Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 51
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
Laufey - sími 908 2200
Hvað viltu vita um einkamálin,
peningana og atvinnuna? Bein
miðlun og ráðgjöf. Opið frá
kl. 10-2 eftir miðnætti.
Laufey spámiðill.
Fatnaður
Selskinnspelsar
www.litlagraenland.is
Lyngás 14,
210 Garðabær.
Heilsa
Lífsorka. Frábærir hitabakstrar.
Góð gjöf. Gigtarfélag Íslands,
Betra líf, Kringlunni. Umboðsm.
Hellu, Sólveig, sími 863 7273
www.lifsorka.com.
Gegn streitu og kvíða
Einkatímar. Sjálfstyrking -
reykstopp - frelsi frá óvissu og
óöryggi.
Notuð er m.a. EFT (Emotional
Freedom Techniques) og
dáleiðsla (Hypnotherapy).
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur, sími 694 5494,
www.EFTiceland.com.
Heimilistæki
Ísskápur með frysti óskast.
Óska eftir að kaupa notaðan ís-
skáp í stærra lagi. Upplýsingar
Snorri í 897 9975.Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Menning
Eru hryðjuverk alvarleg ógn?
Elías Davíðsson varpar fram
áleitnum spurningum um herferð-
ina gegn hryðjuverkum. Borgar-
bókasafnið, Tryggvagötu, laugar-
daginn 25. mars kl 14:00. Allir vel-
komnir.
Námskeið
Upledger höfuðb. og spjald-
hryggjarmeðf. Kynningarnám-
skeið á Upledger höfuðbeina og
spjaldhryggjarmeðferð verður
haldið 22. apríl næstkomandi í
Reykjavík. Upplýsingar í síma 466
3090 eða á www.upledge
Eru stafrænu myndirnar þínar
í ólestri? Finnur þú ekki uppá-
halds myndirnar? Gætu þær glat-
ast? Námskeið þ. 1.4. 2006 um
geymslu og skráningu stafrænna
mynda, hugbúnað, gott verklag.
www.myndaskraning.net
Til sölu
Kanadísk sumarhús
úr furu, sedrus eða douglas furu,
grindarhús og bjálkahús.
Spónasalan ehf.,
Smiðjuvegi 40, gul gata,
s. 567 5550.
Gámasala
á ofnþurrkuðu mahóní.
Spónasalan ehf.,
Smiðjuvegi 40, gul gata,
s. 567 5550, islandia.is/sponn.
Bílamottur
Gabríel höggdeyfar, gormar,
vatnsdælur, vatnslásar,
kúplingssett, spindilkúlur, stýris-
endar, ökuljós, sætaáklæði, drif-
liðir, hlífar, skíðabogar og fleira.
G.S. varahlutir ehf.,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Viðskipti
Leitar þú að góðri og öruggri
tekjuleið? Áttu tölvu? Ertu í net-
sambandi? Af hverju þá ekki að
læra sjálfstæð netviðskipti? Frá-
bær leið til að margfalda tekjurn-
ar. Kynntu þér málið á
www.Hagnadur.com.
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja!
Er kominn móða eða raki milli
glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.,
s. 897 9809 og 587 5232.
Ýmislegt
Þægilegir herraskór úr mjúku
leðri með riflás. Litir: Grár, brúnn
og svartur, st: 40-47. Verð 6.785.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Stórglæsilegur, kemur í skálum
C, D, DD, E, F, FF, G á kr. 4.990.
Góður fyrir þungu brjóstin, með
lokaða skál í E, F, FF, G kr. 5.365.
Mjög góður minimizer í D, DD,
E, F, FF, G skálum kr. 3.890.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Pappírsskurðarhnífur, heftari og
gatari, allt rafmagns til sölu ódýrt.
Á sama stað óskast ljósritunar-
vél. Uppl. í síma 897 7798.
MARIE JO L'AVENTURE
Gott úrval af nærfatasettum.
Lífstykkjabúðin, Laugavegi 4,
sími 551 4473.
Kínaskór
Svartir flauelsskór, svartir satín-
skór, Allir litir í bómullarskóm.
Verð 1 par kr. 1290, 2 pör kr. 2000.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Einstaklega mjúkir og þægilegir
inniskór fyrir dömur. Margir fal-
legir litir. Stærðir: 36-42. Verð
1.850.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Army húfur aðeins kr. 1.690.
Langar hálsfestar frá kr. 990.
Síðir bolir kr. 1.990.
Mikið úrval af fermingarhár-
skrauti og hárspöngum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
50% afsláttur
Útsala á frábærum gjafavörum
Ljós og ilmur, Bíldshöfða 12.
www.Loi.is - s. 517 2440.
Bílar
Toyota Avensis STW nóv. '05,
ek. 6.000 km. Sjálfsk., filmur, ESP
stöðugleikak., spólvörn. Krókur
og sumardekk fylgja. Verð 2.390
þús. Brauðrist í kaupbæti ef um
semst! S. 691 1849.
Tilboð BMW 740i, árg. 1995, einn
með öllu á aðeins kr. 800 þús.
stgr. Uppl. í síma 567 4000. Vegna
mikillar sölu vantar okkur nýlega
bíla á skrá og á plan.
Til sölu Landcruser VX árg. 5/
2004. Silfurgrár, 8 manna, vel
með farinn, ek. 86.000 km. Leður-
klæddur, loftpúðar aftan, filmur
í rúðum, dráttarkúla, húddhlíf,
gluggahlífar. Uppl. í s. 453 7425.
Jeppar
Útsala - MMC Pajero 2800 dísel
árg. '96. 7 manna. Ek. 215 þ. km.
Nýleg 33" dekk. Sk. '07. Verð að-
eins 690.000 stgr. S. 893 5201.
Landrover Discovery TD5 II.
Mjög góður jeppi til sölu árg. '00.
Sk. '07, sjálfsk., ekinn 105 þ.,
smurbók, gott lakk, ný 31" dekk.
Fæst gegn yfirtöku á láni 2 millj-
ónir. S. 856 5170.
Kerrur
Til sölu notaðar lyftur á góðu
verði. JLG 1932 skæralyfta.
Vinnuhæð: 7,8 metrar. Árgerð
2001. Verð 790.000 + vsk.
Lyfta.is - S. 421 4037
Matarlitur
12 mismunandi litir.
Pipar og salt,
Klapparstíg 44,
sími 562 3614.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Páskaeggjamót
Verð 450 og 795
5 stærðir
Á DÖGUNUM voru veitt verðlaun
fyrir bestu ritgerðir í verkefninu
Unglingalýðræði í sveit og bæ í Nor-
ræna húsinu en það voru félagasam-
tökin Landsbyggðarvinir í Reykjavík
og nágrenni sem veittu verðlaunin.
Samtökin höfðu í samstarfi við
nokkra grunnskóla, aðallega í dreif-
býli, ýtt verkefninu úr vör, en það
varðar ungt fólk, 13 – 17 ára, heima-
byggð þess og lýðræði.
Í ritgerðarverkefninu var ungling-
unum ætlað að gaumgæfa málefni
heimabyggðar sinnar, velta fyrir sér
framtíðarmöguleikum hennar og
gera sér grein fyrir hvað þeir gætu
lagt af mörkum í því efni.
Hlutverk dómnefndar var að meta
ritgerðirnar með áherslu á góðar
hugmyndir höfundanna til bóta fyrir
byggðina og hvernig framlag þeirra
getur skipt máli við að framkvæma
þær.
Í dómnefnd sátu Bjarni Þorsteins-
son, aðalritstjóri hjá Eddu útgáfu,
Sverrir Gestsson, skólastjóri í Fella-
skóla, Fellabæ, og Eygló Bjarnar-
dóttir, lífeindafræðingur og félagi í
Landsbyggðarvinum í Reykjavík og
nágrenni.
Veitt voru þrenn verðlaun.
Fyrstu verðlaun hlaut Una Áslaug
Sverrisdóttir í 8. bekk Grunnskóla
Vesturbyggðar, Bíldudalsskóla, fyrir
ritgerð sína, sem ber titilinn Heima-
byggðin mín.
Önnur verðlaun hlaut Maggý Hjör-
dís Keransdóttir í 8. bekk Grunnskóla
Vesturbyggðar, Patreksskóla, fyrir
ritgerð sína Sveitin mín – Stuðlum að
betri byggð.
Þriðju verðlaun hlaut Pálmi Snær
Skjaldarson, nemandi í 8. bekk
Grunnskóla Vesturbyggðar, Patreks-
skóla, fyrir ritgerð sína Heimabyggð-
in mín.
Í síðari hluta verkefnisins Ung-
lingalýðræði í sveit og bæ gefst ung-
lingunum tækifæri til að koma fram
með hugmyndir sínar í öðrum bún-
ingi en skrifuðu máli og fylgja þeim
eftir á sínum forsendum.
Síðari hlutanum þarf að skila inn til
verkefnisstjórans fyrir 24. apríl nk.
Borgin og landsbyggðin í samstarfsverkefni
Unglingar fjalla um framtíð
heimabyggðar sinnar
Frá verðlaunaafhendingunni, talið frá hægri: Fríða Vala Ásbjörnsdóttir,
verkefnisstjóri og formaður Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni,
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, verndari verkefnisins og ungfrú heimur
2005, Pálmi Snær Skjaldarson, nemandi í 8. bekk Patreksskóla, (3. verð-
laun), Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, Una Áslaug Sverr-
isdóttir, nemandi í 8. bekk Bíldudalsskóla (1. verðlaun), Guðmundur Guð-
laugsson, sveitarstjóri Vesturbyggðar, og Maggý Hjördís Keransdóttir,
nemandi í 8. bekk Patreksskóla (2. verðlaun).
FRÉTTIR