Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 33
UMRÆÐAN
VÍS er sá sem víða fer – var yf-
irskrift á auglýsingu frá Þjóðminja-
safni Íslands til leikskóla í Reykjavík
eftir að það var opnað
aftur eftir breytingar.
Öllum fjögurra ára
börnum var sér-
staklega boðið að koma
og fræðast um Þjóð-
minjasafnið.
Það er hverju barni
hollt og nauðsynlegt að
kynnast því samfélagi
sem það lifir í. Leik-
skólar eru í mismun-
andi umhverfi í at-
vinnulegu, félagslegu
og menningarlegu til-
liti. Leikskólastarf á
hverjum stað mótast
eðlilega af þessum ytri
skilyrðum. Þjóðminja-
safnið hefur verið
sterkur áhrifavaldur í
starfsemi þeirra leik-
skóla sem standa því
næst í Vesturbænum.
Það var því mikil gleði
þegar safnið var opnað aftur og börn-
in gátu farið og skoðað gömlu beina-
grindurnar ásamt ýmsu öðru sem til-
heyrir gamla tímanum. Gamlir munir
hafa góð áhrif á börn og vekja þau til
umhugsunar um þann tíma sem eitt
sinn var. ,,Í gamla daga voru allir
gamlir“, sagði ein stúlka er verið var
að ræða um gömlu dagana.
Safnið hefur tekið miklum stakka-
skiptum. Leikherbergin eru til mik-
illa bóta fyrir börnin. Þar fá þau að
prófa og máta ýmsa hluti sem tengj-
ast safninu. Það hefur mikið að segja
að börn fá að upplifa hlutina í um-
hverfinu á eigin forsendum. Börn
þurfa að fá að snerta og spyrja því
það er þeirra leið til að skilja heiminn
og læra. Hlutverk full-
orðna fólksins er að
skapa ákjósanlegt um-
hverfi fyrir börnin.
Þjóðminjasafninu hefur
tekist það bærilega.
Í leikskólum er yf-
irleitt ekki ákveðið fyr-
irfram hvað skal vinna
með, heldur fá börnin að
ráða. Útkoman kemur
því oft á óvart og verður
oft á tíðum önnur en lagt
var upp með. Börnin eru
klár og ef þau fá að njóta
sín með hugmyndir sín-
ar og þróa þær verður
útkoman oft á tíðum
stórfengleg.
Leikskólar Vest-
urbæjar ákváðu að
vinna sameiginlega að
einu stóru verki, sem
sýnir hugmyndir
barnanna um Þjóð-
minjasafn Íslands. Listaverkið verð-
ur til sýnis í Þjóðminjasafninu frá 27.
apríl – 12. maí og mun hanga við
kaffistofuna. Á sama tíma verður opið
hús í öllum leikskólum Vesturbæjar
þar sem afrakstur vetrarstarfsins
verður til sýnis.
,,Vís er sá
sem víða fer“
Soffía Þorsteinsdóttur segir frá
sýningu fjögurra ára leikskóla-
barna í Þjóðminjasafni Íslands
Soffía Þorsteinsdóttir
’Það er hverjubarni hollt og
nauðsynlegt að
kynnast því sam-
félagi sem það
lifir í.‘
Höfundur er leikskólastjóri
Sæborgar.
ERT þú sögumaður? Þú hugsar
kannski ekki um þig sem sögu-
mann og sérð e.t.v. ekki tengslin á
milli grísku goðafræðanna og við-
skipta. Þú gætir jafn-
vel álitið sem svo að
sögumaður sé einhver
sem ýkir og fer frjáls-
lega með sannleikann.
Staðreyndin er hins
vegar sú að ef þú ert í
stöðu þar sem stjórn-
un eða fræðsla er
hluti af þínu starfs-
sviði og markmið þitt
er að ná hámarks ár-
angri þá eru miklar
líkur á því að þú notir
eitthvað af þeim að-
ferðum sem hinir upp-
runalegu sögumenn notuðust við
fyrir mörgum öldum síðan.
Á morgun, föstudaginn 28. apríl,
mun fyrirtæki mitt standa fyrir
námstefnu á Nordica Hotel þar
sem fjallað verður um söguformið
og stjórnun. Yfirskrift námstefn-
unnar er „Change through story-
telling“ og er Margaret Parkin fyr-
irlesari. Margaret hefur skrifað
þrjár metsölubækur á þessu sviði
og er vinsæll fyrirlesari um allan
heim. Það er því mikill fengur fyrir
þá sem starfa á sviði stjórnunar að
fá hana hingað til lands og eiga
þess kost að hlýða á hana og jafn-
vel tileinka sér fræðin hennar.
Mannfræðingar segja t.d. að í
mörgum hefðbundnum ættbálkum
hafi hæfileikinn til að
segja frá verið eig-
inleiki sem varð til
þess að viðkomandi
var valinn til að leiða
ættbálkinn. Sögumenn
fyrr á tímum áttuðu
sig á því að besta leið-
in til að hjálpa fólki að
muna væri sú að
skapa lifandi og æv-
intýralegar myndir í
huga hvers og eins og
flétta upplýsingarnar
inn í þá mynd. Eftir
því sem myndin sem
dregin var upp var ævintýralegri,
þeim mun auðveldara var að muna
inntak sögunnar. Þannig urðu til
illar nornir, fljúgandi svín o.s.frv.
Söguformið er jafnframt gagnvirkt
þar sem hlustandinn er þátttakandi
í framvindunni. Það getur hjálpað
einstaklingnum, hann verður síður
gagnrýninn og þ.a.l. móttækilegri
fyrir breytingum og nýjum hug-
myndum. Söguformið er máttug
leið til samskipta og virkar alls
ekki sem stjórnunartæki og við-
brögð verða jákvæðari frekar en
þegar notuð er „brettum upp erm-
arnar“ aðferð.
Í upphafi fundar eða námskeiðs
er hægt að nýta sér einfaldar að-
ferðir til að leggja grunninn að
þeirri vinnu sem fram undan er.
Tilgangurinn er að fá starfsmenn
til að íhuga og endurspegla hvert
hlutverk þeirra er, teymisins, við-
skiptavina, fyrirtækisins og þess
háttar.
Ef verið er að stjórna litlum hópi
fólks, þá er það vel þekkt að nota
sögur sem „case studies“ sem og til
að hvetja til umræðna. Einnig er
hægt að nota sögu sem aðgerð-
aráætlun en það er mögulegt bæði
þegar um einstakling er að ræða
og teymi fólks.
Sögur geta virkað vel við lok
fundar eða námskeiðs, bæði til að
draga saman efnisþætti sem og til
að skapa heild. Sagan getur undir-
strikað og varpað ljósi á þær
áherslur sem máli skipta.
Þegar komið er að sögulokum fer
best á því stoppa, ekki halda áfram
að tala heldur gefa andrými svo
áheyrendur geti hugleitt það sem
fram hefur farið. Það er þá sem
töfrar sögunnar í raun gerast …
Stjórnun breytinga
Lísbet Einarsdóttir
skrifar um stjórnun breytinga
í gegnum söguformið ’Söguformið er máttugleið til samskipta …‘
Lísbet Einarsdóttir
Höfundur er framkvæmda-
stjóri Lectura ehf.
TENGLAR
..............................................
www.lectura.is
www.trainingoptionsuk.com.
ÞESSI spurning kom upp í
huga mér þegar ég las blöðin um
daginn. Nú eru þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins að hlaupa út und-
an sér, bera kápuna
á báðum öxlum og
eru bæði í stjórn og
stjórnarandstöðu
svona eins og hentar.
Framsóknarmenn
hafa leitast við að
vera heilir í stjórn-
arsamstarfinu og
standa við gerða
samninga, þrátt fyrir
að stundum hafi kal-
eikurinn verið beisk-
ur. Framsóknarflokk-
urinn tók þátt í
dansinum kringum
fjölmiðlafrumvarpið
þrátt fyrir að í þing-
flokknum væru um
það mjög skiptar
skoðanir og margar
efasemdarraddir.
Framsóknarmenn
tóku þátt í að einka-
væða Símann og selja
grunnnetið, enda
málið kynnt með
þeim hætti að það væri óaðskilj-
anlegur hluti Símans. Nú er annað
komið á daginn og ýmislegt sem
bendir til að ráðuneyti samgöngu
og fjármála hafi ekki sagt allan
sannleikann í þeirri einkavæðingu.
Framsóknarmenn tóku þátt í að
setja Ísland á lista hinna viljugu
og er langt frá því að um það hafi
verið einhver sátt, en þegar menn
eru í samstarfi leggja menn ým-
islegt á sig til að halda friðinn og
til að tryggja eigin málum fram-
gang þarf stundum að sætta sig
við aðra niðurstöðu í einstökum
málum en þá sem menn helst
hefðu óskað sér.
Nú eru þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins á móti frumvarpi iðn-
aðarráðherra um Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands. Þeir virðast
helst hafa það á móti frumvarpinu
að þeir skrópuðu á kynningu ráð-
herra á frumvarpinu og efni þess
og eru sárir yfir því að ekki hafi
verið haldinn aukatími fyrir
skrópagemlingana.
Sjálfstæðisflokkurinn í heild
neitar að horfast í augu við stað-
reyndir þegar ræða á stöðu ís-
lensku krónunnar sem örmyntar í
alþjóðlegu samhengi. Flokkurinn
afgreiðir alla umræðu um stöðu
Íslands í Evrópu með gömlum
marghröktum klisjum og forðast
alla málefnalega um-
ræðu, bæði innan eig-
in raða og úti í þjóð-
félaginu.
Ábyrgur flokkur
eins og Framsókn-
arflokkurinn getur
ekki endalaust slegið
mikilvægum málum
samfélagsins á frest af
því samstarfsflokk-
urinn hefur ekki kjark
til að horfast í augu
við samtímann. Fram-
sóknarmenn hafa alla
tíð lagt áherslu á að
tryggja að allir hafi
næga vinnu. Traust og
öflugt atvinnulíf er
forsenda fyrir góðu
velferðarkerfi.
Til þess að tryggja
áframhaldandi hag-
sæld er nauðsynlegt
að horfa fordómalaust
á þá kosti sem Íslandi
bjóðast í samfélagi
þjóðanna og í því samhengi tel ég
augljóst að það liggur nær Íslend-
ingum að kanna kosti þess að taka
upp evru á Íslandi, en að gera frí-
verslunarsamning við Kína.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
er á flótta í utanríkismálum og er
nú svo komið að hann hallar sér
að Kína á sama tíma og vestrænar
þjóðir hafa sívaxandi áhyggjur af
flæði ódýrrar vöru frá Kína ætlar
hann að opna dyrnar upp á gátt.
Allt til þess að halda í úrelta hug-
myndafræði Davíðs Oddssonar að
betra sé að stinga höfðinu í sand-
inn en að ræða málin.
Er ekki komin tími til að fram-
sóknarmenn gefi íhaldinu frí frá
landsstjórninni og láti reyna á það
í samstarfi við Samfylkingu hvort
við náum ekki viðunandi lendingu
í aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið, íslenskum fyrirtækjum og
íslenskum fjölskyldum til heilla.
Er þetta ekki
orðið ágætt?
G. Valdimar Valdemarsson
fjallar um stjórnmálaástandið
G. Valdimar
Valdemarsson
’Er ekki kominntími til að fram-
sóknarmenn gefi
íhaldinu frí frá
landsstjórn-
inni…‘
Höfundur er kerfisfræðingur
og félagi í Framsóknarflokknum.