Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 74
74 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn bætir vinum í gagnabankann sinn, bæði bókstaflega og í óeiginlegri merkingu. Því fleiri sambönd sem þú hef- ur, því auðveldara verður að ná takmark- inu. Einhver sem þú þekkir alls ekki vel á eftir að hjálpa þér gríðarlega mikið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samband sem nautið er í þróast fremur hægt. Ekki láta það ergja þig. Fagnaðu í staðinn. Ef ástin vex of skyndilega er ekki víst að hún nái að skjóta nauðsyn- legum rótum. Þú ert að byggja upp eitt- hvað traust og áreiðanlegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Auðvitað er gaman þegar hlutirnir eru í jafnvægi, en þeir eru það því miður sjaldnast – að minnsta kosti ekki á máta sem rökhugsunin skilur. Dagurinn verð- ur auðveldari ef maður sættir sig við það að ójafnvægi sé eðlilegur hluti tilver- unnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef maður biður einhvern um að veita sér styrk, hefur maður að vissu leyti tileinkað sér auðmýkt. Lítillæti er megininntak styrkleikans. Maður lærir að það er ekki hægt að vera sterkur einn síns liðs. Mað- ur þarf á öðrum að halda og þegar upp er staðið gera þarfirnar mann sterkan. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hættu að hafa áhyggjur af skuldum og ábyrgð. Hefur einhvern tímann hvarflað að þér að mikil byrði sé blessun í sjálfu sér? Hún sýnir hvers megnugur maður er og hvað maður eflist mikið við að bera hana. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag er dagur skyndiörlaga og skjótrar niðurstöðu. Því þýðingarmeiri sem leik- urinn er, því líklegra er að þú farir með sigur. Beindu þessari mögnuðu orku að einhverju nýju sviði lífsins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tiltrú á sjálfum sér er frábær tilfinning. Fólk sem átti áður stóran þátt í ákvörð- unum þínum hefur ekki lengur áhrif á þig. Þú nýtur félagsskapar þess eftir sem áður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Yfirdrifnar hugmyndir tengdar fjár- málum og starfi koma upp. Trúðu því að þér eigi eftir að vegna vel. Ef þú trúir, finnur hugurinn leiðir til þess að gera það að veruleika. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Auðveldasta leiðin er jafnframt sú lær- dómsríkasta. Ef hún gengur ekki, áttu ekki að reyna að þvinga. Bogmaðurinn er að læra að treysta fólki og reiða sig meira á sína andlegu leiðbeinendur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Alheimurinn er að þenjast út og þú líka. Af hverju að sætta sig við óbreytt ástand? Ef þú færð smávegis sérfræðiað- stoð við starfsferilskrána tekst þér að gerbreyta starfssviði þínu. Veldu fimm uppáhalds markmiðin og láttu vita af þér á morgun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Því verður ekki neitað að andleg lögmál eiga stærri þátt í fjármálum þínum en beinharðar tölur. Trú á sjálfan þig er nokkuð sem þú getur tekið með þér alla leið í bankann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fjárhættuspil er yfirleitt ekki góð hug- mynd, en tilfinning þín fyrir heppni er svo mikil í augnablikinu að þú ættir að láta slag standa og taka smávegis áhættu. Háleitar vonir eru einn af feg- urstu eiginleikum þínum. Stjörnuspá Holiday Mathis Mótstaða hins herskáa Mars og hins öfluga Plútó vekur áhugaverða spurn- ingu. Finnst þér tilveran teyma þig eða ýta? Oft er ýtt á okkur, vegna tímamarka, ábyrgðar og afleiðinga gerða okkar og lof- orða. Það er skemmtilegra að láta drauma, ástríður og ásetning teyma sig. Um hvað dreymir þig? Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 glámskyggn, 8 lágfóta, 9 óveður, 10 sé, 11 hafna, 13 mál, 15 danskrar eyju, 18 lækna, 21 hreinn, 22 lélega, 23 æviskeiðið, 24 örlaga- gyðja. Lóðrétt | 2 skikkju, 3 glitra, 4 hali, 5 ber, 6 málmur, 7 venda, 12 málmur, 14 reiðihljóð, 15 er til, 16 markleysa, 17 bikar, 18 angi, 19 heldur, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 halli, 4 þústa, 7 sessa, 8 ómaka, 9 nær, 11 alin, 13 etin, 14 ertur, 15 holt, 17 rækt, 20 hró, 22 tútna, 23 tekin, 24 rúmum, 25 kenni. Lóðrétt: 1 hósta, 2 losti, 3 iðan, 4 þjór, 5 spakt, 6 arann, 10 æmtir, 12 net, 13 err, 15 hatar, 16 lútum, 18 æskan, 19 tangi, harm, 21 ótæk. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Fær- eyjaferð Ferðaklúbbs eldri borgara árið 2006 verður dagana 30. maí til 9. júní. Skráning er hafin og lýkur 10. apríl. Uppl. í síma 892 3011. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Sími GA-samtakanna (Gamblers Anonymous) er 698 3888. Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn- arssonar í Fríkirkjunni kl. 20. Þorsteinn Einarsson og Sigríður Eyþórsdóttir koma fram í upphafi tónleikanna. Langholtskirkja | Vortónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmóníu Joseph Haydn: Stabat Mater og Wolfgang Amadeus Mozart: Vesperae solennes de Confes- sore. Stjórnandi Magnús Ragnarsson. Einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Jónas Guðmunds- son og Davíð Ólafsson. Hljómsveit, kons- ertmeistari Sif Tulinius. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20. Laugarborg í Eyjafirði | Páskahugleiðing í tónum. Guðrún Óskarsdóttir, semb- alleikari, og Kolbeinn Bjarnason leika sónötur fyrir sembal og flautu og L’u- nione Sacra eftir Úlfar Inga Haraldsson. Salurinn | Píanótónleikar Ivans Klánský, sem áttu að vera í Salnum sunnudaginn 9. apríl kl. 20, falla niður vegna meiðsla. Þeir sem þegar eiga miða á tónleikana eru beðnir að hafa samband við miða- sölu í síma 5700 400. Myndlist 101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl. 14–17 fim., föst. og laug. til 15. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir málverk í Baksalnum til 9. apríl. Gallerí Galileó | Svala Sóleyg til 26. apr- íl. Gallerí Gyllinhæð | 2. árs myndlist- arnemar LHÍ sýna „mini me“ til 9. mars. Opið fim.–sun: 14–18. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson til 7. maí. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sigurðardóttur. Gerðuberg | Margræðir heimar. Valur Sveinbjörnsson. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumál- verkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Karólína Restaurant | Joris Rademaker til 6. okt. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn- farar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal. Snorri Arinbjarnar. Leiðsögn í dag kl. 14 í fylgd Ólafs Inga Jónssonar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning Elinu Brotherus, Rúrí og Þórs Vigfússonar. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúruafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Ís- lands. Opið kl. 13–17.30. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró. Til 23. apríl. Líkamshlutar, sjálfs- myndir – John Coplans. Til 17. apríl. AF- sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guð- jóns Bjarnasonar. Til 23. apríl. Sunnudagsleiðsögn í boði Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss. Frá kl. 15–16. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin stend- ur til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konseptlistamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Sýningin stendur til 5. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Ljóð Berglindar Gunnarsdóttur og textílverk Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur ásamt höggmyndum Sigurjóns Ólafssonar. Op- ið laug. og sun. kl. 14–17. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 listamanna. Sýningarstjóri er Natasa Petresin. Listamennirnir eru að fjalla um hreyfingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Einnig hvernig hreyfing hlutanna umbreytir einnig okk- ur sjálfum hið innra eins og í náttúrunni allri. Til 30. apríl. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljósmyndasýningunni Fegurð í fókus í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til 9. apríl. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn heldur áfram á öllum hæðum. Til 9. apríl. Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.– sun. kl. 14–17. Ókeypis inn. Safn | Sýning myndlistarmannsins Kristjáns Steingríms, Teikningar, hefur verið framlengd til 15. apríl. Opið er frá 14–18 mið.–fös. en 14–17 lau. og sun. Lokað 13., 14. og 16. apríl. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögn- valdsdóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn til 1. maí. Opið alla daga frá 11–18. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstud. og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlist- ardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Til 29. apríl. Skúlatún 4 | Sýningin Spúl í auga í Skúla í Túni, Skúlatúni 4, þriðju hæð. Unnur Mjöll sýnir nýtt verk í kjölfar vel- gengninnar með verkið Bombaðu þessu í grímuna á þér. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. En eng- in þeirra gerði myndlist að ævistarfi. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndir hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Hljóðleiðsögn, marg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.