Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 16

Morgunblaðið - 03.04.2006, Page 16
Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Daglegtlíf apríl Ég hleyp í vinnuna tvo dagaí viku og er ekki nemaklukkutíma á leiðinni,“segir Eyrún Baldvins- dóttir hjúkrunarfræðingur sem starfar við áhættumat persónu- trygginga hjá Sjóvá. Hún býr í Graf- arvogi og vegalengdin þaðan í vinn- una mælist tíu kílómetrar. „Ég er í fullri vinnu og með fjölskyldu þannig að ég verð að skipuleggja tíma minn vel til að koma öllum hlaupaæfing- unum fyrir,“ segir Eyrún sem æfir langhlaup með skokkhópi Fjölnis í Grafarvogi undir vaskri stjórn Erlu Gunnarsdóttur. Eyrún æfir hlaup sex daga vikunnar og þegar hún kemur hlaupandi í vinnuna þá skellir hún sér í sturtu og skiptir um föt í kjallara Sjóvár þar sem er líkams- ræktarsalur og sturtuaðstaða. Gaman að hlaupa í nýjum borgum Eyrún ætlar að hlaupa maraþon í London núna í lok apríl ásamt þrjá- tíu og fjórum öðrum Íslendingum og þar af eru fjórtán úr skokkhópnum hennar í Grafarvogi. „Að hlaupa maraþon er í mínum huga ekki spurning um að koma í mark á einhverjum svakalega góð- um tíma, ég geri þetta fyrst og fremst fyrir ánægjuna og til að vera með. Ég kom í mark á fjórum og hálfum tíma í maraþoni sem ég hljóp í New York fyrir tveimur árum, sem er rétt yfir meðallagi og vissulega væri gaman að bæta það, en það er ekki aðalatriðið.“ Eyrún segist ætla að safna borgum sem hún hleypur í. „Það er rosalega gaman að hlaupa á ókunnum slóðum. Ég hef hlaupið hálft maraþon í Prag og stefni á að taka þátt í fleiri borgum í framtíð- inni.“ Eyrún stundaði enga líkamsrækt áður en hún fór að hlaupa svona vasklega fyrir fimm árum en hún segist ævinlega hafa hjólað mikið fram að því. „Það sem mér finnst best við að hlaupa er almenn vellíð- an og svo eykst þolið auðvitað til muna. Félagsskapurinn í hópnum mínum er mjög góður og það skiptir miklu máli. Þetta eru mínir bestu fé- lagar.“ Eyrún játar að hún sé að vissu leyti orðinn hlaupafíkill. „Ef ég kemst ekki út að hlaupa þá verð ég alveg friðlaus, líkaminn kallar á hlaupin. Þetta er minn lífsstíll og ég kann vel við hann.“ Hvannadalshnjúkur framundan Eyrún lætur ekki duga að hlaupa með hópnum sínum innanbæjar, þau hafa líka verið að hlaupa utanvegar. „Við hlupum bæði Fimmvörðuháls og Laugaveginn í fyrra og svo ætla ég að ganga á Hvannadalshnjúk með samstarfsfólki mínu í Sjóvá núna í maí. Það er hluti af átaki sem er í gangi hjá starfsmönnum okkar og heitir Heilbrigt Sjóvá.“ Mikil brennsla fylgir óneitanlega miklum hlaupum og Eyrún segir það hafa verið bónus að grennast við það að byrja markvisst að stunda hlaup. „Ég var orðin nokkuð þung og mátti alveg missa nokkur kíló, en maður má passa sig að verða ekki of grannur, það gerðist einmitt hjá mér, en svo var eins og líkaminn næði jafnvægi. Ég þarf að passa að borða vel af kolvetnum, sem allir virðast vilja forðast í dag.“  HREYFING | Eyrún Baldvinsdóttir æfir langhlaup og skokkar í vinnuna Líkaminn kall- ar á hlaupin Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Eyrún (t.h.) hljóp maraþon í New York ásamt Valgerði vinkonu sinni og þær fengu verðlaunapening því til sönnunar. Eyrún, nýkomin að vinnustaðnum eftir klukku- tíma hlaup að heiman. Öll erum við einstök, meðmismunandi þarfir oglanganir og langflest fáumvið tækifæri til að njóta þess að vera í samfélagi við vini og ættingja. En hvað verður til þess að sumum vegnar vel og aðrir sitja eft- ir? Það eru margar ástæður. Ein er eflaust sú að einstaklingar hafa mis- munandi sýn á lífið eða þor að takast á við það. Þeir sem eru bjartsýnir og raunsæir að eðlisfari eiga auðveld- ara með að setja sér raunhæf mark- mið. Þeir hafa trú á eigin styrk, eru meðvitaðir um eigin tilfinningar, þora að taka ákvarðanir og hafa hug- rekki til að standa með sjálfum sér. Þeir spyrja spurninga ef eitthvað er óljóst og þeir horfa á mistök sem til- raun, nýta þau til framþróunar eða að sjá í þeim nýtt tækifæri. Þeir eru meðvitaðir um eigin framkomu, hafa útgeislun, leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við sína nánustu, treysta öðrum og njóta þess að deila velgengni sinni. Oftar en ekki geta þeir sett sig í spor annarra,og síðast en ekki síst virðast þeir eiga auðvelt með að biðjast fyrirgefningar ef þeir gera á hlut annarra. Sjá ógn í hverju horni En svo eru það hinir sem virðast ávallt geta gert allt að engu. Þeir sjá oftar ógn í hverju horni, æða áfram án þess að spyrja, kenna öðrum um og eru oft ásakandi í garð þeirra sem næst þeim standa. Dómharka þeirra, yfirgangur og niðrandi orða- val gerir það að verkum að þeir ein- angrast. Þeir hafa sín markmið, en þau eru ómarkviss og loðin og þeir eiga erfitt með að biðja um aðstoð fyrr en allt er komið í þrot. Þessir einstaklingar sjá oft mistök sín sem eitthvað óyfirstíganlegt, þrjóskast við að viðurkenna vanmátt sinn, þora illa að takast á við mótbyr, draga sig í hlé, fyllast jafnvel öfund út í þann sem hefur það betra eða flýja á náðir Bakkusar. Það er erfitt að horfast í augu við vanda og það tilfinningarót sem því fylgir. Vítahringur magnast Stöðugur efi og hik geta síðan breyst í kvíða, áfengissýki eða jafn- vel þunglyndi. Ef svo er komið þarf einstaklingurinn að horfast í augu við að það er hægt að gera breyt- ingu. Jákvæðni er valkostur. Ein- staklingurinn þarf að skoða hvaða breytingu hann vill sjá hjá sjálfum sér, hvernig líðan hans er þegar vandi er ekki til staðar og hvað hann græðir á því að gera breytingarnar. Oftast þarf að fá aðstoð frá fag- aðilum til að vinna úr tilfinningum sínum, skoða samsetningu vandans og setja sér raunhæf markmið. Mik- ilvægt er samt að muna að ávallt er árangursríkast að gera breytingar ef einstaklingurinn er í góðum tengslum við sína nánustu og þorir að heyra hvaða áhrif hegðun hans hefur haft á nánasta umhverfi. Með því að þora að horfast í augu við raunveruleikann og gera þær breyt- ingar sem þarf verður einstakling- urinn hæfur til að uppskera þann munað að lifa skemmtilegu og inni- haldsríku lífi.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Jákvæðni er valkostur Morgunblaðið/Ómar Þeir sem eru bjartsýnir eru meðvitaðir um eigin framkomu, hafa útgeislun, leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við sína nánustu, treysta öðrum og njóta þess að deila velgengni sinni. Fjöldi fólks glatar hlut sín- um í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam aldrei staðar til að njóta hennar. William Feather. Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur/verkefna- stjóri Þjóðar gegn þunglyndi, Landlæknisembættinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.