Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Margar minningar
koma upp í hugann frá
fyrstu til síðustu stundar þegar ég
minnist Rönku og eru þær hver ann-
arri fegurri og dýrmætari. Það eru
ekki allir sem geta státað af því að
hafa eignast einu bestu tengdamóð-
ur í heimi. Þó að öllum líkindum sé
verið að bera í bakkafullan lækinn
með kveðjuorðum til þessarar mik-
ilfenglegu konu sem ekki bar mikið á
en allir soguðust að sem komust í
einhvern námunda við hana, má ég
til með að bæta þar aðeins við.
Ranka gaf öllum eitthvað af sjálfri
sér. Hún hafði alltaf tíma fyrir stóra
sem smáa þrátt fyrir að alltaf væri
fullt hús af fólki hjá henni á Hjálms-
stöðum, bæði af börnum og barna-
börnum, frændum og vinafólki. Hún
forðaðist að fara að heiman, sérstak-
lega um helgar því enginn mátti
koma í tómt hús eða verða af heim-
sókn til hennar. Mat og kaffi komst
enginn undan að þiggja. Hún var alls
staðar vel heima, las mikið, kunni
ógrynni af ljóðum, bæði eftir þekkta
og óþekkta höfunda. Hún var mjög
viðkvæm og rómantísk kona, kunni
heilu bækurnar utanað, hvort sem
það var fyrir unga eða aldna. Las
ljóðabálkana fyrir okkur með mikilli
innlifun og tilfinningu þannig að
kökkur kom í háls eða tár í auga.
Þótt hún lægi deyfð og kvalin kom
hún okkur enn á óvart og las upp
ljóðabálka sem náðist að hljóðrita
aðeins sólahring áður en hún kvaddi
þennan heim.
Hún ræktaði svo sannarlega garð-
inn sinn og hann var stór og hver átti
ekki lopapeysu eftir hana? Ég undr-
aðist oft eljuna í henni að heimsækja
alla, koma við á sem flestum stöðum
þegar hún skrapp til Reykjavíkur.
Gleðin, kærleikurinn, ástúðin, kátín-
an og hláturinn voru helstu einkenni
Rönku og hefur þessi eiginleiki erfst
til allra hennar afkomenda. Yndis-
legt er að hafa öðlast það hlutskipti
RAGNHEIÐUR
SVEINBJÖRNS-
DÓTTIR
✝ RagnheiðurSveinbjörns-
dóttir fæddist á
Snorrastöðum í
Laugardal 17. júlí
1916 og ólst þar
upp. Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands, Selfossi 7.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Skálholts-
kirkju 15. apríl.
að hafa tengst og sam-
einast öllum þessum
frábæra ættlegg
gegnum áratugina þar
sem samheldnin,
gleðin og húmorinn
ráða alltaf ríkjum.
Ranka spilaði á org-
el og las nótur, ófáar
helgar á Hjálmsstöð-
um átti hún sinn þátt í
því að fjör og gleði
fyllti húsið alveg fram
að því síðasta. Þótt ár-
in væru að verða 90
var hún alltaf með og
fór með þeim síðustu í háttinn. „Það
er svo gaman að hafa ykkur,“ sagði
hún. Hún vildi aldrei missa af neinu
þrátt fyrir að sjónin og líkaminn
væri farin að bila verulega. Fyrir ári
héldum við að hún væri að kveðja er
hún veiktist hastarlega en upp úr því
komst hún þó að heilsan hafi ekki
verið góð. Nú var það fótbrot sem
trúlega olli því að hún náði því ekki
að vera með okkur á okkar árlegu
sumargleði á Hjálmsstöðum sem er
alltaf í kringum afmælið hennar og
hún var farin að hlakka til að fylla
sín 90 ár þar með fjölskyldunni.
Samheldni systkinanna um að bera
móður sína á höndum sér þegar
þróttur og þrek fór að þverra var
einstakt, voru þau öll sem eitt alltaf
tilbúin að leggja til hjálparhönd og
fórna öllu öðru fyrir hana með þeim
dýpsta kærleik sem er til. Hún átti
því láni að fagna að vera alla tíð
heimilisföst á Hjálmsstöðum. Vil ég
sérstaklega tjá svilkonu minni,
Fanney, þakklæti, virðingu mína
fyrir hvað hún hjúkraði og annaðist
tengdamóður okkar síðustu árin og
sá þannig til þess að hún þurfti ekki
að flytja í burtu frá Hjálmsstöðum.
Við ræddum oft um hvað væri
framundan eftir þetta líf, vorum ekki
alltaf á sama máli en samt var henni
í mun að heyra mína skoðun og
spurði þá ofan í kjölinn. Nú hefur
hún komist að því sanna.
Guð veri með þér, Ranka mín, og
okkur öllum, ástvinum þínum sem
eftir erum. Óneitanlega komum við
öll á eftir en í hvaða röð er öllum hul-
ið.
Eygló Þorgeirsdóttir.
Komið er að kveðjustund, elsku-
leg tengdamóðir mín er látin. Minn-
ingarnar eru margar frá því ég kom
fyrst að Hjálmsstöðum kornung sem
tilvonandi tengdadóttir þeirra
Rönku og Pálma. Þar var gott og
skemmtilegt að koma og alltaf nóg
pláss, þó að húsið væri lítið, fólkið
margt og nútímaþægindum ekki fyr-
ir að fara. Þjónustaði húsmóðirin
alla í mat og drykk og passaði vel að
enginn færi svangur þaðan og ríkti
alltaf mikill léttleiki yfir heimili
þeirra hjóna.
Ranka var skemmtileg kona, létt í
lund og ekki síður á fæti. Spilaði á
orgel, hafði yndi af söng og kunni
ógrynni af ljóðum, sem hún þuldi
upp fyrir okkur fram á síðasta dag,
einnig hafði hún mjög gaman af að
taka í spil. Hún bar hag stórfjöl-
skyldunnar mjög fyrir brjósti og
naut sín best með henni á góðri
stundu, en fjölskyldan er alveg ein-
staklega samheldin, svo að eftir er
tekið. Margt á ég henni að þakka,
sem dæmi tók hún að sér elsta son
okkar í nokkra mánuði þegar hann
var á fyrsta ári svo að ég gæti áfram
stundað mitt nám.
Það eru liðin 24 ár síðan við Palli
fluttum í sveitina með synina litla og
nutu þeir þeirra forréttinda að alast
upp með ömmu og afa, á meðan hans
naut við. Eftir andlát Pálma hefur
Ranka átt sitt annað heimili hjá okk-
ur. Það hefur verið gefandi og lær-
dómsríkt að vera með henni, margt
farið á milli okkar bæði í gamni og
alvöru. Ekki vorum við alltaf sam-
mála, hún gat verið föst fyrir ef svo
bar undir en aldrei bar skugga á vin-
skap okkar. Minningarnar eru dýr-
mætar og ljúfar sem ég geymi fyrir
mig um þessa góðu konu.
Nú þegar ég kveð mína elskulegu
tengdamóður er mér efst í huga
þakklæti fyrir allt sem hún var mér
og mínum.
Far þú í friði.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Fanney.
Hún Ragnheiður fyllir 18 ár,
er yndið í föðurranni.
Og fögur var hönd, en fótur smár,
og fegri var engin svanni.
„Hefur einhver flutt þetta fyrir
þig áður, Ragnheiður mín?“
Þegar ég hugsa um ömmu á
Hjálm er þetta það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann hjá mér. Oftar en
ekki spurði amma mig þessarar
spurningar eftir að hafa þulið þetta
brot fyrir mig. Alltaf fannst mér jafn
gaman að sitja með ömmu og hlusta
á hana flytja þetta kvæði ásamt svo
ótal mörgum öðrum. Amma hafði al-
veg ótrúlegt kvæðaminni, hún gat
setið tímum saman og komið með
hin og þessi kvæði og vísur sem sum-
ir höfðu jafnvel aldrei heyrt áður og
þannig gat hún svo sannarlega
skemmt manni. En það gerði hún
ekki bara með ljóðum, amma var hlý
og glaðleg kona og kunni vel að
sinna sínum gestum.
Minningarnar frá Hjálmsstöðum
eru svo ótal margar að maður veit
ekki hvar skal byrja, þegar ég hugsa
um eitt atvik rifjast annað upp og
svo koll af kolli. Bjúgu með kartöflu
og sykri, kleinur, nýbakaðar flatkök-
ur og ilmurinn sem þeim fylgdi, hlýtt
og gott faðmlag, spil og öll heimsins
ævintýri með prinsum og prinsess-
um froskum og svönum sem amma
samdi á staðnum, og því miður eru
ekki til á blaði í dag, og svo ýmsir
leikir eins og að setja í horn, og að
ógleymdum andvökunóttum þar sem
maður lá og kveið því að klukkan
færi að slá tólf sinnum áður en mað-
ur sofnaði, en amma sá til þess að
maður sofnaði glaður og öruggur.
Göngutúrarnir austureftir til Andr-
ésar og Dísu og niðureftir til Palla og
Fanneyjar, spjallið og spilin við eld-
húsborðið eða inní stofu og svo
margt margt fleira sem ég get talið
upp þegar ég hugsa um ömmu á
Hjálm. En minnisstæðust mun sjálf-
sagt alltaf vera ferðin okkar til Kan-
arí, stóri bjórinn sem amma fékk,
fuglagarðurinn, bíltúrarnir, og allt
hitt sem við fundum okkur að gera.
Best var samt að horfa á hana rölta
um berfætta á ströndinni í sólinni og
vaðandi í sjónum, brosandi út að eyr-
um eftir að hafa upplifað hugsanlega
langþráðan draum. Það var ólýsan-
lega gaman að fá þetta tækifæri til
að ferðast með ömmu ásamt öðrum
frábærum ferðafélögum.
Þrátt fyrir aldur sinn og litla sjón
lét amma ekkert stoppa sig þegar
dreginn var fram spilastokkur. Fátt
var skemmtilegra en að spila kasjon
eða manna með mömmu og ömmu og
ég hlakkaði mikið til að komast heim
í sveitina á frídögum á veturna og
slaka á með mæðgunum og taka þó
nokkur spil með þeim, og auðvitað
dró maður sín 9 spil annað slagið hjá
ömmu til að sjá hvað framtíðin bæri í
skauti sér. Amma var frábær spila-
félagi og ég á eftir að sakna þess
mikið að hafa hana ekki til að spila
við okkur mömmu.
Amma var mikil hannyrðakona,
en flestallt sem hún gerði var meira
til gagns en skrauts. Með prjónum
sínum og prjónavél sá amma til þess
að afkomendum hennar yrði hlýtt,
eitthvað sem gat varið okkur hin fyr-
ir kuldanum, fallegar peysur, trefla,
sokka og vettlinga, kjóla á dætur
sínar og ýmislegt fleira, sem ég er
henni sérstaklega þakklát fyrir. Hún
var svo sannarlega snillingur með
prjónavélinni sinni, og ég held að ég
geti sagt það með fullri vissu að allt
sem amma tók sér fyrir hendur klár-
aði hún með fullkomnum frágangi.
Amma og afi hófu sinn búskap á
Hjálmsstöðum og þar sem þau voru
bæði af góðu fólki komin var enginn
vafi á því að þau myndu stofna sína
eigin frábæru fjölskyldu. Afkomend-
ur þeirra, systkini og aðrir ættingjar
eru þau bestu sem ég get hugsað
mér að hafa í kringum mig. Við átt-
um öll eitthvað í henni ömmu sem við
munum hvert og eitt varðveita, hún
var ekki bara mamma eða amma
okkar, hún var líka sönn vinkona
sem var gott að tala við um hvað sem
var og var alltaf til í að hlusta á
mann sama um hvað málið snerist,
og alltaf var stutt í hláturinn og grín-
ið.
Mér er mjög minnisstæð ein
kvöldstund sem við amma áttum
saman. Mamma hafði gefið mér
gamlan plötuspilara og við amma
vígðum hann með laginu Það er svo
ótal margt með Ellý Vilhjálms. Við
áttum þarna skemmtilegt kvöld
saman og mig langar að láta textann
fylgja hér með því hann minnir mig
svo á hana ömmu.
Fannir í fjöllum, frostrós á skjá.
Fuglar í lofti, fiðrildin smá.
Lindin tær, augun skær, ótrúlega blá.
Það er svo ótal margt sem minnir þig á.
Stormur sem æðir, stillur um vor.
Slóðir í sandinum, samhliða spor.
Andvarinn, undur létt, leikur við strá.
Það er svo ótal margt sem minnir þig á.
Vetrarnótt, vorkvöld hljótt,
er sumarsólin skín,
ár og daga, alla tíð, ég hugsa til þín.
Ljósin sem blika, lágnættið hljótt.
Ærsli og unaður, andvarp um nótt.
Ástarhót, augnaráð, er orðalaust tjá.
Það er svo ótal margt sem minnir þig á.
(Jóhanna G. Erlingsson.)
En þó að söknuðurinn sé mikill
efast ég ekki um að amma og afi séu
saman og hafi það gott, ásamt ætt-
ingjum sínum og vinum. Elsku
amma og afi, þakka ykkur fyrir frá-
bærar minningar og yndislegustu
fjölskyldu sem ég get hugsað mér.
Ragnheiður Hilmars.
„Hún amma mín það sagði mér
um sólarlagsbil.“ Einhvern veginn
kemur þessi fyrsta hending í kvæði
eftir Guðmund Guðmundsson skóla-
skáld oft upp í huga minn þegar ég
hugsa til ömmu á Hjálmsstöðum.
Undanfarna daga hefur hugurinn
verið mikið hjá henni og þá koma
bernskuárin upp í kollinn á svo
margan hátt. Alltaf er amma þá eins
og einhver fastur punktur eða at-
hvarf sem svona heldur utan um alla
í kringum sig. Glaðværð, væntum-
þykja, góðsemi í ríkum mæli og fleiri
kostir prýddu hana alla tíð og aldrei
heyrði maður hana tala illa um nokk-
urn mann. Það yljar manni núna að
minnast ferða með ömmu á grasa-
fjall hér upp frá Hjálmsstöðum, í
berjamó og bara að fá hana niður á
tún með kaffi og brauð, kleinur, kök-
ur o.fl. þegar heyskapur var á fullu.
Þá komu oft sögur og hún gat verið
mjög sannfærandi. Lengi vel var ég
alveg viss um að Mjallhvít ætti
heima í Slögusteini og þar væri al-
veg sérstakt heiðurssæti fyrir hana.
Henni tókst líka að gæða Óla lokbrá
slíku lífi að eiginlega gekk manni illa
að sofna. Hún minntist oft á það við
mig að þegar ég var gutti voru mér
gefin föt sem ég var víst ákaflega
stoltur af. Ég var oft settur í þau og
sagði þá við gesti sem komu: „Það er
verið að sýna mig,“ og fannst ömmu
þetta mjög skondið. Það er orðinn
stór hópurinn sem kominn er út frá
henni og það veit ég að henni þótti
sérlega vænt um hversu samheldinn
þessi hópur er. Um hverja helgi
komu einhverjir austur á sumrin og
einu sinni á sumri er vinnuhelgi þar
sem allir koma saman og taka til
hendinni í eða við gamla bæinn.
Einnig er komin hefð á það að
barnabörnin ásamt langömmubörn-
um hittast alltaf á skírdag og það er
samkoma sem hún hafði gaman af.
Þeim fer nú fækkandi Laugdæling-
unum sem muna nánast sögu dalsins
frá því hér voru eingöngu bænda-
býli. Amma mundi vel þegar Hér-
aðsskólinn var byggður og hún
þekkti Þórarin Þorláksson listmál-
ara sem byggði Birkihlíð sem er
elsta hús á Laugarvatni. Hún sagði
mér frá ferðalögum með Ragnari
Ásgeirssyni sem stofnaði hér
gróðrastöð og byggði Lindina og
fleiri gengna höfðingja og merkis-
konur mætti nefna. Það er einnig
umhugsunarvert að skoða þær að-
stæður sem hún bjó við fyrstu árin
sem hún og afi voru á Hjálmsstöð-
um. Ekkert rennandi vatn, eitt her-
bergi sem var haldið heitu og erf-
iðleikar á ýmsa lund sem voru bara
til að sigrast á. En allt lukkaðist
þetta vel og þau komu upp 6 börnum
sem hafa skilað 21 barnabarni og 29
langömmubörnum. Það eru forrétt-
indi að ná þessu og má með sanni
segja að hún hafi unnið í lífsins
lottói. Hún náði því að búa alla tíð á
Hjálmsstöðum og er það ekki hvað
síst því að þakka hversu vel þau Palli
og Fanney hugsuðu um hana sein-
ustu árin. Ég og fjölskylda mín biðj-
um Guð að geyma ömmu mína, lang-
ömmu barna okkar og þökkum henni
fyrir allt og allt.
Pálmi Hilmarsson.
7. apríl síðastliðinn urðum við
einni sómakonunni fátækari þegar
Ragnheiður kær frænka mín kvaddi
þetta jarðlíf.
Allan sinn aldur ól hún í Laug-
ardalnum, var fædd og uppalin á
Snorrastöðum, giftist Pálma Páls-
syni frá Hjálmsstöðum og þar stofn-
uðu þau heimili, hófu búskap og
eignuðust barnahópinn sinn. Afkom-
endur þeirra eru margir, líklega á
milli 50 og 60, allt mikið myndarfólk
og fjölskylduböndin traust, enda
segir máltækið að sjaldan falli eplið
langt frá eikinni.
Kannski vegna þess hvernig tíð-
arandinn var í hennar uppvexti, þeg-
ar allir þurftu að leggja fram starfs-
krafta sína jafnskjótt og þeir urðu til
var henni svo eðlislægt að vera sí-
starfandi að maður einhvern veginn
tók ekki eftir því. Ef til vill líka
vegna þess að þrátt fyrir annir gaf
hún sér ávallt tíma til að taka á móti
fólki á þann hátt að það fann sig
einkar velkomið, einna líkast því að
hún hefði einmitt verið að bíða eftir
manni. Það lögðu því margir leið
sína að Hjálmsstöðum enda hjónin
Ragnheiður og Pálmi vinmörg, gest-
risin og góð heim að sækja.
Ragnheiður var falleg kona jafnt
yst sem innst og samsvaraði sér vel,
með þykkt hrokkið hár, kvik á fæti
og léttstíg, að auki mannblendin,
skemmtileg og léttlynd. Velvild
hennar og þokkarík framkoma jafnt
við börn og fullorðna léði umhverf-
inu jafnan einhvern hlýjan blæ.
Þessu viðmóti hennar kynntist ég
einkar vel þegar ég fyrst sem krakki
rölti á milli bæja, svo unglingur og
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA EGGERTSDÓTTIR
frá Steðja,
Álakvísl 27,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn
28. apríl kl. 15.00.
Jóhann Bergsveinsson, Súsanna Magnúsdóttir,
Eggert Bergsveinsson, Anna Högnadóttir,
Kristmundur Bergsveinsson,
Margrét Bergsveinsdóttir, Birgir Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓHANNA ÁRMANNSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
sem lést á heimili sínu, Aðalgötu 5, Keflavík,
miðvikudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. apríl kl. 14.00.
Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson,
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.