Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. LÖGREGLAN í Reykjavík hefur keypt nýj- an bát sem verður notaður við eftirlitsstörf lögreglunnar á hafsvæðinu frá Gróttu að Hvalfirði. Þórður Þórðarson, varðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík, segir að tilkoma bátsins skipti miklu fyrir lögregluna, en fyrir á lög- reglan einn minni Zodiac-gúmmíbát, sem verður notaður áfram. Nýi báturinn verður formlega afhentur lögreglunni á morgun, mánudag. Þórður segir að nýi báturinn muni nýtast í reglulegu eftirliti lögreglu á svæðinu sem snýr meðal annars að ölvun, réttindum, haf- færum og öðru. Alls verða 30 lögreglumenn þjálfaðir í að vera á bátnum og þrír lög- reglumenn verða til taks allan sólarhring- inn ef eitthvað kemur upp á. Þórður segir að kaupin á bátnum hafi fyrst verið rædd árið 1994 og því fagnaðar- efni að gengið hafi verið frá kaupum á hon- um. Kostnaður við kaup og breytingar á bátnum er um átta milljónir króna en hann var keyptur af Vélasölunni. Báturinn er um sex metra langur og var smíðaður í Pól- landi. Þórður lagði sérstaka áherslu á að með bátakaupunum væri lögreglan ekki að reyna að stíga inn á svið björgunarsveit- anna, heldur kæmi báturinn sem hrein við- bót og gæti nýst við leitir og annað eftir þörfum. Ekki bar á öðru en báturinn færi hratt og örugglega yfir þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins smellti mynd af honum í blíðviðr- inu við Reykjavíkurhöfn. Auk Þórðar eru í bátnum lögreglumenn- irnir Bogi Sigvaldason, Ásgeir Þór Ásgeirs- son og Bogi Baldursson frá Vélasölunni. Lögreglan fær bát til eftirlits Morgunblaðið/Júlíus NOTAÐ eintak af plötu sem íslenska blúshljómsveitin Vinir Dóra gerði með bandaríska píanóleik- aranum Pinetop Perk- ins snemma á síðasta áratug seldist nýverið á 100 dollara, eða 7.200 krónur, á netinu en platan hefur lengi verið uppseld og ófá- anleg. Þetta kemur fram í samtali við Halldór Bragason gítarleikara í Tímariti Morgunblaðsins í dag. „Pinetop er orðinn 92 ára gamall og segir að þetta sé uppáhaldsplatan sín. Hann á enn nokkur eintök sem hann hefur með sér á tónleikaferðalögum og selur. Sá sem gaf plötuna út í Chicago á sínum tíma, Michael Frank, kom hérna með Honey Boy Edwards í vetur og sagði mér að hann hefði bara haft leyfi til að selja hana í þrjú ár og vill gjarnan taka upp þráðinn. Það er því ljóst að við Hilmar Örn Hilm- arsson, sem gaf plötuna út hér heima, verðum að setjast niður á næstunni og fara yfir málið.“ Blúshátíð í Reykjavík hefst á þriðjudag- inn en hún er nú haldin í þriðja sinn. „Það er mikilvægt að hlúa að grasrótinni og það ætlar Blúshátíð í Reykjavík gera,“ segir Halldór. | Tímarit Gömul blúsplata seldist á 100 dollara STÆRSTA og afkastamesta flugvélaverk- smiðja landsins er starfrækt í gróðurhúsi í nágrenni höfuðborgarinnar. Þetta kemur mönnum kannski spánskt fyrir sjónir en taka skal fram að þar eru ekki fram- leiddar breiðþotur, heldur svonefnd fis. Fjögur slík loftför eru í smíðum þessa dag- ana. Vélarnar eru allar af sömu gerð, Sky Ranger, og eru keyptar af framleiðanda í Frakklandi. Einn smiðanna, Ágúst Guð- mundsson hjá Fisfélagi Reykjavíkur, segir að um eitt þúsund slíkar vélar séu til í heiminum í dag. „Rör og dúkur koma til landsins í kassa og við setjum flugvélina saman frá grunni, búk, vængi og annað. Síðan kaupum við mótora í vélarnar, höfum allir verið með 100 hestafla mótora. Við erum líka með skiptiskrúfu, þannig að við getum breytt skurði skrúfunnar á flugi, en það er frekar undantekningin þegar fisvélar eru annars vegar,“ segir Ágúst. Smíðatíminn er frá 160 klukkutím- um en það fer eftir því hvað menn vilja dunda sér lengi við verkið. | Tímarit Morgunblaðið/Ásdís Flugvélaverksmiðja í gróðurhúsi VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni sjálfstæðis- manna, gagnrýndi ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins á fundi flokksins á Akureyri í gær- morgun fyrir að standa ekki við samþykktir landsfundar í málefn- um aldraðra og að hafa ekki tekið á vanda hjúkrunarheimilanna. Hann skoraði á Árna M. Mathie- sen fjármálaráðherra að leysa úr málefnum hjúkrunarheimila og sagði í ræðu sinni á fundinum að sú staða sem upp væri komin væri óviðun- andi. „Þetta er staða sem Sjálfstæðis- flokkurinn á ekki að sætta sig við, hann á að hafa forystu um að breyta og gera hjúkr- unarheimilunum kleift að borga sambærileg laun á við það sem ger- ist hjá sveitarfélögunum,“ sagði Vilhjálmur og beindi því til ráð- herra og þingmanna að vera ekki að kasta þessu máli á milli sín held- ur taka á því og leysa það. Vongóður um nýtt viðhorf Vilhjálmur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt viðræður um málið við fjármálaráðherra um helgina, sem hefði tekið áskorun hans vel. Hann sagðist vera von- góður um að nýtt viðhorf væri kom- ið upp og að fyrirhugaður væri fundur fjármála- og heilbrigðisráð- herra um málið á mánudaginn. Í ræðu sinni gagnrýndi Vilhjálm- ur ráðherra og þingmenn fyrir að hafa ekki staðið við samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins í skattamálum eldri borgara, um að afnema tekjutengingu á grunnlíf- eyri, lækka skerðingarhlutföll tekjutengingar og tryggja að hjón og sambýlisfólk njóti fullra lífeyr- isgreiðslna og almannatrygginga án tillits til tekna maka. „Ég beindi rödd minni að ráðherrum flokksins þegar ég sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn ætti að standa við eigin sam- þykktir en ekki að gleyma þeim eft- ir að landsfundi lýkur.“ Aðspurður segir Vilhjálmur fundarmenn hafa tekið þessum ummælum hans vel. Flokksmenn standa ekki við eigin samþykktir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddi málefni aldraðra á flokksráðsfundi ENGIN fuglaflensa greindist í þeim tæpum tuttugu sýnum úr villtum fugl- um hérlendis sem send voru utan til greiningar í upphafi síðustu viku. Að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýra- læknis var niðurstaða allra sýnanna neikvæð, en um var að ræða saursýni sem tekin voru úr álftum sem ný- komnar voru til landsins og héldu til í Þykkvabænum og hins vegar sýni úr dauðum öndum sem fundust á Poll- inum á Akureyri. Öll sýni neikvæð Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg og Ólafur ásamt syninum Ólafi Orra. HJÓNIN Ingibjörg Kristinsdóttir og Ólafur Ólafsson eru nýkomin ásamt tíu ára syni sínum úr ferð til Síerra Leóne í Vestur-Afríku. Tilefnið var að skoða aðstæður í landinu en þau hafa ákveðið að veita 36 milljónir ísl. króna til uppbyggingar menntaverkefnis Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna í landinu, en fyrir féð verða byggðir 50 skólar þar sem 5.000 börn munu njóta góðrar grunn- menntunar. Sérstaka áherslu leggja þau á menntun stúlkna, sem þau segja frekar geta miðlað menntuninni áfram innan heim- ilanna. Ingibjörg og Ólafur segja landið sérstaklega fallegt og gjöf- ult, en afar stríðshrjáð og lífsskil- yrði slæm. | 36 Styrkja byggingu fimm- tíu skóla í Síerra Leóne
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.