Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 37 efni og önnur menntaverkefni, við heimsóttum skóla sem er sérstaklega fyrir krakka sem misstu úr námi vegna stríðsástandsins og eiga ekki samleið með yngri börnunum. Þessir krakkar eru í hraðnámi sem veitir þeim grunnmenntun á þremur árum sem annars tekur 6 ár að tileinka sér. Við skoðuðum líka verkefni tengt eyðni, þar sem skólabörn setja upp leikrit um eyðnismitaðan dreng og þá fordóma sem hann mætir. Markmiðið er að uppfræða börn um hvernig fólk smitast af eyðni og í framhaldi af því er rætt um kynlíf við þau og getn- aðarvarnir. Einnig skoðuðum við heilsugæslu sem sinnti verðandi mæðrum og ung- barnaeftirliti. Efnahagur Síerra Leóne er í mol- um eftir stríðið og því hafa yfirvöld mikinn áhuga á að fá erlenda fjár- festa til að leggja peninga í ýmis verkefni sem tengjast atvinnulífi. Ólafur, maðurinn minn, hitti ýmsa forsvarsmenn atvinnulífsins í Síerra Leóne og aflaði sér upplýsinga um stöðu mála á þeim vettvangi. Hann er að vinna úr þeim gögnum núna í sam- ráði við heimamenn. Síerra Leóne er sérstaklega fallegt land, maður fær á tilfinninguna að þar vaxi upp gróskumikill gróður af hverju fræi sem til jarðar fellur. Þetta er mjög frjósamt land með gíf- urlega fallegri strandlengju, enda var þetta mjög vinsæll ferðamannastaður fyrir um 20 árum. Þetta var bresk ný- lenda til 1961 og efnahagurinn var í tiltölulega góðu standi. Málmar og demantar eru í jörðu í Síerra Leóne, gjöful fiskimið eru fyrir utan landið sem Kínverjar gjörnýta nú, auk þess sem jarðvegurinn er svo frjósamur sem fyrr var lýst. Frá því landið öðl- aðist sjálfstæði hefur leiðin því miður legið niður á við og borgarastyrjöldin batt endahnútinn á eyðilegginguna. Ekkert rafmagn er nú í Freetown og allar vatnsleiðslur voru eyðilagðar í stríðinu þótt næg séu vatnsbólin í fjöllunum í nágrenninu. Borgin er samt iðandi af mannlífi en það er ekkert sorphirðukerfi í henni þannig að sorpið liggur á göt- um í stórum bingjum og loks er kveikt í því á staðnum. Það er ótrú- legt rusl úti um allar götur í Free- town. Ferðin til Síerra Leóne var mjög sláandi eins og ég sagði fyrst en um leið var mjög gefandi að heimsækja þetta land, maður verður gagntekinn af því og við erum enn að melta það sem fyrir augu og eyru bar. Þegar við heimsóttum skólana, sem eru sam- bærilegir við þá sem við erum að byggja, mætti okkur fjöldi manns, börn og kennarar. Það var mjög áhrifamikið að sjá öll þessi stóru og forvitnu augu sem fylgdust með okk- ur, einkum Ólafi Orra sem allir krakkarnir höfðu mikinn áhuga á. Þessi ferð hafði mikil áhrif á hann. Það er ábyggilega öllum sem geta bæði hollt og lærdómsríkt fara með börn sín með sér í ferðir til landa eins og Síerra Leóne, sem þrátt fyrir bágt ástand hefur yfir að búa svo ótrúleg- um krafti og lífsgleði. Landið hrein- lega iðar af lífi og alls staðar er fólk á ferðinni til að sækja björg í bú, lífs- baráttan er svo hörð í þessu hrjáða landi. Hafi fólk fé aflögu, áhuga og getu er þetta kjörinn vettvangur til að koma að gagni. Við hvetjum alla sem hafa löngun til að koma til hjálpar til að leita sér upplýsinga hjá UNICEF.“Þrátt fyrir mikla erfiðleika er vonast til að börn í Sierra Leóne fái grunn- menntun í samræmi við Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Framlag Ingi- bjargar og Ólafs er kærkominn stuðningur við það markmið að sögn Geert Cappalaere, yfirmanns UNICEF, þar í landi.Börnin í Síerra Leóne sýndu Ólafi Orra Ólafssyni mikinn áhuga. gudrung@mbl.is Silfur servíettuhringur Hrútaber Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Kr. 5.200 Með vísan til 9. gr., sbr. og 11. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 auglýsir Póst- og fjarskiptastofnun eftir umsóknum um heimild til notkunar á tíðnum fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz. Umrædd tíðnisvið eru m.a. ætluð fastasamböndum, svo sem milli móðurstöðva og fastra radíóstöðva notenda þar sem þau mynda þráðlaust aðgangsnet sem kemur í stað heimtauga í jörðu. Gert er ráð fyrir að gagnaflutningsþjónusta sem veitt verður notendum verði með hraða sem er sambærilegur við aðgangsnet sem nota hefðbundnar koparheimtaugar í jörðu, t.d. ADSL. Sérhver úthlutun mun fela í sér heimild til notkunar á 28 MHz (2 x 14 MHz) bandbreidd. Að uppfylltum vissum skilyrðum má þó veita heimild til notkunar á 14 MHz (2 x 7 MHz) til viðbótar án auglýsingar. Afhenda skal umsóknir í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar bæði á pappírs- og tölvutæku formi. Með hverri umsókn skal fylgja greiðsla að upphæð 70.000 kr. Upplýsingar um útboðið og hvað þurfi að koma fram í umsókn og skilmála, má nálgast í afgreiðslu Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, og á heimasíðu stofnunarinnar www.pfs.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 2006, kl. 16:00 úthlutun tíðniheimilda fyrir háhraða aðgangsnet á 3,5 GHz og 10 GHz ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P O S 32 13 3 0 4/ 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.