Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 47 Ég þvertek ekki fyrir að mighafi langað til að verða hjúkr- unarkona þegar ég var svona 12 til 13 ára gömul. Aðallega stafaði þessi löngun af hinu rómantíska andrúmslofti sem í skáldsögum var sagt ríkja á skurð- stofum. Þar horfð- ust læknar og hjúkrunarkonur í augu með gagn- kvæmum áhuga og miklum kærleika. Stundum skulfu hjúkrunarkonurnar svo mik- ið vegna þessa að þær misstu þær bráðnauðsynleg áhöld á gólfið, svo sem tengur og lítil skæri. Mér leist vel á þessar lýsingar og ekki var frítt við að ég skylfi svolítið sjálf þegar ég las þær. Svo óx ég upp og mér fannst ekki lengur læknar neitt áhuga- verðari en t.d. íslenskufræðingar, bókmenntafræðingar eða heim- spekingar. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan ég sá mig í anda með önd- unargrímu horfast í augu við brún- eygðan lækni, hver barðist við að halda óstýrilátum dökkum lokkum bak við læknahúfuna. Mér datt þetta hins vegar í hug þegar ég ranglaði inn í sjónvarps- herbergi um daginn og spurði hvort ekki væri eitthvað skemmti- legt í sjónvarpinu. Jú, það var am- erískur sakamálaþáttur – enn einn. Ég settist niður og sá hvar maður, greinilega læknir, stóð í grænum slopp með stóra töng í hendi, töng- ina notaði hann til að halda stórum hluta brjósthols á manni til hliðar svo rautt innvolsið blasti við. Ég horfði á sloppklædda mann- inn renna áhugasömum augum á kvenleynilögreglumann og kasta fram nokkrum kersknisyrðum, án þess svo mikið sem veita athygli hinu sundurskorna brjóstholi. Fyr- ir augu mér brá æskudraumunum um lækna og hjúkrunarkonur sem voru að draga sig saman yfir sund- urskornum meðbræðrum sínum – en þetta var eitthvað öðruvísi. Sá sundurskorni var svo illa leikinn að hann gat varla átt sér lífsvon: „Kannski hefur læknirinn skorið svona mikið vegna þess að hann er alltof mikið með hugann við kon- una,“ hugsaði ég hneyksluð. „Lágmark er að menn hugsi um það sem þeir eru að gera. Mér líst ekki á þetta, hann drepur sjúkling- inn,“ sagði ég við þann sem hjá mér sat. „Hann er þegar löngu dauður, þetta er krufning,“ var hið stutt- aralega svar. Myndspillar eru aldr- ei vinsælir. Það er ekki það að ég hafi ekki séð ótal líkskurðaratriði í sjón- varpsþáttum, líklega var ég í þetta skipti bara að göfga atferlið, af- neita þeim veruleika sem ég sá á skjánum – ég verð nefnilega að segja eins og er, mér hugnast ekki þessi líkskurðaratriði, mér finnst mun skárra að horfa á skurðað- gerðir ef um er að ræða lifandi fólk sem á sér lífsvon eftir aðgerðina – svona eins og gerist t.d. á Bráða- vaktinni. Sá þáttur er nokkuð í ætt við æskudrauma mína, þeir voru bara ekki eins tryllingslegir og margbrotnir. Vitanlega geri ég mér grein fyrir að nauðsynlegt er að kryfja fólk og framfarir í læknisfræði eiga rót sína í líkskurði. En ég er ekki viss um að þetta sé það sjónvarpsefni sem fólk, dauðþreytt eftir amstur hversdags- ins, langar mest til að horfa á þeg- ar það sest niður til að slaka á. Mér er raunar löngu farið að blöskra þessi mikla dauðadýrkun sem viðgengst í íslensku sjónvarpi fyrir tilstilli allra þeirra glæpa- og sakamálaþátta sem keyptir eru inn til sýningar hér í stórum stíl. Stundum mætti ætla að annað sjónvarpsefni væri illfáanlegt. Það er gaman að sakamálaþátt- um og réttarhaldamyndum, en per- sónulega vildi ég helst sleppa und- anfarandi morðum og líkskurðar- atriðum. Í sakamálasögum ágætum er venjulega bara sagt frá nið- urstöðum réttarrannsóknar, í framhjáhlaupi þegar þær skipta máli í framvindu morðrannsóknar. Nú dugar ekki minna en draga áhorfendur inn í líkama líksins. „Hann sem rannsakar hjörtu og nýru mannanna,“ var sagt og átt við Guð. Hann er fjarri því einn um slíkt núna, sjónvarpsáhorfendur verða nauðugir viljugir að rann- saka innyfli og áverka stórs hóps dáins fólks ef það vill horfa á spennuþætti eða sakamálamyndir. Ég er viss um að fleirum en mér hugnast illa þegar líkskurðarmeist- arinn lætur nokkur vel valin töff orð falla yfir hálfkrufnu líkinu um leið og hann gefur lögreglukonu hýrt auga. Meðan við erum á lífi er ástæðulaust að vera sífellt með annan fótinn hinum megin, horfa á endalaus morð, dauðateygjur, krufningar og jarðarfarir. Þetta er svo niðurdrepandi að afturgöngur væru veruleg tilbreyting – helsta afþreying Íslendinga til forna. Lífið er í eðli sínu skemmtilegt og þótt dauðinn og hvernig hann ber að séu hluti af heildarmyndinni er varla eðlilegt, miðað við umfang, að hann gegni svo stóru hlutverki. Ef sakamálamyndir án líkskurðar- atriða eru ófáanlegar væri kannski rétt að halla sér á hinn vænginn og stíga skrefið til fulls – sýna heldur almennilega fræðsluþætti í líffæra- fræði. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Má þá ekki bara kenna líffærafræði? Sá sem rannsakar hjörtu og nýru! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ertu komin me› Merrild á heilann? Íslendingar kjósa Merrild! E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 4 15 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Glæsilegar sérferðir í sumar Munið Mastercard ferðaávísunina Tryggðu þér sæti í glæsilega ferð Cinque Terre (gönguferð) 24. maí - 7 nætur Ítalska rivíeran 31. maí - 7 nætur Sumar í Tíról (Ítalía – Austurríki) 22. júní - 12 nætur Ítölsku Alpavötnin 26. júlí - 7 nætur Sigling á Dóná 1. ágúst - 14 nætur Bled – Slóvenía 2. ágúst - 7 nætur Perlur Ítalíu 9. ágúst - 14 nætur Töfrar „gömlu“ Júgóslavíu 23. ágúst - 14 nætur Gardavatn 30 ágúst - 7 nætur Búlgaría – Rúmenía 31. ágúst - 14 nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.