Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 34

Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 34
34 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 MARTIN LAWRENCE www.xy.is Date Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Tristan & Isolde kl. 5.45 og 10 B.i. 14 ára Big Momma´s House 2 kl. 8 Date Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Date Movie í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára The Producers kl. 8 og 10.45 Big Momma´s House 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 Yours Mine and Ours kl. 4 og 6 Pink Panther kl. 3.45, 5.50 og 10.10 Kvikmyndir.com eeee VIV - Topp5.is N ý t t í b í ó Þér mun standa af hlátri! um ástina, róman- tíkina og annan eins viðbjóð! eeeDóri DNA 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga frá öllum handritshöfundum„scary movie“2 af 6 Frá Grínsnillingnum Mel Brooks!! Bleiki demanturinn er horfinn og heimsins frægastarannsóknarlögregla gerir allt til þess að klúðra málinu… BeyoncéKnowles steve Martin Kevin Kline Jean reno HLJÓMSVEITIN Leaves heldur tónleika á skemmtistaðnum Gauki á stöng í kvöld og ætti að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir aðdáendur sveit- arinnar en meðlimir hennar hafa lítið gert af því að stíga á svið en þess í stað haldið sig við að semja ný lög að undanförnu. Á síðasta ári gaf sveitin út plötuna The Angela Test undir merkjum útgáfurisans Island Records og í kjölfarið spilaði Leaves um gjörvallar Bret- landseyjar og hituðu m.a. upp fyrir hljómsveitina Supergrass. Auk þess spilaði sveitin á tónlist- arhátíðunum T in the park og V-festival. Árið 2002 hafði Leaves þá gefið út plötuna Breathe hjá dótt- urfyrirtæki Dreamworks. Á haustmánuðum urðu breytingar á Leaves þeg- ar gítarleikarinn Arnar Ólafsson hætti í hljóm- sveitinni og við það urðu áherslubreytingar á tón- list Leaves sem áhorfendur munu vafalaust heyra á Gauknum í kvöld, en þar mun hljómsveitin spila nokkur vel valin brot af nýju efni í bland við eldri lög af fyrri skífum. Með þeim leika jafnframt hljómsveitin Lokbrá og Bob Justman og kostar aðeins 500 krónur inn. Tónlist | Tónleikar með Leaves á Gauk á stöng í kvöld – nýtt efni frumflutt í bland við eldri slagara Áherslubreyt- ingar með færri mönnum Hljómsveitin Leaves hefur ekki spilað mikið á tónleikum að undanförnu en kemur fram í kvöld ásamt Lokbrá og Bob Justman. ÞEIR voru gjörólíkir áhorf- endahóparnir sem fylgdust annars vegar með úrslitum Músíktilrauna í Tónabæ og hins vegar tónleikum ungstirnisins Katie Melua í Laug- ardalshöll á föstudagskvöldið. Því á meðan æska landsins fylgist spennt með tónlistargerjun ís- lensku grasrótarinnar, var jepp- astóði landsins þéttraðað í kring- um höllina og inni fyrir sat prúðbúið fólk á þrítugsaldri og yf- ir og hlýddi á Kötu – flestir búnir að tryggja sér miðana með góðum fyrirvara, a.m.k. ef horft er til þess hve snemma var orðið upp- selt. Og Katie Melua náði vel til áhorfenda Laugardalshallar þetta kvöld. Hún spjallaði við salinn á látlausan og einlægan hátt, kynnti lagaval sitt með sögum af sér og tónlistinni, náði áhorfendum með sér í samsöng og renndi fumlaust í gegnum lagalistann með þéttri hljómsveit sem var augljóslega vel æfð og með á nótunum. Hið djassaða Shy Boy gaf tón- inn fyrir látlausa tónleika sem fylgt var eftir við góðar und- irtektir með smellinum 9 Million Bicycles. Í kjölfarið kom blúslag þeirra Arlene og Mercer, Blues in the Night og svo hvert lagið á fætur öðru – blús, djass, rokk og ballöður ofnar saman í úthugsaðan lagalista, sem gaf skýrt til kynna að Melua vill ekki láta njörva sig niður tónlistarlega, þó aðdáendur hennar væru e.t.v. margir hverjir vel sáttir yrðu hugljúfar ballöður það eina sem stúlkan sendi frá sér. Ballöður henta líka mjúkri og allt að því flauelskenndri rödd Melua einkar vel, hún naut sín t.d. vel í hinu gullfallega Piece by Piece, sem og djassskotnum lög- um á borð við Halfway up the Hindu Kush, verulega skemmti- legri útgáfu tíunda áratugar smells Babylon Zoo – Spaceman – sem og John Mayall blúslaginu Crawling up a Hill og rokkuðu til- brigði við þá klassísku vögguvísu Mockingbird. Bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds var líka skemmtilegt áheyrnar, þó viðlagið virkaði ekki alveg og Stones slagarinn 19th Nervous Breakdown var kolrangt lag fyrir Melua, sem upp til hópa tókst annars – svo Idol frasinn sé notaður – vel upp með að gera „cover“-lögin að sínum. Að byggja lagalista hins vegar næstum til helminga á þekktum lögum annarra listamanna er hins vegar nokkuð sem ég set stórt spurningarmerki við. Jafnvel þó þau lög séu valin úr fjölbreytilegri tónlistarflóru og sýni vel hversu breitt tónlistarsvið söngkonan vill ná yfir. Slíkt lagaval má e.t.v. skrifast á ungan aldur Melua, hún er jú ekki nema 21 árs gömul, eða „formúlu- útreikninga“ markaðsaflanna. Því lítill vafi leikur á að Melua er hæfileikarík söngkona sem vill láta meta sig á veigameiri for- sendum en sem snoppufrítt andlit með laglega rödd. Það sýnir sviðs- framkoma hennar og textagerð – þó hún sé á köflum barnaleg – sem og val „cover“-laga. Og sé það háa hlutfall sem „cover“ lögin áttu á lagalistanum afskrifað sem barnabrek má teljast nokkuð öruggt að setu Katie Melua á vestrænum vinsældalistum er langt í frá lokið. Stúlkan með flauelsröddina Morgunblaðið/ÞÖK Með mjúkri röddu og gítar í hendi heillaði Katie Melua áhorfendur Laugardalshallar sl. föstudagskvöld. TÓNLIST Laugardalshöll Föstudagskvöldið 31. mars 2005. Ragnheiður Gröndal hitaði upp. Katie Melua Anna Sigríður Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.