Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
ENGINN þeirra níu sem starfa hjá
Fæðingarorlofssjóði í Reykjavík
ætlar að flytja með stofnuninni
norður í Húnavatnssýslur. Sjóður-
inn hefur hingað til verið í vörslu
Tryggingastofnunar ríkisins (TR)
og hefur aðstöðu í húsnæði stofn-
unarinnar í Reykjavík.
Starfsmönnum sjóðsins var
kynnt í upphafi árs að ákveðið hefði
verið af þáverandi félagsmálaráð-
herra, Árna Magnússyni, að færa
vörslu sjóðsins undir Vinnumála-
stofnun og starfsemina til Húna-
vatnssýslna. Stefnt er að því að
starfsemin verði flutt í byrjun
næsta árs.
Starfsmenn ósáttir
Hallveig Thordarson, deildar-
stjóri fæðingarorlofsdeildar TR,
segir að allt verði gert til að hjálpa
starfsmönnum sjóðsins að fá önnur
störf hjá TR. Tveir hafi reyndar
þegar fengið aðra vinnu og láti af
störfum 1. maí. „Auðvitað eru
starfsmenn ósáttir þegar störfin
eru tekin frá þeim,“ segir hún hins
vegar, innt eftir því hvernig þessi
flutningur leggist í starfsmenn.
Enn liggja ekki fyrir endanlegar
ákvarðanir um fjölda starfsmanna
sjóðsins fyrir norðan. Kostnaður
vegna breytinganna liggur heldur
ekki fyrir, að sögn Hönnu Sigríðar
Gunnsteinsdóttur, skrifstofustjóra
félagsmálaráðuneytisins. | 4
Enginn
flytur með
sjóðnum
norður
„ÞETTA gekk æðislega vel,“ sagði Anna María
Ómarsdóttir, nemandi í Hólabrekkuskóla, í gær-
kvöldi að lokinni skemmtidagskrá sem ungling-
ar í listasmiðju skólans stóðu fyrir til styrktar
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
lagið Chapel sem Marvelettes gerðu vinsælt á 7.
áratugnum við mikinn fögnuð áheyrenda.
Fénu var safnað með sölu aðgöngumiða og
veitinga og gekk söfnunin vonum framar en í
það minnsta 200 þúsund krónur söfnuðust.
Margir lögðu leið sína í skólann til að fylgjast
með tískusýningu, hlýða á söng og horfa á
spurningakeppni og danssýningu. Meðal atriða
var söngur þeirra Jóhönnu Lindu, Thelmu Lind-
ar, Hörpu Rúnar og Söndru Óskar, sem fluttu
Morgunblaðið/Ómar
Dansað og sungið fyrir BUGL
NÝVERIÐ ákvað kammerkórinn
Schola cantorum að hefja launa-
greiðslur til söngvara kórsins,
bæði fyrir æfingar og tónleika.
Kom þessi ákvörðun í kjölfar
menningarstyrks sem kórinn
hlaut vegna útnefningarinnar
Tónlistarhópur Reykjavíkur 2006.
„Á bak við þetta er náttúrulega
löngun til að geta veitt söngv-
urum, sem eru hér margir með
góða menntun, færi á að geta lif-
að af söngnum,“ sagði Hörður
Áskelsson kórstjóri Schola cant-
orum. | 32
Schola
cantorum
á launum
LOFTLEIÐIR Icelandic eru nú að
fljúga með 92 efnaða ferðamenn
sem eru í 20 daga lúxusferð kring-
um hnöttinn. Farkosturinn er
Boeing 757-flugvél sem var sér-
staklega breytt vegna fararinnar.
Ekkert er til sparað að gera ferða-
lagið sem glæsilegast, hvorki í mat,
gistingu, afþreyingu eða aðbúnaði,
enda kostar hver farseðill um 50
þúsund bandaríkjadali eða meira
en 3,5 milljónir króna, að sögn
Sigþórs Einarssonar, fram-
um félag sem tengist National
Geographic-landfræðifélaginu og
er lögð talsverð áhersla á fræðslu í
ferðinni. Heimsþekktir fyrirlesarar
fylgja ferðafólkinu og fræða það um
næsta áfangastað.
Áhöfnin er að mestu íslensk.
Flugstjóri og tveir flugmenn, flug-
virki, átta flugþjónar, íslenskur
matreiðslumeistari og annar
bandarískur frá skipuleggjanda
ferðarinnar. Kokkarnir útbúa úr-
vals veislumat fyrir hvern áfanga.
„Allt fæði er fyrsta flokks,
Beluga-kavíar og kampavín í morg-
unmat og framhaldið á svipuðum
nótum,“ sagði Sigþór.
Horfur eru á fjölgun ferða af
þessu tagi hjá Loftleiðum Ice-
landic. Þegar er búið að ákveða
fjórar slíkar ferðir næsta vetur.
kvæmdastjóra Loftleiða Icelandic.
Ferðin hófst í Washington D.C.
sl. laugardag og var fyrsti áfanga-
staður Lima í Perú. Í fyrradag var
flugvélin á Páskaeyjum í Kyrrahafi.
Þaðan verður haldið um Ástralíu,
Asíu og Afríku uns ferðinni lýkur í
Bandaríkjunum. Innréttingu flug-
vélarinnar var breytt en sæti eru
fyrir 92 farþega í stað í kringum
200 sæta með venjulegri sætaskip-
an í flugvél af þessari gerð.
Hluti sætanna var seldur í gegn-
Flugvél Loftleiða Icelandic í 20 daga lúxusferð kringum hnöttinn með 92 efnaða ferðamenn
Sætið kostar 3,5
milljónir króna
Morgunblaðið/Árni Torfason
Flugvélin var innréttuð með 92 þægilegum sætum vegna lúxushnattferð-
arinnar. Farþegarnir fá kampavín og kavíar í morgunmat.
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands leggur
til við stjórnvöld að frestað verði um
þrjú ár til viðbótar að veita launafólki
frá hinum nýju aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins frjálsa för inn á ís-
lenskan vinnumarkað. Samtök at-
vinnulífsins eru annarrar skoðunar
og telja æskilegt að af opnuninni
verði.
Aðildarríki ESB og Evrópska efna-
hagssvæðisins þurfa að taka afstöðu
til þess fyrir 1. maí hvort þau ætla að
nýta aðlögunarfrest vegna frjálsrar
farar launafólks frá átta ríkjum, sem
fengu aðild að ESB 2004 í allt að þrjú
ár til viðbótar. Að óbreyttu opnast
vinnumarkaður Evrópska efnahags-
svæðisins launafólki frá þessum lönd-
um, sem þurfa þá ekki að sækja um
atvinnuleyfi til starfa hér á landi.
Ákvörðunar ríkisstjórnar
að vænta eftir helgi
Jón Kristjánsson félagsmálaráð-
herra segir að vænta megi ákvörðun-
ar stjórnvalda fljótlega upp úr næstu
helgi. Unnið sé að undirbúningi máls-
ins af fullum krafti en þrjú ráðuneyti
vinna að málinu.
Á minnisblaði sem ASÍ hefur tekið
saman, kemur fram að íslenskur
vinnumarkaður sé ekki enn tilbúinn
til að taka við frjálsri för launafólks
frá nýju aðildarríkjunum Mikilvægt
sé að treysta frekar innviði vinnu-
markaðarins og þær reglur og kjör
sem þar gilda.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir enga ástæðu
til að fresta opnuninni áfram. ,,Við
teljum æskilegt fyrir vinnumarkað-
inn að þetta verði opnað núna,“ segir
hann.
Stefán Kjærnested, framkvæmda-
stjóri starfsmannaleigunnar IntJob,
gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa
ekki enn tekið ákvörðun. Nauðsyn-
legt sé að fá sem fyrst á hreint hvað
taki við eftir 1. maí. Hann bendir á að
það taki í dag um sex vikur að fá af-
greiddar umsóknir um atvinnuleyfi
fyrir erlenda starfsmenn frá þessum
löndum. „Ég er búinn að tala við
æðstu menn og það getur enginn gef-
ið svör. Þetta eru undarleg vinnu-
brögð og óvissan er mikil,“ segir
hann.
Stefán bendir á að í þenslunni fáist
engir íslenskir verkamenn eða smiðir
í þau störf sem í boði eru, einkum í
byggingariðnaðinum. Stjórnvöld eigi
því frekar að liðka fyrir því að erlend-
ir starfsmenn geti komið með greið-
um hætti til starfa hér fremur en að
flækja málin. „Það er gríðarlega mik-
ið af mjög hæfu fólki sem kemur frá
Eystrasaltslöndunum og við höfum
mjög góða reynslu af því. En það tek-
ur þetta langan tíma eða sex vikur frá
því að starfmaðurinn er ráðinn og þar
til hann kemur til landsins.“
Ágreiningur um frjálsa
för launafólks eftir 1. maí
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ASÍ vill | 8
♦♦♦