Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ lofar góðu, fyrsti boðinn umþessa mikilvægu árstíð afþreyingar-myndanna birtist um helgina með Ís-öld 2, sem jafnframt er fyrsti stór-smellurinn á ári sem hefur víðast hvar farið rólega af stað. Á kvikmyndakortinu hefst sumarið um mán- aðamótin apríl/maí og stendur til 1. september, raunar erum við oftar en ekki að njóta árstíð- arinnar eitthvað lengur, dreifum minni mynd- unum á lengri tíma, hér verða því kynntar flest- ar helstu sumarmyndirnar í ár. Sem fyrr segir er sumarið gósentími bíóanna og kvikmyndaiðnaðarins, sem bíður þess í ár með meiri eftirvæntingu en oftast áður. Ástæð- an er sú að dregið hefur úr aðsókn vestanhafs og víðast hvar annars staðar. Ísöld 2 er fyrsta myndin sem fer yfir 100 milljón dala markið í ár, sem er síðbúnari árangur en undanfarið. Ástæðurnar eru margar og verða ekki tíund- aðar hér, en það er dagljóst að nú bíða menn „sætra, langra sumardaga“ sem aldrei fyrr. Önnur gild og góð ástæða fyrir nauðsynlegri velgengni stórmyndanna, sem stinga upp koll- inum næstu mánuðina, er vitaskuld sú að þær eru fokdýrar í framleiðslu, Helstu blómin í garðinum; Mission: Imposs- ible 3, X-Men 3, Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest, Superman Returns, The Da Vinci Code, og aðrar slíkar, koma því til með að létta fjárhagsáhyggjur í kvikmyndaiðnaðinum – ef vel gengur. Samkvæmt lögmálinu bregðast örugglega einhverjar þeim vonum en aðrar standa sig betur en reiknað er með. Hvað sem því líður verður óvenju forvitnilegt að fylgjast með hvernig hákarlarnir spjara sig í sumar, svo sannarlega verða margir spennandi kostir í boði, a.m.k. á pappírnum. MAÍ MISSION: IMPOSSIBLE III Leikstjóri: J.J. Abrams. Aðalleikendur: Tom Cruise, Michelle Monaghan, Ving Rhames, Philip Seymour Hoffman, Laurence Fishburne. Spennumynd. Dýrasta frumraun kvikmyndaleik- stjóra (150 millj. dala), er jafnframt þriðja myndin sem byggð er á samnefndri spennu- þáttaröð úr sjónvarpinu. Cruise fer sem fyrr með hlutverk sérsveitarmannsins Ethans Hunt, en erkióvinurinn er leikinn af nýbökuðum Ósk- arsverðlaunahafa, Philip Seymour Hoffman. Myndbálkurinn er einn sá verðmætasti í sögu Paramount, þriðja myndin er veigamikil, ef hún lukkast er ljóst að gullnáman er rétt að byrja að gefa af sér. Lítið hefur verið látið uppi um inni- haldið, þeir sem séð hafa sýnishornin vita að nóg framboð virðist vera af átökum, illsku, hugprýði, spennu, rómantík. Frank Darabount var feng- inn til að ganga frá lokahandriti, en hann er með lunknustu handritalæknum Hollywood. (Frum- sýnd 6. maí.) THE DA VINCI CODE – DA VINCI LYKILLINN Leikstjóri: Ron Howard (Apollo 13., A Beautiful Mind). Tom Hanks, Jean Reno, Aud- rey Tautou, Ian McKellen, Alfred Molina, Paul Bettany. Spennumynd. Mest forselda mynd sum- arsins byggist á samnefndri metsölubók Dans Brown um fræðimanninn Robert Langdon (Hanks), sem er staddur í París þegar honum er tilkynnt að safnvörður í Louvre hafi verið myrt- ur. Morðið á eftir að draga dilk á eftir sér því Langdon kemst á spor leyndardóms frá tímum Krists, sem getur gjörbylt fyrri kennisetningum kristindómsins. Leyndarmálsins hefur verið vandlega gætt gegnum aldirnar af þröngri reglu sem talið hefur marga, fremstu vísinda- og valdamenn sögunnar. Langdon fær aðstoð frá dulmálssérfræðingnum Sophie Neveu (Tautou), í sameiningu nálgast þau lykilinn að leyndar- dómnum í leit sem leiðir þau um heimsborgirnar – í óþökk afla sem eru voldug og ósnertanleg. (Frumsýnd 19. maí). X-MEN 3: THE LAST STAND Leikstjóri: Brett Ratner (Rush Hour I. & II., Red Dragon). Aðalleikendur: Hugh Jackman, Halle Berry, Ian McKellen, Famke Janssen, Anna Paquin, Kelsey Grammer, Rebecca Ro- mijn, James Marsden, Vinnie Jones, Patrick Stewart. Spennumynd. Í lokakafla X-Men-þrenn- unnar, standa ofurhetjuhóparnir tveir, frammi fyrir stórri ákvörðunartöku. Þeim stendur til boða að sleppa úr ævilangri einangrun og út- skúfun úr samfélagi mannanna. Persónunum býðst að losna undan álögum stökkbreyting- anna sem gerðu þær að yfirnáttúrlegum verum með hrikalega, ómennska hæfileika. Vilja ofur- mennin verða venjulegar manneskjur? Spurn- ingin leiðir til átaka milli hópanna tveggja; þess illa, undir stjórn Magneto (McKellen) og góða, þar sem prófessor Xavier (Stewart) ræður ríkj- um. Ákvörðunartakan kostar lokastríð þar sem annað hvort aflið fer með sigur af hólmi. (Frum- sýnd 26. maí). JÚNÍ POSEIDON Leikstjóri: Wolfgang Petersen. (The Perfect Storm, Troy) Aðalhlutverk: Josh Lucas, Kurt Russell, Mike Vogel, Jimmy Bennett, Mia Maestro, Andre Braugher, Richard Dreyfuss. Hamfaramynd. Þeir sem komnir eru af táningsárunum muna margir eftir The Poseidon Adventure, einni af „stórslysamyndunum“ svokölluðu og nutu gíf- urlegra vinsælda á ofanverðri 20. öld. Poseidon er endurgerð þeirrar frægu myndar og segir af hrikalegu sjóslysi. Verið er að slá inn nýja árið á skipsbjöllum skemmtiferðaskipsins Poseidon þegar risavaxin flóðbylgja skellur á því og snýr skipinu við, aðeins kjölurinn ofansjávar. Um borð lifir af hamfarirnar lítill og sundurleitur hópur einstaklinga, sem leitar útgöngu úr dauðagildrunni og eygir örlitla lífsvon á meðan skipið marar í hálfu kafi. Poseidon getur sokkið til botns á hverju augnabliki. (Frumsýnd. 2. júní). OMEN 666 Leikstjóri: John Moore (Behind Enemy Lines). Aðalhlutverk: Julia Stiles, Liev Schrei- ber, Mia Farrow, David Thewlis, Pete Postlet- hwaite, Michael Gambon. Hrollvekja. Frábær hugmynd að frumsýna endurgerð The Omen, einnar eftirminnilegustu hrollvekju allra tíma, á þessum d… degi: 6.6.’06. Biblíu- fróðir menn (og unnendur hryllingsmynda) vita að samkvæmt Opinberunarbókinni er 666 tala Dýrsins – hins illa. Mörgum stendur ógn af henni, hvort sem ástæða er til eða ekki. Hitt er ljóst að dagsetn- ingin er snjöll markaðssetning og skilar örugg- lega því sem til er ætlast. Omen 666 fylgir í stórum dráttum söguþræði frummyndarinnar frá 1976; Antikristur er fæddur og nú eru góð ráð dýr, baráttan milli góðs og ills er hatramm- ari en nokkru sinni fyrr. Leikhópurinn virkar einkar öflugur. (Frumsýnd 6. júní.) CARS Leikstjóri: John Lasseter (Toy Story 1 & 2, A Bug’s Life) Ensk raddsetning: Paul Newman, Owen Wilson, Cheech Marin, Michael Keaton, Tony Shalhoub, Michael Wallis, Paul Dooley, Jenifer Lewis o.fl. Fjölskyldumynd Nýjasta myndin frá tölvuteiknimyndarisan- um Pixar (The Incredibles, Finding Nemo), fjallar, eins og nafnið bendir til, um besta vin mannsins – bílinn. Sá sem heldur um stýrið er Óskarsverðlaunahafinn John Lasseter, en aðal- hlutverkið, Lightning McQueen, er upptjúnað tryllitæki, raddsett af Owen Wilson. McQueen kemst að því að lífshlaupið er aðalatriðið, ekki kappaksturssprettir, þegar hann verður strandaglópur um sinn í bænum Radiator Springs, við gömlu þjóðleiðina Route 66. Hann er að keppa í kappakstri þvert yfir meginlandið ásamt skrautlegum hópi bíla, eins og Porsche- inum Sally, og Doc Hudson (Hudson Hornet ’51, raddsettum af Paul Newman). Miðað við fyrri verk Pixar, ætti ekki að verða skortur á hlát- urgasi. Myndin verður sýnd með íslenskri og enskri raddsetningu. (Frumsýnd 23. júní.) JÚLÍ THE SENTINEL Leikstjóri: Clark Johnson (S.W.A.T). Aðal- leikendur: Michael Douglas, Kiefer Sutherland, Eva Longoria, Kim Basinger. Spennumynd. The Sentinel er samansett úr sígildum spennumyndarhráefnum. Leyniþjónustumað- urinn Garrison (Douglas) er þess fullviss að ný- nasistar hafi lætt sér í raðir starfsfólks Hvíta hússins þegar félagi hans finnst þar myrtur við störf sín. Garrison er látinn taka við stjórninni á rannsókn málsins, en er sjálfur grunaður þegar hann verður fórnarlamb fjárkúgara sem veit að Garrison hefur átt vingott við forsetafrúna. Hann er sviptur embætti og ærunni og verður að fara huldu höfði. En Garrison veit að líf for- setans er í hættu og hann einn getur bjargað honum og sannað í leiðinni sakleysi sitt. (Frum- sýnd 7. júlí) SUPERMAN RETURNS Leikstjóri: Bryan Singer (X-Men I & II). Að- Bíósumarið að bresta á X-menn, Sjóræningjar Karíbahafs- ins og Ofurmennið eru meðal lyk- ilpersóna sem berjast um hylli bíó- gesta við Da Vinci lykilinn og aðrar bíófreistingar í sumar. Sæbjörn Valdimarsson skoðar framboðið hjá kvikmyndaverunum á sumri sem má ekki bregðast. Reuters Tom Cruise fer sem fyrr með hlutverk sérsveitarmannsins Ethans Hunts í Mission Impossible III. Tom Hanks og Audrey Tautou fara með aðalhlutverkin í Da Vinci Code, sem byggð er á samnefndri metsölubók Dans Browns. Jamie Foxx og Colin Farell leika töffara og löggur, sem klæðast hátískufötum, í Miami Vice. Kate Hudson, Matt Dillon og Owen Wilson í Þú og ég og Dupree.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.