Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 31

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 31 UMRÆÐAN ÞAÐ VAR óneitanlega sérstakt að sjá Ásgeir Hannes Eiríksson í Kastljósi á dögunum að ræða um vænt- anlegan „innflytj- endavanda“. Umtals- efnið var skoðanakönnun sem hann hafði látið gera þar sem um þriðj- ungur landsmanna svaraði því játandi að takmarka ætti flutn- ing innflytjenda til landsins. Ásgeir taldi þetta sanna það að hér væri í uppsigl- ingu „innflytj- endavandi“. Rétt er það að víða um lönd hefur skap- ast svokallaður „inn- flytjendavandi“. Vandinn tengist þó oft ekki beinlínis inn- flytjendunum sjálfum heldur þeirri stað- reynd að þeir mynda oft lágstéttina í sam- félaginu. Þeir vinna verst launuðu störfin, hafa því minni efni en aðrir á góðu hús- næði, tómstundastarfi fyrir börnin, góðum mat og öðru því sem gefur lífinu gildi. „Vandinn“ liggur því kannski ekki í fjölda innflytjenda og jafn- vel ekki heldur í því að þeir skuli upp til hópa vera í lágstétt samfélagsins heldur kannski frekar í því að til sé lágstétt í samfélaginu. Vandinn liggur líka í því að hingað til hafa íslensk stjórn- völd látið sig litlu skipta að bilið milli ríkra og fátækra er að breikka. Þau hafa m.a.s. ýtt undir það með breytingum á skattakerfinu í þá átt að afnema hátekjuskatt, halda persónu- afslætti niðri og annað slíkt sem gerir það að verkum að láglauna- fólkið leggur hlutfallslega meira til samfélagsins en þeir sem úr meiru hafa að moða. Kennum íslensku og móðurmál Við þetta bætist svo að stjórn- völd hafa að ýmsu leyti látið nýja landsmenn afskipta. Miklu skiptir að við Íslendingar tökum vel á móti þeim sem hér setjast að. Við megum ekki gleyma því að inn- flytjendur eru upp til hópa fólk sem er komið hingað til að vinna störf sem þarf að vinna, bæta líf og hag einstaklinga og fyrirtækja. Margir sem hingað hafa komið hafa aðlagast íslensku samfélagi en auðgað það um leið með menningu sinni og sjónarmiðum. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að margir í sömu stöðu þurfa sér- stakan stuðning við að koma sér fyrir, aðlagast samfélaginu og verða þar fullgildir þátttakendur. Hlutir sem okkur sem hér höfum alla tíð búið þykja einfaldir, s.s. að sækja um heimilislækni, gera skattskýrslu eða fá sér bókasafn- skort geta orðið þeim flóknir sem ekki þekkja samfélagið og tala ekki tungumálið. Svo ekki sé minnst á þátttöku í félagsstarfi, stjórnmálum eða viðskiptalífi. En hvernig verður best hlúð að nýjum landsmönnum? Við í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði teljum mikilvægt að þeir sem hingað flytja fái kennslu í íslensku sér að kostnaðarlausu. Ennfremur að börn nýrra landsmanna fái kennslu í móðurmáli sínu eftir því sem unnt er og að foreldrar þeirra verði styrktir í að kenna þeim móðurmál sitt. Góð kunnátta í eig- in móðurmáli styrkir fólk í að læra önnur tungumál og hjálpar því að sætta ólíka menningarheima. Þetta er lykilatriði til að aðlögun að sam- félaginu gangi sem greiðast. Í þessum efnum geta sveit- arfélögin tekið frum- kvæði, einkum Reykja- víkurborg sem er stærsta og öflugasta sveitarfélagið. Sömu laun fyrir okkur og hina Þá skiptir miklu að almennar upplýsingar um íslenskt samfélag, t.d. heilbrigðis- og tryggingakerfi, séu nýjum landsmönnum tiltækar og aðgengi- legar, og verði þýddar á sem flest tungumál. Þá þarf að búa þannig um hnúta að íslenskur vinnumarkaður sé þeim opinn og að þeir sem hingað koma til að vinna fái upplýsingar frá íslenskum stétt- arfélögum um almenn launakjör og réttindi. Of oft heyrist fólk segja að fólk frá öðr- um löndum þar sem launin eru lág eigi bara að vera þakklátt fyrir þau laun sem það fái hér þó að þau laun séu langt undir ís- lenskum kjarasamn- ingum. Við viljum ekki gera slíkan grein- armun á fólki eftir uppruna eða fæðing- arstað. Það er smásál- arlegur hugs- unarháttur. Við Íslendingar erum full- færir um að borga mannsæmandi laun og þau eiga ekki að fara eftir þjóðerni. Atvinnumál útlendinga hér á landi hafa verið okkur Vinstri- grænum hugleikin og hefur þing- flokkur VG lagt fram nokkur þing- mál sem taka á þessum efnum. Meðal annars höfum við lagt til að atvinnuleyfi sem samkvæmt núver- andi útlendingalöggjöf eru veitt at- vinnurekanda verði veitt viðkom- andi starfsmanni enda er hugsunin á bak við hitt forneskjuleg vist- arbandshugsun þar sem atvinnu- rekandinn hefur öll völd en starfs- menn eru nokkurs konar hjú. Nýir landsmenn auðga og efla íslenskt samfélag. Þeir eru ekki vandamál. Hins vegar er það vandamál að hér í landi breikki bil- ið milli ríkra og fátækra og stétt- skipting sé að aukast. Þess vegna á að vinna gegn henni. Við eigum hins vegar að fagna nýjum lands- mönnum, taka þeim opnum örmum og gera okkar besta til að þeir eins og aðrir eigi gott líf hér á landi. Það viljum við í Vinstri-grænum. Fögnum nýjum landsmönnum Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um innflytjendur Katrín Jakobsdóttir ’„Vandinn“ ligg-ur því kannski ekki í fjölda inn- flytjenda og jafn- vel ekki heldur í því að þeir skuli upp til hópa vera í lágstétt sam- félagsins heldur kannski frekar í því að til sé lág- stétt í samfélag- inu.‘ Katrín er varaformaður VG. Svandís er framkvæmdastjóri VG og skipar 1. sæti á V-listanum í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir EF FRUMVARP ríkisstjórn- arinnar um Ríkisútvarpið hf. verð- ur að lögum, eins og það er nú úr garði gert, hlýtur það að verða höfuðviðfangsefni og baráttumál Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins að fá þeim lögum breytt. Vinnubrögðin við málatilbún- aðinn einkennast af hroðvirkni og vitanlega hefðu mál- efni Ríkisútvarpsins átt að verða til um- ræðu með öðrum fjöl- miðlamálum sem nú bíða úrlausnar, en ekki rekin áfram með þeim hætti sem raun ber vitni og er lög- gjafarþinginu til vansa. Nýfrjálshyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum ráða för í málinu og stefna þeirra er að selja og einkavæða þessa dýrmætu eign þjóðarinnar. Þó er látið sem ekki standi til að selja Ríkisútvarpið, en fólk trúir því ekki vegna þess að nákvæm- lega eins var talað þegar einka- væðing Landssímans stóð fyrir dyrum. Enda var hann seldur með grunnnetinu og öllu, þvert á vilja meginþorra landsmanna. Þau lög sem nú verða sett munu veikja stöðu og starfsemi Rík- isútvarpsins auk þess sem póli- tískt kverkatak er hert. Á öðru þurfti Ríkisútvarpið að halda, sem hefur liðið fyrir pólitískt ofríki um langa hríð. Samtökin Hollvinir Rík- isútvarpsins sendu Alþingi um- sögn sína um fyrirhugað frumvarp og leyfir undirrituð sér að vísa til þess. Þar var m.a. lögð áhersla á eftirfarandi: 1. Andstöðu við hlutafélagavæð- ingu RÚV, sem er grundvall- arstefna samtakanna, enda öll einkavæðingaráform þjóð- arfjölmiðilsins fráleit. 2. Það er nauðsynlegt að RÚV sé alveg óháð framkvæmda- valdinu á hverj- um tíma. 3. Metnaðarfull inn- lend dag- skrárgerð á að vera meginhlut- verk RÚV þar sem höfuðáhersla er á mál, mennt- un og menningu. Opinber útvarps- rekstur á að vera vörður lýðræðis með þjóðinni, sem bægir frá sérhagsmuna- fullri flokkspólitík. 4. Það er stefna Hollvina- samtakanna að æðsta stjórn RÚV verði skipuð fulltrúum fjölmennra hópa samfélagsins, svo víðfeðmar skoðanir fái notið sín. og víðtæk þekking. Það væri líka viðfangsefni slíkrar yfirstjórnar að tryggja sjálfstæði almannaútvarpsins. 5. Með nýju lögunum verður hlutafélagið RÚV ,,losað und- an ýmsum lögum og reglum sem gilda sérstaklega um rík- isrekstur svo sem varðandi fjárreiður, upplýsingagjöf, starfsmannahald og lántöku- heimildir“. Hollvinasamtökin telja mjög miður að þjóðin eigi ekki aðgang að öllum upplýsingum varðandi þau at- riði sem hér voru nefnd og vilja að stjórnsýsla sé gagnsæ. 5. Hollvinasamtök RÚV telja að þjóðarútvarp eigi að mestu leyti að vera rekið fyrir skatt- peninga og ekkert til sparað að efla stofnunina til að verða sverð og skjöldur íslenskrar menningar og lýðræðis. Þjóðarútvarp okkar er almanna- útvarp sem á alls ekki að heyra til fyrirtækjarekstrar með kröfu um hagnað og arðsemi. Ríkisútvarpið er menningarstofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki í almanna- þjónustu. Við höfum þegar einka- stöðvar sem reknar eru með arð- semina eina að leiðarljósi og fjölmiðlum í einkaeigu er hvorki skylt að gæta hlutleysis né sinna menningar- eða öryggishlutverki. Þá kröfu getum við þó gert óhikað til þjóðarútvarps í almannaeigu. Þjóðarútvarpið Margrét K. Sverrisdóttir fjallar um Ríkisútvarpið ’Þjóðarútvarp okkar er almannaútvarp sem á alls ekki að heyra til fyrirtækjarekstrar með kröfu um hagnað og arðsemi.‘ Margrét Sverrisdóttir Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. 20% afsláttur af Nicorette Freshmint Bragðsemendist lengur *Tilboðið gildir til 30. apríl Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.