Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til sýnis og sölu glæsileg og vel skipulögð, fullbúin 5 herb. „penthouse“-íbúð í Sjálandshverfi, Garðabæ. Íbúðin, sem er á 3. hæð, er 137,7 fm, er með mikilli lofthæð. Fallegar innrétting- ar frá AXIS. Eldhústæki frá AEG, burstað stál. Eikarplanka- parket er á allri íbúðinni nema á þvottherbergi og baðherb. þar eru flísar. Sérgeymsla er í kjallara ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er laus fljótlega. Glæsileg eign með frábæru útsýni. SJÁLAND - GARÐABÆ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Á STRANDVEGI 6, ÍB. 0307 - GARÐABÆ EIGN FYRIR VANDLÁTA Margrét Helga, sími 820 6875, tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Dalhús 95 Eignaumboðið kynnir: Stórglæsilegt endaraðhús á frábærum stað í Dalhús- um. Húsið stendur stutt frá allri þjón- ustu. Frábært útsýni, tvennar svalir í suður. Komið er inn í rúmgóða forstofu með skáp og fatahengi, flísar á gólfi. Komið er á opinn gang úr forstofu sem tengir eldhús, stofu og borðstofu. Glæsilegt gestasalerni er á hæðinni. Gengið er niður tvær tröppur í stofu og borðstofu og er lofthæð þar 2,80 m. Parket á stofu og borðstofu. Þvottahús er á hæðinni með útgangi út í garð. Bjartur beykistigi er upp á efri hæð þar sem eru þrjú barnaherbergi, mjög rúmgóð, stórt svefnherbergi með góðum skápum og litlum svölum. Sjónvarpshol er rúmgott og svalir út frá því. Baðherbergið er flísalagt og með baði og sturtu. Geymsla er á hæð- inni, öll loft eru upptekin á efri hæðinni. Á neðri hæðinni er innbyggður bílskúr þar sem innangengt er úr forstofu. Verönd ásamt skjólvegg er fyrir framan húsið og snýr í suður og vestur. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í síma 580 4600. Verð 45,9 milljónir. Byggingalóðir - Stórikriki í Mosfellsbæ Eignaumboðið: Höfum fengið til sölu 5 einbýlishúsalóðir við Stórakrika í Mosfellsbæ. Lóðirnar eru hlið við hlið í suðurjaðri hverfisins. Standa þær því nokkuð hátt og er lega bakgarða í suður og suðaustur. Frábært tækifæri. Verð 65 milljónir eða 12,5 milljónir hver lóð án gatnagerðargjalda. Sérlega glæsileg íbúð mið- svæðis í Breiðholtinu. Íbúðin er 73,2 fm á 4. hæð í fallegu fjölbýli. Gott aðgengi og lyfta. 2 svefnherbergi, hol, eldhús með borðkrók, stofa, svalir, baðherbergi og geymsla, sameiginl. þv.hús. Verð 15,0 millj. Björn Logi býður ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vesturberg 78 Opið hús í dag frá kl. 15.00 til 16.00 LAUGAVEGUR 168 - TIL SÖLU Vorum að fá í einkasölu stærsta hluta hússins nr. 168 við Laugaveg. Húsið stendur á eftirsóttum stað á horni Laugavegs og Nótatúns með góðu auglýsingagildi. Eignin er á tveimur hæðum, samtals u.þ.b. 1080 fm og skiptist í verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Eignin er öll í útleigu í dag. Góð staðsetning á áberandi stað sem hentar vel fyrir fjárfesta og undir ýmiss konar starfsemi. Byggingarréttur að þremur hæðum. 5706 Nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali ÁRATUGUM saman hefur Landsvirkjun, í okkar umboði, unn- ið í blindni að ótrúlegum nátt- úruspjöllum án þess að þau verk sem þar liggja á teikniborðum hafi verið kynnt frá öllum hliðum eða þau fengið eðlilega um- fjöllun, t.d. hverju skal fórna og hvaða hags- munir eru í húfi, en hver ber ábyrgðina? Áður en ráðist var í framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hreyfðu ýmsir mót- mælum, en þjóðin fékk aldrei þær upplýsingar frá stjórnvöldum sem þeim var skylt að veita svo fólk gæti tekið upplýsta afstöðu til þessarar mestu fram- kvæmdar Íslandssögunnar. Ekki mjög lýðræðisleg vinnubrögð það. Skoðanakannanir voru þó gerðar og niðurstöður þeirra voru að meiri- hluti þjóðarinnar vildi virkja, enda lítið gert úr áliti virtra vísinda- manna og hagfræðinga, sem stóðu gegn þessum áformum. Til ábyrgðar verður þó að draga þá stjórnmálaflokka sem veittu þessu brautargengi. Þeir eru Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Samfylkingin. Fram- sóknarflokkurinn var þarna í forystu og ætti því, samkvæmt vilja meirihlutans, að mælast hátt í skoð- anakönnunum. Því er þó ekki að heilsa og flokkurinn kominn í út- rýmingarhættu. Hins vegar dafnar Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei fyrr og Samfylkingin getur vel við unað. Hver ástæðan er fyrir þessari þróun, veit ég ekki. Nú hefur mikilsvirtu fólki, með sérþekkingu á ýmsum sviðum og fólki sem elskar land sitt, tekist með þrautseigju og óeigingjörnu starfi að opna augu þúsunda fyrir öðrum gildum en stóriðju. Við þessar nýju aðstæður heldur forystusveit Fram- sóknarflokksins fast við sitt, en sem betur fer eru efasemdarraddir frá Samfylkingunni og Sjálfstæðis- flokknum farnar að heyrast um stóriðjuáformin. Í nýjum könnunum halda þeir flokkar þó fylgi. Mikil umræða og barátta hefur verið um verndun Þjórsárvera að undanförnu. Sú umfjöllun virðist ætla að skila sér þannig, að áform Landsvirkjunar verði brotin á bak aftur. Ótrúlegar áætlanir um önnur landspjöll liggja þó fyrir á þeim bæ, t.d. á vatnasvæði Skaftár. Á Skaftársvæðinu eru ólýsan- legar náttúruperlur, Langisjór, Fögrufjöll Skælingar, Lakagígar, Eldgjá, Hólmsárbotnar og áfram mætti lengi telja. Auk náttúrufeg- urðar eru í þetta land- svæði rækilega skráð ummerki eftir stór- brotnar náttúru- hamfarir. Einstök upp- lifun er að aka um þetta svæði eftir veg- slóðum sem fylgja landinu og spilla þann- ig ekki ásýnd þess, svo ekki sé nú talað um að ganga um svæðið og skynja hið stór- brotna. Í mínum huga yrði það stór- slys að reisa þarna mikil mannvirki eða byggja upp vegi. Aftur og aftur hef ég notið gest- risni og náttúrufegurðar í Skaftár- hreppi og mun svo sannarlega halda því áfram ef landið fær að vera í friði. Þá er ég sannfærður um að fólk úr öllum heimsálfum myndi gefa mikið fyrir að fá að njóta þess sem við eigum þarna um alla fram- tíð. Því tel ég afar mikilvægt að vernda þetta svæði og tengja það friðlandi að Fjallabaki og Vatnajök- ulsþjóðgarði og gera að samfelldu friðlandi í stað vígvallar virkjana og miðlunarlóna. Kynningarfundur Vaxandi þungi mun vera hjá Landsvirkjun um að hrinda Skaft- árveitu í framkvæmd og svo í fram- haldinu Skaftárvirkjun, neðar í Skaftá. Að mínu viti þarf ekki sér- fræðinga til að átta sig á hversu mikið er í húfi, en vissulega væri gott ef vísindamenn og staðkunn- ugir létu meira frá sér heyra um af- leiðingar þess að veita Skaftá yfir í Langasjó. Sú ægifegurð sem Langi- sjór býr yfir ætti að gera hann „ósnertanlegan“ (svo notuð sé lýs- ing virts náttúrufræðings um þenn- an stað). Að gera Langasjó að au- rugu uppistöðulóni er skelfileg tilhugsun. Auk þessara áætlana í Skaft- árhreppi er á teikniborðinu 1 stk. Hólmsárvirkjun. Á kynningarfundi Landsvirkjunar og Rarik á Kirkju- bæjarklaustri 11. nóv. 2003 voru sýndar hugmyndir um miðlunarlón fyrir þá virkjun, þ.e. að stífla Hólmsá þar sem hún fellur úr Hólmsárlóni milli Svartafells og Rauðabotns. Hólmsárbotnarnir færu þá undir vatn. Að auki yrðu svo a.m.k. tvö lón neðar í Hólmsá. Þetta væri mikil eyðilegging á þessu frá- bæra svæði. Þá eru uppi hugmyndir um virkjanir í Hverfisfljóti og Djúpá, en það eru þó að mestu órannsakaðir virkjanakostir. Eftir kynningarfundinn hefur kvisast út að Landsvirkjun hafi frestað um sinn vinnu við matsáætl- un Skaftárveitu. Þeim brá víst nokk- uð við þau hörðu viðbrögð sem fram komu gegn virkjunum á svæðinu. Það er þó alveg ljóst að þetta er ein- ungis gálgafrestur og líklegt að unn- in verði ný matsáætlun, og þá fyrir Skaftárveitu og Skaftárvirkjun saman. Lokaorð Það hefur verið undarlega hljótt um Skaftársvæðið að undanförnu, en við skulum vera þess minnug að oft fylgir logn á undan storminum og draumar um stóriðju gætu breyst í martröð. Framkvæmdir á Skaftársvæðinu gætu orðið að veru- leika áður en þjóðinni hefur verið kynnt um hvað er að tefla. Við sem eigum fallegri drauma, hvar í flokki sem við stöndum, megum ekki sofna á verðinum og verðum að sjá til þess að þjóðinni verði kynnt hvað sé í húfi. Logn á undan stormi? Snorri Sigurjónsson fjallar um virkjanaframkvæmdir ’Við sem eigum fallegridrauma, hvar í flokki sem við stöndum, megum ekki sofna á verðinum og verðum að sjá til þess að þjóðinni verði kynnt hvað er í húfi.‘ Snorri Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.