Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORDÓMAR, for- varnir, fræðsla og end- urhæfing verða meg- inþemu ráðstefnu um kynferðisofbeldi sem Blátt áfram stendur fyrir í Kennaraháskóla Íslands þ. 4. maí næst- komandi í samstarfi við Barnaverndarstofu, en hún ber yfirskriftina „Yfirstígum óttann ... stefnan tekin á for- varnir, fræðslu og heil- brigði!“ Markmið ráðstefn- unnar er að skoða all- ar þær leiðir sem sam- félagið getur farið í að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum, en hluti af forvörnum er að takast á við fordóma með fræðslu. Þá þarf einnig að taka ábyrgð á gerend- unum sem veiku fólki og koma með skýr skilaboð um hvernig sam- félagið vill stöðva þann vítahring sem kynferðislegt ofbeldi er. Kyn- ferðisafbrotamenn og -konur þurfa hjálp og spurt er hvert þau geti leitað. Meginfyrirlesari ráðstefnunnar er Robert E. Longo, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, fyrirlesari, þjálfari og rithöfundur, en hann mun tala vítt og breitt um forvarnir, fræðslu, þróun mála, íhlutun og meðferð sjúkra einstaklinga. Longo hefur sérhæft sig í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og meðferð þeirra sem sætt hafa kynferð- islegu ofbeldi. Þá er hann einn af stofn- endum samtaka um meðferðarúrræði fyrir gerendur í kynferð- isafbrotamálum. Svava Björnsdóttir, starfsmaður Blátt áfram verkefn- isins, kynntist Robert Longo þegar hún sat námskeið í S-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2004. „Longo bauð mér í mat og við ræddum mikið saman,“ segir Svava. „Ég hafði mikinn áhuga á hans reynslu af að vinna með gerendur. Hann talaði mikið um að hægt væri að endurhæfa gerendur, en það eru skiptar skoðanir um hvort það sé hægt. Það er þó mikilvægast að ná fólki þegar það er ungt. Það sem forvarnir þurfa að snúast um eru samskipta- og kynlífsfræðsla fyrir ungt fólk. Við getum fyrirbyggt svo margt ef við getum gert það vel.“ Leitað að leiðum til endurhæfingar Longo hefur skrifað margar bækur um málefnið og sína reynslu af starfi með bæði þolendum og gerendum í kynferðisofbeld- ismálum. Þá hefur hann unnið með fangelsismálastofnunum innan BNA um endurhæfingu á ger- endum „Það eru okkar skilaboð hjá Blátt áfram,“ segir Svava. „Við er- um alltaf að reyna að sýna fólki leiðir til þess að vinna sig út úr þessu, hvernig er hægt að ná bata. Þetta er mun jákvæðara en að líta einvörðungu á gerendurna sem vandamálið. Við viljum reyna að sýna gerendunum leiðir til að leita sér hjálpar. Einhvern tíma hefur samfélagið brugðist gerendum. Rannsóknir sýna að þeir sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir ofbeldi. Við þurfum líka að taka ábyrgð á veiku fólki, sem við teljum að gerendur séu, ekki til að fría það ábyrgð heldur til að sýna því leið til að leita sér hjálpar.“ Ráðstefnan er opin fyrir alla sem hafa áhuga á málaflokknum og vilja taka þátt í að breyta íslensku samfélagi, en hún er að sögn Svövu sérstaklega áhugaverð fyrir fag- fólk og nemendur, sem vilja fræð- ast um leiðir til endurhæfingar bæði fyrir þolendur og gerendur í ofbeldismálum. Hægt er að skrá sig á ráðstefn- una á vef Blátt áfram www.blatt- afram.is. Blátt áfram stendur fyrir ráðstefnu um forvarnir, fræðslu og endurhæfingu vegna kynferðisofbeldis Hvernig má stöðva vítahring ofbeldis? Systurnar Sigríður og Svava Björnsdætur eru starfsmenn verkefnisins. Svava Björnsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason ÞEIR ritningarstaðir sem fjalla nei- kvætt um mök fólks af sama kyni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu, og hefur verið beitt gegn samkyn- hneigðum, snerta ekki trúar- grundvöllinn og fordæma ekki sam- kynhneigð sem slíka, né heldur þá einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfrelsi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að ályktun kenningarnefndar þjóð- kirkjunnar um staðfesta samvist sem voru lögð fram til umræðu á presta- stefnu í gær. Hins vegar er í drögunum bent á að ríki heims og trúarbrögð mann- kyns hafi allt til þessa gengið út frá því að hjónaband sé samband karls og konu, en skilgreining kirkjunnar á hjónabandi hafi alla tíð gengið út frá því að Guð hafi skapað manninn og blessað þau. Viðbrögð við áskorun biskups Drögin að ályktun kenning- arnefndar voru viðbrögð við áskorun til biskups á prestastefnu 2005 að „bregaðst við óskinni um að þjóð- kirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hlið- stæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða“. Í drögunum ræðir kenningarnefnd málið út frá biblíuskilningi, sið- fræðilegum hefðum, köllun kirkj- unnar til þjónustu í heiminum og kirkjuskilningi. Ítrekar nefndin að þjóðkirkjan viðurkenni önnur sam- búðarform til viðbótar hjónabandi karls og konu. Þá er einnig ítrekað að þjóðkirkjan styður þá einstaklinga af sama kyni sem staðfesta samvist sína og skuldbindingar. Vilja að fólk fái að segja „já“ Á prestastefnu voru einnig lagðar fram þrjár tillögur helgisiðanefndar kirkjunnar um blessun staðfestrar samvistar sem voru útbúnar að beiðni kenningarnefndar og fór fram um þær fjölbreytt umræða. Formaður helgisiðanefndar, sr. Kristján Valur Ingólfsson, kynnti tillögurnar, sem eru þrjár, en þær voru unnar með hliðsjón af sambærilegum formum í systurkirkjum þjóðkirkjunnar, sem þegar hafa lagt fram slíkar tillögur í helgihaldi, einkum frá Svíþjóð, Dan- mörku og Þýskalandi. Hvatti Sr. Kristján Valur presta til að nota formin á næsta ári og myndu við- brögð við notkun þeirra svo verða rædd á næstu prestastefnu. Gerðar voru tillögur að ritning- arlestrum og sálmum og möguleikar hafðir á því að parið lesi sjálft yfirlýs- ingu sína um trúfesti eða bæn sé sögð yfir handsali þeirra. Ekki er gert ráð fyrir spurningum um vilja til sam- vistar sem svarað sé með jái og segir sr. Kristján Valur það vera vegna þess að um væri að ræða blessun á lögformlegum gjörningi sem þegar hefði farið fram. Það væri til að ekki léki vafi á um að lögformlegur gjörn- ingur sem þegar hefur átt sér stað hafi fullt gildi innan kirkjunnar. Í fyrri hluta umræðna eftir kynningu á tillögunum stigu m.a. Óskar Ingi Óskarsson, sóknarprestur á Ak- ureyri, dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvenna- kirkjunni, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðasókn og sr. Ása Björk Ólafsdóttir, prestur í Fríkirkj- unni í Reykjavík, í pontu og bentu á að ganga mætti lengra í þjónustu við samkynhneigða. Hvöttu margir prestar til þess að kirkjan gengi alla leið og gerði eina athöfn sem næði til allra sambanda, gagnkynhneigðra og samkynhneigðra og viðurkenndi þannig jafna stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Fundu margir mælendur einnig að því að ekki væri spurt um viljann til samvistar, þar sem það stangaðist hvorki á við landslög né kirkjulög. Þar væri um að ræða gjörning sem hefði að lang- stærstum hluta mikið tilfinningalegt gildi fyrir fólk. „Þetta já er svo mikil staðfesting, öll kirkjan, Guð og menn eru vottar að þessu. Það er svo ein- lægt loforð í jáinu,“ segir Ása Björk Ólafsdóttir. „Þessi tilfinning þegar fólk stendur við altarið, frammi fyrir augliti guðs og presturinn spyr hvort maður vilji ganga að eiga þann sem á móti manni stendur, elska og virða og vera trúr. Svo hljómar um kirkjuna stórt „já“. Það er eitthvað sem við munum öll sem höfum gift okkur í kirkju.“ Enginn neyddur til blessunar Kristján Valur segir mikilvægt að fara hægt í sakirnar í viðkvæmum málum. „Við þurfum að leyfa því að spretta sem er að spretta. Við höfum unnið þetta mál í nánu samstarfi við marga aðila,“ segir Kristján Valur, en bætir við að guðfræðilega sé ekkert til fyrirstöðu að spyrja parið um stað- festingu heitanna, en hins vegar sé nú gert ráð fyrir gagnkvæmri yfirlýs- ingu parsins. „Við erum ekki komin svo langt að það sé almenn sátt um spurninguna. Það er engin leið að segja hvað verður eftir ár. Við höfum sannarlega farið hægt, en við höfum farið örugglega. Við höfum ekki þurft að fara til baka. Kirkjan er þungt skip í siglingu og við höfum verið að vinna þennan feril mjög lengi, m.a. í sam- vinnu við trúarhóp samkynhneigðra. Það skiptir máli að vera í sátt og sam- lyndi við alla þá sem koma að mál- inu.“ Kristján Valur segir allar at- hugasemdir sem koma inn eftir reynslutímann verða teknar til greina og verði að vega þær og meta á prestastefnu að ári. Í seinni hluta umræðna komu einn- ig fram sjónarmið presta sem hafa lýst sig andvíga hjónavígslu samkyn- hneigðra. Fögnuðu margir þeirra hinni framkomnu blessun sem vígslu- formi, en sumir sögðust þó ekki vilja framkvæma blessunina eða veita samkynhneigðum í staðfestri samvist blessun. Ítrekaði biskup í tvígang að enginn yrði neyddur til þess verkn- aðar. Fulltrúar á prestastefnu ræddu í gær um tillögur um blessun staðfestrar samvistar „Kirkjan er þungt skip í siglingu“ Morgunblaðið/RAX Miklar umræður fóru fram um ályktunardrög kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist á prestastefnunni í Reykjanesbæ í gær. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.