Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flytur erindi í Háskóla Íslands Mánudaginn 10. apríl kl. 12.15 í Hátíðasal, Aðalbyggingu H.Í. Að loknu erindi svarar forsætisráðherra fyrirspurnum. Allir velkomnir. FRAMTÍÐARSTEFNA ÍSLENDINGA Í ÖRYGGIS- OG VARNARMÁLUM GRÓFARI LÍKAMSÁRÁSIR Vísbendingar eru um að líkams- árásir séu að verða grófari hér á landi og algengara að vopnum sé beitt. Jafnframt hefur borið á tilefn- islausum árásum á venjulegt fólk. Þetta kemur m.a. fram í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins í dag en þar segir að það sé samdóma álit lög- reglu og heilbrigðisstarfsfólks að lík- amsárásir séu að verða alvarlegri. Þá færist vopnaburður í aukana og beitt hefur verið vopnum á borð við sveðjur, felgulykla, kúbein og öxi. Gagnrýndi eigin flokk Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gagn- rýndi þingmenn og ráðherra flokks- ins fyrir að standa ekki við sam- þykktir landsfundar í málefnum aldraðra og taka ekki á þeim vanda hjúkrunarheimilanna sem upp er kominn. Skoraði hann á fjár- málaráðherra að takast á við vand- ann og leysa úr honum. Vígbúnaðarkapphlaup ólíklegt George Shultz, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í viðtali við Morgunblaðið að lítil hætta sé á öðru vígbúnaðarkapp- hlaupi, slíkir séu yfirburðir Banda- ríkjamanna. Rolling Stones í Kína Breska rokkhljómsveitin Rolling Stones hélt í gær sögulega tónleika í Shanghai á fyrsta tónleikaferðalagi sínu um Kína. Þarf sveitin að fella fimm „óviðeigandi“ lög úr lagasetti sínu að beiðni kínverskra yfirvalda. Reyna að stilla til friðar Írösk yfirvöld reyndu í gær að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir sjíta gegn súnnítum eftir að 79 féllu og 164 særðust í sprengjutilræði í sjíta-mosku í Bagdad í fyrradag. Gagnrýnir skert framlög Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, sakaði í gær vesturveldin um að beita þjóð sína fjárkúgun eftir að leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna ákváðu í fyrradag að skrúfa fyrir allar greiðslur til palest- ínsku heimastjórnarinnar. Vest- urveldin munu þó eftir sem áður styðja mannúðarstarf í Palestínu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Auðlesið 64 Fréttaskýring 8 Minningar 65/70 Ummæli 18 Myndasögur 72 Veiði 40 Dagbók 72/51 Forystugrein 44 Víkverji 72 Reykjavíkurbréf 44 Staður og stund 74 Sjónspegill 46 Leikhús 76 Menning 48/51 Bíó 82/85 Umræðan 52/58 Sjónvarp 86 Bréf 57 Staksteinar 87 Hugvekja 63 Veður 87 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍSLENDINGAR hljóta að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni fremur en Bandaríkjunum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í gær. Hún sagði að sú stefna hefði þegar verið mörkuð að Ísland eigi póli- tíska og efnahagslega samleið með Evrópu og varnar- og öryggismálin verði ekki slitin úr samhengi við slíka grundvallarhagsmuni. Ingi- björg ræddi vítt og breitt um efna- hags-, auðlinda- og varnarmál og stöðu Samfylkingarinnar í ræðu sinni. Ríkisstjórnin hefur að hennar sögn stungið höfðinu í sandinn í varnarmálum í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að Banda- ríkjamenn hafi verið á förum und- anfarin 13 ár. Þó væri engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta og segja upp varnarsamn- ingnum en að við yrðum að velta fyrir okkur þeim kostum sem séu í stöðunni. Liður í því væri að skoða gildi varnarsamningsins og íslensk stjórnvöld yrðu að hafa í huga að bandarísk stjórnvöld hafi lýst því yfir að þau eigi í stríði sem háð er á ýmsum víg- stöðvum. „Það reyndist þjóðinni dýr- keypt í Íraksmál- inu og það kann að hafa ákveðna hættu í för með sér fyrir okkur Ís- lendinga í framtíðinni,“ sagði Ingi- björg. Váboðar í efnahagsmálum Hún vék að efnahagsmálunum og varaði við váboðum sem tengj- ast miklum viðskiptahalla, miklum erlendum skuldum þjóðarbúsins og sterku gengi krónunnar. Framund- an væri ekki verðbólguskot heldur verðbólguskeið sem mundi hækka höfuðstól verðtryggðra skulda al- mennings og hækka vöruverð. Ingibjörg vék einnig að auðlinda- málum. Hún sagði heildstæða stefnumörkun vanta varðandi nýt- ingu og verndun auðlinda, sem væri eitt mikilvægasta mál sam- tíðar og framtíðarinnar. „Nýting- arréttur á auðlindum, sem er í eðli sínu ákveðin tegund eignaréttinda, hefur verið að færast til fyrirtækja og einstaklinga án þess að sann- gjarnar reglur hafi verið settar um hvernig staðið skuli að úthlutuninni og það endurgjald sem koma eigi fyrir nýtingarréttinn,“ sagði Ingi- björg. Samfylkingin ekki jaðarflokkur Ingibjörg ræddi einnig stöðu Samfylkingarinnar gagnvart öðrum flokkum. „Sjálfstæðisflokknum hef- ur mistekist hrapallega að tryggja öryggi þjóðarinnar, hvort heldur sem er hernaðarlega, efnahagslega eða félagslega. Hann hefur glatað sérstöðu sinni og sögulegri skír- skotun,“ sagði Ingibjörg og bætti við að Framsóknarflokkurinn hefði misst stöðu sína á miðjunni með stuðningi við Íraksstríðið, sölu á grunnneti Símans og því að ljá máls á hlutafélagavæðingu Ríkisút- varpsins. „Ríkisstjórnin á ekkert erindi lengur, hún hefur lokið sínu verki, hún er búin með innstæðuna,“ sagði Ingibjörg og bætti við að í þessu ljósi væri athyglisvert að rýna í ræður sjálfstæðismanna og ritstjórnarskrif Morgunblaðsins, þar sem Vinstri grænum væri hælt fyrir afdráttarlausa stefnu en Sam- fylkingunni hallmælt fyrir stefnu- leysi og hún eggjuð til að taka gamaldags vinstri pólitík upp á sína arma. Þetta væri skiljanlegt, því fyrir þessum aðilum vekti að Samfylkingin færði sig meira út á jaðar stjórnmálanna til að skapa meira rými fyrir ríkisstjórnarflokk- ana á miðjunni. „En Samfylkingin er ekki jað- arflokkur. Hún er stór flokkur sem flytur meginstrauma í stjórnmálum eins og jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hafa löngum gert,“ sagði Ingibjörg og bætti við að fólk hefði sameinast í Samfylkingunni vegna þess að það þráði að hafa bein áhrif á samfélagið og leita nýrra lausna á aðkallandi vandamálum. Að lokum sagði hún Samfylk- inguna setja markið hátt í komandi sveitarstjórnarkosningum og ætla sér góðan sigur í öllum stærstu sveitarfélögunum. Ingibjörg Sólrún á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar Íslendingar eiga öryggis- samfélag með Evrópu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „ÞETTA styrkir starf okkar alveg geysilega,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barna- hjálpar, en samtökin munu í framtíð- inni njóta góðs af svonefndu Góð- gerðarkorti sem Netbankinn gefur út í samvinnu við ABC og barnaland.is. Um er að ræða alþjóðleg debet- og kreditkort. Meginmarkmið með sam- starfinu og útgáfu kortanna er að virkja atvinnulífið til góðgerðarsam- starfs í þágu fátækra og umkomu- lausra barna. Samstarfið byggist á því að einstaklingar sem nota kortin stuðla að og tryggja fjárhagslega að- stoð til ABC barnahjálparinnar um leið og þeir njóta sérkjara og af- sláttar hjá samstarfsfyrirtækjum verkefnisins. Að sögn Netbankans er um að ræða nýjung í bankavið- skiptum. Útgáfa kortanna er byggð á hug- mynd Soffíu Sigurgeirsdóttur, mark- aðsstjóra Netbankans, sem sjálf styrkir barn í gegnum ABC að sögn Guðrúnar. Um leið og kortin eru góð- gerðarkort eru þau einnig lífs- stílskort og fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra fjölskyldna. Nú þegar hefur verið samið við ýmis fyrirtæki um samstarf vegna kortsins. Guðrún segir ABC hafa lagt áherslu á að öll framlög skili sér beint út. „En með vaxandi starfi er það svolítið erfitt. Við höfum fyrir hátt í sex þúsund börnum að sjá og þeim fylgja margir stuðningsaðilar svo við getum ekki lengur haldið starfinu úti alfarið í sjálfboðavinnu eins og fyrstu árin.“ Hún segir þessi framlög geta haft mikið að segja um bygginga- framkvæmdir samtakanna, en nú sé m.a. verið að byggja skóla í Úganda, þrjá skóla í Pakistan, kornabarnahús í Indlandi og svefnskála á Heimili litlu ljósanna. Góðverk í hvert sinn sem kortið er notað KÖFUNARDAGUR Sportkafara- félags Íslands fór fram í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Gestum gafst færi á að spreyta sig við köfun og fá leiðbeiningar hjá reyndum köfurum um hvernig eigi að bera sig að við þessa heillandi en vandasömu iðju. Eins og sjá má á myndinni fylgd- ust áhugakafarar vel með þegar hinir reyndari sögðu til. Köfunin fór þannig fram að gest- um var skipt í hópa og byrjað var á að fara yfir grundvallaratriðin áð- ur en haldið var út í djúpu laugina þar sem gerðar voru ýmsar æfingar og gestum leyft að synda um að vild. Dagurinn heppnaðist vel og þeg- ar um hádegið hafði talsverður fjöldi gesta mætt og reynt fyrir sér í lauginni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tekist á við undirdjúpin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.