Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 37 Starfsfólk óskast til sumarstarfa Víkingur, ein framsæknasta ferðamannaversl- un landsins, leitar eftir starfsmönnum til starfa í sumar, æskilegur aldur 20-50 ára, góð tungu- málakunnátta kostur. Lifandi og gefandi starf. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið theviking@simnet.is Organisti Staða organista við Selfosskirkju er laus til umsóknar. Um er að ræða fulla stöðu og yfirumsjón með starfi barna- og unglingakóra. Ráðningartími er frá og með 1. september 2006. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og reynslu berist til formanns sóknarnefndar fyrir 15. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur kirkjuvörður, Garðar Einarsson, í síma 482 2175 og 862 4947 svo og undirritaður í síma 868 9074. Fyrir hönd sóknarnefndar, Eysteinn Ó. Jónasson, Spóarima 27, 800 Selfoss. Netfang: eysteinn@fsu.is Meiraprófsbílstjóri óskast AÐFÖNG óska eftir meiraprófsbílstjóra. Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagni. Unnið er á vöktum við útkeyrslu á vörum í verslanir Haga. Umsóknareyðublöð má fá í móttöku Aðfanga í Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. Einnig er hægt að sækja um á www.adfong.is Uppl. gefur Ársæll í síma 693 5620. Þormóður rammi - Sæberg hf. Fyrsti vélstjóri óskast til afleysinga á frystitogarann Kleifaberg ÓF 2. Um er að ræða eina veiðiferð sem hefst eftir sjómannadag. Upplýsingar veittar í síma 862 0069. Baadermaður og 2. stýrimaður Baadermann og 2. stýrimann vantar á frystitog- ara gerðan út frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Birgir í síma 840 4445 eða Guðmundur í síma 840 4440. Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða bifreiðarstjóra í sumarafleysingar. Upplýsingar í síma 515-2716. Tölvup: einar@teitur.is Tilkynningar Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/ 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 2. júní 2006, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 31. desember 2006. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneyt- inu á skrifstofutíma frá kl. 9:00-16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbú- naðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 9. júní n.k. Landbúnaðarráðuneytinu, 2. júní 2006. Leirár- og Melahreppur Samþykkt aðalskipulag Leirár- og Melahrepps 2002 - 2014 Sveitarstjórn Leirár- og Melahrepps hefur samþykkt tillögu að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar í anddyri Heiðarskóla í Leirársveit, á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjordur.is og á skrif- stofu Skipulagsstofnunar frá 7. apríl til og með 5. maí sl. Athugasemdafrestur rann út þann 19. maí sl. og bárust athugasemdir frá 2 aðilum innan tilskilins frests. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir um- sögn sína. Gerðar voru óverulegar breytingar á auglýstri tillögu aðalskipulagsins í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar á innsendum at- hugasemdum. Tillaga að Aðalskipulagi Leirár- og Melahrepps 2002-2014 hefur verið send Skipulagsstofnun sem afgreiðir tillöguna til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til oddvita Leirár- og Melahrepps. Heiðarborg 25. maí 2006, Marteinn Njálsson, oddviti. Auglýsing um deiliskipulag á Grenivík í Grýtubakkahreppi Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir einbýlishúsa- lóðir við Ægissíðu á Grenivík. Tillaga þessi, sem auglýst er með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, verður til sýnis á skrifstofu Grýtubakkahrepps, Gamla skólanum, Grenivík, frá og með 8. júní 2006 til og með 6. júlí 2006. Þeir sem vilja gera athugasemdir við tillöguna skulu gera það með skriflegum hætti eigi síðar en 20. júlí 2006. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillög- una fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum Hér með er lýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum, nánar tiltekið á iðnaðarsvæði við Hraunholt og Heiðarholt. Tillagan liggur frammi á skrifstofu bæjarins frá 7. júní 2006 til og með 5. júlí 2006. Athugasemdum við tillöguna skal skila á skrif- stofu bæjarins fyrir 19. júlí 2006. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir innan tilgreinds frests telst samþykkur henni. Vogum, 4. júní 2006. Bæjarstjóri. BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Laugavegur 95-99 og Snorrabraut 24 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.174.1, vegna lóða nr. 95-99 við Laugaveg og 24 við Snorrabraut. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að bygg- ingar verði hækkaðar um eina hæð á öllum lóðum, fjórða hæðin verði inndregin um 1.5 m við Laugaveg og Snorrabraut og að hluta til bakhlið og að bakbyggingar verða hækk- aðar um tvær hæðir á lóðunum nr. 95-99 við Laugaveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningar- gagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 7. júní til og með 19. júlí 2006. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér til- löguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og bygging- arsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 19. júlí 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 7. júní 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagsstarf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.