Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 44

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ Íslendingar erum því miður Norðurlandamet- hafar í sykuráti og í raun meðal þeirra þjóða í heim- inum sem neyta hvað mests viðbætts sykurs. Þetta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að sporna við þessari þróun. Stefna E-listans, lista Strandar og Voga, hvað þetta varðar er skýr. Stuðla þarf að aukinni heilsueflingu og heil- brigðari lifnaðarháttum strax í upphafi skólagöngu. Sveitarfélagið á að fara fram með góðu fordæmi og leggja sín lóð á vogarskálarnar til að bæta heilsu barnanna okkar. Sveitarfélögin geta haft mikil áhrif á heilsu barna því þau bera ábyrgð á rekstri leik- og grunn- skóla, þar sem börnin okkar dvelja bróðurpart dagsins. Kjarngóður hádegisverður í skólanum Hvers vegna er svona mikilvægt að hafa heilsustefnu? Rannsóknir sýna að hollt mataræði, einkum neysla ávaxta og grænmetis, minnkar líkur á mörgum alvar- legum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum auk offitu. Þótt Íslendingar séu sífellt betur meðvitaðir um mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu er enn svo komið að flestir neyta aðeins tæplega helmings þess grænmetis og ávaxta sem ráðlagt er auk þess sem syk- urneysla hér á landi er alltof mikil. Sykurneysla barna og unglinga gefur þeim næringarlitla orku og á stóran þátt í aukinni offitu. Það er því mikilvægt að börn venj- ist á að borða kjarngóðan og hollan mat allt frá upp- hafi, þannig má sporna við þeirri þróun sem við okkur blasir í dag. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarfélagið Vogar rekur bæði leikskóla og grunn- skóla. Í leikskólanum Suðurvöllum er nú þegar rekin heilsustefna og hefur hann fengið vottun sem heilsuefl- ingarleikskóli. E-listinn vill heimfæra það mikla og góða starf sem unnið er í leikskólanum á sviði heilsuefl- ingar yfir á grunnskólann. Skólinn er mikilvægur hlekkur þar sem stórs hluta þeirra máltíða sem börnin neyta yfir daginn er neytt þar. E-listinn leggur því ríka áherslu á að í mötuneyti skólans verði tekin upp heilsu- stefna og að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar á kjör- tímabilinu. Þannig stuðlum við að auknu heilbrigði án mismununar. Frítt í sund E-listinn mun beita sér fyrir því að grunnskólabörn verði hvött til aukinnar hreyfingar utan hefðbundinna íþróttatíma í skólanum. Börn og unglingar þurfa að hreyfa sig rösklega í um klukkustund á dag ef vel á að vera en aðalnámskrá grunnskóla gerir aðeins ráð fyrir þremur kennslustundum á viku í íþróttir. E-listinn hef- ur því sett sér það markmið að byggja upp náið sam- starf við íþróttafélögin í bænum, bjóða öllum börnum frítt í sundlaug bæjarins og vera þannig framsækið sveitarfélag hvað varðar heilsueflingu. Lengi býr að fyrstu gerð og því verður að líta á heilsueflingu í skólum sveitarfélagsins sem langtíma- verkefni. Við viljum geta litið stolt til baka eftir 10 ár vitandi að við höfum átt þátt í að stuðla að bættri líðan Vogabúa. Vogar vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla heilsu barna og ungmenna í landinu. Heilsustefna í skólamálum Eftir Birgi Örn Ólafsson og Áshildi Linnet Birgir skipar fyrsta sæti og Áshildur áttunda sæti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Lækkun gjalda Íbúar Mosfellsbæjar fá 15% afslátt af fasteignagjöldum, 20% afslátt af leik- skólagjöldum og greiðslur til foreldra með börn í daggæslu hækka um 20% samkvæmt tillögu meirihlutans en allir bæjarfulltrúar samþykktu til- löguna á 440. fundi bæjarstjórnar. Áætluð áhrif þessa eru samtals um 62 milljónir króna. Forsaga málsins er sú að minnihlutinn hefur hrakið meirihluta sjálfstæðismanna hvað eftir annað til að lækka álögur í bæjarfélaginu og er þetta í fjórða skiptið síðan fjárhagsáætlun var lögð fram sem það gerist og telst það sennilega Íslandsmet. Þetta sýnir ekkert annað en örvænt- ingu meirihluta sjálfstæðismanna. Við í B-listanum í Mos- fellsbæ höfum gagnrýnt meirihlutann öll fjögur árin fyrir þessar háu álögur og notað hvert tækifæri til að benda á að það sé ekki mikill vandi að skila rekstrarafgangi ef gjöldin eru hækkuð langt umfram það sem þau þurfa að vera. „Það er dýrt að búa í Mosfellsbæ“ á meðan aðrir geta sagt „það er gott að búa í Kópavogi“. Það hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum hversu dýrt hefur verið að búa í Mosfellsbæ eftir að sjálfstæðismenn komust til valda en þeir breyttu þeirri yfirlýstu stefnu fyrri meirihluta að Mosfellsbær væri fjölskylduvænt bæjarfélag þar sem gjaldtöku vegna þjónustu sem fjölskyldufólk keypti væri ávallt haldið í lágmarki. Bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna hafa sýnt okkur samanburð þar sem Mosfellsbær hefur komið illa út. Bæjarstjóri Kópavogs birtir nýlega á síðum Morgunblaðsins samanburð milli sveitarfélaga þar sem hann tekur sem dæmi að fyrir fjögurra manna fjölskyldu, sem býr í 150 fermetra íbúðarhúsnæði og er með 600 þús. kr. mánaðartekjur, annað barnið er í átta klst. vistun á leikskóla og hitt er í grunnskóla og dægradvöl í tvær klst., þá sé langdýrast að búa í Mos- fellsbæ. Eftir lækkun gjalda má sjá að staða Mosfellsbæjar lagast, en hversu trú- verðugar eru svona aðgerðir? Hefði ekki verið betra fyrir sjálfstæðismenn að stilla álögum og gjaldtöku í hóf allt kjörtímabilið? Gerum Mosfellsbæ að betri bæ. Mér finnst það orðið tímabært að við bæjarbúar tökum höndum saman og gerum Mosfellsbæ að betri bæ til að búa í þar sem fjölskyldan er í fyr- irrúmi og allir njóti jafnréttis, álögum og gjaldtöku verði stillt í hóf og þjónustan verði bætt með það að leiðarljósi að öllum líði sem best. Það vær raunveruleg lífsgæði. Örvæntingarfullir sjálf- stæðismenn í Mosfellsbæ Eftir Martein Magnússon Höfundur skipar 3. sæti B-lista framsóknarmanna í Mosfellsbæ. Sveitarfélag Íþrótta- styrkur Leikskóli Grunn- skóli Útsvar Fasteigna- gjöld Samtals Hlutfalls- munur í % Kópavogur -20 247 79 938 115 1359 0,0 Seltjarnarnes 0 314 102 889 113 1418 4,3 Reykjavík 0 254 112 938 118 1422 4,6 Akureyri 0 246 85 938 173 1442 6,1 Hafnarfjörður -40 317 112 938 153 1480 8,9 Garðabær -20 325 143 897 141 1486 9,3 Mosfellsbær 0 315 79 932 161 1487 9,4 *Mosfellsbær 0 273 79 932 145 1429 5,1 *= áhrif nýsamþykktrar lækkunar komin inn NÝLEGA kynnti meirihluti sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ að þeir ætluðu að veita íbúum bæjarins af- slátt af fast- eignagjöldum og leikskólagjöldum, ásamt því að hækka framlag bæjarins til þeirra foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Vel að merkja þá eru þetta tíma- bundnar ráðstafanir sem gilda eiga frá 1. maí út árið 2006. Sjálfstæðismenn hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu bæjarins, sem er að stærstum hluta tilkomin vegna óhóflegrar skattheimtu, ásamt því að fjármagn til stofnana bæjarins hefur verið lækkað. Meðal annars með þeim afleiðingum að draga hef- ur orðið úr sérkennslu og stoðþjón- ustu í grunnskólum bæjarins. Í tíð núverandi meirihluta sjálfstæð- ismanna hafa bæði fasteignagjöld og leikskólagjöld hækkað verulega og sem dæmi má nefna að fasteigna- gjaldsprósenta er einungis hærri í tveimur öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Fimm mínútum fyrir kosningar koma þeir með ölmusu til kjósenda í von um að ná til baka því fylgi sem tapast hefur með óhóflegri skattheimtu. Þessi dul- búna „arðgreiðsla“ er einungis við- urkenning meirihlutans á þeim of- ursköttum sem þeir hafa lagt á bæjarbúa. Mosfellsbæ verður ekki stjórnað eingöngu með bókfærslu og súluritum eins og sjálfstæðismenn halda, enda sjá þeir fram á fylgistap í kosningunum og grípa því til þess- ara örþrifaráða. Væri ekki einfaldara að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins stæðu fyrir framan kjörklefana og réttu fólki pening fyrir að kjósa sig? Sem betur fer eru kjósendur í Mosfellsbæ það skynsamir að þeir sjá í gegnum svona ómerkilegar kosningabrellur. Ágætu Mosfellingar, verum öll með og losum okkur við núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins með því að kjósa Samfylkinguna í kom- andi kosningum. Atkvæðakaup Sjálfstæðisflokksins Eftir Baldur Inga Ólafsson Höfundur skipar 4. sæti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð hefur verið í forystu fyrir umhverfismálum í Reykjavík á því kjörtímabili sem senn er á enda. Unn- ið hefur verið að fjöl- mörgum málum á því sviði og margvíslegur árangur náðst. Á síðasta ári var vegur umhverfismála aukinn í stjórnkerf- inu með stofnun um- hverfissviðs sem hefur með höndum öll umhverfis- og náttúruverndarmál, hollustuhætti, mengunarmál og mat- vælaeftirlit, sorphirðu, græn svæði, stefnumótun í samgöngumálum, staðardagskrá 21 o.fl. Umhverfisráð fer með hina pólitísku stefnumótun í þessum málaflokkum í umboði borg- arráðs. Með þessum breytingum næst heildarsýn fyrir málaflokkinn og jafnframt sýnir borgin að hún er framsækin í umhverfismálum og vill vera leiðandi í þeim málaflokki á landsvísu. Umhverfissvið leggur metnað sinn í að vera til fyrirmyndar í vistvænum rekstri. Undanfarin 2–3 ár hafa starfsmenn sviðsins þróað umhverfisstjórnunarkerfi sem notað hefur verið sem stjórntæki við rekst- ur og borið góðan árangur. Umhverf- issvið býður nýjum starfsmönnum ekki lengur aksturssamninga heldur leggur þeim til strætómiða, reiðhjól og vistvæna bíla til afnota í vinnunni. Vitundarvakning í umhverfismálum Árangur í umhverfismálum getur ekki orðið án víðtækrar þátttöku al- mennings. Með það að leiðarljósi hef- ur Umhverfissvið lagt aukna áherslu á upplýsingar og fræðslu til almenn- ings og fyrirtækja um umhverfismál. Í því sambandi hefur borgin und- anfarið staðið fyrir vitundarvakningu í umhverfismálum undir kjörorð- unum Virkjum okkur með það að markmiði að vekja borgarbúa til um- hugsunar um mikilvægi þess að fara vel með umhverfi okkar og benda á valkosti í daglegu lífi sem geta skipt sköpum fyrir umhverfi okkar og heilsu. Vitundarvakningin hefur hlot- ið mjög góðar viðtökur og vakið um- ræðu í fjölmiðlum og meðal borgara. Fyrsta Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavíkurborg var samþykkt í febrúar árið 2001. Alls voru um 92 verkefni í hinum ýmsu málaflokkum sett af stað hjá stofnunum og fyr- irtækjum borgarinnar og lætur nærri að um 97% þeirra sé lokið eða komin á rekspöl. Reykjavíkurborg hlaut við- urkenningu umhverfisráðherra fyrir staðardagskrárstarf sitt árið 2004. Nú stendur yfir endurskoðun stað- ardagskrárinnar og er stefnt að því að hún verði samþykkt fljótlega undir heitinu Reykjavík í mótun. Endur- skoðunin hefur verið unnin í gegnum mjög víðtækt samráð og með innleið- ingu hennar munu sk. Álaborg- arskuldbindingar verða innleiddar en Reykjavíkurborg samþykkti að ger- ast aðili að þeim á sl. ári og voru þær undirritaðar nú í febrúar. Samráðs- ferli um Reykjavík í mótun hefur ver- ið mjög ánægjulegt og skilað inn áherslum sem ósennilegt er að hefðu verið smíðaðar við skrifborð sérfræð- inga borgarinnar. Þetta eru aðeins örfá dæmi um ánægjulega þróun í umhverfismálum í Reykjavík sl. ár og sýna að það skiptir máli hverjir halda um stjórn- völinn. Umhverfismál í öndvegi Eftir Árna Þór Sigurðsson Höfundur er borgarfulltrúi og í framboði fyrir VG, í öðru sæti. REYKJAVÍK í dag er öruggari, fjölskylduvænni og þjónustuglaðari en nokkru sinni fyrr. Samfylkingin ætlar að gera gott betra og tryggja að allir fái tæki- færi til að njóta sín. Fjölbreytt húsnæðisframboð, sjálf- stæðir skólar, íþróttir, tómstundir og listnám í skólum, gjaldfrjáls leikskóli og val um þjónustu eftir fæðingarorlof, öruggari umferð, öflug hverfisþjónusta fyrir unga sem aldna. Allt þetta þýðir aukin tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til athafna og samvista. Um leið þýðir þetta kjörskilyrði í Reykjavík fyrir þau fyr- irtæki sem eru í fararbroddi í atvinnulífinu. Mannlífið í Reykjavík í dag er þróttmeira og skemmtilegra heldur en það var allan seinni hluta síð- ustu aldar, að undanskildum nokkrum árum hippatím- ans. Fjör og þróttur Reykvíkinga er útflutningsvara í dag, dregur að erlenda gesti og vekur menn erlendis til lífsins. Öryggi íbúa og þjónusta við þá hefur aukist gífurlega og birtist í kjarki, framkvæmdagleði og áhuga fyrirtækja á að staðsetja sig í borginni. Uppbyggingin sem sést um alla borg er sú mesta í Reykjavík frá landnámi. Ekki er seilst í vasa skatt- greiðenda við fjármögnun þessara stórhuga fram- kvæmda, eins og í Kárahnjúkum. Þjónustuglaðir vinstrimenn í Reykjavík í samvinnu við athafnaglaða framkvæmdamenn hafa hrint af stað meiri og stærri einkaframkvæmdum í borginni, en sjálfstæðismönnum tókst á öllum sínum valdatíma. Galdurinn liggur í að vilja gera vel við borgarana, alla borgarana en ekki bara suma. Reykvíkingum er ekkert gefið og ekkert er niður- greitt. Sjálfstæðismenn dreifðu á hálfri öld borginni um móa og mela meðan miðbærinn drabbaðist niður. Lóðirnar kostuðu að vísu lítið en þjónustan var líka lé- leg vegna útþenslunnar. Ódýrar lóðir Sjálfstæð- isflokksins auka rekstrarkostnað borgarinnar mikið. Það er betra að láta hyggindi og arðsemi ráða við uppbygginguna. Skattar eru háir á Íslandi vegna þess að sjálfstæð- ismenn í landstjórn nota skattana okkar í óráðsíu. Þeir halda úti óarðbærri atvinnustarfsemi með tug- milljarða meðgjöf, neita að kosta hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjavík og vilja síðan að við borgum tolla á Sundabraut meðan þeir drita niður gjafa- jarðgöngum út um allt land. Þeir greiða niður land- skuldir, sem þeir stofnuðu sjálfir til í atkvæðakaupum, skamma svo okkur fyrir að taka lán til að kaupa okk- ur húsnæði. Efnahagur Reykjavíkurborgar byggir ekki á gjafafé og fölskum forsendum. Forsenda velmegunar borg- arbúa er dugnaður fólksins sem byggir borgina og borgarstjórn sem vill auka tækifæri allra til að njóta sín. Árangur í borgarstjórn byggir á áætlunum sem staðið er við. Við höfum gert Reykjavík að enn betri borg þrátt fyrir andóf sjálfstæðismanna í landstjórn og borgarstjórn og getum alveg verið án sérhags- munagæslu þeirra og fyrirgreiðslupólitíkur nokkur ár enn. Reykjavík fyrir alla Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.