Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 20
Flúðir | Mikið er að gera í garð- yrkjustöðinni á Melum á Flúðum þegar tómatarnir eru tíndir og flokkaðir og þeim pakkað fyrir flutning á markað á höfuðborg- arsvæðinu. Sjö stúlkur eru við flokkunarbandið. Þetta er að jafnaði gert þrjá daga í viku en hina dagana er starfsfólkið við önnur störf, svo sem við ræktunina. Raflýsing er notuð til að flýta fyrir vexti tóm- atanna en ræktunin fer fram í um 5000 fermetra gróðurhúsum. Afurðirnar eru um 330 tonn á ári. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sjö við flokkun Garðyrkja Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hver er þessi í miðjunni? Ég var nokkr- um sinnum spurður að þessu í gær, vegna myndar í blaðinu af forkólfum nýja fjöl- miðlafyrirtækisins, N4. Svarið er: Stein- þór Ólafsson fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sæplasts, uppalinn Akureyringur en brottfluttur. Fjárfestir, sem m.a. er stjórnarformaður Slippsins Akureyri ehf.    Fyrir áhugamenn um ættfræði má geta þess að bræður Steinþórs eru Ólafur bæj- arstjóri í Grindavík og Haraldur, lands- kunnur uppstoppari á Akureyri.    Jakob Björnsson, lengi leiðtogi fram- sóknarmanna í bæjarstjórn, dregur sig í hlé í vor. „Hann flutti um svipað leyti til bæjarins og Helgi magri flutti skútur sín- ar inn fjörðinn!“ sagði Jóhannes Bjarna- son, bæjarstjóraefni Framsóknar, í gær.    Framsóknarmenn kynntu stefnuskrá sína í gær. Þar lét Jóhannes framangreind orð falla um Jakob, í léttum dúr. Jakob sagði rétt að hann hefði setið lengi í bæj- arstjórn, en minnti á að hann væri enn í framboði. „Ég er að vísu ekki inni miðað við síðustu skoðanakönnun …“ sagði Jak- ob, en hann er í 22. og síðasta sæti listans.    Tveir „aðkomumenn“ voru í fréttum í vikunni. Þóroddur Bjarnason prófessor við HA, sem stýrði viðamikilli könnun á heilsu og lífskjörum skólanema um allt land og Hreiðar Júlíusson, einn stofnenda fjölmiðlafyrirtækisinsN4.    Svo skemmtilega vill til að eiginkonur „aðkomumannanna“ tveggja hafa líka ver- ið í fréttum nýverið. Eiginkona Þórodds er Brynhildur Þór- arinsdóttir rithöfundur sem útnefnd var annar tveggja bæjarlistamanna. Eig- inkona Hreiðars heitir Ragnhildur Að- alsteinsdóttir en hún tók allar ljósmynd- irnar sem voru á skemmtilegri sýningu, Útlendingar í Eyjafirði, sem nemar í fjöl- miðlafræði við HA stóðu fyrir á dögunum. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann isvott. Þór Magnússon þakkaði gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgdi frá félögum klúbbanna. Hann færði formönn- unum skrautleg og inn- römmuð þakkarskjöl frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þór segir tækið mjög einfalt í notkun. Það skýr- ir sjálft frá því hvernig Hellissandur | Lions- klúbbarnir á Hellissandi, Þernan og Nesþing, komu til sameiginlegs fundar í Jarlinum á Gufuskálum nýlega. Tilefnið var að klúbbarnir höfðu ákveðið að færa Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Gufu- skálum hjartastuðtæki, til notkunar við hjartastopp, að gjöf. Formenn klúbb- anna, þau Guðrún Pálsdóttir og Kristinn Jónasson, kölluðu forstöðumann skólans, Þór Magnússon, að há- borði fundarins og af- hentu honum tækið. Í leiðinni þökkuðu þau fyr- ir góða starfsemi Björg- unarskólans og óskuðu þeirri starfsemi góðs gengis. Gjöf klúbbanna væri færð til efla þá starf- semi og sýna þakklæt- það skuli notað, bæði með tali á spólu og rituðum skýringum. Hann sagði að nú myndi kennsla á þetta tæki og meðferð þess verða á námskrá Björgunarskólans jafn- framt því að það verður jafnan til reiðu til notk- unar og aðstoðar ef á þarf að halda hér á staðnum og í nágrenninu. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Gjöf Hjartastuðtækið afhent, f.v. Kristinn Jónasson, Guðrún Pálsdóttir og Þór Magnússon. Lionsmenn færa Björgunar- skólanum hjartastuðtæki Biskup sagðipáskana að vissuleyti brandara Guðs, sem hlægi að hiki og efa og hálfvelgju kirkju. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Himnarnir óma af hlátri og heilagir skemmta sér nú eftir föngum. Brandara Guðs segir biskupinn páska, brosi þá Drottinn að kirkjunni löngum. Þá Jóhannes frá Syðra- Langholti: Margur er presturinn mælskur og snjall sem miðlar oss brauði og víni. Biskupinn sjálfur er brandarakarl og biblían full af gríni. Loks Jón Ingvar Jóns- son: Himna til í háum strók held ég vart þið svífið, enda bara eintómt djók, upprisan og lífið. Rúnar Kristjánsson yrkir um þingmenn: Skammsýnir skuggasveinar skekkja hér viðmið öll. Línurnar heimtum hreinar frá húsi við Austurvöll. Brandari Guðs pebl@mbl.is LANDVERND telur það grundvallarmistök verði Dettifossvegur lagður vestan Jökulsár á Fjöllum eins og áætlun gerir ráð fyrir. „Það hefði marga kosti í för með sér að stefna fremur á gerð uppbyggðs heilsársveg- ar austan Jökulsár á Fjöllum í stað þess að fara að vestan eins og nú er gert. Að vestan hefði átt að leggja veg sem eingöngu hefði það hlutverk að mæta þörfum náttúruvænn- ar ferðaþjónustu. Með því að byggja veg að austan sem þjónaði öllum almennum sam- gönguþörfum héraðsins, hefði jafnframt mátt gera greiða leið að helsta náttúruundri svæðisins, Dettifossi sjálfum. Austurleiðin hefði orðið snjóléttari og við Dettifoss að austanverðu yrði minni hætta fyrir ferða- menn að vetri til þar sem ís og hálka eru þar almennt minni,“ segir á heimasíðu Land- verndar. Stjórnin gerir athugasemd við þá ákvörð- un Vegagerðarinnar að miða hönnun Detti- fossvegar vestan Jökulsár á Fjöllum innan þjóðgarðsins við 90 km hraða og að kynna ekki valkost með lægri hraða til samanburð- ar. „Stjórn Landverndar krefst þess að Vegagerðin kynni umhverfisáhrif vegar sem hannaður er fyrir lægri hraða sem raunhæf- an valkost þannig að ljóst megi verða hvaða náttúruverðmætum yrði að fórna ef vega- gerð innan þjóðgarðsins miðaðist við 90 km/ klst. hraða.“ Bent er á Þjóðgarðinn á Þingvöllum sem gott dæmi um veg þar sem tekið er tillit til landslags og náttúru og miðað við tiltölulega lágan hámarkshraða. „Stjórnin telur að til þess að áhrif vegagerðar á ferðamennsku verði jákvæð til langs tíma litið er mikilvægt að vegagerð verði á forsendum náttúru- verndar, jafnvel þótt það kunni að leiða til þess að aksturstími á milli byggðarlaga verði eitthvað lengri.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tignarlegur Fjöldi ferðamanna skoðar Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum á hverju ári. Stjórn Land- verndar segir Dettifossveg vera mistök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.