Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 45 MINNINGAR ✝ Sveinn MýrdalGuðmundsson fæddist í Sandgerði 4. september 1924. Hann andaðist á elli- heimilinu Grund 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Eyjólfsson, sjómað- ur og verkamaður, f. 16.11. 1888 í Fuglavík í Miðnes- hreppi, d. 16.11. 1942, og Guðrún Sveinsdóttir frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, f. 10.9. 1893, d. 31.8. 1973. Systk- ini Sveins voru Björgvin Helgi, f. 1917, d. 2005, Elías Eyjólfur, f. 1919, d. 1987, Ólafía Laufey, f. 1921, d. 2005, Guðlaugur Lauf- kvist, f. 1925, Sigurrós, f. 1925, d. 1925, og Anna Engilrós, f. 1931, d. 1965. Sveinn kvæntist 21.10. 1957 Ásu Lilju Arnórsdóttur, f. 25.9. 1917, d. 13.2. 2005. Sonur þeirra er Sveinn Reynir, f. 27.5. 1960. Kona hans er Naiyana, f. 10.1. 1967, börn þeirra eru Christopher Alex- ander, f. 1996, og Ása Lilja, f. 2002. Dóttir Ásu var Áróra, f. 15.5. 1943, d. 13.11. 2003, mað- ur hennar Hörður H. Bjarnason sendi- herra og börn þeirra Sigríður Ása, f. 1963, Bjarni Ein- ar, f. 1971, og Katla Guðrún, f. 1976. Frá barnsaldri vann Sveinn við fiskvinnslu og sjó- mennsku og nam síðar trésmíði á Eyrarbakka. Að loknu trésmíðanámi flutti hann til Reykjavíkur og starfaði við húsa- smíðar um árabil og öðlaðist meistararéttindi. Á sama tíma lagði hann stund á flugnám í frí- stundum og lauk einkaflugmanns- prófi. Á sjöunda áratugnum stofn- aði hann ásamt öðrum bygg- ingavörufyrirtækið Gler og listar en á seinni árum starfaði hann mest við sjálfstæða viðhaldsvinnu og innréttingasmíði. Sveinn var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 25. apríl. Sveinn Mýrdal Guðmundsson afi minn lést á föstudaginn langa, sadd- ur lífdaga. Hann skipaði stóran sess í lífi mínu og fjölskyldu og minnist ég hans með gleði og þakklæti, kær- leika hans og ósérhlífni. Hann var dæmigerður fulltrúi sinnar kynslóðar frá ungum aldri sem braust áfram úr litlum efnum og skapaði sér gott lífsviðurværi með miklum dugnaði og eljusemi, kyn- slóðarinnnar sem með hörðum hönd- um lagði grundvöllinn að velferðar- þjóðfélaginu í dag. Hann var lista- maður í sínu fagi, trésmíðinni, en eins og títt var áður fyrr var hann jafnvígur á mörg önnur handverk og var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. En fyrst og fremst var hann blíður afi, sem gaf mér alla sína ást og athygli. Hann virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir þá sem hann unni. Hjónaband afa og ömmu ein- kenndist af djúpri gagnkvæmri ást og virðingu og var fráfall hennar honum mikill harmur. Ég trúi því í hjarta mínu að hann sé komin á fund sinnar heitt elskuðu. Ég verð honum ævinlega þakklát og mun minning hans alltaf lifa í hjarta mínu og fjölskyldu minnar. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. (Margr. Jónsd.) Sigríður Ása, Þröstur, Arnór og Áróra Lilja. Nú hefur þú kvatt og ert farinn heim til ranna forfeðra þinna og lát- inna ástvina, vinur minn kær. Þótt slæm heilsa og söknuður vegna miss- is Ásu konu þinnar hafi gert þér lífið erfitt síðustu árin, varstu ávallt sami einlægi og trúfasti vinurinn. Í minn- ingu Inger konu minnar og mín munt þú alltaf lifa sem einn af þess- um gegnheilu og hógværu mönnum, sem sjaldfundnir eru meðal okkar nú til dags. Þú máttir aldrei vamm þitt vita, heiðvirður og hreinn í hugsun, hreinn og beinn í orði. Við munum sakna þín sárt. Vinátta okkar er af gömlum mergi, við kynntumst fyrst þegar ég á stúdentsárunum 1947–́50 bjó og borðaði hjá Sigurgeiri móðurbróður og Ásu á Snorrabrautinni. Þar var oft glatt á hjalla, margt rætt og brall- að. Þú tranaðir þér aldrei fram og ekki varstu margmáll, en íhugull og djúphuga varstu, og oft gamansam- ur. Vinátta okkar hélst alla tíð síðan, þótt um langan tíma ekki ættum margar stundir saman, enda var ég þá lengst af fjarverandi annað hvort erlendis eða úti á landi við nám og störf. Þú varst einstaklega góður og vandvirkur smiður, hagur á næstum hvaða smíði sem var. Þegar við hjón- in fluttumst aftur til borgarinnar fyrir um 20 árum síðan og keyptum okkur hús í Vesturbænum, varst þú smiðurinn okkar. Verk þín voru mörg og alltaf unnin af mikilli kost- gæfni og vandvirkni, þér til mikillar sæmdar. Að lokum vil ég beina sam- úðarkveðjum okkar Inger til fjöl- skyldu þinnar, sem var þér svo ósköp kær. Megi Guð lina sorg þeirra. Einar Tjörvi. SVEINN MÝRDAL GUÐMUNDSSON Kveðja frá samstarfsmönnum í Iðnskólanum í Reykjavík Látinn er í hárri elli góður félagi okkar Sólon Lárusson járnsmíða- meistari og kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Þeim fækkar nú ört kenn- urum sem lögðu grunn að verklegri kennslu í málmiðnum. Eftir að hafa rekið verkstæði í iðn sinni og verið í fararbroddi á vinnu- stað og í samtökum iðngreinar sinnar réðst hann til Iðnskólans og kenndi á námskeiðum í málmiðnum Þetta var árið 1964. Þegar verklegt nám var ákveðið með lögum 1966 og Iðnskólinn í Reykjavík hóf kennslu samkvæmt þeim 1968 var Sólon fastráðinn kenn- ari. Fyrst í húsnæði Landsmiðjunnar og tveim árum seinna í nýrri viðbygg- ingu við Iðnskólahúsið á Skólavörðu- holtinu. Framhaldsdeild í málmiðnaði var komið á veturinn 1975–76 og fór kennslan fyrst í stað fram í húsnæði Ármúlaskóla en fluttist síðan að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Sólon kenndi sem fyrr segir við Grunndeild málmiðna frá byrjun en eftir að framhaldsdeildin var stofnuð fluttist hann þangað. Ein aðal SÓLON LÁRUSSON ✝ Sólon Lárusson,kennari og járn- smiður, fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1915. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 9. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 17. mars. kennslugrein Sólons var eldsmíði sem var við stofnun framhalds- deildar að mestu horfin úr námi nemenda en Sólon endurvakti þá þekkingu og kom mörgum vel á leið. Við kennarar sem hófum störf sem ungir menn við hlið hans minnumst þeirrar virð- ingar og samviskusemi sem hann sýndi jafnan iðngrein sinni og um- hverfi. Hann var frá- bær kennari og þekk- ing hans nýttist nemendum vel þegar út í atvinnulífið var komið. Þetta lifir enn þótt hann sé genginn. Hann var frumkvöðull í verklegri kennslu í sinni iðngrein og oft heyrast eldri nemendur minnast hans og verka hans með hlýhug og þakklæti. Sóloni var Iðnskólinn kær og sýndi það oft í orði og verki. Við hér við skólann minnumst sérstaklega lista- verks sem hann smíðaði og staðsett er hér í skólanum. Þetta er handrið við glugga tengibyggingar á milli gamla hússins og nýju viðbyggingar- innar við sal skólans. Það er smíðað úr flötu stáli og mynda fjórar myndir samfellu sem sýna merki Reykjavíkur, merki Iðn- skólans, merki Iðnaðarfélagsins í Reykjavík, sem átti og rak Iðnskól- ann fyrstu fimmtíu árin, og íslenska fánann. Við samferðamenn hans þökkum fyrir góða kynningu og ánægjulegt samstarf. Börnum hans, sem flest hafa verið nemendur þessa skóla, sendum við samúðarkveður og biðjum honum allrar blessunar. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar Guðbjargar Fanndal Torfadóttur. Fyrstu kynni af fjöl- skyldu hennar voru, er dætur hennar Þórunn og síðan Sigrún gerðust barnapíur Línu elstu dótt- ur okkar hjónanna. Tíminn leið og Berglind fæddist, þá mátti með sanni segja að öll fjölskylda Guð- bjargar væri orðin barnapíurnar okkar. Stelpurnar mínar kölluðu Guðbjörgu alltaf platömmu þar sem hún var uppbót fyrir ömmu á Sigló. Við Guðbjörg náðum strax vel saman og urðum hinar bestu vinkonur þótt aldursmunurinn væri 20 ár. Guðbjörg var þessi sterka kona sem stóð með sínu fólki gegnum súrt og sætt og eins var með vinina. Hún var vinkonan sem maður vissi að óhætt væri að treysta, hún réð manni heilt og sagði sína skoðun. Eftir að barna- píustörfunum lauk urðu ferðirnar ekki jafn margar til hennar en allt- af var vel tekið á móti manni. Þessi dugmikla og þrautseiga kona mátti þola mörg áföllin síð- ustu árin. Fyrst var það missir Sigurðar eiginmanns hennar og svo lést ungur dóttursonur hennar, sem einnig hét Sigurður, af slys- förum og síðast missti hún elsta barnið sitt, soninn Torfa, sem féll frá á besta aldri frá konu og börn- GUÐBJÖRG FANN- DAL TORFADÓTTIR ✝ Guðbjörg Fann-dal Torfadóttir fæddist á Saurhóli í Dalasýslu 2. ágúst 1929. Hún lést á lungnadeild Landa- kotsspítala 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 17. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. um. Eftir þessa lífs- reynslu fann ég fyrst að þessi sterka vin- kona mín hafði aðeins látið bugast. Ég get ekki hætt án þess að nefna að sjaldan hef ég séð jafn sterk og kærleiksrík tengsl milli uppkominna barna og móður eins og ég varð vitni að hjá krökkunum henn- ar Guðbjargar. Tengslin við barna- börnin voru einnig mjög góð. Ég verð einnig að minn- ast á að þótt hún hafi verið södd lífdaga átti hún margar góðar stundir síðustu árin og voru ferð- irnar til Danmerkur að hitta Sig- rúnu og fjölskyldu mikið ævintýri fyrir hana og var greinlegt að hún naut þessara ferða. Við hjónin og börn okkar send- um börnum, barnabörnum og tengdabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi þau ylja sér við góðar minningar eins og við gerum. Jóninna, Grímur og börn. Við systurnar höfum alltaf kall- að Guðbjörgu plat-ömmu, í hvert einasta skipti sem við höfum sagt frá plat-ömmu okkar, hváir fólk við og bíður útskýringa. Guðbjörg var okkur sem amma, þó svo engan skyldleika hafi verið að finna, hún og dætur hennar pössuðu okkur á meðan við vorum að vaxa úr grasi og voru okkur sem heimili að heiman. Heimili þeirra var alltaf fullt af lífi og kærleik og vorum við syst- urnar alltaf velkomnar og mikil til- hlökkun fylgdi alltaf heimsóknum til Guðbjargar. Um leið og stelpurnar voru orðnar of gamlar til að passa börn þá tóku þau hjónin alfarið við, engu skipti hver var heima, jafnvel þó húsbóndinn væri einn þá var mömmu okkar sagt að kíkja bara við með okkur stelpurnar. Mikil vinabönd tókust með fjöl- skyldum okkar, þá sérstaklega milli Guðbjargar og móður okkar og allt fram til síðasta dags var spurt um hagi allra í fjölskyldunni. Við systurnar kveðjum Guð- björgu með þakklæti í hjarta og þökkum fyrir góðar minningar. Við sendum Guðrúnu, Þórunni, Sigga, Sigrúnu, Guðbjörgu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðju. Hvíl í friði, Berglind og Lína. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Vesturvallagötu 1, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 9. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti fyrir sérlega góða umönnun til starfsfólks B-7 á Landspítalanum Fossvogi. Jón Guðmundsson, Valgerður Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þráinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, til heimilis í Lönguhlíð 3, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 16. apríl sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Alfreðsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SIGMARSSON frá Krossavík, lést af slysförum þriðjudaginn 25. apríl. Jarðarför verður auglýst síðar. Fjölskylda hins látna. Sonur minn, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR ÁSBERG HELGASON, Lambhaga, Rangárvöllum, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 24. apríl. Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir, Helga Dagrún Helgadóttir, Steinn Másson, Jón Þór Helgason, Emilía Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ómar Helgason, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Hafdís Þórunn Helgadóttir, Björgvin Reynir Helgason, Hildur Ágústsdóttir, Ingibjörg Jónína, Helga Þóra og María Ósk Steinsdætur, Helgi Svanberg og Þorsteinn Emil Jónssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.