salve Regina eftir Hjálmar H.
Ragnarsson og Ég vil lofa eina þá
eftir Báru Grímsdóttur, með þeim
afleiðingum að heildaráferðin virk-
aði dálítið einhæf. Ave María eftir
Sigvalda Kaldalóns og flest annað
var hinsvegar sérdeilis magnað, þar
voru mismunandi raddir kórsins í
prýðilegu jafnvægi og söngur kórs-
ins almennt tilfinningaþrunginn og
hrífandi.
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur var ein-
söngvari og stóð hún sig prýðilega
sem endranær. Ave María úr Cavall-
eria Rusticana eftir Mascagni var
t.d. stórbrotin í túlkun hennar, þótt
ég saknaði voldugs hljómsveit-
arhljómsins sem hefði átt að styðja
við söng hennar, bæði þar og víða
annars staðar. Því miður þurfti org-
anistinn, Úlrik Ólason, að sætta sig
við fábrotið og takmarkað hljóðfæri
Kristskirkju, er hér var í hlutverki
hljómsveitarinnar, og var útkoman
ekki sérlega bragðmikil, þrátt fyrir
að organistinn hafi auðheyrilega lagt
sál sína í flutninginn.
Svipaða sögu er að segja um pí-
anóið í kirkjunni, en það var ekkert
tryllitæki. Arnhildur Valgarðsdóttir
spilaði á það og var leikur hennar
vandaður, en hefði kannski mátt
vera sterkari hér og þar.
Tveir málmblásarar komu við
sögu á tónleikunum, feðginin Þorkell
Jóelsson, sem spilaði á horn, og Val-
dís Þorkelsdóttir, er lék á trompet.
Blástur þeirra beggja var hreinn og
í hvívetna notalegur áheyrnar.
Í það heila voru þetta skemmti-
legir tónleikar, en það hefði verið
gott að geta teygt úr sér þegar þeir
voru hálfnaðir!
Magnaður söngur
TÓNLIST
Kórtónleikar
Vox Feminae söng dagskrá helgaða Mar-
íu mey undir stjórn Margrétar Pálmadótt-
ur. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Hljóðfæraleikarar: Arnhildur Valgarðs-
dóttir, Úlrik Ólason, Þorkell Jóelsson og
Valdís Þorkelsdóttir. Sunnudagur 19.
mars.
Kristskirkja
Jónas Sen
Einbýlishús í Seljahverfi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 250 fm einbýlis-
húsi í Seljahverfi, gjarnan á einni hæð.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali