Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 62

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ EIN af þeim sveitum sem kemur fram á Vor- blóti, nýrri tónlistarhátíð sem Hr. Örlygur (Iceland Airwaves) stendur að, er skoska salsasveitin Salsa Celtica. Já, eins og nafnið ber með sér blandar þessi ellefu manna sveit saman keltneskri tónlist og suður-amerískri salsatónlist – með þetta líka góðum árangri. Vinsældir sveitarinnar hafa stigmagnast ár frá ári og má segja að hún hafi endanlega slegið í gegn með plötunni El Agua De La Vida árið 2003. Tónleikar sveitarinnar hafa fengið tvo þumla upp alls staðar þar sem hún hefur kom- ið við, stuðið er allsvakalegt og stefnumót þessara tveggja tónlistarstefna eins vel heppn- að og hugsast getur. Allir til Kúbu Leiðtogi sveitarinnar Toby Shippey var vel slakur á kantinum er blaðamaður bjallaði í hann enda grútþunnur að eigin sögn. Þessir Skotar, hugsaði maður ósjálfrátt. Shippey var viðræðugóður og kurteis þrátt fyrir allt- umlykjandi timburmenn og góðum anda blés í gegnum símtólið. Shippey segir í upphafi frá því að sveitin hafi komið til Íslands áður, þá árið 1999. Lék hún þá á opnunarhátíð Nordisk Panorama- kvikmyndahátíðarinnar. Hann vill lítið gera úr þeirri heimsókn en ég spyr hann hins vegar hvort að það sé rétt, að tónlistarsenan í Ed- inborg, þar sem sveitin var stofnuð, hafi hjálp- að til við að koma sveitinni á koppinn. „Já, það er mikið af börum þar með „opn- um“ kvöldum þar sem menn geta komið saman og djammað að vild. Þannig varð nú þessi sveit til. Við hittumst á hverju þriðjudagskvöldi á lítilli krá sem heitir Black Bow’s. Fleiri tónlist- armenn slógust í hópinn, m.a. vegna þess að þeir fengum frían bjór fyrir vikið. Og svo vatt þetta bara upp á sig.“ – En hvernig kom þessi hugmynd upp, að blanda skoskri/írskri tónlist saman við suður- ameríska? „Þetta byrjaði einfaldlega þannig að við komum úr svo ólíkum áttum og allir með mjög ólíkan bakgrunn. Við hófum svo að leika sam- an rómanska (latin) tónlist og þetta þróaðist í þessa átt. Þetta bara „gerðist“, það var aldrei nein stórkostleg áætlun að baki þessu.“ – Og svo slóguð þið í gegn með El Agua De La Vida? „Já … henni farnaðist afskaplega vel og opnaði mörg lönd fyrir okkur. Nú hafa víst komið út tvær safnplötur með okkur í Kólumb- íu. Manni finnst það alveg ótrúlegt! Við byrj- uðum á einhverjum pöbb og erum nú búnir að spila út um allan heim eða því sem næst.“ – Snemma á ferlinum fóruð til Kúbu og dvölduð þar í einhvern tíma … „Já … það var c.a. ’96, frekar fljótt eftir að bandið varð orðið til. Við skröpuðum saman peningum og flugum út án þess að hafa gert neinar ráðstafanir með gistingu, tónleika eða neitt slíkt. Það fyrsta sem við gerðum var að spyrja hvar við gætum keypt batá, sem er kúb- versk tromma (upprunalega frá Nígeríu). Jú, einhver benti okkur á hvar hægt væri að nálg- ast hana og við enduðum á því að spila tólf tíma á dag í Havana, á húsþökum, á börum og meira að segja á trúarhátíðum. Þessi ferð heppnaðist frábærlega.“ Ný plata snúin – Segðu mér aðeins frá nýju plötunni ykkar, El Camino, sem út kom í síðasta mánuði. „Hún hefur gengið rosalega vel og viðbrögð verið góð. Bæði hafa dómar verið góðir og svo hefur hún verið ofarlega á heimstón- listarlistum. Ég er mjög sáttur með hana, við erum að fara í nýjar áttir og tókum hana t.d. upp nánast beint. Vorum snöggir að þessu. Við fengum slatta af gestum frá hinum og þessum áttum, tónlistarmenn frá Shetlandseyjum, Kólumbíu, Kúbu og svo syngur Eliza Carthy með okkur (ein helsta þjóðlagasöngkona Eng- lendinga í dag og dóttir gítarleikarans snjalla Martins Carthy og söngkonunnar Normu Waterson). Það tekur samt á taugarnar að gera svona plötu, þar sem svona blanda getur alveg misheppnast herfilega. En ég er per- sónulega mjög sáttur við útkomuna.“ – Er erfitt að koma krafti sveitarinnar til skila inn á plötu? „Já, það getur verið svolítið snúið. Þarna ertu að vinna með lög sem þú hefur ekkert náð að tilkeyra. Orkan sem næst í hljóðverinu er gjörólík þeirri sem næst uppi á sviði. Við unn- um hana með frábærum upptökumanni, Cal- um Malcolm (Blue Nile, Fish, Moya Brennan, Runrig, Prefab Sprout, Simple Minds…).“ – Hefur þú lent upp á kant við hrein- stefnumenn, í salsatónlist eða þeirri kelt- nesku? „Nei, í rauninni ekki. Það er ekkert sem heitir „hreint“ hvað tónlist viðkemur. Salsa er blanda af hinu og þessu, keltnesk tónlist, rokk- tónlist. Öll þessi form eru bræðingur af öðrum stefnum og eru sem betur fer í stöðugri þróun. Þetta er lifandi fyrirbæri, rétt eins og tungu- málið. Ekkert af þessu er greypt í stein. Tón- listin okkar virkar, það er það sem skiptir máli á endanum.“ Tónlist | Salsa Celtica leikur á heimstónlistarhátíðinni Vorblóti Hrein tónlist er ekki til Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Salsa Celtica leikur á lokadegi hátíðarinnar, sunnudaginn 30. apríl. Tónleikarnir fara fram á NASA en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu hátíðarinnar. www.riteofspring.is www.salsaceltica.com Salsa Celtica: „Þetta byrjaði einfaldlega þannig að við komum úr svo ólíkum áttum og allir með mjög ólíkan bakgrunn.“ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó Sýnd með íslensku og ensku tali eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið The Hills Have Eyes kl. 10.25 B.i. 16 ára When a Stranger Calls SÍÐASTA SÝN. kl. 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6 og 8 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 Þeir heppnu deyja fyrstir... HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS Stranglega bönnuð innan 16 ára - dyraverðir við salinn! Óhugnanlegasta mynd ársins !!! Hvað sem þú gerir ekki svara í símann Fór beint á toppinn í USA The Hills Have Eyes kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára When a Stranger Calls kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 4 og 6 Date Movie kl. 4, 6 og 10 B.i. 14 ára Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Mögnuð endurgerð af Wes Craven klassíkinni frá 1977 eee „Mun betri og harðari en frummyndin“ Ó.Ö.H. - DV eee „The Hills Have Eyes er grimm og andstyggileg en hún hrífur mann með sér mestallan sýningartímann“ SV - MBL „...Prýðileg skemmtun fyrir þá sem kunna að meta ýktan viðbjóð“ ÞÞ - FBL eee LIB - Topp5.is Fyrirtækið Eastman Kodak sem framleiðirmeðal annars kvikmyndafilmur, valdi stuttmynd Erlu B. Skúladóttur til að vera eina af fimm fulltrúum þeirra á Cannes-kvik- myndahátíðinni, sem fram fer dagana 17. til 28. maí í Frakk- landi. Eastman Kodak stendur fyrir sér- stakri dagskrá á Cannes-kvik- myndahátíðinni und- ir yfirskriftinni „Upprennandi kvik- myndagerðarfólk“, þar sem Bjargvætt- ur verður sýnd ásamt fjórum öðrum kvikmyndum. Leikstjórar allra myndanna verða viðstaddir hátíðina. Bjargvættur hefur verið valin til sýninga á meira en 50 kvikmyndahátíðum um allan heim og hefur unnið til 25 verðlauna. Þá hefur Ingvari Þórðarsyni kvikmynda- framleiðanda og athafnaskáldi verið boðið til hátíðarinnar en þar er um að ræða sérstaka kynningu EFP (European Film Productions) á upprennandi kvikmyndaframleiðendum hvaðanæva að úr heiminum og nefnist „Producers on the Move“. Ingvar verður í hópi tuttugu og tveggja framleiðenda sem kynntir verða í bak og fyrir meðan á hátíðinni stendur og þar hafa þeir einnig tækifæri á að kynna eldri verkefni sín sem og þau sem þeir vinna að um þessar mundir.    Fólk folk@mbl.is Töframaðurinn David Copperfield lék áræningja,sem hugðust ræna hann eftir sýningu hans á sunnudag, með töfrabragði. Copperfield var að ganga með tveimur aðstoð- arkonum sínum að rútu sinni þegar bíll með fjórum unglingum staðnæmdist skyndilega fyrir framan þau. Tveir unglinganna stukku vopnaðir út úr bílnum og heimtuðu eigur töframannsins og að- stoðarkvennanna. Báðar konurnar létu af hendi samtals 800 dali og önnur þeirra afhenti auk þess vegabréf sitt, flugmiða og farsíma. Þegar kom að Copp- erfield neitaði hann hinsvegar að láta nokkuð af hendi. Sjálfur segir hann að hann hafi snúið vös- unum sínum öfugt til að sýna þjófunum að þeir væru tómir. Það voru vasarnir hinsvegar ekki því töframaðurinn var með vegabréfið sitt, veski og farsíma í þessum sömu vösum. „Við getum kallað þetta öfugsnúinn vasa- þjófnað,“ sagði Copperfield við dagblaðið The Palm Beach Post. Copperfield náði bílnúmerinu á meðan önn- ur aðstoðarkonan hans hringdi í neyðarlínuna. Unglingarnir voru handteknir skömmu síð- ar og ákærðir fyrir vopnað rán. Þá fengu að- stoðarkonurnar eigur sínar tilbaka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.