Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 68

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 68
Hagnaður eftir skatta 19,1 milljarður króna HAGNAÐUR Straums-Burðar- áss Fjárfestingabanka á fyrsta ársfjórðungi 2006 eftir skatta var 19,1 milljarður króna, sem er 317% hækkun miðað við fyrsta ársfjórðung 2005 en þá var hagn- aðurinn 4,6% milljarðar króna. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um 337% og námu 24,2 milljörð- um kr. en voru 5,5 milljarðar á sama tímabili 2005. Arðsemi eigin fjár var 17,2% á fyrsta ársfjórð- ungi 2006 sem jafngildir 89% arð- semi eigin fjár á ársgrundvelli. Hlutfall rekstrarkostnaðar af tekjum nam 3,1% á fyrsta árs- fjórðungi en var 3,9% 2005. Heildareignir 330 milljarðar Heildareignir bankans námu rúmum 330 milljörðum króna en voru 109 milljarðar kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2005 og hafa því vaxið um 202%. Að sögn Þórðar Más Jóhann- essonar, forstjóra Straums-Burð- aráss, er hér um að ræða met- afkomu og hefur mjög góður árangur náðst á öllum tekjusvið- um bankans. Þau tekjusvið sem skila þóknana- og vaxtatekjum hafa verið efld sérstaklega. Hrein lækkun á hlutabréfaeign bankans nam 68 milljörðum kr. á fyrsta ársfjórðungi og hefur inn- lend hlutabréfaeign minnkað úr 45% í byrjun árs í 26% í lok fyrsta ársfjórðungs. Lánasafn bankans tvöfaldaðist að stærð úr 48,9 milljörðum króna í upphafi árs í 92,7 milljarða í lok fyrsta ársfjórðungs. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Metafkoma hjá Straumi-Burðarási á fyrsta ársfjórðungi ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Fagleg og lögleg þjónusta í boði Löggild menntun snyrtifræðinga tryggir þér fagmennsku í snyrtingu og förðun og rétta og örugga húð- meðferð. Þú finnur snyrti- fræðinga í Félagi íslenskra snyrtifræðinga um land allt. Sjá nánar á Meistarinn.is. TÖLVUTEIKNIMYNDIN Cars verður forsýnd í Kringlubíói í kvöld, en um er að ræða fyrstu stafrænu bíósýninguna hér á landi. Stafrænar myndir eru ekki sýndar af filmum heldur af hörð- um diskum, og eru bæði hljóð- og myndgæði mun meiri en áður hef- ur þekkst í kvikmyndahúsum hér á landi. Um sérstaka boðssýningu er að ræða, en Björn Á. Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að stutt sé í að almenningi gefist kostur á að sjá kvikmyndir í stafrænum gæðum í kvikmynda- húsum hér á landi. Cars verður ekki heimsfrumsýnd fyrr en í júní. | 65 Fyrsta stafræna kvikmyndasýningin ÆTLA má að gengishagnaður Landsbankans af hlutabréfum sínum í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie geti numið allt að 11–12 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynn- ingu frá Landsbankanum í gær kem- ur fram að bankinn hyggst selja 19,8% hlut sinn í Carnegie, sem hann eignaðist í tengslum við samruna Landsbankans við Burðarás, sem til- kynntur var 2. ágúst 2005. Frá þeim tíma hefur gengi hlutabréfanna í Carnegie í kauphöllinni í Stokkhólmi nærri tvöfaldast. Þá fékk Landsbank- inn rúman milljarð í arðgreiðslu fyrr á þessu ári af eign sinni í Carnegie. Forsvarsmenn Landsbankans vildu í gær ekki tjá sig um fyrirhug- aða sölu á hlut bankans í Carnegie. Í tilkynningu frá bankanum segir hins vegar að fyrirhuguð sala hluta- bréfanna sé í samræmi við stefnu Landsbankans um virka stýringu á hlutabréfastöðum og áherslu á sam- þættingu alþjóðlegrar starfsemi bankans. Þá segir að hlutabréfin verði seld til alþjóðlegra fagfjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Gæti hagnast um 11–12 milljarða á Carnegie  Landsbankinn | B1 kom í ljós að þarna voru á ferð nemendur Melaskóla að taka þátt í umhverfisátaki Reykjavíkurborgar, en Melaskóli tekur þátt í því verkefni. ÞESSIR hressu krakkar voru önnum kafnir við að tína rusl á Ægisíðunni í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Við nánari athugun Morgunblaðið/Ásdís Taka til hendinni og tína rusl GENGISLÆKKUN íslenzku krónunnar hefur í för með sér verulega launahækkun sjómanna. Frystitogarinn Arnar HU1 var að koma í land með ríflega 580 tonn af frystum afurðum, sem svara til 1.070 tonna af fiski upp úr sjó. Verðmæti aflans var 145,5 milljónir króna. Hefði þessi sami túr verið farinn í febrúar, þegar gengi dollars- ins var 61 til 62 krónur, hefði verðmæti aflans verið um 25 milljónum króna lægra eða 119,8 milljónir króna. Hásetahlutur úr þessum túr var 1.559.793 krónur, en túrinn stóð í 35 daga. Miðað við gengið í febrúar hefði hluturinn þá orðið 1.283.923 krónur eða hvorki meira né minna en ríflega 275.000 krónum lægri. Þetta var annar bezti túr Arnars sé tekið tillit til aflaverðmætis og hefur skipið aldrei landað jafnmiklu af afurðum eftir eina veiðiferð án millilöndunar. Skipið hóf veiðar á Eldeyjarbanka, en hélt sig síðan fyrir suðaustan, meðal annars á Mýragrunni og í Berufjarðarál. Aflinn var blandaður en at- hygli vekur að uppistaðan var ufsi, tæp 700 tonn upp úr sjó. Verð á ufsa hefur hækkað gífurlega að undanförnu og er nú komið í um 100 krónur á kíló upp úr sjó. Aðeins fengust 150 tonn af þorski í þessari veiði- ferð, en annars var mest af gullkarfa, 147 tonn, og 83 tonn af ýsu. Allur ufsi seldur fyrirfram Óskar Þór Kristinsson, netamaður á Arnari, er að vonum ánægður með þessa miklu breytingu. „Gengið hefur verið kol- vitlaust skráð í langan tíma og því hafa tekjur okkar sjómanna verið lágar að sama skapi. Það hefur ekki verið nein innistæða fyrir þessu háa gengi krónunnar og lækk- unin nú er bara eðlileg leiðrétting á rangri gengisskráningu,“ segir Óskar. Hann segir að það sé fleira en gengis- skráningin sem bæti hag sjómanna. Verð á afurðum hafi farið hækkandi og muni menn til dæmis vart eftir slíku verði á ufsa. Eft- irspurn sé einnig mikil og sem dæmi um það hafi allur ufsinn verið seldur fyrirfram. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Guðjón Guðmundsson. Útgerð og sjómenn njóta nú mikillar launahækkunar í kjölfar lækkandi gengis krónunnar. Frystitogarinn Arnar kom í land með 145 milljónir í aflaverðmæti. Háseta- hluturinn hækkaði um 275.000 kr. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is DRÖG að nýjum samstarfssamn- ingi Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) og læknadeildar Há- skóla Íslands voru samþykkt á aukafundi deildarinnar sem boðað- ur var vegna málsins á þriðjudag eftir að samningsdrögin voru felld með afgerandi hætti á fundi henn- ar í síðustu viku. Kristján Erlends- son, varadeildarforseti læknadeild- ar og framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar hjá LSH, segir að góð sátt hefði verið um málið á fundinum. Þar hefði verið farið yfir breytt samningsdrög og málið ver- ið samþykkt. Kynntur á ársfundi LSH Samningurinn væri flókinn en ágreiningur um hann hefði snúist um aðstöðu, fjármögnun og starfs- mannamál. „Þetta eru tvær mjög flóknar stofnanir og við bætist að báðar njóta starfskrafta starfs- manna hinnar. Þetta er því flókið hvað varðar uppsetningu, stjórnun og fleira,“ segir Kristján. Báðar stofnanirnar þurfi meira fé en í „breyttum samningsdrögum er tekið aðeins nákvæmar á því hvernig við sjáum þessi mál fyrir okkur, bæði inn á við og út á við,“ segir Kristján. Efni samningsins verður kynnt og hann undirritaður á ársfundi Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Aukafundur læknadeildar HÍ Breytt samnings- drög sam- þykkt BYGGJA þarf um 370 til 380 hjúkr- unarrými til þess að þörfinni fyrir þau verði mætt með eðlilegum hætti, að því er fram kom í máli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- ráðherra, í svari við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þing- manns Samfylkingar, um hjúkrun- arheimili og öldrunarþjónustu á Al- þingi í gær. Ráðherra sagði að gróflega áætl- að kostaði um 15 milljónir króna að byggja hvert rými en búið væri að byggja rými fyrir um 52 milljarða króna. „Að reka eitt rými kostar gróflega áætlað um 5,5 milljónir króna á ári. Þannig að það kostar um 16 milljarða á ári að reka þau hjúkrunarrými sem þegar hafa ver- ið byggð og eru í notkun,“ sagði Siv. Ráðherra sagði að undanfarið hefði hún látið skoða það í heilbrigð- isráðuneytinu hvað brýnast væri að gera í þessum málum. „Allir vilja fá hjúkrunarrými og það er með ólíkindum hvað mörg sveitarfélög eru að biðja um hjúkr- unarrými nú í aðdraganda kosn- inga,“ sagði Siv. Hún sagðist áætla að það myndi kosta um 5,6 milljarða króna að byggja rýmin á næstu árum og um 2 milljarða króna á ári að reka þau. Þörf á 380 hjúkrunarrýmum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.