Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 6.– 13. ágúst: Göteborgskalaset Liseberg skemmtigarðurinn: Stanslaust fjör fyrir alla fjölskylduna í allt sumar. 2.–5. júlí Robbie Williams í Gautaborg Nánar á www.expressferdir.is Gautaborg er stundum kölluð San Fransisco Svíþjóðar enda er mikið um hæðir, brýr, sporvagna og sjávarrétta- staði í báðum borgum. Samgöngur til og frá Gautaborg eru með þægilegasta móti; hægt er að taka ferjuna til og frá helstu nærliggjandi ferða- mannastöðum þar sem tilvalið er að hafa það huggulegt og leigja sumarhús eða gista á hóteli. GAUTABORG *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/gautaborg Sími: 5 900 100 Heimsborg með smábæjarsjarma Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar. Heimamönnum þykir hún alveg passlega stór og kalla hana „heimsborg með smábæjar- sjarma“ sem er býsna nálægt tilfinningu þeirra sem borgina heimsækja. Nóg að gerast! MEÐ EXPRESS FERÐUM: Augnablik, elskurnar mínar, á meðan ég skrepp niður til að líta eftir bakstrinum. Réttlætanlegt og nán-ast óhjákvæmilegter að íslensku líf- eyrissjóðirnir leggi tals- verða vinnu og fjármuni í að stuðla að almennt hag- kvæmu fjármálaumhverfi á Íslandi, t.d. með frumkvæði að opinskárri umræðu, áhrifum á löggjöf, aðhaldi að markaðsaðilum og þrýstingi á og stuðningi við eftirlitsaðila. Ábyrgð og hagsmunir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, vega þarna þyngst. Þetta er meðal niður- staðna í skýrslu sem Gylfi Magn- ússon, dósent við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands, hefur gert fyrir LSR. Þar er fjallað um áhrif og ábyrgð sjóðsins á íslenskum fjármálamarkaði en eignir hans voru um síðustu áramót metnar á tæpa 230 milljarða króna, sem sam- svarar um fimmtungi af vergri landsframleiðslu. Þar af voru inn- lendar eignir sjóðsins um 165 millj- arðar og erlendar eignir 62 millj- arðar króna. Aukið vægi sjóðanna Gylfi bendir á að vægi íslenskra lífeyrissjóða á fjármálamarkaði hérlendis sé þegar umtalsvert og fyrirsjáanlegt að það eigi eftir að vaxa talsvert. Vægi LSR sé nú þeg- ar sérlega mikið og eigi enn eftir að aukast, raunar mun meira en ann- arra lífeyrissjóða að jafnaði. Gylfi segir þetta vera jákvæða þróun. Sjóðsmyndun íslenskra lífeyris- sjóða gangi vel og muni duga vel til að tryggja komandi kynslóðum Ís- lendinga góðan lífeyri á efri árum. Svo mikil sjóðsmyndun geti þó ekki orðið án þess að það hafi veruleg áhrif á íslenskan fjármálamarkað og raunar allt íslenskt efnahagslíf. Í skýrslunni fer Gylfi yfir nokkr- ar leiðir sem hann telur mögulegar fyrir íslenska lífeyrissjóði til að hafa áhrif á viðskiptakjör og starfsum- hverfi sitt almennt. Hann bendir á að tímasetning sjóðanna á kaupum þeirra og sölu innlendra eigna, og það hve mjög þeir veðja á innlendar eignir frekar en erlendar, geti skipt verulegu máli. Sem dæmi nefnir hann að ef lífeyrissjóðir myndu nú auka kaup sín á innlendum hluta- bréfum ætti verð þeirra að hækka verulega. Það myndi aftur leiða til þess að ávöxtun þeirra verði lakari en ella þegar fram í sæki. Í skýrslunni kemur m.a. fram að nú þegar setji stærðin lífeyrissjóð- um nokkrar skorður, sem eigi eftir að verða enn frekar áberandi á komandi árum, sér í lagi fyrir LSR. Þannig geti þeir ekki með góðu móti hreyft stóra hluti sinna eigna- safna í einu og geti heldur ekki breytt hlutfallslegu vægi innlendra og erlendra eigna nema með tals- verðum aðdraganda, m.a. vegna áhrifa á gengi. Lífeyrissjóðir séu því nánast þvingaðir til að vera nokkuð „rólegir fjárfestar“, þ.e. bæta smátt og smátt við eignum í dreift eignasafn og liggja á þeim. Gylfi telur það óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðir taki afstöðu til ein- stakra eigna og eignaflokka. Stærð- ar sinnar vegna sé ljóst að LSR hafi framar öðrum sjóðum burði og ástæðu til að leggja í þann kostnað sem fylgi því að mynda sér sjálf- stæða skoðun á verði einstakra eigna. Er bent á að greining lífeyr- issjóða á t.d. verðmæti eða ágæti rekstrar tiltekinna fyrirtækja hafi nokkra kosti yfir greiningu fjár- málastofnana. Innan fjármálastofn- ana sé meiri hætta á hagsmuna- árekstrum sökum þess að fyrirtækin, sem verið sé að greina, geti verið núverandi eða tilvonandi viðskiptavinir fjármálafyrirtækj- anna. Eignasafni skipt upp? Gylfi rekur nokkrar leiðir sem farnar hafa verið erlendis, t.d. í Noregi, Hollandi og Japan, en velt- ir því upp hvort fara eigi að for- dæmi Svía. Þar var ákveðið að skipta hlutabréfum gamla AP sjóðsins á milli fjögurra sjóða. Er stærð þeirra samanlögð sambæri- leg við stærð LSR og með fyrirsjá- anlegum vexti LSR telur Gylfi að sá sjóður verði talsvert stærri hlut- fallslega en þeir sænsku. Því hljóti að vakna sú spurning hvort skyn- samlegt geti verið að feta í fótspor Svía að einhverju leyti og skipta eignasafni LSR á einhverjum tíma- punkti upp í t.d. tvö söfn sem væru með sjálfstæða stjórn og fjárfest- ingastefnu og tækju sjálfstæðar ákvarðanir um fjárfestingar. Þá er reynslan frá Kaliforníu í Bandaríkj- unum sögð áhugaverð, þá einkum framtak CalPERS, lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna í fylkinu, til bættrar stjórnunar almennings- hlutafélaga. Um gríðarstóran sjóð er að ræða, sem hefur ríka hags- muni af því að vel takist til við rekstur þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Undir lok skýrslu sinnar telur Gylfi freistandi að álykta að svipað framtak íslenskra lífeyris- sjóða, og þá sérstaklega LSR sem þess stærsta, geti verið réttlætan- legt frá sjónarhóli sjóðsfélaga. Þó ekki verði gengið jafnlangt og í Kaliforníu þá sé óhjákvæmilegt að íslensku sjóðirnir leggi fjármuni og vinnu í að stuðla að hagkvæmu fjár- málaumhverfi á Íslandi. Fréttaskýring | Áhrif lífeyrissjóða á fjár- málamarkaði Ábyrgð LSR vegur þyngst Lagt til í nýrri skýrslu að lífeyrissjóðirnir stuðli að hagkvæmara fjármálaumhverfi Lífeyrissjóðskakan hjá LSR stækkar stöðugt. Stærsti sjóðurinn með líf- eyri til 11 þúsund manns  Miðað við eignir er Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins stærsti lífeyrissjóður landsins. Eins og hér kemur fram til hliðar eru eignir sjóðsins metnar á um 230 milljarða króna. Iðgjalda- greiðslur komu frá nærri 36 þús- und manns árið 2004 og sama ár fengu ríflega 11 þúsund lífeyr- isþegar greitt úr sjóðnum. Samhliða LSR er starfræktur Lífeyrissjóður hjúkrunarfræð- inga, LH, í sameignarfélagi. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.