Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á DÖGUNUM þegar ég undirbjó að fylgja úr hlaði árlegum lista Sameinuðu þjóðanna yfir tíu al- þjóðleg fréttamál sem ættu skilið meiri fjölmiðlaathygli barst mér til eyrna að ákveðið hefði verið að nokkrir þættir af Bráðavaktinni yrðu teknir upp í búð- um fyrir flóttamenn í Darfur-héraði. Þetta eru góðar fréttir. Það er varla hægt að hugsa sér betri aðferð til þess að færa voða- verkin í Darfur heim til fólks sem lifir við allt annan raunveru- leika en þann sem blasir við í Súdan. Ef ætlun framleið- endanna var að veita sjónvarpsáhorfendum innsýn í þjáningar og ofbeldisverk með það fyrir augum að þeir krefðust þess að stjórnvöld gripu inn í, þá var það göfug fyr- irætlun. Og enn mik- ilvægari fyrir þær sak- ir að samanlagt fjölluðu þrjár helstu sjónvarpsfréttastofur Bandaríkjanna um þessi hræðilegu átök í innan við tíu mínútur á fyrstu fjórum mán- uðum ársins 2006. Okk- ur skilst að sjónvarps- umfjöllunin í öðrum heimshlutum hafi ekki verið mikið meiri. Í augum fjölmiðla gildir ekki einu hvar í heiminum neyðarástand brýst út og þar af leiðandi ekki í augum heims- ins heldur. Hvað annað getur út- skýrt annars vegar gríðarlegt ör- læti þegar flóðaaldan reið yfir Indlandshaf um hátíðarnar 2004 og hins vegar tómlæti heimsins þegar Silkileiðarborgin Bam í Íran var lögð í rúst í jarðskjálftum ári áður? Árið 2004 höfðum ég og starfs- félagar mínir þungar áhyggjur af því að mikil umfjöllun um Íraks- stríðið hefði rutt öðrum brýnum fréttamálum burt af síðum blað- anna og af sjónvarpsskjánum. Fyrsta skref okkar var að taka saman lista yfir þær fréttir sem ekki væru sagðar. Þannig varð listi Sameinuðu þjóðanna yfir „Tíu frétt- ir sem heimurinn ætti að heyra“ til. Sumir óttuðust að fjölmiðlar tækju þennan lista óstinnt upp en það var auðvitað ekki ætlun okkar að vanda um fyrir þeim. Okkur langaði að hreyfa þannig við venju- legu fólki að það sæi sig knúið til að krefjast þess af leiðtogum sínum að þeir gripu inn í til að hjálpa þeim sem hefðu sigrast á ómældum erfiðleikum, aðstoða þá sem þyrftu sárlega á sameig- inlegri hjálp okkar að halda til að komast upp úr örbirgð og ör- væntingu og beina kastljósinu að þeim eiga skilda athygli fyr- ir árangur sinn. Með þetta í huga ákváðum við að útvega blaða- mönnum og rit- stjórum lista yfir mál sem væru bæði frétt- næm og ættu skilið athygli, í þeirri von að þessi mál sem varða líf og dauða kæmust í kastljósið. Nú tveimur árum síðar eru mörg af þessum fréttamálum enn til umfjöllunar bæði hjá fjölmiðlum og bloggurum. En jafnvel þótt listarnir okkar hafi skilað ár- angri er vandamálið óleyst: Langflestir fjölmiðlar einbeita sér að örfáum alþjóð- legum fréttamálum á sama tíma og öðrum jafnmikilvægum fréttamálum, sem eiga fullt eins skilið athygli okkar allra, er lítið sem ekkert sinnt eða þau skoðuð út frá mjög þröngu sjónarhorni. Mörg af þeim fréttamálum sem eru á listanum 2006 sem var kynnt- ur 15. maí eru frá stöðum sem aldr- ei heyrist um í morgunfréttunum. Þær eru oft um hluta af fréttum sem sagðar eru sem hafa af ein- hverjum ástæðum fallið á milli skips og bryggju í frásögnum. Þegar kastljósi heimsins er beint að réttarhöldum yfir Charles Tay- lor, fyrrverandi einræðisherra Líb- eríu, minnum við líka á að nýkjör- inn leiðtogi landsins, Ellen Johnston-Sirleaf, er fyrsti kven- forseti Afríku og við segjum líka: Gleymið ekki baráttu þjóðarinnar við að byggja upp varanlegan frið. Og þegar fréttir eru sagðar af átökum almennings og konungs- veldisins í Nepal væri kannski ekki úr vegi að segja frá átökunum við Maóista og þeim skaða sem heil kynslóð barna hefur orðið fyrir. Og þegar sagt er frá átökum og ofbeldi í Kongó væri heldur ekki úr vegi að lesendur og áhorfendur fengju líka að fræðast um fyrstu skref landsins til að halda fjöl- flokkakosningar. Markmið okkar er að útvega blaðamönnum tímabærar og áreið- anlegar upplýsingar um þessi mál. Og við gerum það því þessi mál þurfa athygli ykkar og stuðning. Sumir halda því fram að blaða- menn séu aðeins sögumenn, að raunveruleikinn sé annars staðar. En góðar sögur geta breytt heim- inum. Okkar hlutverk er að ögra þeim, sem segja sögurnar sem skil- greina heiminn, til að nota það vald í þágu betri heims. Á meðan þið voruð að horfa á annað … Shashi Tharoor skrifar um al- þjóðleg fréttamál sem ættu að fá meiri athygli fjölmiðla Shashi Tharoor ’… langflestirfjölmiðlar ein- beita sér að örfá- um alþjóðlegum fréttamálum á sama tíma og öðrum jafnmik- ilvægum frétta- málum, sem eiga fullt eins skilið athygli okkar allra, er lítið sem ekkert sinnt …‘ Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði samskipta. DAVÍÐ Ingason, markaðsstjóri í lyfjabransanum, skrifar und- arlega grein í Moggann síðastlið- inn sunnudag. Það undarlegasta við þessa grein Davíðs, þar sem hann sendir niðurlægjandi tóninn þeim landlækni og aðstoð- arlandlækni á heldur hrokafullan hátt, er tóm greinarinnar, inni- haldsleysið. Með hálfkjánalegri en algerlega misheppnaðri fyndni virðist Davíð vera að reyna að verjast þeirri gagnrýni sem ís- lenski lyfjabransinn hefur fengið á sig undanfarið vegna verðlags á lyfjum hér á landi. Ekkert bita- stætt er að finna í þessari varn- argrein markaðsstjórans. Ekkert er þar fjallað efnislega um gagn- rýni „landlæknanna“ á lyfja- bransann eða forsendur hins háa lyfjaverðs hér á landi. Ekkert er í greininni minnst á sívaxandi trún- aðarbrest milli lyfjabransans og íslenskra lækna – hvað þá að gerð sé tilraun til að skilgreina brest- inn. Nei. Þess í stað er markaðs- stjórinn með óskiljanlegt skítkast í ýmsar áttir og fá frændur okkar Danir sinn skammt af því. Hið efnislega tóm gerir þessa misheppnuðu grein marklausa. Davíð Ingason markaðsstjóri hef- ur þarna afhjúpað slæma stöðu lyfjabransans á Íslandi og gert hana ívið verri. Þessi grein Davíðs finnst mér vera kórvilla í mark- aðsstjórnun svona yfirleitt og styrkir þá skoðun mína – og hrað- vaxandi fjölda kollega – að öll samskipti íslenskra lækna og lyfjabransans þurfi að end- urskipuleggja frá grunni. Gunnar Ingi Gunnarsson Furðuskrif markaðsstjóra Höfundur er læknir. The Standard Life Assurance Company 30 Lothian Road Edinburgh, EH1 2DH Það tilkynnist hér með að þann 12. apríl 2006 var beiðni lögð fyrir skoska dómstóla (nánar til- tekið „the Court of Session“ – hér eftir „dóm- stóllinn“) af Standard Life vátryggingafélaginu, sem stofnað var með lögum um Standard Life tryggingafélagið (e. „the Standard Life Assur- ance Company Act“) árið 1991 og er með skráð lögheimili í Standard Life House, 30 Lothian Ro- ad, Edinburgh EH1 2DH (hér eftir „fyrirtækið“) þar sem meðal annars var sótt um skipun frá dóminum í samræmi við VII hluta laga um fjár- málaþjónustu og markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) (hér eftir „lögin“) þar sem fallist væri á áætlun (hér eftir „áætlunin“) sem fæli í sér að viðskipti fyrir- tækisins (að meðtöldum viðskiptum sem ætlað er að gildi yfir lengri tíma) skuli vera flutt til SLLC Limited (sem skráð er í Skotlandi með númerinu SC2868333). Áætlað er að nafni þess félags verði breytt í Standard Life Assurance Limited um það leyti sem flutningur viðskiptana á sér stað. Nýja fyrirtækið er stofnað í samræmi við bresk hlutafélagalög (e. the Company’s Act) og hefur lögheimili sitt í Standard Life House, 30 Lothian Road, Edinburgh EH1 2DH. Ef leyfi til tilfærslu verður á einhvern hátt skilyrt af dóminum mun tilkynning um það vera birt. Þessi tilkynning er gerð í samræmi við 2. mgr. 86. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994. Tilkynning um millifærsluna hefur áður birst í lögbirtingablaðinu 2. mars 2006. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á und- anförnum árum bent á fjölmörg atriði sem brýnt er að lagfæra og varða skattlagn- ingu á neytendur og fyrirtæki. Á nýaf- stöðnum aðalfundi SÞV voru kynntar 29 tillögur um hvernig megi styðja og styrkja þekkingar- og þjónustugreinarnar sem nú eru í örum vexti. Meðal þess sem samtökin leggja til er að ríkisfyr- irtæki og -stofnanir fái end- urgreiddan virðisaukaskatt af að- keyptri þjónustu. Einhverjum kann að finnast það skjóta skökku við að samtök á borð við SVÞ séu að eyða kröftum sínum í að berj- ast fyrir lækkun skatta á opinber fyrirtæki en hér er tilefnið hins vegar ærið. Reynslan sýnir að hátt skattþrep virðisaukaskatts veldur því að ríkisfyrirtæki veigra sér við að kaupa þjónustu af einkafyrirtækjum og ráða því frekar til sín starfsmenn til að annast þessa þjónustu. Dæmi um þetta blasa við í tölvu- þjónustu, örygg- isgæslu og ræst- ingum. Með þessu stundar ríkið óeðli- lega samkeppni við einkarekin þjónustufyrirtæki. Þegar for- stöðumenn ríkisfyr- irtækja bera kostnað við aðkeypta þjónustu frá einkafyrirtækjum saman við hvað það myndi kosta þá að reka sjálfir sömu þjónustu getur virðisaukaskattur ráðið úrslitum um að niðurstaðan verður að ráða nýjan ríkisstarfs- mann í stað þess að fela einkafyr- irtæki viðkomandi verkefni. Þegar haft er í huga að ríkið fær einnig í sinn vasa virðisaukaskattinn af þjónustu einkafyrirtækjanna verð- ur enn augljósara að hér er um óeðlilega mismunun að ræða sem beinlínis stuðlar að ríkisvæðingu þjónustuverkefna. Stjórn SVÞ tel- ur að það felist mikil hagkvæmni í að ríkið kaupi þjónustu þar sem hún er best og hagkvæmust hverju sinni, frekar en að annast hana sjálft í samkeppnislausu um- hverfi Afnám vörugjalds og einföld- un á virðisaukaskatti SVÞ hafa um langt skeið beitt sér fyrir að hætt verði að leggja vörugjald á matvöru en talið er að það gæti leitt til um tveggja pró- senta lækkunar á matarverði. Það er sérstakt ánægjuefni að und- anfarið hafa þrír ráðherrar í rík- isstjórninni, forsætisráðherra, við- skiptaráðherra og fjármálaráðherra, lýst áhuga á að fella þetta gjald niður. Óskandi er að íslenskir neytendur þurfi ekki að bíða allt of lengi eftir því að þessu þarfa máli verði hrint í framkvæmd. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar var því heitið að virð- isaukaskattskerfið skyldi tekið til endurskoðunar „með það í huga að bæta kjör almennings“. Þar sem nú er langt liðið á kjörtímabilið hlýtur að fara að styttast í að virðisaukaskatturinn verði lækk- aður. Ýmsar hugmyndir hafa kom- ið fram um hvernig beri að standa að því. SVÞ hafa ásamt Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðn- aðarins hvatt til þess að öll mat- væli verði sett í sama þrep virð- isaukaskatts, sem yrði 12%, í stað þess að nú er virðisaukaskattur af matvöru í tveimur þrepum 24,5% eða 14%. Þar með yrðu alvarlegir agnúar sniðnir af skattkerfinu og það fært nær því sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Brýnt er að stjórnvöld efni fyrirheit sín um lækkun virðisaukaskattsins, það er raunhæfasta kjarabótin. Virðisaukaskattur af þjónustu opinberra aðila verði endurgreiddur Guðmundur Arason fjallar um loforð ríkisstjórnarinnar í málefnasamningi hennar ’Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var því heitið að virðisauka- skattskerfið skyldi tekið til endurskoðunar „með það í huga að bæta kjör almennings“.‘ Guðmundur Arason Höfundur er framkvæmdastjóri Securitas hf. og stjórnarmaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.