Morgunblaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
– allt fyrir garðinn
– allt til bygginga
Þegar fjárfesta á í garðinum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar séu með í ráðum.
Við hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum honum alhliða fag-
þjónustu varðandi garðinn. MEST býður upp á gott úrval af hellum & garðeiningum,
skrautsteypu og skrautsteinum.
Hjá MEST getur þú fengið aðstoð landslagshönnuða við að skipuleggja garðinn
þinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400.
Landslagsráðgjöf MEST
Til hamingju Ísland, þetta er nú bara æðislega töff reikningur fyrir svona ógeðslegan
fimmaura skítabrandara, Palli minn, hvað ef djókið hefði nú unnið, góði?
Rannsóknir GuðnaTh. Jóhannesson-ar sagnfræðings á
símahlerunum stjórnvalda
í kalda stríðinu hafa m.a.
beint kastljósinu að síma-
hlerunum almennt. Í lög-
um um meðferð opinberra
mála, frá árinu 1991, eru
veittar heimildir til síma-
hlerana í þágu rannsókn-
ar, eins og það er orðað.
Meðal annars er kveðið á
um það að síma- eða fjar-
skiptafyrirtæki skuli leyfa
lögreglunni að hlera síma.
Til þess þarf þó fyrst úr-
skurð dómara. Einnig þurfa eft-
irfarandi skilyrði að vera fyrir
hendi: a) „að ástæða sé til að ætla
að upplýsingar, sem skipt geta
miklu fyrir rannsókn máls, fáist
með þessum hætti“, b) „að rann-
sókn beinist að broti sem varðað
getur að lögum átta ára fangelsi
eða ríkir almannahagsmunir eða
einkahagsmunir krefjist þess.“
Auk þessa er í lögunum kveðið á
um það að upptökur af símtölum
skuli eyðileggja jafnskjótt og
þeirra er ekki lengur þörf í þágu
máls, eins og það er orðað í lög-
unum. Síðan segir: „Þegar aðgerð
[...] er lokið skal þeim sem aðgerð
beinist að, þar á meðal sakborn-
ingi og eiganda eða umráðamanni
síma eða fjarskiptafyrirtækis,
birtur úrskurður um hana eða til-
kynnt hún og skal það gert svo
fljótt sem verða má, þó þannig að
það skaði ekki frekari rannsókn
málsins.“
Í skriflegu svari dómsmálaráð-
herra við fyrirspurn Björgvins G.
Sigurðssonar, þingmanns Sam-
fylkingarinnar, fyrr í vetur kemur
fram að dómstólar landsins hafi
veitt samtals 766 heimildir til
símahlerana á árunum 2000 til
2005. Þar af veitti Héraðsdómur
Reykjavíkur samtals 583 heimild-
ir til símahlerana. Sé litið á fjölda
einstaklinga, á bakvið þessar
heimildir, kemur m.a. fram í
svarinu að alls hafi símar 230 ein-
staklinga verið hleraðir frá árinu
2000 til ársloka 2005.
Í svarinu segir að ekki hafi ver-
ið unnt að sundurgreina þær
ástæður sem lágu að baki þeim
583 heimildum sem veittar voru til
símahlerunar í Héraðsdómi
Reykjavíkur. „Til þess að það
hefði verið mögulegt hefði þurft
að lesa hvern einasta úrskurð,“
segir í svarinu. „Hins vegar feng-
ust þær upplýsingar frá dóminum
að í yfirgnæfandi fjölda tilfella
væri um að ræða grun um sölu eða
dreifingu fíkniefna.“
Lögreglan í Reykjavík annast
hlerun símtala fyrir öll embætti
landsins, að sögn Ingimundar
Einarssonar, varalögreglustjóra í
Reykjavík. Hlerunartækin eru,
segir hann, staðsett í húsakynnum
lögreglunnar við Hverfisgötu í
Reykjavík. „Þetta er tiltölulega
einfaldur tölvubúnaður sem er
þróaður af okkar lögreglumönn-
um.“ Hann vill ekki útskýra nánar
hvernig búnaðurinn virkar. Hann
vill heldur ekki upplýsa hve marg-
ir lögreglumenn vinna við hlerun
að staðaldri.
Þegar símtöl eru hleruð eru þau
tekin upp og upptökurnar geymd-
ar. Samkvæmt lögum ber hins
vegar að eyða þeim, þegar þeirra
er ekki lengur þörf. Ingimundur
segir aðspurður að svo sé gert.
Um það hvort viðkomandi aðilum
sé tilkynnt um hlerunina þegar
„aðgerð“ eins og það er kallað er
lokið, segir hann: „Úrskurðir [um
símahleranir] eru alltaf tíma-
bundnir. Þegar þeim [tíma] er lok-
ið og við óskum ekki eftir fram-
lengingu ber okkur að tilkynna
um það – og það gerum við.“
Spurður nánar út í það hvernig
viðkomandi einstaklingum sé til-
kynnt þetta segir hann: „Rann-
sakandinn hefur samband við við-
komandi og lætur hann vita af því,
ýmist skriflega eða munnlega.“
Í fyrrgreindu svari dómsmála-
ráðherra um símahleranir kemur
fram að heimildum til hlerana hafi
fjölgað nokkuð á undanförnum ár-
um, eða frá 117 á árinu 2000 til 157
heimilda á árinu 2005. Aðspurður
segir Ingimundur að símahlerun-
um hafi fjölgað í réttu hlutfalli við
fjölgun mála, þá aðallega fíkni-
efnamála.
Ekki fást alltaf heimildir til
símahlerana. Ragnar Aðalsteins-
son lögmaður bendir m.a. á að í
málum sem þessum takist á rann-
sóknarhagsmunir lögreglu, trún-
aðarskylda fjarskiptafyrirtækis-
ins og vernd friðhelgi þeirra sem
hleranirnar beinast að.
„Þegar lögreglan biður um
hlerun er sú tilkynning send síma-
fyrirtækinu, en það er enginn sem
gætir hagsmuna þess sem hlerun-
in beinist að.“ Ragnar segir að
fjarskiptafyrirtæki geti því neitað
að hlíta fyrirmælum um aðgang
að símtölum, séu þau í vafa um að
öll lagaskilyrði séu uppfyllt. Fyr-
irtækin geti þannig skotið málum
til Hæstaréttar. Hann bendir á í
þessu sambandi að fjarskiptafyr-
irtæki hafi mjög ríkar skyldur
gagnvart viðskiptavinum sínum.
Bregðist þau þeim skyldum geti
þau skapað sér refsi- og/eða
skaðabótaábyrgð. Ingimundur er
ekki sammála Ragnari. „Við lítum
svo á að fyrirtækjum beri að fara
að kröfum lögreglunnar þegar
fyrir liggur úrskurður.“
Fréttaskýring | Símahleranir í brennidepli
Símahlerunum
hefur fjölgað
Í símahlerunum takast á rannsóknar-
hagsmunir lögreglu og vernd einkalífsins
Símahleranir eru aftur komnar í umræðuna.
Skýr lagaákvæði um síma-
hleranir lögfest árið 1941
Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur hefur fundið skrif-
legar heimildir sem sýna að
stjórnvöld fengu sex sinnum leyfi
dómsvalda, á kalda stríðs-
árunum, til að hlera símanúmer.
Í erindi, sem hann flutti um
helgina, segir hann að skýr laga-
ákvæði um símahleranir hafi
fyrst verið sett árið 1941. Skv.
þeim mátti lögreglan hlera sím-
töl þegar öryggi landsins krefð-
ist þess eða um mikilsverð saka-
mál væri að ræða. Til þess þurfti
þó skriflegan úrskurð dóms-
málaráðherra.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Innihaldið skiptir máli