Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Slegið hefur óhug á þjóðinavið tíðindi af grófum lík-amsárásum, oft tilefnislaus-um, á undanförnum mánuð-um. Það er samdóma álit lögreglu og heilbrigðisstofnana að líkamsárásir séu að verða alvarlegri og að vopnaburður færist í aukana. Nýleg dæmi eru um að beitt hafi ver- ið sveðju, öxi, felgulykli og kúbeini og var laginu í öllum tilfellum beint að höfði þolenda. Í ofangreindum tilfellum voru höf- uðáverkarnir alvarlegir. En margar líkamsárásir teljast „minniháttar“ í skilningi laganna og oft er ekki leitað til lögreglu vegna þeirra. Enda er það svo, að jafnvel þó að vitni séu að at- burðinum sem gefa sig fram og árás- armaðurinn þekkist, er alls óvíst að þolandinn fái nokkrar bætur ef hann varð ekki fyrir varanlegum skaða. Eftir stendur að menn eru sektaðir fyrir að greiða ekki í stöðumæli í mið- borg Reykjavíkur, en ekki endilega fyrir að kýla fólk. Alvarlegum árásum fjölgar Líkamsárásir eru algengari en margur heldur. Alþjóðlega þolenda- könnunin var gerð meðal almennings hér á landi seinni hluta árs 2004 og í upphafi árs 2005 og voru niðurstöður fyrir Ísland kynntar í ritinu Brotaþol- ar, lögreglan og öryggi borgaranna árið 2005. Þar kemur fram að 16% svarenda sögðust hafa orðið fyrir of- beldisbroti eða að þeim hefði verið hótað ofbeldi á síðustu fimm árum og þar af 7% árið 2004. Þrátt fyrir það hefur skráðum lík- amsárásum hjá lögreglu fækkað und- anfarin ár. Þær voru 966 árið 2004 og fækkaði því um 11% samanborið við fjölda líkamsárása árin 2001 til 2003. Alvarlegum líkamsárásum fjölgaði hinsvegar á milli ára og voru 59 árið 2004. Samkvæmt tölum frá bráða- og slysadeild LSH voru komur vegna áverka af völdum ofbeldis 1.595 tals- ins árið 2005 og hefur fjölgun verið nokkuð stöðug á milli ára, sem er í samræmi við komur almennt á deild- ina. Í þeim tölum eru komur vegna áverka af völdum sjálfsskaðandi at- ferlis, t.d. sjálfsvígstilrauna, en ekki komur á Neyðarmóttöku, sem skráð- ar eru í sérstakt dulkóðað kerfi. Við skráningu á áverkum af völdum ofbeldis á bráða- og slysadeild er fylgt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) á ofbeldi, sem er fróðleg í þessu samhengi: „Of- beldi er vísvitandi beiting líkamlegra yfirburða eða valds, með hótunum eða beinni valdbeitingu, gegn sjálfum sér, annarri manneskju eða gegn hópi eða samfélagi, sem annaðhvort leiðir til eða er líklegt að leiði til slysa, dauða, sálræns skaða, þroskaskerðingar eða annars missis.“ Margir ráðast á einn Í áðurnefndri þolendakönnun kom fram að 41% þeirra sem urðu fyrir líkamsárás þekkti ekki brotamanninn eða brotamennina. Það bendir til þess að þær árásir eigi sér ekki langa for- sögu og oft eru þær tilefnislausar. Raunar má velta fyrir sér hvort nokk- urn tíma sé tilefni til líkamsárásar, hvað þá til þess að bregða vopni, en um það segir Bogi Nilsson ríkissak- sóknari: „Ég get ekki svarað spurn- ingu þinni hvort líkamsárásir séu til- efnislausar öðruvísi en svo að þær séu í okkar friðsama umhverfi alltaf ástæðulausar.“ Viðmælendur blaðamanns voru á einu máli um að ofbeldi væri orðið grófara en áður og að meira væri um vopnaburð. Þannig er tónninn í Árs- skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið Árásir í friðsömu Morgunblaðið/Eggert Maður handtekinn fyrir ólæti í röð fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavı́kur aðfaranótt sunnudags um liðna helgi. Fréttaskýring | Vísbend- ingar eru um að líkamsárásir séu að verða grófari hér á landi og algengara að vopn- um sé beitt. Jafnframt hefur borið á tilefnislausum árás- um á venjulegt fólk, sem á sér einskis ills von. Pétur Blöndal grófst fyrir um hvað veldur breyttum tíðaranda, hvernig brugðist er við á ýmsum sviðum samfélagsins og talaði við fórnarlömb til- efnislausra líkamsárása. Á stæðan fyrir eflingu sér- sveitarinnar var meðal annars aukin harka í þjóð- félaginu, að sögn Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra. „Það þurfti að auka öryggi lögreglunnar og þar með hins almenna borgara. Þannig að sérsveitarmenn yrðu alltaf til taks á höfuðborgarsvæð- inu og víðar á landinu til þess að grípa inn í þegar aukin harka væri hlaupin í leikinn. Þetta hefur þegar skilað góð- um árangri og ljóst að sérsveitin hefur einnig forvarnargildi, sem sést m.a. á átaki sérsveitarinnar gegn handrukk- urum.“ Alþjóðleg glæpasamtök í landinu – Hefur tíðarandinn breyst í ís- lensku samfélagi? „Alþjóðleg glæpasamtök hafa hreiðrað um sig í landinu. Og af hverju skyldu þau vera mildari hér en annars staðar?“ – Það virðist vera nokkuð mikið um tilefnislausar líkamsárásir? „Er meira um slíkar árásir eða er fréttaflutningurinn meiri? Við megum ekki gleyma því að hér hef- ur verið gefið út heilt blað um þetta efni. Tölfræðin frá lögreglu sýnir að það hefur dregið úr of- beldisbrotum.“ – Er tekið nógu fast á svoköll- uðum minniháttar líkamsárásum, þar sem ekki hlýst af varanlegur skaði? „Viðbrögð við málum af því tagi ráðast af aðstæðum, meðal annars aldri þeirra, sem hlut eiga að máli. Refsiharka er ekki alltaf skyn- samlegasta úrræðið – mestu skipt- ir að sjálfsögðu að beina mönnum sem fyrst af afbrotabrautinni. Undir forystu dómsmálaráðuneyt- isins hefur verið unnið að und- irbúningi að því undanfarin ár að minni brot séu leyst á sáttafundi með geranda og þolanda. Í lög- reglumálum hefur verið ákveðið, að stuðlað verði að því af hálfu lög- reglunnar að þeir geri málin upp sín á milli. Tekin hefur verið ákvörðun um hvernig staðið verði að þessu og nú þarf að þjálfa mannskapinn og hrinda þessu í framkvæmd. Mér er það raunar undrunarefni að ekki sé búið að taka þetta upp hér fyrir löngu ef horft er til þess hversu algengt þetta fyrirkomulag er erlendis og hve það hefur gefið góða raun. Aðgerðir af þessum toga hafa verið notaðar þegar ungmenni hafa verið annars vegar, m.a. í Hringnum í Grafarvogi, Gamla apó- tekinu á Ísafirði, í Breiðholti, Kópa- vogi og Hafnarfirði, svo ég nefni þá staði sem koma mér í hug. Nýtt skref verður stigið nú í ár í sam- vinnu við lögregluna í Reykjavík og eins og áður sagði er undirbún- ingur á lokastigi. Ef krakki brýtur rúðu, horfist hann í augu við hús- eigandann að viðstaddri lögreglu og komið er á sáttum, sem felast í því að krakkinn taki ábyrgð og bæti skaðann með einhverjum hætti, þannig að ekki séu sárindi eftir í málinu. Þetta snýst ekki allt- af um peninga. Ef ekki takast sætt- ir, er unnt að skjóta máli hefð- bundna leið með ákæru.“ Mælanleg markmið lögreglu – Með þessu er þá verið að færa ábyrgðina og lausnina nær fólk- inu? „Já, það er ákveðin tilhneiging hjá fólki að kalla alltaf til ríkið. En ríkið er ópersónulegur aðili og á ekki að sýna tilfinningasemi. Skattgreiðendur geta staðið í því að borga manni sem orðið hefur fyrir skaða, af völdum annars en oft er málið óleyst að öðru leyti og ýtir jafnvel undir frekari afbrot. Með sáttamiðlun og sáttafundum er stuðlað að því að brotamenn horfist í augu við gjörðir sínar og afleiðingar þeirra. Í stað þess að þeir séu sektaðir, settir á sakaskrá og dæmdir úr samfélaginu.“ – Hvaða fleiri ráðstafana er grip- ið til? „Lögreglan er farin að setja sér mælanleg markmið, t.d. um að fækka afbrotum um ákveðið pró- sent á ári. Sú áhersla sem lögð er á greiningardeild innan lögreglu skýrist m.a. af því að hún auðveld- ar þessa markmiðssetningu fyrir lögregluna. Hún leggur áherslu á að greina áhættu og grípa síðan til ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir hættuna. Spyrja má: Hvernig á að koma í veg fyrir að glæpahringir frá Litháen nái að festa hér rætur? Hvað hafa aðrar þjóðir gert í þeim efnum? Til þess að svara þessum spurningum þarf greiningu og mat.“ Ástandið í Reykjavík áhyggjuefni – Á að fjölga eftirlitsmynda- vélum í miðborginni? „Ég tel það. En það getur þó að- eins orðið upp að ákveðnu marki. Þú manst, að Seltirningar voru með hugmyndir um að setja upp eftirlitsmyndavélar við sín bæj- armörk. Því var mótmælt og þeir féllu frá því. Þeir fóru síðan þá leið, að höfðu samráði við lögreglu, að semja við Securitas um reglulegt eftirlit í bæjarfélaginu. Sá samn- ingur er í gildi og fréttir hafa ekki borist af innbrotum á Seltjarn- arnesi. Samstarf af þessu tagi er fagn- aðarefni og skýrsla sem gefin var út í vikunni af viðræðuhópi um lög- gæslumál í Reykjavík byggist á því að náin samvinna sé milli lögreglu og sveitarstjórna. Við sjálfstæð- ismenn höfðum að stefnumáli í síð- ustu borgarstjórnarkosningum að borgin yrði ekki síður en ríkið að leggja eitthvað af mörkum til að tryggja öryggi borgarbúa. Lög- reglan sinnir sínu hlutverki, en þetta er samþætt verkefni. Ef sveitarfélagið ræður til dæmis ekki yfir meðferðarúrræðum til að sinna þeim, sem á því þurfa að halda, getur það hæglega dregið úr öryggi borgaranna. Sinni sveitar- félag ekki tilmælum lögreglunnar vegna félagslegra vandamála ung- linga, sem eru kannski versti óvin- ur friðsældar í samfélögum eins og okkar, þá er ekki í mörg hús að venda. Lögreglunni ber að um- gangast slík vandamál á ákveðinn hátt, en það eru félagsmála- og barnaverndaryfirvöld, sem eiga að ásamt foreldrum og forráðamönn- um að sýna þessum ungmennum þá umhyggju sem þarf til að gera þau að betra fólki. Ef þetta sam- starf er ekki gott vegna skorts á umönnun, styttist leiðin að fang- elsisdyrunum. Ég held að ástandið sé þannig í Reykjavík að efla þurfi félagsleg meðferðarúrræði. Ef við Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra Minni brot leyst á sáttafundi geranda og þolanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.