Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 4

Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 4
4 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 3. apríl 2006 kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 3. mars 2006 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is Ársfundur 2006 E N N E M M / S ÍA / N M 20 56 4 MIKIÐ hik er á vorinu þetta árið og far- fuglar sem venjulega eru að streyma í heimahagana um þetta leyti láta bíða eftir sér. Þessar álftir eru þó komnar norður í Vatnsdalinn þrátt fyrir kulda og klaka en ekki var fjöldanum fyrir að fara. Skógarþrestirnir sem undanfarin ár hafa hafið upp söng sinn þann 31. mars steinþegja og láta lítið fyrir sér fara enda lítil ástæða til annars. Grá- gæsirnar sem venjulega fara að koma norður í Húnaþing í lok mars sjást hvergi og hettumávurinn sem sumir rugla saman við kríu er hvergi sjáan- legur. Það er svo sannarlega hik á vor- inu og er jafnvel að heyra á marg- reyndum mönnum, hoknum af veðurbiti, að þessi vetrartíð muni vara fram yfir páska – ganga sumir svo langt að segja að þarna hafi okkur hefnst fyrir hina góðu tíð fyrri hluta mars. En eitt er víst að öll él birtir upp um síðir og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Álftirnar kvaka í kulda og klaka BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar hefur kært úrskurð Skipulagsstofn- unar frá því í febrúar um mat á um- hverfisáhrifum varðandi Vestfjarða- veg nr. 60, Bjarkalundur – Eyri í Reykhólahreppi. Skipulagsstofnun féllst á framkvæmd svokallaðrar leið- ar B með skilyrðum en lagðist gegn þeim hluta framkvæmdarinnar sem fól í sér að Djúpifjörður og Gufufjörð- ur yrðu þveraðir. Til þess að þvera þá þyrfti að fara í gegnum Teigsskóg, en hann er á Náttúruminjaskrá. Annar möguleiki sem helst er í umræðunni, leið D, felur í sér endurbætur á leið sem liggur meðal annars yfir Hjalla- háls og Ódrjúgsháls. „Við viljum styttri, einfaldari, þægilegri, snjólausari, beinni og betri veg,“ segir Geir Gestsson, bæjar- stjórnarmaður í Vesturbyggð. Hann segir að vissulega hafi bæjarstjórnin áhyggjur af raski á náttúrunni sem óhjákvæmilega yrði ef leið B væri farin, en að ekki sé hægt að sætta sig við að íbúarnir séu settir í annað sæt- ið. Þá bendir hann á að Skipulags- stofnun hafi fengið þær hugmyndir frá Vegagerðinni að aðeins ein leið væri fær í gegnum skóginn. „Við erum búin að margbenda á að hægt er að fara margar leiðir, fyrir ofan hann og neðan hann og mismun- andi leiðir í gegnum hann og síðan eru til margar leiðir við að leggja veg. Það þarf ekki endilega að eyðileggja skóg sem nemur öllu helgunarsvæði vegarins,“ segir Geir. „Það þarf ekki að gera þetta eins stórkostlega flókið og Vegagerðin lagði til í sinni umsögn til Skipulagsstofnunar. Hún var skrítin því Vegagerðin mælti á end- anum með því að fara eftir lausn B.“ Mikil slysahætta á fjallvegum Geir segir enga Íslendinga fá að kynnast fjallvegum eins svakalega og Vestfirðingar. „Okkur finnst til há- borinnar skammar að þegar við eig- um möguleika á að taka tvo fjallvegi í burtu, þá sé sagt nei vegna nokkurra hríslna,“ segir hann. „Á sama tíma erum við að berjast fyrir að koma Látrabjargi á kortið varðandi meiri vernd, erum að græða upp allt í kringum okkur og fleira en svo er lát- ið bitna á okkur að við viljum láta fara í gegnum smá kjarrlendi.“ Geir segir leið D ekki ásættanlega þrátt fyrir að endurbætur yrðu að veruleika. „Þetta er og verður fjall- vegur. Sjálfur hef ég tvisvar sinnum farið út af á þessum vegi,“ segir hann og nefnir að vegrið hafi vantað á fjall- vegum á Vestfjörðunum. „Við höfum mestar áhyggjur af slysahættunni en líka vegalengdinni. Þetta yrði 22 kílómetra bein stytting en ígildi 60 kílómetra styttingar með því að færa fjallveg á láglendi.“ Geir kveðst bjartsýnn á framhaldið þar sem hin lausnin sé alls ekki nógu góð. Kæran var póstlögð þann 30. mars og ráðherra hefur átta vikur til þess að úrskurða í málinu. „Það eru samt fordæmi fyrir að það hafi tekið fimm til sex mánuði,“ segir Geir. „Við erum búnir að bíða eftir góðum vegum í þúsund ár og verðum bara að hinkra aðeins leng- ur.“ Skiptar skoðanir um Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Eyrar Vesturbyggð hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi sínum hækkað bætur sem héraðsdómur dæmdi fyrrverandi starfsmanni Varnarliðsins sem höfðaði mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli um að svipta hann aðgangsheimild að varnar- svæðunum til bráðabirgða í nóv- ember 2002 vegna tollalaga- brota. Fólust þau í því að hann keypti heimildarlaust dekk og pantaði varahluti fyrir bíl sinn inni á varnarsvæðunum. Starfsmaðurinn vann málið í héraði og fékk eina milljón króna í bætur vegna vinnumissis en Hæstiréttur dæmdi honum 2,5 milljónir króna. Taldi dómurinn að sýslumaður hefði réttilega mátt svipta starfsmanninn að- gangsheimildinni. En með vísan til þeirra brýnu hagsmuna mannsins sem tengdust að- gangsheimildinni á svæðinu, en hann komst ekki til vinnu sinnar án hennar, var sá dráttur sem varð á að fella bráðabirgðasvipt- inguna úr gildi talinn ólögmætur að mati Hæstaréttar. Var ekki sýnt fram á að efnisleg skilyrði hefðu verið til að svipta hefði mátt manninn varanlega heimild sinni eins og loks var gert 1. apr- íl 2003. Taldi Hæstiréttur að rík- ið bæri ábyrgð á því tjóni sem af þessu leiddi. Manninum voru dæmdar bætur vegna launamiss- is fram til loka aprílmánaðar 2003 er ráðningarsamningur hans rann út, en ekki vegna ætl- aðs fjártjóns hans eftir 1. maí sem hann reisti á því að hafa ekki fengið vinnu annars staðar. Kröfu hans um miskabætur var þá hafnað. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. flutti málið fyrir stefnanda og Einar Karl Hallvarðsson fyrir stefnda, ríkið. Dæmdar bætur vegna ólögmæts dráttar sýslumanns SAMNINGUR Vélstjórafélags Ís- lands og Landssambands íslenskra útvegsmanna sem gerður var um seinustu áramót og talið var að hefði verið felldur í atkvæðagreiðslu telst nú hafa verið samþykktur, þrátt fyr- ir að meirihluti félagsmanna Vél- stjórafélagsins, sem tóku þátt í at- kvæðagreiðslu, hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Gerð er grein fyrir gangi þessa máls í fréttafrásögn á vefsíðu Véla- stjórafélagsins. Í ljós kom þegar at- kvæði um samninginn voru talin 20. febrúar sl. að alls greiddi 301 fé- lagsmaður atkvæði um hann eða 45% félagsmanna. 148 sögðu nei, 146 sögðu já, auðir seðlar voru 2 og ógildir 5. Var það þá sameiginlegur skilningur VSFÍ og LÍÚ að samning- urinn hefði verið felldur. Samningaviðræður voru teknar upp að nýju en höfðu ekki skilað ár- angri þegar nýjar upplýsingar komu fram. 23. mars s.l. hafði Ragnar Árnason hjá Samtökum atvinnulífs- ins samband við Helga Laxdal, for- mann Vélstjórafélagsins, og benti honum á að sennilega teldist samn- ingurinn samþykktur vegna þess að ógild og auð atkvæði teldust með í fjölda greiddra atkvæða. Samkvæmt lögum þurfi meiri- hluta greiddra atkvæða til að fella samninga og því hefði 151 þurft að greiða atkvæði gegn umræddum samningi til að fella hann. Er það nú niðurstaðan og sameiginlegur skiln- ingur samningsaðilanna að samn- ingurinn hafi því í raun verið sam- þykktur. Samningur sem tal- inn var fallinn telst nú samþykktur HÓPSLAGSMÁL brutust út á dans- leik vélsleðamanna í félagsheim- ilinu á Iðuvöllum á Héraði á laug- ardagskvöldið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var einn maður færður undir lækn- ishendur, en hann var ekki talinn alvarlega meiddur. Enginn var settur í fangageymslu og að sögn lögreglu gekk greiðlega að stöðva slagsmálin með aðstoðar dyravarða á staðnum. Mikil ölvun og órói var í mönnum að sögn lögreglu. Á þriðja hundrað manns sótti dansleikinn. Vélsleðamenn slógust á balli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.