Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
dagmóður. Leik-
skólinn á að
verða hluti af
samfélagslegri
þjónustu sveitar-
félaga og að því
munum við
stefna.“
Telur þú unnt
að auka stuðning
við fjölskyldur í Reykjanesbæ og
hvaða atriði ættu þá að hafa for-
gang á næsta kjörtímabili?
„A-listinn er framboð sem legg-
ur áherslu á velferð íbúanna og
því vega áherslur tengdar þjón-
ustu við fjölskyldur mjög þungt í
stefnuskrá okkar. Ég hef áður
nefnt lækkun leikskólagjalda, en
ég vil að auki nefna „Þátt-
tökukort“ að andvirði kr. 25.000
ári. Þau munu auka möguleika
grunnskólabarna til þátttöku,
hvort heldur er í íþróttum eða
tómstundum. Einnig verður hægt
að nýta þau til að greiða fyrir list-
nám, s.s. tónlistarnám. Með þessu
stuðlum við að auknum jöfnuði og
börnum verða gefin aukin tæki-
færi, þau geta tekið þátt án tillits
til fjárhagslegrar stöðu uppalenda.
Þá vil ég nefna ókeypis skóla-
máltíðir sem Samfylkingin í
Reykjanesbæ lagði fram sem
áhersluatriði fyrir kosningarnar
2002. Nú eru mjög margir sam-
mála um að þetta sé bæði eðlilegt
og sjálfsagt og hefur m.a. Morg-
unblaðið tekið undir það sjón-
armið. Þá mun A-listinn lækka
fasteignaskatta elli- og örorkulíf-
eyrisþega og miða við tekjur.
Þannig er það gert í flestum sam-
anburðarsveitarfélögum, en sjálf-
stæðismenn í Reykjanesbæ hafa
ekki haft skilning á þessu. M.a.
felldu þeir slíka tillögu frá okkur
fyrir síðustu áramót.“
Styður þú áframhaldandi sam-
vinnu við Fasteign hf. um uppbygg-
ingu og rekstur húsnæðis fyrir
bæjarfélagið eða telur þú að
kaupa eigi til baka þær eignir sem
lagðar hafa verið inn í Fasteign?
Hvað ræður afstöðu þinni?
„A-listinn hefur það á stefnu-
skrá sinni að kaupa til baka þær
fasteignir sem seldar voru inn í
Fasteign hf. Það sem ræður af-
stöðu okkar er að þær forsendur
sem lagt var upp með hafa engan
veginn staðist. Gert var ráð fyrir
fleiri stofnaðilum eins og Lands-
bankanum og Orkuveitu Reykja-
víkur í Fasteign hf. og að þau
sveitarfélög sem stæðu að stofnun
þess legðu fasteignir sínar inn í
félagið. Þessi áform gengu ekki
eftir. Ekkert sveitarfélaga utan
Reykjanesbæjar lagði allar sínar
fasteignir inn í Fasteign hf. og
flest þeirra ekki neinar. Einhver
smærri sveitarfélög hafi komið að
Fasteign hf. eftir stofnun þess en
það vegur ekki upp óhagræðið
sem varð við að stærstu aðilarnir
kusu að standa utan við það. Hin
meginforsendan sem lögð var til
grundvallar sölu eigna inn í Fast-
eign hf. var að verulegur arður
skapaðist af því fjármagni sem
fengist fyrir eignirnar. Það var
grundvallarforsenda fyrir sölu
eignanna, en hefur algjörlega
brugðist vegna viðvarandi halla-
reksturs sveitarfélagsins undir
stjórn sjálfstæðismanna.“
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið
beiti sér vegna breytinga hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli?
Hvaða tækifæri telur þú að kunni
að felast í stöðunni?
„Reykjanesbær hefur verið að
beita sér vegna þeirra breytinga
sem hafa orðið hjá varnarliðinu.
Sveitarfélagið stóð ásamt stétt-
arfélögum á svæðinu að stofnun
ráðgjafarþjónustu fyrir starfs-
menn, þeim til aðstoðar, og var öll
bæjarstjórnin sammála um að það
skyldi gert. Það þarf að leggja
áherslu á að ríkisvaldið eyði ekki
alltof löngum tíma í viðræður við
Bandaríkjamenn um eitthvað sem
ekkert er. Það sem þarf að semja
um er skil á landi og mannvirkjum
og að þannig sé skilið við starfs-
menn að einhver sómi sé að. Við
þurfum að fá yfirráðarétt yfir
landinu sem liggur að flugvellinum
sem fyrst til þess að hægt verði að
nýta það undir starfsemi tengda
flugi. Þá vil ég ítreka þörfina á
aukinni þjónustu á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja, sem er
grundvallarforsenda þess að ein-
hver starfsemi verði flutt hingað
suður. A-listinn hefur mótað metn-
aðarfulla atvinnustefnu sem hægt
er að nálgast á slóðinni alistinn.is.
Þar er að finna áhersluatriði sem
tengjast breytingum á varn-
arsvæðinu.“
er hins vegar
nauðsynlegt að
fylgja verðþróun
sem verður á
meðal stærri
sveitarfélaga í
landinu.“
Telur þú unnt
að auka stuðning
við fjölskyldur í
Reykjanesbæ og hvaða atriði ættu
þá að hafa forgang á næsta kjör-
tímabili?
„Við trúum því að velferð sér-
hvers einstaklings skipti máli til
að skapa velferð samfélagsins. Við
höfum einsett okkur að sinna
þessu verkefni af meiri alúð en
sést hefur hingað til í stjórn-
málum á Íslandi. Við höfum náð
saman um verkefni sem skila ein-
staklingum heilbrigðari, hamingju-
samari og getumeiri út í lífið. Ég
nefni tvö mikilvæg dæmi:
Fyrstu árin í lífi barns skipta
gríðarlega miklu máli fyrir þroska
þess og velferð til framtíðar. Með
því að bjóða foreldrum og for-
ráðamönnum ókeypis uppeldis-
námskeið sl. fjögur ár og fylgja
því eftir með vandaðri aðstoð eru
nú komnar fram sterkar vísbend-
ingar um að tekist hafi að draga
úr þunglyndi barna og unglinga og
erfiðri hegðun. Innlögnum barna
frá Reykjanesbæ á BUGL hefur
fækkað og er langt undir viðmið-
unarmörkum við höfuðborg-
arsvæðið. Erfiðum agamálum sem
vísað er til Fræðsluskrifstofu hef-
ur einnig fækkað.
Hlutfall barna sem geta lesið
sér til gagns á fyrstu árum í
grunnskóla hefur hækkað um 10%
á þremur árum, frá því sérstöku
lestrarmenningarverkefni var
hleypt af stokkunum.
Við munum enn herða róðurinn
í að styrkja þessi verkefni, því auk
þess að börnum líði vel í skólanum
er lesskilningur undirstaða náms-
árangurs á flestum sviðum.“
Styður þú áframhaldandi sam-
vinnu við Fasteign hf. um uppbygg-
ingu og rekstur húsnæðis fyrir
bæjarfélagið eða telur þú að
kaupa eigi til baka þær eignir sem
lagðar hafa verið inn í Fasteign?
Hvað ræður afstöðu þinni?
„Hagkvæmni og skynsemi ræð-
ur för. Þetta var samþykkt 10:0 í
bæjarstjórn eftir vandlega yf-
irferð. Fjármálastjórinn okkar,
sem nú er hættur og prýðir hóp
mótherja, mælti m.a. með þessu.
Þrennt mælti með þessu: Hag-
stæðari eða svipuð lánskjör með
stærra félagi, aukin sérhæfing
stærra félags til að ná niður bygg-
ingarkostnaði og aukin sérhæfing
og þekking til að sinna vönduðu
viðhaldi. Það eina sem hefur
breyst frá upphafinu er að áður
leit út fyrir að fjármálastofnanir
myndu hafa meirihlutann. Nú hafa
níu sveitarfélög meirihlutaeign í
félaginu. Það er ótvíræður kostur.
Reykjanesbær á 35% í félaginu og
fær arð í samræmi við það. Með
styrkum eignarhlut okkar og
meirihlutaeign sveitarfélaganna
erum við í betri stöðu en upp-
haflega var ætlað. Félagið hefur
nú sparað okkur í byggingarkostn-
aði um 500 milljónir kr. og viðhald
er til mikillar fyrirmyndar. Við
settum sjálf inn í reglur að geta
tekið eignirnar til baka. Miðað við
árangurinn væri það óskyn-
samlegt. Allt tal um að hægt sé að
hagnast um 180 milljónir kr. á ári
og fjármagna kosningaloforð, ef
við tækjum eignirnar til baka, er
algjörlega óraunhæft enda hafa
þeir sem halda því fram ekki þor-
að að leggja fram útreikninga
sína.“
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið
beiti sér vegna breytinga hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli?
Hvaða tækifæri telurðu að kunni
að felast í stöðunni?
„Við höfðum frumkvæði að því
að leggja fram þríþættar tillögur
um aðgerðir. Þær fólust í því að
hefja strax stuðning við starfsfólk
á varnarsvæðinu við að útvega
önnur störf. Við stofnuðum til
þess ráðgjafarstofu ásamt starfs-
greinafélögunum á svæðinu. Fyr-
irtæki eru nú að bjóða laus störf
og um 80 starfsmenn eru þegar
komnir til annarra starfa, auk
þeirra 140 sem fengu áfram vinnu
við flugreksturinn. Vel á annað
hundrað manns hafa sótt und-
irbúningsnámskeið tengt atvinnu-
leit.
Í öðru lagi lögðum við fram
hugmyndir um leiðir til að Kefla-
víkurflugvöllur yrði áfram miðstöð
varna, og þá meira tengt innri
vörnum s.s. eftirlit á alþjóða-
flugvelli, sem nauðsynlegt er að
auka verulega.
Í þriðja lagi lögðum við fram
hugmyndir um fjölmörg ný at-
vinnutækifæri. Nú er verið að
vinna úr þeim með fagfólki. Ég
kvíði því ekki að úr þessu vaxi
ekki góð tækifæri fyrir okkur. Það
hefur verið hægt annars staðar
þar sem herflugvöllum hefur verið
breytt. Við höfum safnað saman
allri þeirri reynslu og munum
leggja hugmyndir fram í samstarfi
við ríkisstjórnina.“
Árni Sigfússon, D-lista
leikskóla með
því að Reykja-
nesbær verði
skilgreindur sem
reynslusveit-
arfélag fyrir
gjaldfrjálsa leik-
skóla. Þannig
má nýta arð
Hitaveitu Suð-
urnesja. Einnig að nýta auknar
tekjur Reykjanesbæjar sem skap-
ast af nýbyggingum í þetta verk-
efni.“
Telur þú unnt að auka stuðning
við fjölskyldur í Reykjanesbæ og
hvaða atriði ættu þá að hafa for-
gang á næsta kjörtímabili?
„Frjálslynd og óháð vilja að full
heilbrigðisþjónusta verði veitt all-
an sólarhringinn í Reykjanesbæ.
Hraðað verði uppbyggingu Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja og
hún verði fullmönnuð starfsfólki.
Einnig að stórátak verði gert í
máefnum fatlaðra og fjölskyldna
þeirra, einnig verði stórátak í mál-
efnum aldraða og öryrkja, til að
mynda með afslætti á fast-
eignagjöldum þannig að þeim sé
betur gert kleift að lifa mannsæm-
andi lífi af tekjum sínum í eigin
húsnæði. Einnig vilja Frjálslyndir
og óháðir auka búsetumöguleika
aldraðra þannig að aldraðir eigi
fleiri valkosti og þurfi alls ekki að
líða skort á dvalar- eða hjúkr-
unarheimilum.“
Styður þú áframhaldandi sam-
vinnu við Fasteign hf. um uppbygg-
ingu og rekstur húsnæðis fyrir
bæjarfélagið eða telur þú að
kaupa eigi til baka þær eignir sem
lagðar hafa verið inn í Fasteign?
Hvað ræður afstöðu þinni?
„Frjálslyndir og óháðir í
Reykjanesbæ vilja endurheimta
þær eignir sem seldar hafa verið
til Fasteignar hf. Frjálslyndir og
óháðir sjá engan kost við að þurfa
að leigja eigur sínar af Fasteign
hf., þar sem Fasteign hf hefur td.
hækkað leigu félagslegra íbúða
þar sem meðal annars aldraðir og
öryrkjar leigja dýrum dómi.“
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið
beiti sér vegna breytinga hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli?
Hvaða tækifæri telur þú að kunni
að felast í stöðunni?
„Þar sem fyrir liggur að Banda-
ríkjaher fer 1. september þá vilja
Frjálslyndir og óháðir í Reykja-
nesbæ að Bandaríkjaher skili öllu
svæðinu og fasteignum svo flýta
megi uppbyggingu annarrar at-
vinnustarfsemi. Frjálslyndir og
óháðir vilja efna til hugmynda-
samkeppni um framtíð vallarsvæð-
isins þar sem hugmyndir um
hvernig íbúar Reykjanesbæjar og
Reykjanesbær hagnist sem best á
svæðinu.“
Kristinn
Guðmundsson, F-lista
unar barna á leik-
skólum?
„Reykjanes-
bæjarlistinn telur
nauðsynlegt að
koma á gjald-
frjálsum leikskóla
í áföngum. Við
viljum svo finna
nýjar tekjur sem
geta tryggt að leikskóli geti orðið
gjaldfrjáls að fullu. Þess vegna
leggjum við mikla áherslu á atvinnu-
mál því það er undirstaða velferðar
hvers bæjarfélags. Við teljum at-
vinnumál hafa setið á hakanum mjög
lengi hér í Reykjanesbæ þar sem
bæjarstjórnin hefur verið of upp-
tekin við að breyta eigum sínum í
peninga til að getað fegrað bæinn og
um leið búið til atvinnu tímabundið.
Það hefur falið á sama tíma raun-
verulegt atvinnustig hér í bænum
sem hægt er að byggja á til fram-
tíðar. Við viljum leggja niður Sam-
band sveitarfélaga á Suðurnesjum
til hagræðis og sameina Suð-
urnesjabyggðir í eitt sterkt sveitar-
félag til mótvægis við höfuðborg-
arsvæðið, það myndi stórauka
tekjurnar sem tryggði að hægt yrði
að klára dæmið að koma á gjald-
frjálsum leikskóla á öllu svæðinu og
gott betur.“
Telur þú unnt að auka stuðning við
fjölskyldur í Reykjanesbæ og hvaða
atriði ættu þá að hafa forgang á
næsta kjörtímabili?
„Reykjanesbæjarlistinn vill að
fólk með lágar tekjur fái tækifæri til
að sækja sér vinnu inn á höfuðborg-
arsvæðið og verði styrkt af bæj-
arfélaginu til þeirra ferða. Við skil-
greinum lágar tekjur laun sem eru
lægri en 170.000 krónur á mánuði.
Reykjanesbæjarlistinn vill að farið
verði gaumgæfilega ofan í verklags-
reglur fjölskylduþjónustunnar, til
dæmis að meðlagsgreiðendur verði
skilgreindir sem framfærendur
barna sinna. Við viljum aðlaga
grunnskólana enn frekar að þörfum
barnanna og fjölskyldna þeirra, og
sérstaklega líta til með þeim sem
eiga erfitt uppdráttar, börnum með
ofvirkni, athyglisbrest og annað sem
snýr að geðheilbrigði sem dæmi.“
Styður þú áframhaldandi sam-
vinnu við Fasteign hf. um uppbygg-
ingu og rekstur húsnæðis fyrir bæj-
arfélagið eða telur þú að kaupa eigi
til baka þær eignir sem lagðar hafa
verið inn í Fasteign? Hvað ræður af-
stöðu þinni?
„Reykjanesbæjarlistinn telur það
hafa verið mistök að fara þá leið á
sínum tíma að selja fasteignir bæj-
arins en eins og umhorfs er í at-
vinnumálum hér á svæðinu í dag
teljum við að það sé ekki tímabært
að eyða orkunni í að hrófla við þessu.
Við getum ekki séð að það sé ódýr-
ara að taka marga milljarða króna
lán, gengistryggt með tilheyrandi
kostnaði af lántökunni og af stimp-
ilgjöldunum. Reykjanesbær hefur
selt allar fasteignir sínar til Fast-
eignar hf. sem leigði svo Reykja-
nesbæ eignirnar strax eftir gerð af-
sala. Þetta er nú allur galdurinn við
það hvers vegna svo mikið eigið fé
varð til í bæjarsjóði allt í einu sem
gerði Reykjanesbæ svo kleift að fara
í miklar framkvæmdir hér und-
anfarin ár sem sannalega hafa fegr-
að bæinn okkar mikið. Reykjanes-
bær mun hér eftir að óbreyttu gera
leigusamninga fyrirfram við Fast-
eign hf., svo semja þeir við viðkom-
andi verktaka um að reisa byggingu
fyrir Fasteign hf. sem bærinn tekur
svo við að framkvæmd lokinni sam-
kvæmt leigusamningi, sem dæmi má
nefna nýju sundlaugina. Hér er um
að ræða gengistryggða leigusamn-
inga sem hafa hækkað um 30% frá
áramótum vegna gengisfalls krón-
unnar. Reykjanesbær á 35% í Fast-
eign hf. í formi hlutabréfa og erfitt
er að átta sig á verðmæti þeirra því
erfitt er að sjá hver vill kaupa hlut í
grunnskólabyggingu, til dæmis.“
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið
beiti sér vegna breytinga hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli? Hvaða
tækifæri telur þú að kunni að felast í
stöðunni?
„Reykjanesbæjarlistinn leggur
áherslu á í samningum við Banda-
ríkjamenn að við fáum full afnot af
olíubirgðastöðinni í Helguvík og að
hún sinni eldsneytisþörf Keflavík-
urflugvallar og Suðurnesja í heild
sinni. Ef fram fer sem horfir með
herinn mun flugtengd starfsemi á al-
þjóðavísu aukast stórlega í framtíð-
inni.Við viljum einnig beina því til
stjórnvalda að vegna brotthvarfs
hersins verði leyfðar frjálsar króka-
veiðar smábáta við Reykjanesið allt
að 6 sjómílur út og svæðið lokað öll-
um öðrum veiðarfærum. Þessi heim-
ild verði aðeins veitt þeim aðilum
sem skráðir eru og landa aflanum á
svæðinu. Þessi aðgerð myndi líka
leggja af leiguliðaútgerðir (nútíma-
þrælahaldið) sem flestar eru hér á
landinu. Þá fyrst gætu menn gert út
með reisn og skilað einhverju til
samfélagsins hér í stað þess, eins og
það hefur verið allmörg ár, að allur
ágóðinn fari beint til sægreifanna
sem búa ekki hér svæðinu og skað-
inn sé okkar.“
Baldvin Nielsen, R-lista
stuðning við fjöl-
skyldur í Reykja-
nesbæ og hvaða
atriði ættu þá að
hafa forgang á
næsta kjör-
tímabili?
„Markmið okk-
ar er að allir íbúar
Reykjanesbæjar
fái lifað með reisn alla sína ævi.
Við höfum sett það í forgang hjá
okkur að Reykjanesbær taki frum-
kvæði í málefnum innflytjenda í
Reykjanesbæ. Við viljum taka betur
á móti því fólki með aukinni íslensku-
kennslu og gera með okkur sérstakt
samstarf við Alþjóðahúsið. Við viljum
auka aðgengi að menntun og stór-
bæta öldungadeild Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og Miðstöð símenntunar.
Við viljum að aldraðir verði ekki
fluttir í annað bæjarfélag vegna þess
að við getum ekki sinnt þeim eins og
staðan er núna. Við viljum útrýma of-
beldi og klámi úr bænum. Við viljum
byrja strax á því að endurhanna
skrúðgarðinn okkar. Það vantar
grænan blett til að slaka á hér í bæ.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli
ekki vera búinn fyrir löngu að end-
urhanna hann segir allt um það
hversu mikið þeir eru að huga að
andlegri og félagslegri heilsu okkar.“
Styður þú áframhaldandi samvinnu
við Fasteign hf. um uppbyggingu og
rekstur húsnæðis fyrir bæjarfélagið
eða telur þú að kaupa eigi til baka
þær eignir sem lagðar hafa verið inn í
Fasteign? Hvað ræður afstöðu þinni?
„Þetta er auðvitað skelfilegt mál
hvernig hefur verið farið með eignir
bæjarins. Bæjarbúar hafa ekkert
verið með í neinum ráðum um nokk-
urn skapaðan hlut. Fólk hefur aðeins
horft til þeirra breytinga sem orðið
hafa á Hafnargötunni og aðgengi
bæjarins án þess að vita nokkuð um
hvaðan peningarnir hafa komið. Allir
dásama Árna bæjarstjóra fyrir að
hafa bætt útlit bæjarins sem vissu-
lega var þörf á. Fólk spyr sig ekki
lengra. Það er komin upp flókin staða
varðandi fasteignir bæjarins og það
er ekki auðvelt að svara því hvað eigi
að gera. Okkar grunnafstaða í þessu
máli miðast alltaf við það að eignir
bæjarins eru eignir fólksins sem í
bæjarfélaginu býr. Við erum ekki
hlynnt því að mikilvægar samfélags-
legar eignir séu seldar. Fólk borgar
skatta og á að geta sagt með stolti
þegar það gengur fram hjá mik-
ilvægum eignum sem þjóna okkur
öllum: „Þetta á ég.““
Hvernig vilt þú að bæjarfélagið
beiti sér vegna breytinga hjá varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli? Hvaða
tækifæri telur þú að kunni að felast í
stöðunni?
„Við erum alveg með hreinar línur
í sambandi við herinn. Loksins eru
bæjarbúar farnir að nota orðið her-
inn í staðinn fyrir varnarliðið og það
finnst okkur góður árangur. Við vilj-
um að herinn komi sér úr landi og
hreinsi upp eftir sig öll þau gríð-
arlegu óhreinindi sem eftir hann
liggja. Við viljum fá skýr svör strax
og þrýsta á stjórnvöld um að gera
eitthvað til þess. Það mætti lengi
telja upp ýmsar hugmyndir um
hvernig við getum nýtt okkur svæðið
til atvinnusköpunar. Við finnum það
hjá fólki að það er á sömu línu og við
með þetta. Fólk vill fá svör og síðan
getur sköpunargáfan ráðið ferðinni
hjá okkur um hvernig við nýtum
þetta svæði.“
Sigurður Eyberg
Jóhannesson, V-lista
Guðbrandur
Einarsson, A-lista