Morgunblaðið - 27.04.2006, Síða 20
Flúðir | Mikið er að gera í garð-
yrkjustöðinni á Melum á Flúðum
þegar tómatarnir eru tíndir og
flokkaðir og þeim pakkað fyrir
flutning á markað á höfuðborg-
arsvæðinu. Sjö stúlkur eru við
flokkunarbandið.
Þetta er að jafnaði gert þrjá
daga í viku en hina dagana er
starfsfólkið við önnur störf, svo
sem við ræktunina. Raflýsing er
notuð til að flýta fyrir vexti tóm-
atanna en ræktunin fer fram í
um 5000 fermetra gróðurhúsum.
Afurðirnar eru um 330 tonn á ári.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sjö við flokkun
Garðyrkja
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Hver er þessi í miðjunni? Ég var nokkr-
um sinnum spurður að þessu í gær, vegna
myndar í blaðinu af forkólfum nýja fjöl-
miðlafyrirtækisins, N4. Svarið er: Stein-
þór Ólafsson fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Sæplasts, uppalinn Akureyringur en
brottfluttur. Fjárfestir, sem m.a. er
stjórnarformaður Slippsins Akureyri ehf.
Fyrir áhugamenn um ættfræði má geta
þess að bræður Steinþórs eru Ólafur bæj-
arstjóri í Grindavík og Haraldur, lands-
kunnur uppstoppari á Akureyri.
Jakob Björnsson, lengi leiðtogi fram-
sóknarmanna í bæjarstjórn, dregur sig í
hlé í vor. „Hann flutti um svipað leyti til
bæjarins og Helgi magri flutti skútur sín-
ar inn fjörðinn!“ sagði Jóhannes Bjarna-
son, bæjarstjóraefni Framsóknar, í gær.
Framsóknarmenn kynntu stefnuskrá
sína í gær. Þar lét Jóhannes framangreind
orð falla um Jakob, í léttum dúr. Jakob
sagði rétt að hann hefði setið lengi í bæj-
arstjórn, en minnti á að hann væri enn í
framboði. „Ég er að vísu ekki inni miðað
við síðustu skoðanakönnun …“ sagði Jak-
ob, en hann er í 22. og síðasta sæti listans.
Tveir „aðkomumenn“ voru í fréttum í
vikunni. Þóroddur Bjarnason prófessor
við HA, sem stýrði viðamikilli könnun á
heilsu og lífskjörum skólanema um allt
land og Hreiðar Júlíusson, einn stofnenda
fjölmiðlafyrirtækisinsN4.
Svo skemmtilega vill til að eiginkonur
„aðkomumannanna“ tveggja hafa líka ver-
ið í fréttum nýverið.
Eiginkona Þórodds er Brynhildur Þór-
arinsdóttir rithöfundur sem útnefnd var
annar tveggja bæjarlistamanna. Eig-
inkona Hreiðars heitir Ragnhildur Að-
alsteinsdóttir en hún tók allar ljósmynd-
irnar sem voru á skemmtilegri sýningu,
Útlendingar í Eyjafirði, sem nemar í fjöl-
miðlafræði við HA stóðu fyrir á dögunum.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
isvott. Þór Magnússon
þakkaði gjöfina og þann
hlýhug sem henni fylgdi
frá félögum klúbbanna.
Hann færði formönn-
unum skrautleg og inn-
römmuð þakkarskjöl frá
Slysavarnafélaginu
Landsbjörg.
Þór segir tækið mjög
einfalt í notkun. Það skýr-
ir sjálft frá því hvernig
Hellissandur | Lions-
klúbbarnir á Hellissandi,
Þernan og Nesþing, komu
til sameiginlegs fundar í
Jarlinum á Gufuskálum
nýlega. Tilefnið var að
klúbbarnir höfðu ákveðið
að færa Björgunarskóla
Slysavarnafélagsins
Landsbjargar á Gufu-
skálum hjartastuðtæki, til
notkunar við hjartastopp,
að gjöf. Formenn klúbb-
anna, þau Guðrún
Pálsdóttir og Kristinn
Jónasson, kölluðu
forstöðumann skólans,
Þór Magnússon, að há-
borði fundarins og af-
hentu honum tækið. Í
leiðinni þökkuðu þau fyr-
ir góða starfsemi Björg-
unarskólans og óskuðu
þeirri starfsemi góðs
gengis. Gjöf klúbbanna
væri færð til efla þá starf-
semi og sýna þakklæt-
það skuli notað, bæði með
tali á spólu og rituðum
skýringum. Hann sagði
að nú myndi kennsla á
þetta tæki og meðferð
þess verða á námskrá
Björgunarskólans jafn-
framt því að það verður
jafnan til reiðu til notk-
unar og aðstoðar ef á þarf
að halda hér á staðnum
og í nágrenninu.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Gjöf Hjartastuðtækið afhent, f.v. Kristinn Jónasson,
Guðrún Pálsdóttir og Þór Magnússon.
Lionsmenn færa Björgunar-
skólanum hjartastuðtæki Biskup sagðipáskana að vissuleyti brandara
Guðs, sem hlægi að hiki
og efa og hálfvelgju
kirkju. Davíð Hjálmar
Haraldsson yrkir:
Himnarnir óma af hlátri og
heilagir skemmta sér nú eftir
föngum.
Brandara Guðs segir biskupinn
páska,
brosi þá Drottinn að kirkjunni
löngum.
Þá Jóhannes frá Syðra-
Langholti:
Margur er presturinn mælskur
og snjall
sem miðlar oss brauði og víni.
Biskupinn sjálfur er brandarakarl
og biblían full af gríni.
Loks Jón Ingvar Jóns-
son:
Himna til í háum strók
held ég vart þið svífið,
enda bara eintómt djók,
upprisan og lífið.
Rúnar Kristjánsson
yrkir um þingmenn:
Skammsýnir skuggasveinar
skekkja hér viðmið öll.
Línurnar heimtum hreinar
frá húsi við Austurvöll.
Brandari Guðs
pebl@mbl.is
LANDVERND telur það grundvallarmistök
verði Dettifossvegur lagður vestan Jökulsár
á Fjöllum eins og áætlun gerir ráð fyrir.
„Það hefði marga kosti í för með sér að
stefna fremur á gerð uppbyggðs heilsársveg-
ar austan Jökulsár á Fjöllum í stað þess að
fara að vestan eins og nú er gert. Að vestan
hefði átt að leggja veg sem eingöngu hefði
það hlutverk að mæta þörfum náttúruvænn-
ar ferðaþjónustu. Með því að byggja veg að
austan sem þjónaði öllum almennum sam-
gönguþörfum héraðsins, hefði jafnframt
mátt gera greiða leið að helsta náttúruundri
svæðisins, Dettifossi sjálfum. Austurleiðin
hefði orðið snjóléttari og við Dettifoss að
austanverðu yrði minni hætta fyrir ferða-
menn að vetri til þar sem ís og hálka eru þar
almennt minni,“ segir á heimasíðu Land-
verndar.
Stjórnin gerir athugasemd við þá ákvörð-
un Vegagerðarinnar að miða hönnun Detti-
fossvegar vestan Jökulsár á Fjöllum innan
þjóðgarðsins við 90 km hraða og að kynna
ekki valkost með lægri hraða til samanburð-
ar. „Stjórn Landverndar krefst þess að
Vegagerðin kynni umhverfisáhrif vegar sem
hannaður er fyrir lægri hraða sem raunhæf-
an valkost þannig að ljóst megi verða hvaða
náttúruverðmætum yrði að fórna ef vega-
gerð innan þjóðgarðsins miðaðist við 90 km/
klst. hraða.“
Bent er á Þjóðgarðinn á Þingvöllum sem
gott dæmi um veg þar sem tekið er tillit til
landslags og náttúru og miðað við tiltölulega
lágan hámarkshraða. „Stjórnin telur að til
þess að áhrif vegagerðar á ferðamennsku
verði jákvæð til langs tíma litið er mikilvægt
að vegagerð verði á forsendum náttúru-
verndar, jafnvel þótt það kunni að leiða til
þess að aksturstími á milli byggðarlaga verði
eitthvað lengri.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tignarlegur Fjöldi ferðamanna skoðar
Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum á hverju ári.
Stjórn Land-
verndar segir
Dettifossveg
vera mistök