Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞURÍÐUR Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vakti athygli á vanda- málum í geðheilbrigð- isþjónustu barna og unglinga í utan- dagskrárumræðum á Alþingi 29. mars sl. Maður spyr sig hvað veldur því að ár eftir ár gjósa upp umræður um geðheilbrigðismál barna og unglinga? Í grein í Morg- unblaðinu 12. nóv- ember segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yf- irlæknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, m.a.: „Hvert geta foreldrar eða kenn- arar leitað, þegar barn hegðar sér eða líður illa? Svarið er að mark- viss verkaskipting er ekki til og því tilviljunum háð hvernig leitað er til þeirra aðila sem sinna eiga þessum málum. Hver ber ábyrgð á óreið- unni, sem hefur þróast ómarkvisst í áranna rás? … Lýst er eftir leiða- korti um óreiðustíga þess kerfis, sem mæta á vanda hins stóra hóps barna og unglinga, sem búa við skert aðgengi að nauðsynlegri þjónustu.“ Vandi grunnskólans Grunnskólar landsins þurfa að reiða sig á að fyrir liggi greining frá barna- og unglingageðlækni ef nemandi á í vandkvæðum og þarf stuðning við kennslu. Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga tekur ekki þátt í þeim kostnaði sem fylgir þessum viðbótarstuðningi nema slíkar greiningar liggi fyrir og þá einungis frá Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og BUGL. Þeg- ar biðin er svona löng og málin í slíkum ólestri eru það börnin sem líða fyrir. Á meðan reyna skóla- yfirvöld, foreldrar og kennarar að leysa málin. Álag á kennara er mikið og of oft eru þeir með alltof veik börn í skólanum sem þeir reyna að sinna af veikum mætti og án faglegrar þekkingar. Börnin, málefni þeirra og fjölskylda ættu að sjálfsögðu að vera í höndum barna- og unglingageðlækna sem geta veitt þeim þá þjónustu sem þeir eru lærðir til. Meðvitað var þjónustan skert Í lok síðasta árs skrifuðust þáverandi heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, og nokkrir sjálfstætt starfandi barna- og unglingageð- læknar á í Morgunblaðinu. Þar var m.a. tekist á um einingafjölda sem ætlaður var í málaflokkinn. Að mati læknanna var ekki tekið tillit til aðstæðna ársins á undan sem voru um margt ólíkar því sem venjulega er og er þar m.a. átt við verkfall kennara og samningsleysi milli sérfræðilækna og Trygg- ingastofnunar. Töldu læknarnir að heilbrigðisráðuneytið hefði með- vitað skert þjónustu til barna og unglinga með geðræn vandamál um 20%. Ljóst var að þjónustu var ekki hægt að veita sem skyldi í árslok og kom það fram hjá Páli Tryggva- syni, barna- og unglingageðlækni á Akureyri, í Morgunblaðinu 6. des- ember sl. þar sem hann segist hafa neitað 17 nýjum sjúklingum um viðtöl. Í fyrri blaðagreininni sem ég vitnaði til kemur líka fram að full- yrt sé af hálfu formanns heil- brigðis- og trygginganefndar Al- þingis að til staðar sé þjónusta sem enginn af þessum læknum kannast við t.d. tilvist sérstaks teymis við heilsugæslustöðina á Akureyri. Það er mjög mikilvægt að heilbrigð- isráðherra beiti sér fyrir því að FSA geti þjónustað börn og ung- linga með geðræn vandamál af miklum krafti, sem viðurkennt er í kerfinu m.a. af Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga og þannig létt á álaginu sem til staðar er á Greiningar- og ráðgjafarstöðinni og BUGL. Heildarmyndin Líta þarf á heildarmyndina og búa til uppskrift til að klára málin á landsvísu. Samhæfa þarf vinnu ráðuneyta heilbrigðismála, félags- mála og menntamála. Auk þess þarf að vinna með sveitarfélög- unum við að efla heilsugæslustöðv- arnar í landinu sem ættu að geta sinnt frumgreiningum og brugðist við vandanum mun fyrr en nú er gert. Geðheilbrigðisþjónustu handa börnum og unglingum í dreifðari byggðum landsins er mjög ábóta- vant. En til þess að hún geti orðið góð þarf að tryggja samninga við sjálfstætt starfandi barna- og ung- lingageðlækna og koma á prófess- orsstöðu í barnageðlækningum við Háskóla Íslands því enginn er að læra barna- og unglingageðlækn- ingar nú sem stendur. Fram hefur komið hjá forseta læknadeildar Háskóla Íslands að þar sé um að ræða fjárskort og skipulagsvanda. Þetta er alger þversögn því mikil eftirspurn er eftir þessari þjón- ustu. Það er ekki hægt að byggja upp nærþjónustu ef enginn er til að vinna hana. Geðheilbrigðismál barna og unglinga – enn og aftur Bjarkey Gunnarsdóttir fjallar um geðheilbrigðismál barna og unglinga ’Líta þarf á heildar-myndina og búa til upp- skrift til að klára málin á landsvísu.‘ Bjarkey Gunnarsdóttir Höfundur er kennari og varaþingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Á ÍSLANDI eru yfir 100 söfn og öll hafa þau sitt hlutverk og sína ákveðnu sérstöðu. Söfn þurfa notendur því án þeirra er enginn grundvöllur fyrir starf- semi og sýningarhaldi. Söfn eru eins og fyr- irtæki, markaðs- setning þeirra fer fram rétt eins og þegar um vöru og þjónustu er að ræða. Hlutverk safna er að varðveita og tryggja aðgengi al- mennings að menning- ararfi og ekki síst eru þau mikilvægur vett- vangur fræðslu ekki einungis til barna held- ur einnig fullorðinna. Hlutverk Árbæj- arsafns er að tryggja aðgengi að menningar- arfi Reykvíkinga. Sér- staða safnsins er stað- setning þess og þar með talin staðsetning gamla Árbæjarins sem er auðkenni safnsins og safnið er byggt upp í kringum. Vara safns- ins er safnsvæðið og þær byggingar sem mynda svæðið en þar eru rúmlega 25 hús og í flestum þeirra eru sýningar sem skapa skemmtilegt andrúmsloft, svo- kallaða „lifandi fortíð“. Safnið er í miðri borg, í mikilli nálægð við einn vinsælasta útivistarstað Reykjavík- ur, Elliðaárdalinn. Staðsetningin og aðgengið að safninu hefur úr- slitaáhrif á það hvort einhver heim- sækir safnið. Í þessum tilfellum er til dæmis átt við fjölskyldufólk, ferða- menn, börn- og unglinga, fatlaða og eldri borgara. Mikilvægt er að gleyma ekki íbúum hverfisins sem hér eru Árbæingarnir og jafnvel Breiðhyltingar sem margir telja það sjálfsagðan hlut að geta farið hvenær sem er og rölt um safnsvæðið og upp- lifað „nýja“ lifandi fortíð nánast dag- lega. Safnið hefur notið vinsælda undanfarin ár, ekki síst um helgar þegar svokallaðir þemadagar hafa verið haldnir sem margir hverjir hafa fest sig í sessi, þar á meðal er forn- bíladagurinn, handverksdagar og jólasýningin. Helstu styrkleikar safnsins eru að það er eina útibyggðasafnið í Reykja- vík og þau nánu tengsl sem safnið hefur við borgina, íbúana og það hverfi sem safnið stendur í. Helsti veikleiki safnsins undanfarin ár er takmarkað fjármagn til frekari upp- byggingar og faglegs markaðsstarfs. Hins vegar liggja tækifærin handan við hornið þar sem starfsmenn safns- ins sjá mikla möguleika í því að tengja safnið betur við Elliðaárdal- inn. Safnið er fyrir löngu orðið hluti af Reykjavíkurborg og hennar nán- asta umhverfi og stórt skarð væri höggvið í borgina og hverfið ef safnið yrði flutt til Viðeyjar eins og rætt hefur verið um undanfarnar vikur. Hvað ætli sé langt í að hugmyndir verði um að byggja á Miklatúni og flytja Kjarvalsstaði út í Viðey? Það er jú dýrmætt byggingarsvæði þar líka. Með því að færa Árbæjarsafn út í Viðey er verið að takmarka aðgang að menningararfi Reykvíkinga. Ferð- irnar verða háðar samgöngum á sjó sem hefur þar af leiðandi þau áhrif að takmarkaður aðgangur verður að safninu. Starf- semi og möguleikar safnsins verða einnig takmarkaðir því hver ætlar til dæmis að flytja tugi fornbíla milli lands og eyjar með tilheyr- andi tilkostnaði fyrir einn dag á sumri? Sá að- gangseyrir sem greidd- ur er inn á safnið myndi einnig tvöfaldast því nú þyrfti ekki einungis að greiða fyrir aðgang heldur einnig ferðina yf- ir til Viðeyjar. Ef færa á safnið er verið að rífa niður þá vöru sem byggð hefur verið upp síðustu 50 ár. Byggja þarf upp nýja ímynd og einkenni fyrir safnið því safnið getur aldrei hald- ið sínu rétta nafni á nýj- um stað. Verður því safnið að Viðeyjarsafni? Þeir sem reka fyrirtæki vita hversu dýrt og erf- itt það er að byggja upp nýtt einkenni og skapa vöru sinni og þjónustu ákveðna ímynd, slíkt tekur mörg ár og oft þarf að gera ýmsar breytingar á vörunni og þjónustunni áður en búið er að aðlaga hana þörfum notandans. Þú breytir til dæmis ekki skyndilega lakkr- íssúkkulaði í hnetusúkkulaði og ætl- ast til þess að hafa sömu neytendur. Þar sem staðsetning safnsins verð- ur utan alfaraleiðar yrði alltaf að eyða töluvert miklum fjármunum í kynningar og markaðsstarf á safninu ef það yrði flutt. Miðað við það fjár- magn sem safnið hefur haft yfir að ráða síðustu árin hefur ekki verið hægt að kosta miklu til kynningar og markaðssetningar á safninu. Hvernig dettur fólki þá í hug að það sé betra að færa safnið til Viðeyjar og eyða hundruðum milljóna ef ekki millj- örðum eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga, í það að færa safnið? Ekki má heldur gleyma því að aldrei verður hægt að færa hjarta safnsins, gamla Árbæinn. Ég er ansi hrædd um að það heyrðust háværar raddir ef Minjavernd og Þyrping kæmu næst með þá hugmynd að færa Viðeyjarstofu í Árbæjarsafn! Viðey er einstök á sinn hátt og það ætti að nýta hana meira en það er synd að mönnum skuli ekki detta neitt í hug henni tengt annað en að rífa niður Árbæjarsafn til að byggja eyjuna upp. Nýja borgarstjórn bið ég um að leggja niður þá nefnd sem skipuð hef- ur verið og koma á fót öðrum nefnd- um sem velta fyrir sér hvað hægt sé að gera við Viðey og Árbæjarsafn þar sem þau eru í dag og eyðum pening- unum í uppbyggingu í stað niðurrifs. Ég hvet Árbæinga, Reykvíkinga og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins til þess að heimsækja Árbæjarsafn í sumar og njóta þess sem Reykjavík hefur upp á að bjóða! Viðeyjarstofa í Árbæjarsafn? Inga Hlín Pálsdóttir fjallar um flutning Árbæjarsafns út í Viðey Inga Hlín Pálsdóttir ’Ég hvet Árbæ-inga, Reykvík- inga og aðra íbúa höfuðborg- arsvæðisins til þess að heim- sækja Árbæj- arsafn í sumar og njóta þess sem Reykjavík hefur upp á að bjóða!‘ Höfundur er alþjóðamarkaðs- og viðskiptafræðingur. HÉRAÐSVEGIRNIR, „sveita- vegirnir“, inn til dala og út til stranda eru samgönguæðar heils at- vinnuvegar. En einnig býr fjölmargt fólk í dreifbýli sem sækir vinnu um langan veg til næsta þéttbýlis og börnum er ekið í skóla. Ferðaþjónustan er ört vaxandi atvinnugrein og miklar vonir bundn- ar við hana til að treysta atvinnu til sveita. Íslendingar vilja gjarnan laða til sín ferðamenn og auglýsa náttúrufegurð landsins á erlendri grund og við viljum ekki síður njóta sjálf íslenskrar náttúru. Þá má og nefna vegi að stórum sum- arbústaðalöndum sem þurfa að anna mikilli umferð á vissum árstímum. Góðir sveitavegir eru því ekki sér- hagsmunamál bænda heldur hluti af því að byggja Ísland upp sem ferða- mannaland og á þeim byggist ný- sköpun í atvinnulífi til sveita. Rykbinding og viðhald Nú þegar sumarið fer í hönd verð- um við áþreifanlega vör við hve margir sveitavegir hafa dregist aftur úr í viðhaldi. Veikur burður, þunnt slitlag, holur og ryk takmarka flutn- inga og alla umferð og gera fólki gramt í geði. Mikilvægt er því að rykbinda þessa vegi sem fyrst til að draga úr slysahættu. Á þessum vegum eru gjarnan þröngar, ein- breiðar brýr eða ræsi sem skerða enn frekar umferðaröryggið. Ferðamenn aka í sí- auknum mæli sjálfir um landið og þeir fyll- ast ótta og örvinglan þegar þeir ramba inn á malarkafla sem þeim finnst alltof mjóir og lausir í sér. Aðrir ferðast um á reið- hjólum og hjóla meira og minna í rykskýi um landið. Gæði veganna og umferðaröryggi ráða því miklu um samkeppnishæfni einstakra svæða til búsetu og ferðaþjónustu. Gera þarf átak varðandi þessa vegi og þá einnig með lagningu varanlegs og bundins slitlags þar sem því verður við komið. Uppbygging og slitlag á sveitavegum Ástand og viðhald sveitaveganna er mjög misjafnt. Þannig njóta ýmsir mikilvægir sveitavegir mjög tak- markaðrar þjónustu þótt þeir séu eina vegtenging íbúa á stórum svæð- um við stofnvegi. Þegar byggð leggst af á einum bæ getur vegurinn fallið úr tölu þjóðvega. Ber þá enginn ábyrgð á viðhaldi hans úr því nema helst sveitarfélagið. Engu að síður getur vegurinn verið jafn mik- ilvægur við nýtingu auðlinda lands- ins svo sem til búskapar og ferða- þjónustu. Mjög hallar á sveitavegina, hvað varðar lagningu bundins slit- lags. Sú þróun er varhugaverð og getur leitt til þess að ákveðin svæði einangrist, missi af viðskiptum og öðrum tækifærum sem tengjast um- ferð ferðamanna. Bundið slitlag eyk- ur og möguleika íbúanna til að kom- ast örugglega til og frá heimili sínu. Vel má setja sérreglur um hámarks- hraða á þessum vegum til að full- nægja öryggiskröfum. Ákall um betri vegi er kosningamál til sveita Ástand sveitaveganna brennur mjög á íbúum til sveita. Hagkvæmni við sameiningu sveitarfélaga strand- ar ekki síst á lélegum samgöngum. Vegir innanhéraðs eru því eitt aðal- mál kosninganna til sveita. Þessi hópur fólks er mjög dreifður um landið og getur því illa beitt hóp- þrýstingi á stjórnvöld til að fylgja málum sínum eftir. Þingmenn Vinstri grænna hafa látið málefni sveitaveganna sérstaklega til sín taka. Höfum við í því skyni lagt til á Alþingi að gert verði sérstakt stór- átak í uppbyggingu safn- og tengi- vega, svokallaðra héraðs- eða sveita- vega. Góðir vegir eru forsenda samkeppnishæfrar byggðar og stækka Ísland sem ferðamannaland. Nú er svo sannarlega komin röðin að sveitavegunum. „Með augun full af ryki“ Jón Bjarnason skrifar um bættar samgöngur ’Bæta þarf ástandsveitaveganna.‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í norðvesturkjördæmi. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.