Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ,,ÞAÐ hlustar aldrei neinn á mig – nema núna“ sagði stelpan sem reið á vaðið í óvenjulegri leiksýningu Sögu á Akureyri nú á vordögum. Þegar ungt fólk fær tækifæri til þess að tjá sig í frjálsu og skapandi leiklistarstarfi heyrist oft þessi rödd, að það er ekki hlustað á ungt fólk. Undanfarin ár hefur Leik- klúbburinn Saga á Akureyri fengist við spuna og frumsköpun í leiklist- inni undir stjórn leikstjóra sem skilja hvaða eldur brennur í hjört- um þeirra sem eiga að erfa landið. Með Guðjóni Þorsteini Pálm- arssyni leikstjóra sögðu sjö krakkar einlægar sögur, beint frá hjartanu. Sögur þeirra létu engan ósnortinn og ég hló og táraðist á víxl. Núna var ekki hefðbundið leikhús en samt leikhús í sinni tærustu mynd: Leikarinn var einn með áhorf- endum í svo pínulitlu rými að nær varð ekki komist. Krakkarnir töl- uðu beint til okkar af svo miklu ör- yggi að ætla mátti að þau væru þrælvön að koma fram sem leikarar og uppistandarar. En meira en helmingur hópsins var óvanur. Sumar af reynslusögunum voru sniðnar til, aðrar alveg sannar. All- ar voru þær mjög áhugaverðar. Þau töluðu um samskipti og sam- skiptaleysi; um fyndin atvik; um sorg og ótta; um erfiða bernsku og um framtíðardrauma. Þarna krist- allaðist í leiklistinni allt það sem mælir með því að nota hana sem uppeldis-, kennslu og meðferð- artæki ásamt skemmtun og afþrey- ingu. Það var gott að vera í leikhús- inu þetta kvöld. Einstakt leikhús LEIKLIST Leikklúbburinn Saga Höfundar: Leikhópurinn. Leikstjóri: Guð- jón Þorsteinn Pálmarsson. Leikarar: Auð- ur Hannesdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Margrét Hannesdóttir, Salka Gúst- afsdóttir, Steinar Halldórsson, Sunna Björk Ragnarsdóttir,Vala Stefánsdóttir. Sýning 21. maí 2006 Núna Hrund Ólafsdóttir JANA María Guðmundsdóttir sópran og Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika á morgun, fimmtudaginn 8. júní, kl. 20.00 í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Jönu Maríu frá Söngskól- anum í Reykjavík, en þar er hún söngnemandi Dóru Reyndal. Á efnisskránni eru m.a. ís- lensk sönglög eftir Jórunni Viðar og Ragnar H. Ragnar, ljóðasöngvar eftir Schumann, Debussy, Chausson og Fauré ljóðaflokkurinn I Hate Music eftir Leonard Bernstein og aríur úr óperum, m.a. aría Júlíu úr óperunni Romeo og Júlía eftir Gounod. Jana María slær einnig á léttari strengi og flytur, ásamt þeim Aðalheiði Þorsteinsdóttur pí- anóleikarara og Birgi Braga- syni kontrabassaleikara, klassísk íslensk dægurlög og söngleikjalög. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Burtfarar- prófstón- leikar í Hafnarborg Jana María Guðmundsdóttir ANDRÉS Þór Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýjan geisladisk með frumsaminni djasstónlist sem hefur hlotið nafnið Nýr dagur. Djass- kvartett Andrésar leikur á disk- inum, en auk Andrésar sem leikur á gítar skipa kvartettinn Sigurður Flosason á altósaxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- bassa og Scott McLemore á tromm- ur. Nýr dagur er fyrsti geisladiskur Andrésar í eigin nafni og eingöngu með frumsömdum verkum hans, en fyrir tveimur árum kom út diskurinn It was a very good year með hol- lensk-íslenska tríóinu Wijnen, Win- ter & Thor. Á þeim diski var m.a. verkið Þórdísardans eftir Andrés, en það var tilnefnt til Íslensku tónlist- arverðlaunanna 2004 sem djass- tónsmíð ársins. Í kvöld verða útgáfutónleikar af þessu tilefni þar sem Andrés Þór og djasskvartett hans leika í Hafn- arborg. Tónleikarnir eru liður í Björtum dögum í Hafnarfirði og hefjast klukkan níu. Tónlist | Útgáfutónleikar í Hafnarborg Morgunblaðið/ Jim Smart Jasssveit Andrésar, sem heldur útgáfutónleika í Hafnarborg í kvöld. Frumsamin djasstónlist HÁDEGISTÓNLEIKAR verða haldnir í Hafnarborg kl. 12 í dag. Fram koma Sigurður Skagfjörð Steingrímsson baritónsöngvari og Antonía Hevesi píanóleikari, og flytja þau aríur og ljóð úr ýmsum áttum. Aðgangur er ókeypis. Sigurður Skagfjörð Antonía Hevesi Harðjaxlar og mjúkir menn EFTIR margar vikur af getgátum um hver yrði ráðinn í starfið, hefur fyrrverandi seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, Alan Greenspan, loks kom- ist að niðurstöðu um hver eigi að rita ævisögu hans, sem kemur út hjá Penguin-útgáfunni haustið 2007. Hinn útvaldi er Peter Petre, ritstjóri á tímaritinu Fortune, en hann hefur komið að skrifum nokkurra vinsælla ævisagna, þar á meðal H. Norman Schwarzkopf hershöfðingja og Thomasar J. Watson Jr., fyrrum stjórnarmanns hjá IBM. New York Times greindi frá þessu í gær. Greenspan seldi höfundarréttinn að ævisögu sinni í mars fyrir 8,5 milljónir dollara, um 620 milljónir króna, og hefur leitað að höfundi til að skrifa bókina fyrir sig síðan. Ekki er vitað hve mikið Petre fær greitt fyrir viðvikið, en vitað er að hann fékk hálfa milljón dollara, tæpar 37 milljónir, fyrir að skrifa ævisögu Schwarzkopfs hershöfðingja. Penguin-útgáfan segir þó að Greenspan muni sjálfur skrifa frum- drög og lokaútgáfu bókarinnar. Petre muni einungis vera honum til aðstoðar með þessa þætti. Ekki reyndist sérstaklega auðvelt að fá einstakling til að taka starfið að sér, enda er Greenspan þekktur fyr- ir undarlegt málfar, að því að New York Times greinir frá. Þannig hafi deildarstjóri hjá dagblaðinu Wall Street Journal, sem aðstoðaði Greenspan við tíu blaðsíðna bók- arútdrátt og kom til greina sem meðhöfundur, ekki viljað taka að sér starfið á þeim kjörum sem honum voru boðin. Nokkrar vangaveltur hafa orðið um hina háu upphæð sem Greensp- an þáði fyrir útgáfuréttinn, en lög- fræðingur hans benti á að útgáfan hefði þegar fengið dágóðan hluta af henni greiddan, með því að fram- selja réttinn til útgáfu til meira en tólf landa, þar á meðal Japan, Þýskalands og Bretlands. Ritstjóri skrifar ævisögu Greenspan FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20 GRÍMAN 2006 Íslensku leiklistarverðlaunin 16/6 kl. 19 Grímuballið 16/6 kl. 22 Allir velkomnir VILTU FINNA MILLJÓN Fi 8/6 kl. 20 Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Lau 10/6 kl. 20 UPPS. Su 11/6 kl. 20 Fi 15/6 kl. 20 Su 18/6 kl. 20 25 TÍMAR Dansleikhússamkeppnin 2006 Fi 8/6 kl. 20 MIÐAVERÐ 2.500 Aðeins þetta eina kvöld! Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi. Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi. Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní. rauð tónleikaröð í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Sigrún Eðvaldsdóttir FIMMTUDAGINN 8. JÚNÍ KL. 19.30 Áskell Másson ::: Fiðlukonsert Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 11 FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands Panic Productions í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið kynnir tvö dans/leikhús verk: Forsýning 9. Júní kl. 20 Frumsýning 10. Júní kl. 20 Síðasta sýning 11. Júní kl. 20 RAUÐAR LILJUR No, he wAs whIte AÐeINs 3 sýNINgAR MIÐASALA: Sími 555 2222 midi.is www.hhh.is                   !  " #  $$$   %               !"#$ !% &' ' ( ) * ' + , -**& . & / 0' 1' ( ) * ' + , & . & ' ' ( ) * ' + , & . / 0' ' ( ) * ' + , & . & ' 1' ( ) * ' + , & . /2' 3' ( ) * ' + , & . AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.