Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 75
miðlunarsýning, minjagripir og fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegn- um söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla daga kl. 11– 18. Sjá nánar: www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/ dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóð- minjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir, hverjir voru það? Veitingar, búð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminja- safni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 11–17. Leiklist Hólmaröst, Lista- og menningar- verstöð | Let It Be – Ástarleikur með Bítlalögum. Frumsaminn söngleikur e. Vigdísi Gunnarsdóttur byggður á tónlist The Beatles. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en Ólafur Þórarinsson út- setti tónlist. Fjallar um krakka í menntaskóla sem eru að undirbúa árshátíð, líf þeirra, ástir og áhyggjur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Leiðsögn um sýninguna H.C. Andersen – Lífheimur. Sunnudagsleiðsögn í boði Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstaða frá kl. 15–16. Loftkastalinn | Stúdentaleikhúsið setur upp verkið Animanina. Verkið er frum- samið. Höfundar eru meðlimir Stúd- entaleikhússins og Víkingur Krist- jánsson, sem jafnframt leikstýrir. Söngur og dans, dramatík og furðuleg- heit. Miðasala: sími 552 3000 e-mail: midasala@loftkastalinn.is www.stu- dentaleikhusid.is Fyrirlestrar og fundir Alanóhúsið | Tólf spora-samtök Debtors Anonymous funda í Alanóhúsinu, Selja- vegi 2, kl. 11–12. Eru skuldirnar að stjórna lífi þínu? Það er til lausn! Sam- tök Hömlulausra skuldara. Krabbameinsfélagið | Styrkur, Samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fund í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 11. apríl kl. 20. Dagskrá: End- urhæfing fyrir krabbameinssjúka hjá Landspítalanum í Fossvogi. Alís Frey- garðsdóttir iðjuþjálfi og Margrét Gunn- arsdóttir sjúkraþjálfari kynna nýjungar í starfseminni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 75 MENNING Íþessum mánuði eru liðin 50 ár frá því gám-ar og gámaskip voru fyrst notuð við vöru-flutninga. „Gámurinn virðist einföld upp-finning þegar við lítum á hann í dag, en sú aðferðafræði til vöruflutninga sem honum fylgdi hefur haft gríðarleg áhrif á vöruflutninga og þró- un alþjóðlegs viðskiptaumhverfis,“ segir Tryggvi Þór Ágústsson, forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. „Tæknin breiðist mjög hratt út um allan heim og eykur mjög á hreyfanleika og lækkar flutningskostnað á vöru milli svæða, þá sérstaklega um lengri vegalengd- ir.“ Gámaflutningar bárust til Íslands á seinni hluta 7. áratugarins þegar Eimskipafélagið tekur í notkun fyrstu gámana. „Að sjálfsögðu hafði þetta mikil áhrif hér á landi og mikil breyting frá því sem áður var þegar menn voru að lesta allan farm niður í stórar opnar lestir, og breytti einnig vörumeðferðinni sjálfri,“ segir Tryggvi. „Þannig sköpuðust, til dæmis, miklir möguleikar til að flytja viðkvæma vöru, sem hefði getað orðið fyrir skemmdum við flutninga í opnum lestum. Fljót- lega verður gámurinn meginaðferð við að flytja vöru til og frá landinu og hefur gámurinn átt samfellda sigurför hér eins og annars staðar í heiminum.“ Tryggvi bætir við að áhrif gámsins séu meiri en margur gerir sér grein fyrir: „Það eru yfirgnæfandi líkur á að nánast hvaða innflutt vara sem keypt er í verslun í dag hafi ferðast ein- hvern hluta af leið sinni um heiminn með gámi. Er svo komið að gámurinn er undirstaða þess að heimsverslun geti átt sér stað með þeim hætti sem er í dag og þannig ættu mörg íslensk fyr- irtæki sem framleiða vöru fyrir erlendan markað eflaust mjög erfitt um vik án þjónustu gámsins.“ Malcom McLean hefur verið eignað að finna upp gáminn og gámaflutningakerfið. Malcolm þessi rak vöruflutningafyrirtæki í Bandaríkj- unum og hafði frumkvæði að því að láta smíða gámakassa á vörubíla og útbúa skip sem hægt væri að hífa þessa gáma beint um borð í. „Fyrstu gámarnir eru fluttir frá Newark til Houston fyrir 50 árum og þegar þeim er skipað frá borði í Hou- ston má segja að ballið hafi byrjað. Í dag er gríð- arlegur fjöldi gáma og gámaskipa í stanslausri notkun og ferðast milli allra heimshorna allan ársins hring,“ segir Tryggvi. Fljótlega voru stærðir gáma staðlaðar til að samræma alla flutninga og hönnun þeirra tækja sem þarf til gámaflutninga. Gámurinn hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og fundin mörg notagildi fyrir hann. Í dag eru bæði til kæli- og frystigámar og jafnvel til gámar sem notaðir eru sem húsnæði. Tryggvi segir erfitt að sjá fyrir enn frekari þróun sem verða kann á gáminum, en ljóst er að gámurinn er kominn til að vera. Flutningar | Sigurganga vöruflutningagámsins hófst fyrir 50 árum í Bandaríkjunum Gámurinn í hálfa öld  Tryggvi Þór Ágústs- son fæddist í Reykjavík 1967. Hann lauk stúd- entsprófi frá Fjöl- brautaskóla Norður- lands 1986 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá HÍ 1993. Tryggvi hefur starfað mikið á sviði flutninga, m.a. sem framkvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Suðurlands, deild- arstjóri flutningadeildar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og síðast sem for- stöðumaður Vöruhótels Eimskipa. Eiginkona Tryggva er Vera Björk Ísaksdóttir, innkaupastjóri Bílanausts, og eiga þau 3 dætur. Zia klikkar. Norður ♠-- ♥D9863 S/AV ♦K109742 ♣83 Vestur Austur ♠Á10652 ♠KDG98743 ♥4 ♥K10 ♦653 ♦-- ♣KG109 ♣ÁD2 Suður ♠-- ♥ÁG752 ♦ÁDG8 ♣7654 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar 5 tíglar Pass 5 hjörtu 5 spaðar Pass Pass 6 hjörtu 6 spaðar Pass Pass 7 hjörtu Dobl Allir pass „Umhverfis jörðina í 80 spilum“ heit- ir bráðskemmtileg bók eftir Zia Mahmood og Bretann David Burn. Zia leggur til hráefnið og sterkasta krydd- ið, en Burn matreiðir af kúnst. Spilið að ofan er frá stórmóti í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og var Zia í austur, en Michael Rosen- berg í vestur. Zia var að vonum undr- andi þegar Rosenberg ströglaði á spaða og ákvað að fara með löndum og láta reka sig upp í slemmu. Allt gekk að óskum lengst af, en norður sá í gegnum blekkingavefinn og fórnaði í sjö hjörtu. Rosenberg kom út með laufgosa, sem gat verið hvort heldur frá G10 eða KG10 eftir þeirra aðferðum. Hvernig á austur nú að verjast? Nánast með tárin í augunum játar Zia að hann hafi tekið fyrsta slaginn með laufás. „Hvílíkur klaufi sem ég gat verið - ef ég set tvistinn, skiptir makker yfir í tígul og við fáum tvær stungur og 800- kall.“ En fylgir því ekki nokkur hætta að dúkka fyrsta slaginn? Nei, segir Zia. Makker á nánast örugglega laufkónginn fyrir innákom- unni, en jafnvel þó að sagnhafi eigi kónginn og fái fyrsta slaginn, kemst hann ekki inn í borð til að svína í hjarta - hann á engan spaða til að trompa og ég veit það! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hvar eru aðstandendurnir? ÉG vinn á einu af hjúkrunarheim- ilum Reykjavíkur sem efndu til setu- verkfalls sl. miðvikudag. Á deildinni sem ég vinn á eru margir ósjálfbjarga sjúklingar sem þurfa mikla aðhlynningu og aðstoð við að klæða sig, borða, nota salerni, komast ferða sinna og svo fram- vegis. Sumir sjúklingar þarfnast líka aðstoðar við að fara út að reykja, til að fá til sín persónulega muni sem þá vantar og sjá til þess að þá van- hagi ekki um neitt sem auðveldar þeim lífið. Nú spyr ég: Þegar setuverkfall okkar hófst, hvar voru aðstandendur þessa fólks? Á því hjúkrunarheimili sem ég starfa við mættu sárafáir að- standendur til að hjálpa heimilisfólk- inu. Ég er svo undrandi á því að að- standendur skuli ekki hlaupa til og hjálpa ástvinum sínum sem eru ófærir um að hugsa um sjálfa sig. Fólkið sem býr á hjúkrunarheim- ilunum er margt ótrúlega einmana og þrátt fyrir að hafa alið önn fyrir börnum og barnabörnum láta að- standendur ekki sjá sig þegar á bját- ar. Mér finnst sárt að sjá myndir af vinum og fjölskyldu uppi um alla veggi vistmanna en enginn kemur. Er þetta orðið þannig í dag að fólk hefur ekki áhuga á því að heimsækja ástvini sína áður en þeir kveðja þennan heim og vera með þeim síð- ustu árin sem þeir eiga eftir? Starfsmaður á hjúkrunarheimili. Þakkarorð til Hótel Arkar UM daginn dvaldi ég í 5 daga á Hót- el Örk með eldri borgurum úr Hafn- arfirði. Viðurgerningur á hótelinu var frábær, allt frá morgunmat að þríréttuðum kvöldmat, þar sem m.a. heimatilbúinn ís var í desert. Kvöld- vökurnar undir stjórn Gunnars, tískusýningarnar og bækur Árna Norðfjörð, og ekki síst elsku fé- lagarnir úr Hafnarfirði, allt hjálp- aðist þetta að því að gera þessa daga ógleymanlega. Hafið þið bestu þakkir fyrir, Sig- urður Tryggvason, starfsfólk og aðr- ir sem stuðluðu að þessum dýrð- ardögum á Hótel Örk. Megi Guð blessa ykkur. Guðfinna Ólafsdóttir, Gerðakoti, Álftanesi. „Till we meet again“ Mig langar að biðja Ómar Ragn- arsson að birta texta við lagið „Till we meet again“ sem hann og fleiri sungu í þættinum Það var lagið hjá Hermanni Gunnarssyni á Stöð 2 fyr- ir nokkru. Með kveðju, Kona úr Njarðvík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ODDNÝ Sigurðardóttir mezzó- sópran heldur í dag, pálmasunnu- dag, tónleika í Hömrum, tónleika- sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Oddný út- skrifaðist frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2000 þar sem hún nam undir leiðsögn Önnu Júlíönnu Sveins- dóttur. Oddný hefur að auki sótt ýmis mast- erclass- námskeið og hlaut leiðsögn Lidiu Vuch í Trieste á Ítalíu. Á tónleikunum flytur Oddný sí- gaunaljóðaflokk eftir Brahms, sönglög eftir Schubert, Grieg, Sigvalda Kaldalóns og Pál Ísólfs- son. Auk þess syngur hún óperu- aríur eftir Verdi, Saint-Saëns og A. Thomas. Undirleikari Oddnýar er Kryst- yna Cortes. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er miðaverð 1.500 kr. Oddný Sigurðardóttir syngur á Ísafirði Oddný Sigurðardóttir ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.