Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 16

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Koenigsegg CCR Bílar á morgun  Sá hraðskreiðasti í heimi á Íslandi SPÁNSKUR humarkaupmaður vildi kaupa óslitin humar á Hornafirði ár- ið 1989 en Spánverjar borða humar til hátíðabrigða um jólin og í gifting- arveislum, enda er Spánn eitt mesta fiskneysluland í heimi. Þessi tilraun með óslitinn humar á Spán á sínum tíma gekk ekki eftir, en komst aftur í gang fyrir nokkrum árum, og nú er svo komið að Spánverjar eru stærstu kaupendur okkar af gæða- humri. Mokveiði humarbáta á Hornafirði fyrstu vikurnar af vertíðinni lofar góðu við að anna helstu mörkuðun- um á Spáni, í Japan og á Ítalíu í heila humrinum og Ameríku í humarhöl- unum. Bátar sem voru á Lónsdýpi í gær og fyrradag fengu veiðiskammt- inn sem þeim var úthlutað í róðurinn á sólarhring, en venjulega tekur þrjá sólarhringa að fiska það magn. Bátar frá Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum hafa verið að komast af stað og fréttist af nokkrum bátum á Breiðamerkurdýpi í góðu fiskiríi í byrjun vikunnar. Þá er bátur frá Grindavík að byrja. Alls staðar er sama sagan, bátum á humarveiðum hefur fækkað til muna miðað við fyrri ár. Skipverjar á Skinney SF 30 voru að taka tvö tonn af afla í bæði trollin á Miðbleyðunni í Lónsdýpi þegar þessi mynd var tekin um miðjan dag á þriðjudag og nægði það til að fylla kvóta veiðiferðarinnar. Sjómenn mæla hins vegar alla veiði í skottum svo aflinn í halinu er um 600 kíló af slitnum humri. Tveir dagar á sjó og tveir í landi til að anna vinnslunni þar til krakkarnir fjölmenna eftir skólasetuna í sumarvinnuna og hægt verður að hafa undan svona góðri veiði, er staðan í augnablikinu. Humarinn ómissandi réttur í giftingarveislum á Spáni Morgunblaðið/Kristinn Benediktssom Vertíð Mokveiði er á humri á flestum miðum nú í upphafi vertíðar. Það tók skipverja á Steinunni SF aðeins einn dag að taka hæfilegan skammt fyrir vinnsluna á Höfn, en þar verður að hafa undan til að halda hámarks gæðum. Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Siglufjörður | „Mér heyrist menn bera sig mjög vel yfir grásleppu- veiðinni. Þetta hefur verið mikill afli þegar menn hafa komist á sjó, þeir hæstu eru komnir yfir hundr- að tunnur af hrognum. En veðr- áttan hefur verið leiðinleg og mjög stopult hvað þeir hafa getað vitjað um netin. Hefði verið þokkalegt tíðarfar held ég það hefði orðið gríðarleg veiði,“ sagði Sigurður Sigurðsson hafnarvörður í Siglu- firði þegar fréttaritari innti hann eftir grásleppuvertíðinni sem nú er að enda. Sigurður sagði að átta heima- bátar hefðu stundað grásleppu- veiðina í vor. Einnig hafa tveir bátar úr Haganesvík lagt upp í Siglufirði. Bátarnir lögðu nær allir þann 10. mars og þar sem þeir mega veiða í 50 daga endar vertíð- in nú um mánaðamótin. Síðustu daga hefur heldur dregið úr veið- inni og telja menn að sú gráa sé gengin upp í fjöruna. Aðalveiðisvæði bátanna í vor hefur verið út af Siglufiirði og Héðinsfirði en hinsvegar hefur verið tregari veiði undan Almenn- ingum sem þó eru hefðbundin og gjöful grásleppumið. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Höfnin Sigurður Sigurðsson, hafnarvörður á Siglufirði, ásamt tveimur grásleppukörlum, þeim Hilmari Zóphóníassyni og Atla Ómarssyni. Góð grásleppuveiði þegar gefur á sjó ÚR VERINU SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra veitti Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Línu- hönnun hf. umhverfisviðurkenn- ingu umhverfisráðuneytisins, Kuð- unginn, á Degi umhverfisins sl. þriðjudag. Dagur umhverfisins var nú haldinn í áttunda sinn og að þessu sinni tileinkaður endurnýtingu og úrvinnslumálum. Sveitarfélög, skólar og allur almenningur hafa verið hvött til þess að huga sér- staklega að umhverfismálum þennan dag. Kuðungurinn er veittur fyr- irtækjum fyrir framlag þeirra til umhverfismála á liðnu ári og var viðurkenningin fyrst veitt árið 1994. Verðlaunagripurinn er kuð- ungur og er nýr hannaður ár hvert af nýjum listamanni. Það er Ólöf Erla Bjarnadóttir leir- listamaður sem hannaði Kuðung- inn að þessu sinni. Kuðungshafinn fær auk þess, í eitt ár frá því að Kuðungurinn er veittur, að nota sérstakt merki sem listamaðurinn Kristín Þorkelsdóttir hannaði. Línuhönnun veitt umhverfisviður- kenning umhverfisráðuneytisins Línuhönnun fékk viðurkenningu umhverfisráðuneytisins. Á myndinni eru starfsmenn Línuhönnunar með umhverfisráðherra, f.v. Guðmundur Þor- björnsson, Ríkharður Kristjánsson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Sigurður Ragnarsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Helgi Þór Ingason. FYRSTI aðalfundur Þrista- vinafélagsins verður haldinn í dag, í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst klukkan 17. Skv. upplýsingum Tóm- asar Dags Helgasonar, for- manns félagsins, mun stjórn- in gera grein fyrir helstu störfum sínum, reikningar lagðir fram og framtíðar- verkefnin rædd, meðal ann- ars flugið í sumar. Er félagið um þessar mundir að kanna undirtektir við áburðarflugið en eins og kunnugt er af fréttum hætti Landgræðslan formlega áburðarfluginu á síðasta sumri og afhenti Þristavina- félaginu landgræðsluflugvél- ina Pál Sveinsson til umsjónar. Að sögn hans stendur til að fljúga um 30 ferðir á svæðinu kringum Þorlákshöfn þar sem dreift hefur verið síðustu árin. Heildarkostnaður við hverja ferð er um 250 þúsund krónur. Vart borgi sig að fara af stað fyrir minna en 30 ferðir en þá geti félagið jafnað út hluta af fastakostnaðinum við trygg- ingar og fleira sem tengist rekstrinum á hverja ferð. Hef- ur félagið skrifað um 40 fyr- irtækjum til að leita eftir fjár- stuðningi þeirra við verkefnið. Undirbúa 30 ferðir á svæði við Þorlákshöfn Morgunblaðið/Þorkell Fyrir dyrum stendur að landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson fljúgi um 30 ferðir og dreifi áburði á svæði kringum Þorlákshöfn í sumar. Þristavinir ræða sumarstarfið á fyrsta aðalfundi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.