Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 17

Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 17 DAGLEGT LÍF Í APRÍL „ÉG ÁTTAÐI mig á því að þörfin fyrir sundboli af þessari gerð var mjög mikil,“ segir Kristín Ein- arsdóttir, eigandi verslunarinnar Sigurbogans sem selur m.a. sund- boli fyrir konur sem misst hafa ann- að brjóstið eða bæði. „Í merkinu sem ég hafði verið með frá árinu 2000 var mjög takmarkað úrval og þess vegna ákvað ég árið 2003 að byrja með þessa línu.“ Í línunni sem hún vísar til er hægt að fá sundboli fyrir konur af öllum stærðum og gerðum og konur sem af ein- hverjum ástæðum hafa misst annað brjóstið eða bæði geta fengið sund- bol við sitt hæfi hjá Kristínu. „Það vantaði sundboli sem eru meira for- mandi, veita aðhald. Flotta boli fyrir konur sem þurfa stærri númer og stærri skálar.“ Kristín hóf leitina að merki sem hentaði þessum konum og fann það hjá Anita. „Anita er þýskt merki og er mjög frægt fyrir undirfatnað og í því er líka framleitt ýmislegt fyrir konur sem hafa misst brjóst.“ Lykilorðið er „grennandi“ Kristín segir að konur sjái fleira jákvætt við að geta fengið boli hjá henni. „Konum finnst gott að geta komið inn í svona venjulega búð til að versla. Að þurfa ekki að fara inn í sérverslanir til að kaupa sér svona fatnað.“ Að þessu sögðu grípur Kristín einn sundbolinn og sýnir blaðamanni. „Hér eru vasar í skál- unum sem hægt er að setja gel- brjóst inn í.“ Annan bol grípur hún líka og heldur áfram. „Þessi er sér- styrktur, hann er tvöfaldur og form- ar líkamann, veitir mikið aðhald.“ Hún bendir jafnframt á að bolirnir séu ekki mjög hátt skornir. Hægt er að fá sundboli upp í stærðir 50–52. „Þennan verð ég að sýna þér,“ segir Kristín og er komin með enn eina gerðina. „Hann er númer 48 og er sérstyrktur, allur tvöfaldur, kall- aður „súperformed“. Hann er með sérsauma niður eftir maganum til að búa til mitti og forma líkamann. Þannig að hann lætur konurnar líta út fyrir að vera þremur kílóum létt- ari en þær eru. Viljum við ekki allar vera grannar?“ segir Kristín hlæj- andi og bætir við: „Lykilorðið er „grennandi“.“ Kristín hefur verið í viðræðum við Tryggingastofnun um að konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein fái styrk til að kaupa sundboli af þess- ari gerð, svipað og er með hárkollu- kaup og hefur fengið jákvæðan úr- skurð. „Fyrir um tveimur árum fór Tryggingastofnun að taka þátt í kaupum á sundbol. Nú er nægj- anlegt fyrir konu að koma með úr- skurð frá TR í verslunina og festa kaup á sundbol. Verslunin inn- heimtir síðan kostnaðinn hjá Trygg- ingastofnun.“  TÍSKA | Sundbolir fyrir allar konur Morgunblaðið/Ásdís Sundbolir og tvískipt sundföt fyrir konur af öllum stærðum og gerðum. Annað brjóstið eða hvorugt „Nú er nægjanlegt fyrir konu að koma með úrskurð frá TR í versl- unina og festa kaup á sundbol. Verslunin innheimtir síðan kostn- aðinn hjá Tryggingastofnun,“ segir Kristín Einarsdóttir, eigandi Sig- urbogans á Laugavegi. sia@mbl.is NÝ RANNSÓKN bendir til þess að langvarandi notkun á maríjúana leiði til heilaskemmda, þ.e. neyt- endurnir eigi erfiðara með að læra eitthvað nýtt og muna nýjar upp- lýsingar. Þetta kemur fram á vefn- um forskning.no. Rannsóknin var gerð við há- skólasjúkrahúsið í Patras í Grikk- landi og voru bornir saman hópar stórreykingamanna maríjúana og fólks sem ekki hafði reykt marí- júana reglulega heldur af og til. Í ljós kom að því lengur sem fólk hafði notað efnið, því meiri voru neikvæð áhrif á hugsanagetu. Þátttakendur í rannsókninni voru á aldrinum 17–49 ára. Í fyrsta hópnum voru tuttugu manns sem höfðu reykt a.m.k. fjórar jónur á viku í tíu ár eða meira. Í öðrum hópnum voru tuttugu manns sem höfðu reykt jafnmikið á viku en ekki lengur en tíu ár. Í þriðja hópnum voru 24 sem höfðu prófað maríjúana en ekki reykt meira en 20 jónur alls. Enginn þátttakenda hafði notað önnur fíkniefni síðast- liðin tvö ár eða í meira en þrjá mánuði nokkurn tíma á lífsleiðinni. Enginn hafði heldur reykt maríj- úana 24 klukkustundir áður en rannsóknin fór fram. Þátttakendurnir gengust undir ýmis próf til að athuga minni og hugsun. Í ljós kom að geta fyrr- nefndu hópanna tveggja var minni en þeirra sem reyktu ekki maríj- úana reglulega. Verst stóðu lang- tímanotendurnir sig. Í einu prófi áttu þeir að leggja lista með 15 orðum á minnið og gátu að með- altali munað sjö orð. Þeir sem ekki reyktu mundu hins vegar að með- altali tólf orð. Maríjúana leiðir til heilaskemmda  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.