Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 37

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 37 UMRÆÐAN First Iceland Business and Investment Roundtable Lead sponsors: Supporting PR agency: Alvöru óveður eða stormur í vatnsglasi? May 15th 2006 | Nordica Hotel, Reykjavik, Iceland Halldór Kristjánsson Group Managing Director and Chief Executive Officer, Landsbanki Hannes Smárason Chief Executive Officer, FL Group Svafa Grönfeldt Deputy to the Chief Executive Officer, Actavis Group Bernt Reitan Executive Vice-president, Alcoa, Group President, Primary Products Jürgen Höfling Managing Director and Chief Executive Officer, DHL Express Nordic Láttu rödd þína heyrast í hópi útvalinna ræðumanna: Jón Asgeir Jóhannesson President and Chief Executive Officer, Baugur Group Og: Nenad Pacek, Director, EMEA, Economist Intelligence Unit Neil Prothero, Editor/Economist, Economist Intelligence Unit Supporting publication: Þessir aðilar munu taka þátt í rökræðum við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, alþingismann og formann Samfylkingarinnar. Thomas Pickering Senior Vice-president, International Relations, The Boeing Company Gengi íslensku krónunnar hefur fallið hratt undanfarnar vikur. Leyndir veikleikar íslenska hagkerfisins hafa komið í ljós. Smæð þess hefur leitt af sér ójafnvægi. Erlendir álitsgjafar hafa jafnvel gengið svo langt að spá því að allt fari á versta veg; framundan sé tveggja ára samdráttur og enn frekara gengisfall krónunnar. Íslensku bankarnir og stjórnvöld reyna hins vegar að róa markaðinn. fl Hvaða áhrif hefði neikvæð atburðarás á hagkerfið og viðskiptalífið og hvað geta stjórnvöld gert til að koma í veg fyrir hana? fl Hversu áhyggjufull ættu yfirvöld að vera vegna gengislækkunar krónunnar? fl Hvaða áhrif kemur þróunin til með að hafa á afkomu þíns fyrirtækis næstu 12 mánuði? fl Ætti Ísland að huga að inngöngu í Evrópusambandið á þessum tímapunkti? fl Hvaða leiðir eru færar til að viðhalda jákvæðum hagvexti? Sven Estwall Senior Vice-president and General Manager, Northern Europe and Baltics, Visa Europe Fjöldi þátttakenda á ráðstefnunni er takmarkaður og því gildir að skrá sig sem fyrst. Skráningu lýkur 5. maí 2006. Á vefslóðinni www.economistconferences.com er að finna nánari upplýsingar um skráningu, rafrænt skráningaform auk upplýsinga um ráðstefnugjaldið. Ítarlegri upplýsingar má einnig fá í tölvupósti hjá Liana Traugott-Hazlie, lianahazlie@economist.com. Í FJÖLMIÐLUM að und- anförnu, hafa verið nokkrar vangaveltur um það hvað valdið hafi flóðbylgjunni stóru í Kötlu- gosinu 1721. Ýmsar vísbendingar benda til þess að gosið hafi verið búið að standa yfir, jafnvel svo dægrum skipti, þegar flóðbylgjan mynd- aðist. Meginreglan hefur þó verið sú í seinni tíð, þ.e.a.s. eftir að glöggar lýsingar eru til af gangi Kötlu- gosa, að aðalhlaupið hafi komið í byrjun goss og staðið gjarn- an í nokkrar klukkustundir. Mönn- um finnst því að það skjóti skökku við að myndast hafi öflug flóð- bylgja svo löngu eftir gosbyrjun sem líkur benda til að orðið hafi 1721. En þarf svo að vera? Eld- stöðin Katla hefur löngum verið ólíkindatól. Líklega hefur hún komið grönnum sínum á óvart jafnoft og hún hefur gosið. Minna má á að í Mýrdalsjökli er stór askja sem gos verða í, hér og þar og kannski á mismunandi stöðum í einni og sömu goshrinunni. Stað- setning gossins getur haft afger- andi áhrif á hegðan hlaups eins og dæmin sanna. Það þarf því engan veginn að vera ólíklegt að ham- farahlaup niður Mýrdalssand hafi valdið flóðbylgju á hafi úti þótt það hafi komið alllöngu eftir byrj- un goss. Það vill svo til að til er, að sumu leyti greinargóð lýsing sjónarvotts á atviki sem gerðist í því „maka- lausa“ Kötlu- gjárhlaupi sem varð 1721. Sjónarvotturinn er enginn annar en Runólfur Jónsson, þá bóndi á Höfðabrekku. Um þær mundir stóð Höfðabrekku- bærinn uppi á klett- unum og því góð yf- irsýn af bæjarhlaði yfir vettvanginn. Haft er eftir Run- ólfi m.a: „Hlaupið kom í þrennu lagi. Og þegar þau tvö fyrstu voru undan gengin en stíflað fyrir það þriðja, varð vatnsgangurinn svo mikill að þegar hann stóð við bæjardyr sínar og horfði á vatns- gusurnar á sandinum, hefðu þær borið við sem þær væru svo háar sem kirkjumænirinn.“ Hvað er Runólfur að segja? – „Hlaupið kom í þrennu lagi.“ – Gaman hefði verið ef hann hefði getið um hve langt leið á milli þessara þriggja hlaupa. Hið fyrsta hefur trúlega verið „hefðbundið“ hlaup í upphafi Kötlugoss og lík- lega staðið í nokkrar klukkustund- ir. En hve langt leið á milli þess- ara hlaupa liggur ekki fyrir svo mér sé kunnugt. Sömuleiðis gætu þetta verið hlauphrinur alllöngu eftir að gos byrjaði. Mér verður hugsað til hamfara- hlaupsins úr Gjálp eða öllu heldur úr Grímsvötnum fyrir áratug eða svo. Þar var nú eitt og annað sem kom flatt uppá okkur, jafnt leika sem lærða. Og skal það engan undra. Hvað segir svo Runólfur bóndi um þriðja og síðasta hlaupið? „Og þegar þau tvö fyrstu voru undan gengin en stíflað fyrir það þriðja varð vatnsgangurinn svo mikill, að þegar hann stóð við bæjardyr sín- ar og horfði á vatnsgusurnar á sandinum, hefðu þær borið svo við sem þær væru svo háar sem kirkjumænirinn.“ Í þetta sinn hafa trúlega risa- vaxnir jakar, blandaðir öðrum smærri, myndað öfluga stíflu. Hún hefur greinilega verið í sjónmáli úr bæjardyrum á þáverandi bæ á Höfðabrekku og því drjúgum spöl neðar en núverandi brú á Múla- kvísl. Sagt er að hæðir þær sem nú eru þarna og nefnast venjulega Höfðabrekkujökull hafi orðið til í hlaupinu 1721. Það þögla vitni segir bæði til um mikilfengleika hlaups og staðsetningu. Hvað gerðist svo þegar stíflan brast og kannski nokkrar milljónir tonna af vatni steyptust fram í átt til sjávar? Hamfaraflóð í nokkrar mínútur á stærð við 100–200 Þjórsár! Aðstæður þarna voru nokkuð á annan veg en nú er: Fjöruborð skammt undan og halli trúlega meiri í átt til sjávar. Þegar svo stíflan brast hefur flóðið kastast af stað í átt að fjöruborði. Vatnið sem verið hefur fyrir í farveginum hefur svo orðið til þess að fremsti hluti hlaupsins reis og skall sem veggur fram í sjó. Varðandi flóðbylgjuna sem myndaðist þarna 1721 geta verið ýmsar aðrar skýringar, en í mín- um huga er þessi sú sennilegasta. Heldur finnst mér mikið vera gert úr hugsanlegri flóðhæð i höfninni í Vestmannaeyjum í áð- urnefndum vangaveltum. Flóð- bylgjan 1721 olli þar að sönnu tjóni, en þá voru aðstæður talsvert aðrar en nú. Þá virkaði lögun „hafnarinnar“ eins og trekt móti bylgjunni en nú dempa hafnargarðar og nýja hraunið ásamt sjávarkambi bæði hraða bylgjunnar og efnismassa. Þá er einnig upplýst, að í Frakk- landi sé verið að athuga með hjálp reiknilíkans hvort jökulhlaupið sjálft nægi til að byggja upp flóð- bylgju. Setjum svo að reiknilíkanið segi nei við spurningunni. Hvað þá um sjónarvotta sem horfðu á þetta gerast 1918! Ekki var Guðgeir kennari í Vík að skrökva? Með fullri virðingu fyrir tölvum og reiknilíkönum myndi ég síst af öllu treysta þeim til að reikna „Kötlu gömlu“ út, svo vit væri í. Hugleiðingar um flóð- bylgjur frá Kötluhlaupum Heimir Þór Gíslason fjallar um reiknilíkön og Kötlugos ’Með fullri virðingu fyrirtölvum og reiknilíkönum myndi ég síst af öllu treysta þeim til að reikna „Kötlu gömlu“ út, svo vit væri í.‘ Heimir Þór Gíslason Höfundur er fyrrverandi kennari. Hlíðasmára 11, Kóp. sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.