Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FYRIR síðustu Menningarnótt ákvað Háskóli Íslands, í samvinnu við listasmiðjuna Klink og Bank, sem þá var til húsa í Brautarholt- inu, að hvetja til einhvers konar samvinnu milli vísindamanna innan háskólans og listamanna. Verkefnið var auglýst beggja vegna og á end- anum höfðu um tuttugu manns skráð sig í það. Á Menningarnótt var haldinn fyrsti fundur fyrir verkefnið, sem hlaut yfirskriftina „Vísindalist“, í kaffihúsi í bakhúsi við Laugaveg 50 en þar komu fram alls sjö pör, listamaður og vís- indamaður, og kynntu samstarf sitt. Níu mánuðum síðar skyldu þessi pör sýna afrakstur samstarfs- ins. Að sögn Bjarkar Håkansson, verkefnastjóra Markaðs- og sam- skiptadeildar við HÍ, var lagt upp með að svara spurningum á borð við: Hvers konar orka losnar úr læðingi þegar listir og vísindi sam- eina krafta sína?, Hvernig túlkar listin vísindin og vísindin listina? Er vísindi list og öfugt? Á fimmtudaginn síðastliðinn, rúmum níu mánuðum eftir fundinn á Menningarnótt, afhjúpuðu þrjú pör verkefni sín í anddyri að- albyggingar Háskóla Íslands. Pétur Pétursson prófessor í guðfræði og Guðmundur Oddur Magnússon grafískur hönnuður og mynd- listamaður gerðu verkefni í tengslum við dómsdag, Magnús Jensson arkitekt og Anna Karls- dóttir mannvistarlandfræðingur gerðu verk þar sem þau ímynduðu sér að þau gætu hreinsað burt öll ummerki um borg á Reykjavík- ursvæðinu og hvernig hægt væri að byrja upp á nýtt að byggja á svæð- inu. Þau settu sig á vissan hátt í hlutverk landnámsmanna og út- bjuggu kort af þessu svæði og svo stendur einnig til að að hanna eftir því líkan. Curver Thoroddsen lista- maður og Heiða Jóhannsdóttir bók- menntafræðingur eru þriðja parið en þeirra viðfangsefni var dæg- urmenning. „Þau pör sem héldu samstarfið út eru eiginlega orðin óaðskiljanleg,“ segir Björk. „Þau eru hvergi hætt að vinna saman.“ Björk segir að þó að vísindi og listir hafi ávallt verið mjög tengd fyrirbæri þá hafi samgangur á milli vísindamanna og listamanna ekki alltaf verið mjög greiður. „Við erum alla vega búin að opna fyrir það hér,“ segir Björk. Menning | Listamenn og vísindamenn taka höndum saman Stefnumót vísinda og lista í Háskóla Íslands Morgunblaið/RAX Hluti af verki Guðmundar Odds Magnússonar og Péturs Péturssonar í an- dyri Háskóla Íslands, en þar er nú vísindum og listum stefnt saman. Í TILEFNI af hálfrar aldar stjórn- málasambandi Íslands og Japans munu fjórir hópar japanskra lista- manna sækja landann heim; tveir í vor og tveir í haust. Japanska nútímadansverkið Genji verður flutt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Verkið er í anda hinnar fornu japönsku Noh-danshefðar, byggist á kafla úr þekktri 11. aldar jap- anskri smásögu, Genji Monogatari, og segir frá eiginkonu sem er hel- tekin afbrýðisemi í garð ástkonu eiginmanns síns. Hingað til lands eru komnir jap- önsku dansararnir Ryohei Kondo og Sengiku Bando ásamt fríðu föru- neyti tónlistar- og aðstoðarmanna, en leikin er lifandi tónlist á sýning- unni á hefðbundin japönsk hljóð- færi. Dans og söngur frá Okinawa Seinna í mánuðinum, 25. júní, heldur sviðslistarhópurinn ACO Okinawa sýninguna Undir sól- stjörnu á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Eins og nafn hópsins gefur til kynna koma liðsmenn hans frá eyj- unni Okinawa og vinna þeir með menningarhefðir eyjarinnar, þar sem gætir áhrifa hafsins og lífs- hátta frumbyggja þar um slóðir. Örlagaríkt augnablik í verkinu Genji. Leiklist | Japanskir sýna nútímadans Ástir, öfund og ill örlög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.