Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 84
84 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ AKUREYRISAMBÍÓ KEFLAVÍK BYGGÐ Á ÓTRÚLEGUM SÖNNUM ATBURÐUM Ein magnaðasta kvikmyndaupplifun ársins. FRELSI AÐ EILÍFU ! eee - VJV topp5.is eee - SV mbl eeee - S.K. - DV eeee - S.U.S. - XFM 91,9 eeeee - V.J.V. - TOPP5.IS eeee - KVIKMYNDIR.IS eeee - A.B. Blaðið Sharon Stone er í banastuði eins og í fyrri myndinni. eeeee Dóri Dna / Dv Frá höfundi „Traffic“ Fyrir besta aukahlutverk karla George Clooney. Ógleymanlegar persónur í mynd sem er svo töff, skemmtileg og alveg drepfyndin. Pierce Brosnan hefur aldrei verið betri. Ice age 2 kl. 2 - 4 - 6 Date movie kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára Basic Instinct 2 kl. 10 B.i. 16 ára Pink Panther kl. 2 - 4 - 8 LASSIE kl. 6 WOLF CREEK kl. 8 - 10 bi 16 ára EIGHT BELOW kl. 5:45 - 8 BASIC INST. 2 kl. 10:15 bi 16 ára Basic Instinct 2 kl. 6 og 9 b.i. 16 ára V for Vendetta kl. 3 - 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára The Matador kl. 6 - 8 og 10 b.i. 16 ára Blóðbönd kl. 6 og 8 Syriana kl. 10 b.i. 16 ára Lassie kl. 3 og 6 Chicken Little - íslenskt tal kl. 3 Bambi 2 - íslenskt tal kl. 3 Oliver Twist kl. 3 b.i. 12 ára 3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR HÁDEGISBÍÓ eee L.I.B Topp5.is GAMANMYND Mel Brooks frá árinu 1968 um Broadway-framleiðandann Max Bialystock og auðtrúa samstarfsmann hans Leo Bloom er löngu orðin sígild. Myndinni má lýsa sem nokk- urs konar óði til smekkleysunnar, en hún fjallar um útbrunninn framleiðanda Broadway- söngleikja sem ákveður að stíga skrefið til fulls eftir að hvert framleiðslustykki hans á fætur öðru floppar svo um munar: Hann ákveður að setja á svið versta söngleik allra tíma. Bialy- stock ræðst í þetta verkefni eftir að endurskoð- andi hans, Leopold Bloom, bendir honum á að með bókhaldskúnstum sé hægt að græða stórfé á því að setja upp söngleik sem örugglega verð- ur flopp. Max fær Leo með sér í áætlunina, og grafa þeir upp leikrit eftir hálf-sturlaðan nas- ista sem nefnist Vorkoma hjá Hitler og hefjast handa við að setja það á svið með tilþrifum. Þeir reka sig hins vegar illilega á þá staðreynd að ákaflega fín lína er á milli smekkleysu og vinsælda og gengur ráðabrugg þeirra því ekki upp sem skyldi. Þetta bráðfyndna verk Mel Brooks, sem er í raun kvikmyndaður söng- leikur um uppsetningu söngleiks, hefur nú far- ið nokkurs konar hring, en fyrir nokkrum árum var settur upp söngleikur á Broadway byggður á bíómyndinni. Hann sló svo rækilega í gegn að nú hefur verið gerð kvikmynd eftir söng- leiknum sem byggður var á upprunalegu bíó- myndinni. Nýja kvikmyndin skartar mörgum af upprunalegu leikurunum úr Brodway- uppfærslunni, m.a. þeim Nathan Lane og Matthew Broderick í hlutverkum Max og Leos, en Susan Stroman leikstýrir hvoru tveggja. Kvikmyndin sem hér um ræðir er ekki al- slæm þó svo að hún verði að teljast hjóm eitt í samanburði við upprunalegu kvikmynd Mel Brooks. Fjölmargt úr hinu skemmtilega verki Brooks nýtur sín í nýju kvikmyndinni, þeir Nathan Lane og Matthew Broderick eiga ágætis samleik, og á köflum nær gamanleik- urinn miklum hæðum, ekki síst þegar Will Fer- rell spreytir sig í hlutverki leikskáldsins Franz Liebkind og þegar þeir Gary Beach og Rober Bart koma til sögunnar í hlutverkum leikstjór- ans Roger De Bris og aðstoðarmanns hans Carmen Chia. Þessir leikarar hafa tilfinningu fyrir því glaðbeitta og ýkjukennda háði sem upprunalega myndin býr yfir, þar sem vaðið er yfir öll leyfileg mörk hvað skopstælingar varð- ar, en þó á góðlátlegan hátt þegar öllu er á botninn hvolft. Sama verður ekki sagt um frammistöðu Umu Thurman í hlutverki sænsku kynbombunnar Ullu, en í myndinni verður persónan fyrst og fremst hlægileg á niðurlægjandi forsendum. Þá skortir á heildina litið nokkuð á að söngleikurinn sé lagaður nægilega vel að kvikmyndaforminu, og eru dans- og söngatriðin fyrir vikið ákaflega mis- jöfn – þau spanna allt frá því að vera bráð- skemmtileg til þess að vera stirðbusaleg og þar með fremur langdregin. En þrátt fyrir van- kanta er þessi nýja útgáfa af Framleiðendum uppfull af skemmtilegum atriðum, enda af nógu að taka þar sem upprunalega verkið er annars vegar. Hitler á Broadway KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Susan Stroman. Handrit: Mel Brooks og Thomas Meehan. Aðalhlutverk: Nathan Lane, Matt- hew Broderick, Uma Thurman, Will Ferell, Roger Bart og Gary Beach. Bandaríkin, 129 mín. Framleiðendurnir (The Producers)  Heiða Jóhannsdóttir Glansgellan Paris Hilton segistvera ánægð með að vera með lítil brjóst og hún segist ekki skilja hvers vegna svo margar konur vilji vera með stærri brjóst. „Ég kann vel við að vera flöt. Mér finnst það flott. Ég þarf aldrei að vera í brjóstahald- ara,“ sagði Hilton í samtali við tímaritið Elle. Hún viðurkenndi hins vegar að hún hefði ekki alltaf verið ánægð með brjóstin sín. „Þegar ég var 13 ára langaði mig mikið til þess að fara í brjósta- stækkun vegna þess að allar vin- konur mínar voru komnar með brjóst. Ég var sú eina sem leit út eins og strákur,“ sagði hún. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.