Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is „Stórkostlega skemmtilegt og vandað ritsafn.“ Jón Svanur Jóhannesson VIÐSKIPTABLAÐIÐ „Mikill fróðleikur … einstaklega vel heppnuð.“ MORGUNBLAÐIÐ ÖLDIN ÖLL Í EINU BINDI Saga umbrotamestu tíma lands og þjóðar í einu bindi. 1.306 bls. og um 5.000 ljósmyndir. Hvað var að gerast árið sem fermingarbarnið fæddist? fermingargjöf Ævintýraleg MENNIRNIR þrír sem hafa látist vegna starfa að virkjunarfram- kvæmdunum við Kárahnjúkavirkjun voru tryggðir samkvæmt Virkjunar- samningi sem gildi tók árið 2004 og nær til þeirra sem starfa á virkjunar- svæðinu öllu. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður við Kárahnjúkavirkjun, sagði í samtali við Morgunblaðið að verk- takafyrirtækin Arnarfell og Suður- verk væru bæði bundin Virkjunar- samningi, eins og er gegnumsneitt með alla þá aðila sem koma að virkj- unarframkvæmdinni, hvort sem eru aðalverktakar eða undirverktakar. Dómsúrskurðar beðið Vettvangur banaslysanna var í fyrsta lagi við undirstöðu Kára- hnjúkastíflu í Hafrahvammagljúfri þar sem Arnarfell vann sem undir- verktaki Impregilo, í öðru lagi í að- göngum 4 í Desjarárdal þar sem Arnarfell er aðalverktaki hjá Lands- virkjun við verkið og þriðja bana- slysið átti sér stað við Desjarárstíflu og var um starfsmann hjá Suður- verki að ræða, en fyrirtækið er að- alverktaki hjá Landsvirkjun við stífl- una. Í grein 7.6.1 um slysatryggingar segir að vertaka sé skylt að tryggja alla starfsmenn vegna áhættu á svæðinu um upphæð sem er 30% hærri en samningsbundin slysa- trygging og þá sem vinna við jarð- gangagerð um 50% hærri slysa- tryggingu en aðra starfsmenn. Þá er ákvæði um dánarslysabætur til handa þar viðkomandi aðilum. Virkjunarsamningurinn, sem gild- ir frá 19. apríl 2004 til ársloka 2007, var gerður milli Samtaka atvinnulífs- ins vegna aðildarfyrirtækja og Landsvirkjunar annars vegar og Al- þýðusambands Íslands, Starfs- greinasambands íslands, Samiðnar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar, um kaup og kjör við virkjunar- framkvæmdir á vegum Landsvirkj- unar. Nú er beðið dómsúrskurðar í máli ríkissaksóknara gegn fimm aðilum vegna fyrsta banaslyssins við virkj- unarframkvæmdina sem átti sér stað í mars fyrir tveimur árum. Ákærðir voru tveir yfirmenn Impregilo, tveir yfirmenn hjá VIJV framkvæmdaeft- irliti á vegum Landsvirkjunar og framkvæmdastjóri Arnarfells. Mennirnir eru ákærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Dómsupp- kvaðning verður fljótlega eftir páska. Starfsmennirnir voru tryggðir samkvæmt virkjunarsamningi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir VIJV framkvæmdaeftirlit Landsvirkjunar fer nú ofan í saumana á öryggis- málum vegna virkjunarframkvæmdanna við Kárahnjúka. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FRUMVARP um bótarétt heimild- armanna, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, felur í sér að starfsmenn, sem rjúfa þagnar- skyldu með því að greina frá upplýs- ingum sem varða ríka hagsmuni og eru taldar eiga erindi til almennings, eigi rétt á bótum úr hendi vinnuveit- enda vegna tjóns sem viðkomandi kann að verða fyrir, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Hann er flutn- ingsmaður frumvarpsins, en að því standa sjö aðrir þingmenn Samfylk- ingarinnar. Ágúst Ólafur segir mikilvægt að tryggja bótarétt verði heimildarmað- ur fyrir því að vera sagt upp störfum eða hann beittur öðrum aðgerðum af hálfu vinnuveitenda eftir að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar er varða ríka almannahagsmuni. „Við þekkjum dæmi um uppljóstr- ara og heimildarmenn sem hafa misst vinnuna og jafnvel æruna þegar þeir hafa sinnt sinni skyldu,“ segir Ágúst Ólafur. Hann nefnir Landssímamálið sem dæmi sem og mál sem upp hafa komið í Evrópu. Fyrir nokkru hafi bókhaldari sem ljóstraði upp um hneykslismál innan framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins misst starfið og orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Eftir þetta mál hafi mörg Evr- ópuríki tekið sig til og rætt endur- skoðun löggjafar hjá sér í málum sem þessum. Þá hafi Mannréttindadóm- stóll Evrópu og Evrópuráðið margoft látið í ljós þá skoðun að tryggja þurfi vernd heimildarmanna. Dönsk fyrirmynd Samhliða frumvarpinu um bótarétt heimildarmanna er lagt fram frum- varp um vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra. Í greinargerð með frumvarpinu um bótarétt heimildarmanna kemur fram að dómstólar muni meta hvort upp- lýsingar sem heimildarmaður hefur veitt hafi varðað ríka hagsmuni og átt erindi til almennings svo að bótarétt- ur hafi myndast. „Auðvitað þarf við- komandi heimildarmaður að fara mjög varlega í svona málum, til að mynda ef verið er að brjóta þagnar- skyldu,“ segir Ágúst Ólafur. „Dómstólar munu væntanlega gera mjög miklar kröfur í þessum efnum,“ bætir hann við. Ágúst Ólafur bendir á að leiðir sem þessar séu fyrir hendi í öðrum ríkjum og eigi frumvarpið sér danska fyrirmynd. „Með löggjöf sem þessari værum við ekki að ganga lengra en Danir hafa gert,“ segir hann. Heimildarmenn eigi rétt til bóta Ágúst Ólafur Ágústsson ÞAÐ ER ekki algeng sjón að sjá fol- ald um hávetur en það kemur þó fyrir. Í Skagafirði rakst ljósmynd- ari á þessi mæðgin að narta í hey í rokinu. Kalt og vindasamt hefur verið norðanlands og svo verður áfram. Þar hefur snjóað nokkuð und- anfarna daga og í gær var þar élja- gangur. Folaldið mun því væntanlega halda sig þétt við hlið móður sinnar meðan vetrarveðrið gengur yfir og gæða sér á volgum sopa í frostinu. Veðurspáin gerir ráð fyrir að draga muni úr ofankomunni á Norður- og Austurlandi í dag og vegna hlýnunar munu snjókorninr eflaust breytast í regndropa. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Folald í frostinu AFL, Starfsgreinafélag Austur- lands, vann í vikunni mál fyrir fé- lagsdómi gegn Félagi opinberra starfsmanna (FOSA) á Austurlandi og sveitarfélaginu Fjarðabyggð. AFL höfðaði mál gegn Fjarðabyggð og FOSA til að félagsgjöldum starfsmanns hjá Fjarðabyggð yrði skilað til AFLs. Félagsdómur hefur nú úrskurðað að Fjarðabyggð sé skylt að greiða félagsgjöld viðkom- andi starfsmanns til AFLs. „Ég vek athygli á því að þó málið sé höfðað vegna eins starfsmanns, þá er þetta grundvallarmál og for- dæmi sem Fjarðabyggð og FOSA geta ekki litið framhjá. Mín túlkun er sú að hér eftir geti flestir starfs- menn Fjarðabyggðar valið sér hvort þeir vilja tilheyra AFLi eða FOSA,“ sagði Sverrir Albertsson framkvæmdastjóri AFLs, eftir dómsuppkvaðningu. „Málið snerist um félagsaðild en FOSA og Fjarða- byggð hafa ítrekað neitað fólki í til- teknum störfum í Fjarðabyggð um að eiga aðild að AFLi.“ Fordæmis- gefandi varðandi félagsgjöld Á SÍÐASTA ári fæddust 4.280 börn hér á landi, 2.183 drengir og 2.097 stúlkur. Þetta eru held- ur fleiri fæðingar en árið áður, þá fæddust hér 4.234 börn. Al- gengasti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2005 mældist frjósemin 2,05 börn á ævi hverrar konu samanborið við 2,03 börn ári fyrr, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Eins og annars staðar á Vesturlöndum hefur dregið úr frjósemi á Íslandi á undanförnum áratugum en undanfarinn áratug hefur frjósemin verið fremur stöðug, um 2 börn á ævi hverrar konu. Í allflestum löndum Evrópu er frjósemi umtalsvert lægri en á Ís- landi og verður fólksfjölgun þar einkum vegna streymis aðkomu- fólks. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu Evrópusambandsins er ein- ungis eitt Evrópuland með meiri frjósemi en Ísland, þ.e. Tyrkland en þar var frjósemi 2,2. Fleiri fæðingar en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.