Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ef lífið er skóli … þá hlýtur menntunin að felast í því að verða sífellt betri maður; meiri mann- eskja, ef svo má að orði komast. Bestu nemendurnir eru ekki þeir sem læra efnið utan að, geta þulið hugsunarlaust það sem þeim er sagt að kunna, heldur hinir sem í alvöru skilja námsefnið; sjá í gegn- um frasana og feluleikinn. Bestu nemendurnir eru þeir sem ekki bara skynja – heldur skilja – sam- ferðamenn sína – og vita þar af leiðandi að allir hafa einhverjar byrðar að bera þó vissulega sé far- angurinn misþungur. „Maður, þekktu sjálfan þig“ er gömul speki og ný – því aðeins með því að horfast í augu við okkur sjálf; kosti okkar og galla, styrk okkar og veikleika – öðlumst við skilning á eðli manneskjunnar og hversu brothætt líf okkar og sál er. Ef lífið er skóli … þá var Þorkell vinur okkar fyrirmyndarnemandi. Hann var nógu lífsreyndur til að þora að vera hann sjálfur – og nógu næmur til að sjá í gegnum þykjustuleik okkar hinna. En hann var líka nógu tillitssamur til að hafa ekki orð á öllu sem hann vissi – hann afhjúpaði fólk aldrei – held- ur fylgdist bara með leikritinu og hafði gaman af. Þegar Þorkell tal- aði við fólk þá hlustaði hann með öllum skynfærunum. Þegar hann brosti þá brosti hann með öllu and- litinu – og þegar hann hló – þá kom hláturinn frá hjartanu. Og hann hló bæði oft og svo innilega að maður komst ekki hjá því að skella upp úr sjálfur – þó hann væri staddur í hinu horni stofunnar og maður hefði ekki hugmynd um að hverju hann væri að hlæja. Hann hafði dásamlegan húmor, var einstaklega hlýr maður, sannur vinur vina sinna, óendanlega stoltur af börn- unum sínum og elskaði Kollu út af lífinu. Það má eiginlega segja að hann hafi verið svona „allt eða ekk- ert“ maður. Það sem hann gerði – gerði hann með „stæl“. Hinu ein- faldlega sleppti hann. Ef lífið er skóli … þá útskrifast Þorkell vinur okkar nú með fyrstu einkunn. Hann lærði ljóð lífsins ekki hugsunarlaust utan að – hann skildi þau – og orti sín eigin í hjörtu okkar allra sem fengum að kynnast honum. Hans fegurstu ljóð – og þau sem hann var stoltastur af – eru þó ástarljóðin hans; Kolla, konan hans og hans sex yndislegu börn. Um leið og við þökkum Þorkeli hjartanlega fyrir samfylgdina biðj- um við alla verndarengla veraldar um að vaka yfir Kollu vinkonu okk- ar, börnunum, Maríu mömmu hans, systkinum og öðrum þeim sem þótti vænt um þennan ljúfa mann. Hulda, Inger og Margrét Hilmis. Með sárum söknuði kveð ég kæran vin minn Þorkel Stefánsson. Vinfengi okkar var opið, einlægt og traust, svo aldrei bar skugga á. Þorkell var glæsimenni, skarp- greindur, stórhuga og færðist jafn- an mikið í fang. Í öllum samskipt- um var hann heiðarlegur, réttsýnn og ábyggilegur. Hjálpsamur var hann, örlátur, hjartahlýr og jafnan reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, ætti hann þess kost. Hann var höfðingi heim að sækja, jafn á fallega heimilinu þeirra sem í myndarlega fyrirtæk- inu, sem hann starfrækti. Í fangbrögðunum við þann ÞORKELL STEFÁNSSON ✝ Þorkell Stefáns-son fæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1948. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík laugar- daginn 25. mars síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Neskirkju 4. apríl. grimma sjúkdóm, sem endanlega bjó honum bana, kvartaði hann aldrei – óhagg- anlegur kjarkur og karlmennska ríkti með honum til hinztu stundar. Þegar hann lézt var ég í heimsókn. Andlátið var friðsælt, rétt eins og blíður blundur. Yfir honum látnum hvíldi djúpur friður og sérstök birta einnig með því að sólin geislaði inn um gluggann og ljómaði á ásjónu hans. Þetta var fögur kveðjustund … En nú er hann farinn. Blessuð sé minning hans. Elsku kæra Kolbrún, börnin, María, systkinin og aðrir ástvinir. Við sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur, og erum ásamt ykkur þakklát fyrir, að stríðinu er lokið og fríður fenginn. Látum feg- urstu minningarnar, sem hann eft- irlét, ylja hug og hjarta. Guð blessi ykkur öll og styrki. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Látinn er góður vinur og ná- granni, Þorkell Stefánsson. Hann lést langt fyrir aldur fram á sól- björtum vetrarmorgni 25. mars sl. eftir löng og erfið veikindi. Kynni okkar hófust fyrir um 15 árum þegar þrjár fjölskyldur, Þor- kell, Kolla og undirrituð, settust að á Ála- og Aflagranda. Dætur okkar þrjár, Bergdís, Hera og Nína urðu fljótt miklar vinkonur og smám saman þróaðist gott vináttusam- band milli þessara þriggja fjöl- skyldna sem hefur ávallt haldist síðan. Margs er að minnast. Ótal kaffi- og tebollar hafa verið drukknir við stofuborðin og spjallað um heima og geima. Grillveislur voru haldnar á hvaða tíma árs sem var. Eftir matinn voru svo framreidd skemmtiatriði, fyrst af hálfu elstu stelpnanna okkar og síðan eftir því sem börnin bættust við, urðu þau umfangsmeiri eða fleiri. Í gegnum tíðina hafa verið tveir fastir punkt- ar þar sem þessar fjölskyldur hafa hist. Það eru útihátíðin á Afla- granda um verslunarmannahelgina við varðeld með gítar og gamlárs- kvöld, sem við höfum haldið saman síðustu 10 ár. Stundum hafa fleiri nágrannar, vinir eða ættingjar, slegist í hópinn og eru þetta ógleymanlegar minningar þar sem Þorkels verður sárt saknað. Þorkell velti gjarnan vöngum yf- ir tilgangi lífsins og hvað það væri sem raunverulega skipti máli. Hann vildi búa börnum sínum gott og öruggt heimili og var einstak- lega stoltur af sínu glæsilega fólki. Þorkell var fagurkeri og vildi hafa hlutina fallega bæði að utan og inn- an. Þorkell kom víða við og þekkti marga, hann var vinur vina sinna og hafði gaman af vangaveltum um ólíkar manngerðir. Við þökkum Þorkeli samfylgdina og sendum okkar bestu samúðar- kveðjur til kærra vina; Kollu, Nínu, Fríðu og Jöru, sem og annarra að- standenda. Hver getur siglt, þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt, þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.) Margrét, Jóhannes, Svana, Sigurður og fjölskyldur. Ég er sorgmæddur og sakna vin- ar míns. Þótt öllum væri ljóst að Þorkell yrði ekki langlífur, áttum við ekki von á að hann færi svona fljótt. Ég hafði alið þá von að við ættum eftir að sitja saman fleiri sólríka daga á kaffihúsi, rabba um viðskipti og eilífðarmálin og að fá nokkrar elskulegar prédikanir í viðbót um líferni mitt og lesti. Fyr- ir stuttu var meira að segja verið að skipuleggja laxveiði komandi sumars. Þó ég hafi ekki þekkt Þorkel nema fá ár, var hann fljótur að skipa ríkan sess í lífi mínu og ég hef komist að því að þannig var um svo marga fleiri. Hann átti auðvelt með að eignast vini og hann var duglegur að halda sambandi við þá. Kynni okkar snerust fyrst um við- skipti, en ekki leið á löngu þar til vináttan varð dýpri og trúnaðurinn meiri. Þorkell gaf mikið af sjálfum sér og maður treysti honum betur en mörgum öðrum. Þorkell var mjög frjór og klár í viðskiptum. Hann kom oft á óvart í þeim efnum en áhugasvið hans var svo miklu stærra. Hann var víðles- inn og fróður á mjög mörgum svið- um og gat haldið heilum hópum hugföngnum í frásögnum um ótrú- legustu hluti. Ósjaldan gat hann bent á hliðar mála eða samhengi sem engum hafði dottið í hug. Þó að Þorkell hafi notið mikillar veraldlegrar velgengi síðustu árin hafði hann áður átt sinn skerf erf- iðleika og engum duldist að hann hafði unnið hörðum höndum fyrir sínu. Þetta varð kannski til þess að velgengnin steig Þorkeli ekki til höfuðs og hann mat ávallt andleg verðmæti meira en veraldleg. Mest mat hann þó fjölskyldu sína og ég held að engum manni hafi þótt jafn vænt um börnin sín. Í baráttunni við krabbameinið virtist Þorkeli aldrei detta í hug að leggja árar í bát og mér fannst hann oft frekar vera að berjast fyr- ir börnin en sjálfan sig. Hann vildi geta gefið þeim meira af sjálfum sér, styðja þau og styrkja til enn betra lífs. Ég held hins vegar að hann skilji meira eftir sig en hann grunaði. Vinir hans eru allir betri eftir kynni sín af þessum góða dreng og börnin hafa án efa fengið andlegt vegarnesti sem munu gagnast þeim um alla ævi. Ég votta Kolbrúnu, börnum og öðrum ástvinum Þorkels mína dýpstu samúð. Jens Ingólfsson. Með miklum trega og söknuði sest ég niður til þess að kveðja og votta kærum vini mína virðingu. Við Þorkell áttum samleið í hart- nær 25 ár. Tími sem ég vil meina að við höfum nýtt vel, nú þegar maður horfir til baka að leiðarlok- um. Fyrir það er ég þakklátur. Maður finnur það vel þegar náinn vinur fellur frá, hversu mikilvægt er að nýta vel þann tíma sem við höfum. Þrátt fyrir mun á aldri og lífsreynslu fundum við Keli strax sameiginlegan flöt, áttum auðvelt með að hlæja að sömu fáránlegu hlutunum, báðir lífsnautnamenn sem vildu njóta augnabliksins til fullnustu. Síðast en ekki síst leið okkur vel saman og lærðum að treysta hvor öðrum fyrir hlutum sem lágu hjarta okkar nærri. Við eignuðumst vináttu og trúnað hvor annars, urðum vinir á okkar eigin forsendum. Þorkell var maður mik- illa hugmynda og það sem meira er, hann framkvæmdi iðulega þess- ar hugmyndir. Hann var frum- kvöðull og náði árangri í flestum þeirra verkefna sem hann af elju sinni hratt úr vör. Í þeim efnum var hann mörgum fyrirmynd og leiðtogi. Í einkalífinu var Keli gæfumaður. Með Kollu fann hann félaga og jafningja sem stóð við hlið hans í öllum hans framkvæmd- um og studdi á allan hátt. Þau Kolla eignuðust þrjár dæt- ur, Nínu Hjördísi, Fríðu og Jöru Birnu. Fyrir átti Keli þau Steinunni, Andrés og Ágúst. Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir Kela og fjöl- skyldu hans, einkennst af baráttu við krabbamein sem að lokum náði yfirhöndinni. Það var hins vegar ekki til í karakter hans að gefast upp. Alveg fram á hinsta dag barð- ist hann sem ljón, kynnti sér allar mögulegar leiðir til lækningar sjúkdómsins og var opinn fyrir öll- um leiðum. Hann gleymdi hins veg- ar ekki að lifa lífinu, sinnti fjöl- skyldunni af alúð, ferðaðist og að auki stundaði viðskipti af kappi. Með þessum fáu orðum viljum við Þóra og börnin þakka Þorkeli fyrir hans vináttu og sendum Kollu, börnunum og nánustu fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan mann veita ykkur styrk í sorginni. Geir M. Zoëga. Nú er góður drengur genginn, langt um aldur fram, í blóma lífs- ins. Fréttin um lát Þorkels Stef- ánssonar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, þótt ég hafi vitað um mjög tvísýna baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Þor- keli fyrst á vettvangi starfs míns fyrir fjölda ára og dáðist ætíð að lífsgleði hans og glaðværð. Síðan liðu mörg ár þar til við fórum að hittast aftur og fórum stundum að veiða saman og gistum þá gjarnan í veiðihúsi. Við ræddum þá oft sam- an langt fram á nótt um lífið, til- veruna og tilgang lífsins. Við höfð- um svipaða lífssýn, trúðum báðir á æðri mátt, Guð og framhald eftir þetta líf. Sumarið 2004 fórum við í tveggja daga veiðiferð þrátt fyrir að Þorkell þyrfti að „skjótast“ í bæinn eftir hádegi í geislameðferð og kom aftur um kvöldið og veiddi þá einn lax. Þetta lýsir Þorkeli vel. Ég varð þess áskynja að Þorkell hjálpaði mörgum og margir leituðu til hans með sín vandamál. Ég kveð nú Þorkel með söknuði og er þakklátur fyrir kynni okkar. Kolbrúnu, börnum og ástvinum votta ég innilega samúð mína. Jóhann Bjarnason. Ef þér finnst stjörnuhiminninn fallegur í sveitinni á Íslandi, bíddu þá þar til þú sérð hann í Suður- Ameríku! Það var fátt sem jafn- aðist á við það að liggja uppi á dekki á risaskipi um hánótt og virða fyrir sér stjörnurnar á him- inhvolfinu. Stundum ræddum við um stjörnurnar og siglingar í Suð- urhöfum, þaðan átti Þorkell góðar minningar sem hann deildi oft með mér. Það var fyrir sléttum þrettán ár- um sem ég kynntist Þorkeli og ég held ég megi segja að það hafi tek- ist strax á með okkur góður kunn- ingsskapur og fljótlega vinskapur sem stóð til síðustu stundar. Ég hreifst auðveldlega af Þor- keli, manni sem hafði svo bjarg- fastar skoðanir á hlutunum að ekki var nokkur leið að telja honum trú um annað. Mér þótti alltaf aðdáun- arvert hvað hann var rökhygginn og skynsamur maður. Hann anaði aldrei að neinu óðslega, heldur velti hlutunum fyrir sér frá sem flestum hliðum þannig að þegar niðurstaða lá fyrir var ekki nokkur leið að hrekja hana. Soho, London, Champs Elysees, París, Mondragon, Baskalandi, alltaf hrókur alls fagnaðar; Skemmtilegur, áhugaverður, spennandi, fræðandi, svona var hann. Eins og hendi væri veifað og þú varst kominn í hrókasamræður við bláókunnuga sem aldrei höfðu heyrt minnst á Ísland, af öllum stöðum. Þegar þið kvöddust, varstu búinn að selja enn einum Ísland, hann kom næsta sumar sem túr- isti … Þeir gerast ekki betri sölumenn- irnir. Alltaf hópaðist fólk í kring um Þorkel, hann var iðulega hrókur alls fagnaðar, þannig vildi hann hafa það. Athyglin féll honum vel í geð og hann fór alltaf vel með hana. Það var gott að vinna með Þor- keli og athyglisvert að á öllum þessum árum varð okkur aldrei sundurorða, það er svolítið merki- legt, þrettán ár, geri aðrir betur. Stóðum þétt saman, snerum bökum saman. En, ekki lengur, sjúkdóm- urinn hafði betur en þrátt fyrir að vera í vondum málum, lagði Þor- kell aldrei árar í bát, hann ætlaði að hafa betur, þannig var hann, fastur fyrir og alltaf tilbúinn að storka örlögunum sem og stað- reyndum, og hafðir stundum bet- ur … Þorkell var mikill barnamaður og átti miklu barnaláni að fagna, það var unun að sjá hvað hann var fljótur að breyta gráti í hlátur, hvort sem barnið talaði tyrknesku, taílensku, portúgölsku eða pólsku, alltaf kom bros á lítil andlit þegar hann var nærri. Þorkell var minn mentor og fyrir það fæ ég honum aldrei fullþakkað. Allt sem ég lærði af honum er mér ómetanlegt og mun gagnast mér um ókomna tíð. Betri vin og traust- ari var ekki hægt að hugsa sér, þetta var mín gæfa. Æðruleysi einkenndi Þorkel alla tíð, aðdáunarvert að kynnast slíku. Þegar gaf á bátinn var Þorkell fljótur að finna lausnir á hinum ýmsu málum, hvort heldur þau voru hans mál eða annarra. Hann var ávallt tilbúinn til að rétta öðr- um hjálparhönd ef á bjátaði. Gegn- heill og traustur sínum, eitthvað sem maður hefur að leiðarljósi í líf- inu. Það er með djúpum söknuði og sorg sem ég kveð kæran vin minn. Nú siglir hann á öðrum stað og skoðar framandi stjörnuhimna, Guð blessi góðan vin og þakka þér fyrir allt og allt. Ég og fjölskylda mín vottum Kollu, Nínu, Fríðu, Jöru Birnu, Steinunni, Andrési, Ágústi, Maríu, afabörnunum, systkinum og öðrum ættingjum samúð okkar. Góður drengur er genginn. Sigurður Helgason. Kæri vinur. Mikið varð mér illt við þegar ég sá andlátstilkynn- ingu þína í Morgun- blaðinu þegar ég var að fletta því. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp og verður þín sárt saknað. Kynni okkar hófust 1958 þegar ég tók þátt í sjómanna- deginum í Hafnarfirði í fyrsta sinn. Höfum við unnið saman að sjómann- deginum og öðrum málum fyrir fé- lagana síðan. Aldrei féll skuggi á það samstarf og er ég þér þakklátur fyrir það, vinur. Margar ferðir fór- ÓSKAR VIGFÚSSON ✝ Óskar Vigfús-son fæddist í Hafnarfirði 8. des- ember 1931. Hann andaðist 23. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 31. mars. um við í Grímsnesið ásamt fjölskyldum okkar og vinum úr Sjómannfélaginu og Kára. Tekið var til hendinni við að laga og bæta bústaðina og hafa þá í sem besta lagi og fína. Allt var þetta unnið í sjálf- boðavinnu. Þetta voru alltaf góðar og skemmtilegar ferðir, mikið sungið og trall- að. Kæri vinur, mikill er missir þinnar góðu konu og fjöl- skyldu, en huggun í þeirra miklu sorg er að þú varst heiðarlegur og mikið góðmenni. Við Dóra og fjöl- skylda þökkum áratuga vináttu. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Nicolinu og fjölskyldu þína í þeirra miklu sorg. Hvíldu í friði, kæri vinur. Karel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.