Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 48

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Þor-steinsdóttir fæddist í Knútsborg á Seltjarnarnesi 28. okt. 1909. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 9. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórkatla Eiríksdótt- ir, f. 21. júlí 1874, d. 22. jan. 1966, og Þor- steinn Jóhannsson, f. 27. apríl 1876, d. 17. júlí 1944. Þuríður var eitt af tíu systkinum, en af þeim komust sex til fullorðins- ára, þau Björgvin, Lúðvík, Krist- jana, Halldór og Þorsteinn. Öll eru þau látin. Þuríður giftist 19. des. 1931 Guð- mundi Helgasyni bakara, f. 19. jan. 1909, d. 25. mars 1972. Börn þeirra eru: 1) Jón, málari, f. 13. jan. 1932, kvæntur Valgerði Jónsdóttur sér- kennara, f. 26. júní 1939. Synir þeirra eru: a) Pétur Lúðvík, hann á þrjú börn, kona hans er Rannveig Jóna Hallsdóttir. b) Helgi Viðar, hann á tvær dætur, kona hans er Sigurborg Lilja Marquez. c) Bjarni Þór, kona hans er Auður Ester Guð- laugsdóttir. Fyrir átti Jón dótturina Dorle Cornliu, hún á fjögur börn, maður hennar er Carl Heinz Cernicky. 2) Margrét Þórkatla, húsmóðir, f. 21. jan. 1934, gift Þráni Guðmunds- syni, fyrrv. skóla- stjóra, f. 24. apríl 1933. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, hún á þrjú börn. b) Guð- mundur Ómar, hann á fjögur börn, kona hans er Bergþóra Haraldsdóttir. c) Hulda Þyrí, börn hennar eru fjög- ur, maður hennar er Helgi Kristinn Hannesson. d) Margrét, börn henn- ar eru fimm, maður hennar er Héð- inn Kjartansson. e) Lúðvík. Þuríður ólst upp á Seltjarnarnesi, gekk í Mýrarhúsaskóla á Valhúsa- hæðinni. Snemma fór hún að vinna fyrir sér. Fyrst í fiski, síðan í vist hjá góðu fólki. Eftir að hún stofnaði eigið heimili helgaði hún því alla krafta sína. Þuríður var alla tíð mikil hannyrðakona. Útförin var gerð í kyrrþey að ósk hennar. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert komin á leiðarenda þessa lífs langar mig til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú náðir að verða 96 ára gömul og á langri ævi hefur þú upplifað margt, bæði gleði og sorg. Ég sé fyrir mér ættartré þar sem þú ert stofninn, sterk og föst fyrir og út frá þér greinast tvær stórar og fal- legar greinar, börnin þín tvö, Nonni og Margrét. Áfram liðast þessar tvær greinar, önnur greinin deilist í fernt en hin deilist í fimm smærri greinar, það eru barnabörnin. Áfram heldur þróunin og til að gera langa sögu stutta eru langömmubörnin orðin 25 og þar með afkomendur þínir orðnir 36. Ég veit að þú varst ósköp stolt af þessum stóra hópi og vissir að okkur þótti öllum svo vænt um þig. Því verð- um við fyrir stórum missi þegar þú hefur kvatt þennan heim en samt svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Öll vitum við að þú óskaðir ekki eftir því að liggja hjálparvana í framandi spítala- umhverfi, eins og raunin varð. Þú sem alltaf hafðir verið svo heimakær og vildir hvergi annars staðar vera en heima á Vesturvallagötunni. Þú varst svo lánsöm að eiga góða að, sem hugs- uðu svo ofurvel um þig og gerðu þér kleift að vera sem lengst heima við. Ég veit að þú varst þakklát fyrir alla þá umhyggju og elsku sem þú alltaf áttir aðgang að. Hugurinn reikar til baka, til þeirra fjölmörgu ánægjustunda sem við átt- um, ég sé þig spila við börnin mín, hita handa mér besta kaffi í veröldinni, búa til ljúffengustu vöfflur sem hægt var að fá, spjalla og hlæja og gera grín að sjálfri þér og ellinni, prjóna lopa- peysur og hlusta á síðdegissöguna og ekki má gleyma öllum þeim stundum sem þú sast og saumaðir út. Ég sé þig standa sterka eins og klett þegar afi, vinirnir og systkinin hurfu með árunum á vit feðranna og þú varst „ein“ eftir. Alltaf sterk og ekkert gat beygt þig. Þú varst okkur öllum góð, þótt þú gætir nú stundum verið hvöss en það var nú bara allt í nösunum á þér, eftir augnablik var hægt að fíflast og hlæja. Ég hef ekki mikið séð af þér síðast- liðin 11 ár, en alltaf þegar ég kom í heimsókn til landsins var það sönn ánægja að heimsækja þig, sitja og spjalla í eldhúsinu með rjúkandi kaffi og eitthvað gott með. Svona hvers- dagslegir og sjálfsagðir hlutir verða að dýrmætri minningu sem alltaf er hægt að ylja sér við. En það er eitt sem við öll vitum fyr- ir víst og það er að við munum ein- hvern tíma deyja. Ég veit að eftir að heilsunni fór að hraka óskaðir þú eftir því að fá frið og þreyttur líkami þinn sofnaði svefninum langa sunnudags- eftirmiðdag í apríl. Sannfæring mín um að sálin lifi áfram er mér huggun og ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér hinum megin og endur- fundir verið gleðilegir. Núna þegar þú ert laus úr viðjum líkamans veit ég að þú kíkir við af og til og fylgist með þínu fólki. Ég kveð þig núna, amma mín. Margrét Þráinsdóttir og fjölskylda. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar, Þuríðar Þorsteinsdóttur, sem látin er í hárri elli, 96 ára að aldri. Þuríði kynntist ég fyrir um 12 árum en hún var amma eiginmanns míns. Hún bjó lengstan hluta ævi sinnar á Vesturvallagötu og með dyggri að- stoð barna sinna og tengdabarna naut hún þeirrar gæfu að mega búa á heimili sínu síðustu árin eða þar til í október á síðasta ári. Það var alltaf gott að heimsækja Þuríði. Helst vildi hún fá heimsókn um kaffileytið og voru gestir varla komnir inn úr dyrunum þegar hún hafði snarað fram hlaðborði af alls- kyns kræsingum og þar á meðal var undantekningalítið jólakaka frá Sveini bakara. Það fór aldrei á milli mála að kaffið hennar Þuríðar var besta kaffið í Reykjavík. Eitt sinn þegar við töluðum saman í síma þá nefndi ég að mig langaði að bregða mér á kaffihús og Þuríður svaraði að bragði: „Já, vertu velkomin, klukkan hvað má ég eiga von á þér?“ Þuríður var mikil hannyrðakona. Í gegnum árin prjónaði hún fjöldann allan af eftirsóttum lopapeysum og seldi í verslanir. Þá iðju lagði hún á hilluna fyrir nokkrum árum sökum liðagigtar. Heimili hennar var sum- part eins og listagallerí, þar var hvergi auðan vegg að sjá: klukku- strengir, krosssaumur, útsaumaður stóll, ótal púðar og ýmislegt annað handverk sem ég kann ekki að nefna. Ég man eftir Þuríði þar sem hún sat við sauma og ég furðaði mig á þol- inmæði hennar við útsauminn en hún saumaði stórar og flóknar útsaums- myndir langt fram yfir nírætt. Það var gaman að ræða við Þuríði um lífið og tilveruna. Hún sagði mér sögur frá því þegar hún var lítil stúlka á Seltjarnarnesi, þegar hún var ung kona og kynntist Guðmundi manni sínum og einnig margar skemmtileg- ar sögur af spaugilegum atvikum frá því að börn hennar voru lítil. Í stofu Þuríðar var meðal annarra muna fal- legur ruggustóll og sagði hún oft frá því hvernig hún kom manni sínum á óvart einn daginn þegar hún keypti þennan glæsilega stól handa honum og bætti svo við brosandi: „og aldrei grunaði hann neitt!“ Mér þykir afar vænt um allar þessar sögur og sér í lagi sögurnar sem hún sagði oftar en einu sinni, með þeim gaf hún mér hlutdeild í fallegustu minningum sín- um. Þuríður hafði mjög ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, meðal annars hlutverkum kynjanna og átt- um við oft fjörugar samræður þar sem hvorug gaf sig, en báðar höfðu gaman af. Þó svo að við værum ekki sammála um alla hluti mættumst við á miðri leið, nýi tíminn og sá gamli, með fullri virðingu hvor fyrir öðrum. Fjölskylda Þuríðar sinnti henni vel og daglegar heimsóknir barna hennar voru henni ómetanlegar, einkum og sér í lagi í seinni tíð þegar dagarnir virtust lengri en áður og hver öðrum líkur. Þuríður sagði sjálf að hún hefði átt góða ævi og nú þegar hún hefur feng- ið hvíldina vil ég þakka henni sam- fylgdina, hún gerði líf mitt ríkara á svo margan hátt. Rannveig Jóna Hallsdóttir. ÞURÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Sólveig Sigur-björg Her- mannsdóttir fædd- ist á Syðra- Kambhóli í Arnar- neshreppi hinn 26. janúar 1932. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri hinn 16. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Björg Baldvinsdóttir, f. 13. ágúst 1902, d. 16. feb. 1948, og Hermann Stefánsson, f. 9. okt. 1896, d. 16.6. 1966. Systkini Sól- veigar eru: Margrét, látin, Her- dís, látin, Hörður, búsettur á Ak- ureyri, Jóhannes Þór, búsettur á Hjalteyri, Stefán Baldvin, bú- settur á Akureyri, Snjólaug Elín, búsett í Reykjanesbæ, Þorsteinn Guttormur, látinn, og Þorvaldur Grétar, búsettur á Kambhóli. Hinn 30. júní 1951 giftist Sól- veig Gunnari Ólafssyni frá Kljáströnd í Höfðahverfi, f. 1. okt. 1917, d. 6. sept. 1991. For- eldrar hans voru Anna María Vigfúsdóttir og Ólafur Gunnars- son, útgerðarbóndi á Kljáströnd. Börn Sólveigar og Gunn- ars eru: 1) Þórunn, f. 24. okt. 1951, maki Hermundur Jóhannesson, f. 24. sept 1951. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin tvö. 2) Ólafur, f. 8. mars 1953, maki Kristín Antonsdóttir, f. 4. júní 1948. Börn þeirra eru tvö. 3) Jóhanna María, f. 5. feb. 1955, maki Kristján Sævar Þorkelsson, f. 22. mars 1956. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin fjögur. 4) Guðrún Elín, f. 31. ágúst 1956, sam- býlismaður Jón Ingi Cæsarsson, f. 13. des. 1952. Eiga þau tvo syni auk þess sem Jón á dóttur frá fyrra hjónabandi og á hún þrjú börn. 5) Anna Dóra, f. 30. maí 1958, maki Eiríkur Kristvinsson, f. 17. apríl 1957. Eiga þau tvær dætur. Útför Sólveigar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma Dollý. Þá er víst komið að kveðjustund. Mér finnst nú svolítið erfitt að sleppa og er búin að standa sjálfa mig að því nokkrum sinnum síðustu daga að hringja í þig, svona rétt til að heyra í þér hljóðið. Þú varst nú ekki bara amma mín heldur góð vinkona líka. Þér var hægt að treysta fyrir öllu og um allt hægt að ræða. Þú hafðir líka svör við öllu. Ef vöknuðu spurningar, um nánast hvað sem var, leitaði maður til þín. Þú vissir alla skapaða hluti. Þegar ég bjó í Norðurgötunni, rétt hjá þér, sat ég oft heilu tímana hjá þér og það eru stundir sem ég er þakklát fyrir. Kettirnir mínir voru jafn heimavanir hjá þér og á sínu eigin heimili. Ég skildi ekkert í því um tíma hvers vegna þeir vildu ekk- ert éta en komst fljótt að ástæðunni. Um leið og ég var farin í vinnuna voru kettirnir, Magnús og Pálína, mættir hjá þér og voru allan daginn. Átu þar og sváfu. Ég held að þú hafir fátt vitað skemmtilegra en að gefa gjafir. Að minnsta kosti gerðir þú mikið af því. Það var varla svo að maður kæmi í heimsókn öðruvísi en að gjafir fylgdu með heim. Og þú gafst ótal- margar jólagjafir, jafnvel börnum sem þú þekktir ekkert. Oft hringdir þú í mig og baðst mig að athuga hvort börn vinkvenna minna vantaði ekki ullarsokka. Og svo prjónaðir þú á allan skarann. Synir mínir eiga nóg af sokkum. Ömmu Dollýar sokkum. Þú varst mikil formúlukerling. Við erum nú oft búin að hlæja að því þegar þú ætlaðir að hætta við að fara með okkur til Spánar vegna þess að þú vildir ekki missa af formúlunni. Mamma sagði þér að formúlan væri líka sýnd á Spáni, svo þú gafst þig og komst með. Þegar þangað var komið reyndist sjónvarpið hennar Snjóku bilað. Þá hófst leit að sjónvarpi sem hægt væri að taka á leigu. Það tókst og þú horfðir á keppnina. Elsku amma mín, ég held að hvíld- in sé þér kærkomin því þér var meinilla við sjúkrahús og vildir ekki vera upp á aðra komin. Ég trúi því að nú sért þú í góðum félagsskap, laus við kvalir og kannski á fínum formúlubíl sem aldrei bilar. Ég hlakka til að hitta þig aftur, þangað til mun ég sakna þín. Takk fyrir allt. Þín Sólveig. Þegar ég sest niður til að minnast minnar kæru vinkonu, er hugur minn fullur af söknuði, en um leið gleði yfir að hafa þekkt hana Dollý. Ég kynntist henni fyrir 47 árum þegar hún treysti mér fyrir yngstu dóttur sinni í fáa daga. Síðan var með okkur vinátta sem aldrei brást. Það er sagt að áhætta kærleikans sé að missa þann sem manni þykir vænt um, en það er þess virði, vin- áttan við Dollý var gefandi og skemmtileg og þess er gott að minn- ast. Yndi þess er áður skeði er svo bjart í minningunni þá var okkur glatt í geði geisli yfir kynningunni. Hún var mjög vel hagmælt og gerði marga gamanbragi sem voru bæði vel gerðir og skemmtilegir. Vonandi geymast þeir áfram. Ég veit að margir sakna hennar nú þegar hún kveður, en mest hefur fjölskyldan hennar og þó sérstak- lega barnabörnin misst því hún var svo góð og gefandi amma. Ég sendi öllum sem þótti vænt um hana inni- legar samúðarkveðjur. Þér ég senda valda vildi vinarkveðju í himininn. En mér tekst það ei sem skyldi ekki núna í þetta sinn. Nú þegar farin að þú ert og eftir sit ég hljóð, mér finnst vera mest um vert hvað minning þín er góð. Jódís Kristín Jósefsdóttir. SÓLVEIG S. HERMANNSDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓHANNA ÞORGEIRSDÓTTIR kennari, Hlunnavogi 3, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Hjalti Jónasson, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR SÍMONSEN frá Þingeyri, sem andaðist laugardaginn 22. apríl verður jarð- sungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 29. apríl kl. 14.00. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Gunnþóra Arndís Skaftadóttir, Marteinn Emil Sveinbjörnsson, Janice Lynette Hatten-Svenna, Jóvin Bjarni Sveinbjörnsson, Kerry Sandra Sveinbjörnsson, Jovina Marianna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Lárus Sigurðsson, Anna Helen Sveinbjörnsdóttir, Páll Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON Staðarhrauni 20, Grindavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Alda Bogadóttir, Kristján Karl Guðmundsson, Jón Fannar Guðmundsson, Guðveig Sigurveig Ólafsdóttir, Guðrún Helga Guðmundsdóttir, Yngvi Páll Gunnlaugsson, Arnar Freyr Guðmundsson og barnabörn sem andaðist á heimili sínu laugardaginn 22. apríl verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 28. apríl kl.14.00 lau

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.